Helgarpósturinn - 07.03.1980, Blaðsíða 4
NAFN: Ellert Schram STAÐA: Ritstjóri FÆDDUR: 10. október 1939 HEIMILI: Stýrimannastigur 15
HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Anna Ásgeirsdóttir og eiga þau fjögur börn
BIFREIÐ: Chevrolet Nova '74 ÁHUGAMÁL: Þjóömál, íþróttir og bækur
Held að þetta hlidarstökk verdi mér til góðs
Föstudagur 7. mars 1980 he/garpásturinn-
Nýlega var EUert Schram ráðinn ritstjóri Visis. Mörgum kom þessi ákvöröun á óvart, þar sem
ýmsir litu svo á, aö meö þessari ráöningu hafi Vfsir i eitt skipti fyrir öll opinberaö sig sem málgagn
Sjálfstæðisflokksins.
Ellert Schram hefur setiö á þingi fyrir Sjálfstæöisflokkinn, en féll í siöustu kosningum, eftir aö
hafa fært sig sjálfviljugur niöur á framboöslista flokksins. Hann hefur á stunóum veriö nefndur sem
hugsanlegur forystumaöur Sjálfstæöisflokksins I næstu framtiö.
Vmsir telja aö dagblaöiö Vlsir standi nú höllum fæti á sfödegismarkaönum og saia blaösins hafi
dregist verulcga saman. Spurningin er þvi, hvort þaö er stjórnmálamaðurinn eöa blaöamaöurinn
Ellert Schram, sem eigi aö snúa þeirri þróun viö. Eliert er i Yfirheyrslu Helgarpóstsins.
Hvers vegna ert þú orðinn rit-
stjóri Visis?
„Þú verður aö spyrja þá, sem
tóku þá dkvöröun að bjóða mér
starfið.”
Hvers vegna var starfiö ekki
augiýst laust til umsóknar?
„Mér er alls ekki kunnugt um
það.”
Hverjir buöu þér þetta starf?
„Blaðstjórnin.”
Geturöu nokkuð áttaö þig á
þvi, hvers vegna þér var boöib
þaö, en ekki einhverjum
öörum?
„Ég verð að vona, aö það hafi
verið gert vegna þess að ég væri
álitinnhæfur I starfið.”
Og hvaö gerir ritstjóra
hæfan?
„Þaö er duglegur maður, sem
hefur aflaö sér þekkingar á
hinum ýmsu sviöum I þjóö-
félaginu og hefur getið sér gott
orö i þvi sambandi.”
Helduröu aö þaö hafi veriö
reynsla þin I pólitik eöa blaöa-
mennsku sem hafi ráöiö úr-
slitum um aö það varst þú sem
fékkst ritstjórastarfiö en ekki
einhver annar?
„Ja, nú ert þú að spyrja mig
spurningar sem aörir ættu frek-
ar að svara. En ef ég ætti að
giska á eitthvað, þá get ég
imyndaö mér að hvorutveggja
hafi ráðiðnokkru, auk þess sem
ég hef komið viöa viö — vfðar en
i blaöamennskuog pólitík.”
Nú er reynsla þín i blaða-
mennsku vægast sagt af skorn-
um skammti. Kemur þessi litla
reynsla til meö aö hljálpa þér i -
ritstjórastóli?
„Tvimælalaust. Ég var
viöloðandi Visi i ein fjögur eða
fimm ár meöan ég var I námi og
allir þeir sem hafa unnið aö
blaöamennsku meö slikum
hætti — sem eru fjölmargir —
þeir geta áreiðanlega borið það
með mér, að þaö er góður
skóli.”
Nú segja illar tungur aö þinn
blaðamannaferill hafi ein-
skoröast viö „Visir spyr”,
„Dagbók” og myndasögurnar.
Er þaö rétt?
„Ég man nú ekki til þess aö
mitt starf hafi einskorðast við
það. Langmestan þann tima
sem ég var blaðamaður stund-
aði ég fréttamannsstörf og
skrifaði ærið i blaðið á þeim
tima. Hins vegar er ég stoltur af
þvi að hafa lika tekiö að mér að
þýöa ágætar athugasemdir
„Bellu slmastúlku”.
Hvaö þýöir þessi nýja staöa
fyrir sjálfan þig. Ertuaödraga
þig út dr pólitik?
„Ég tók örlagarika ákvörðun
um það að færa mig til á lista
Sjálfstæðisflokksins I siöustu
kosningum og tók þá áhættu,
sem á stundum verður að taka,
hvort sem maður er I pólitík eöa
annars staðar. Oöruvlsi vinna
menn ekki sigra né ná árangri,
nema þeir leggi hart að sér og •
taki kannski fulldjarfar ákvarð-
anir svona stöku sinnum. Þaö
vart hins vegar til þess I þetta
skiptið, að ég náði ekki kjöri á
þing og þá varö ég að finna mér
annaö starf. Og hér er ég
kominn.”
Er þaö „fulldjörf ákvöröun”
— pólitisk ákvöröun — hjá þér,
aö taka aö þér ritstjórastarf á
VIsi?
„Ég lit ekki svo á, að það sé
nein pólitisk áhætta I spilinu.
Þetta er spennandi verkefni og
mér líkar það vel að vera i
hringiöunni. Hvaða pólitiskar
afleiðingar þetta hefur I for með
sér fyrir sjálfan mig, hef ég alls
ekki leitt hugann aö. Það er ekki
á dagskrá.”
Nú eiga fleiri kosningar eftir
aö fara fram á islandi. Veröur
þú kominn á fulla ferö i pólitik-
inni á nýjan leik næst þegar
kosiö veröur?
„Ég hef ekkert látiö af mínum
pólitisku skoðunum eða áhuga á
stjórnmálum almennt, þótt ég
sé hættur á þingi og kominn I
annaö starf. Það skal öllum
vera ljóst. Siöan veröur það aö -
ráöast i framtiðinni hvort ég
gefi kost á mér aftur eða hvort
fólk vill yfirleitt kjósa mig
aftur. Hins vegar hef ég ekki
gert neinar langtimaáætlanir i
þessu né ööru, þannig að ég sé
að velta þessu fyrir mér núna.
Það kemur bara i ljós þegar
gengið er til kosninga næst.”
Leiðarar Visis munu þar af
leiöandi endurspegia skoöanir
Ellerts Schram, varaþing-
manns Sjálfstæöisfiokksins?
„Leiðararnir munu endur-
spegla þær skoöanir sem ég hef
tileinkað mér á minni stuttu ævi
— hvort heldur ég hef aflaö mér
skoðana eða þekkingar á stjórn-
málasviðinu eöa annars staðar.
Ég fer ekki dult með það, aö ég
er sjálfstæðismaður og ég geri
ráö fyrir þvi aö leií
arar VIsis munu bera þess
merki.”
Er Visir frjáist og óháö dag-
blaö?
„Já.”
Hvernig hittist þaö ætiö á, aö
ritstjórar þessa frjálsa og óháöa
dagblaös eru jafnan úr sama
flokknum — Sjálfstæöis-
flokknum?
„Ja, Vlsir er borgaralega
frjálst blað og margir aðstand-
enda blaðsins eru áhrifamiklir
sjálfstæöismenn. Þeir vilja
sjálfsagt aö blaðið túlki þær lifs-
skoðanir sem stefna Sjálf-
stæöisflokksins byggist á, þó
þar sé ekki verið aö segja aö það
fylgi einhverri ákveðinni flokks-
klíku I einu eða öðru. Sjálf-
stæðisstefnan hefur það sér
fyrst og fremst til gildis, að hún
er mjög umburöarlynd og opin.
Þvl verða það mlnar lifs-
skoðanir sem ég túlka i blaðinu
og ef þær falla saman við stefnu
Sjálfstæöisflokksins, þá er
ekkert nema gott um það aö
segja.”
Þú vilt haida fast viö þaö, aö
Visir sé óháö dagbiaö, enda þótt
eigendur þess, ritstjórar og
margt starfsfóik sé almennt
taliö hallt undir Sjálfstæöis-
flokkinn — svo ekki sé meira
sagt?
„Þaö má ekki rugla þvi
saman, aö þótt blaö sé óháö, þá
megi það ekki hafa neinar
skoðanir. Þegar ég segi að Visir
sé frjálst og óháð, þá á ég við, aö
þvi sé ekki fjarstýrt úr her-
búðum Sjálfstæðisflokksins. Við
ritstjórarnir eru sjálfs okkar
herrar og túlkum okkar skoð-
anir, án þess aö taka þær annars
staðar frá. Ég legg áherslu á
þaö, aö þótt blaðiö sé frjálst og
sjálfstætt, þá fer þvi fjarri aö
þaö sé skoðanalaust.”
Hefðir þú veriö ráöinn rit-
stjóri Visis, ef þú heföir t.d.
veriö flokksbundinn Alþýöu-
bandalagsmaöur eöa óflokks-
bundinn Framsóknarmaöur?
„Þvi get ég ekki svaraö, en
endurtek aöeins sem ég sagði
áðan, að ég geri ráö fyrir þvi að
ég hafi verið ráöinn vegna
minna eigin verðleika og
kannski vegna þeirra skoðana
sem ég hef sett fram opin-
berlega á undanförnum árum.”
Veröur ritstjórinn Ellert
Schram I stjórnarandstööu I
skrifum sinum?
„Það fer eftir þvi hvernig
rikisstjórnin starfar. Ég er
sjálfstæðismaður og legg mest
upp úr þvi að landinu sé stjórn-
að þannig aö sem mestra áhrifa
gæti af þeim málum og mark-
miöum sem felast 1 sjálfstæöis-
stefnunni. Ef þeir sjálfstæðis-
menn sem nú sitja I rikisstjórn-
inniná fram slnum málum, sem
þeir hafa barist fyrir undir
merki Sjálfstæðisflokksins um
áratugi, þá fagna ég þvi og mun
ekki gagnrýna aöeins gagn-
rýninnar vegna. Ég mun sem
sagt taka afstöðu til þessarar
rikisstjórnar eftir málefnum.”
Ef þú sætir nú á þingi, myndir
þú fylla flokk þeirra þing-
manna, sem fylgja Gunnari aö
málum?
„Ég hefði ekki virt reglur
flokksins né lýðræðislegar leik-
reglur að vettugi, eins og ég tel
aö Gunnarsmenn hafi gert I
aödragandanum að þessari
rikisst jórn. En ég tel hins vegar
ástæðulaust að vera að fjarg-
viðrast meira út af þeim vinnu-
brögðum, úr þvi sem komið er
og lita frekar á það sem þeir
afreka á næstu mánuðum.”
Nú er ljóst að Visir sem dag-
blað stendur ekki vel I sam-
keppni viö hin blöðin og upplag
blaösins dregst sifellt saman.
ErVisir deyjandi dagblaö?
„Ég hef fengið þær
upplýsingar, að almennt yfir
llnuna hafi veriö erfiðleikar hjá
blöðunum. Það á sjálfsagt við
um Visi eins og önnur blöö. Mig
varðar i sjálfu sér ekki .svo
mikið um það hvernig gengið
hefur aö undanförnu. Ég lit
fram á við og er staðráðinn i
þvi, að gera blaðið þannig úr
garöi, að þaö verði lesið og
keypt.”
Nú segja blaöafréttir aö meö-
ritstjóri þinn, ólafur Ragnars-
son hafi ekkert fengiö aö vita
um ráöningu þina fyrr en hún
var oröin aö veruleika og sé jafn-
framt ekkert of hress meö aö fá
þig sér við hlið. Hvaö viltu segja
um þetta?
„Ég hef ekki hugmynd um
það hvenær Ólafur fékk að vita
af ráðningu minni. Það stóðu
aðrir að ráöningunni og ég veit
ekki aðdragandann aö henni.
Hitt vil ég taka fram, að mér
hefur verið mjög vel tekiö hér á
Visi.bæöi afólafi Ragnarssyni og
öðru starfsfólki.”
Nú eru á Visi ýmsir marg-
reyndir blaöamenn.Hvernig er
sú tilfinning fyrirþig, tiltölulega
óreyndan blaöamanninn, aö
segja gömlum og sjóuöum
blaðamönnum fyrir verkum?
„Ég gef engar fyrirskipanir
eða segi mönnum fyrir verkum
með einhverri drottnun. Þetta
byggist á samstarfi og gagn-
kvæmu trausti. AB svo miklu
leyti sem ég hef tekiö einhverjar
ákvaröanir eða lagt einhverjar
linur, þá hefur þaö gengiö bæri-
lega framað þessu.”
Aðeins til baka — til fram-
boösmáianna i siöustu kosn-
ingum. Heidur þú, aö þaö hafi
veriö röng og fljótfærnisleg
ákvöröun hjá þér aö færa þig
um sæti á lista Sjálfstæöis-
flokksins á sinum tima? Séröu
eftir þeirri ákvörðun núna?
„Það má vel vera að
ákvörðun min hafi veriö fljót-
færnislega tekin, en oft eru
fyrstu hugsanirnar þær bestu.
Vitaskuld er mér söknuður af
þvi að sitja ekki á þingi, en ég
held að þegar til lengdar lætur,
þá muni ég hafa gott af þvl að
skiptaum starf Það er ekkert
sáluhjálparatriöi fyrir mig að
sitja a þingi endalaust og ég
held satt að segja að mönnum
hætti við að staðna og ein-
angrast ef þeir sitja of lengi á
þingi. Hvort sem ég á eftir aö
koma þangað inn aftur eða ekki,
þá er held ég að þetta hliðar-
stökk mitt verði mér til góðs og
ég sé þá betur hæfur til að starfa
og njóta lífsins.”
Upp á siökastið hefur þú verið
nefndur til ýmissa starfa fyrir
hönd flokksins, þ.á.m. sem
borgarstjóraefni og jafnvel for-
mannsefni. Hefur þú stuðning i
þessi embætti?
„Það eru margir kallaðir
þegar upp koma trúnaðar- eða
flokksstörf i Sjálfstæðisflokkn-
um eða störf sem hugsanlega
gætu falliö i skaut sjálfstæðis-
manna og vitaskuld hafa ýmsir
veriö að segja mér, aö ég væri
hugsanlegur kandidat I svona
stöður. Ég hef ekki tekiö mikið
mark á þessu umtali og það
hefur ekki breytt neinu fyrir
mig. Þaö verður einfaldlega að
ráöast úr hverju verður. Það fer
fyrst og fremst eftir þvi hvað
aörir vilja — ekki hvað ég vil.”
I
Varstu búinn aö leita vlða aö
starfi, þegar Visismenn buöu
þér ritstjórastööuna?
„Nei, ég var nú ekki búinn að
leita vlða.”
Þú hefur ekkert kikt niður i
bæjarútgerð og leitaö eftir
togaraplássi?
„Jú, ég var reyndar kominn
með annan fótinn um borð I
Bjarna Benediktsson, en þá
vildí svo til að nánast á sömu
mlnútu var mér boðiö annaö
starf, sem ég tók reyndar ekki*'
Hvaöa þrep er þessi nýja rit-
stjórastaöa I klifri þinu til met-
oröa innan flokksins?
„Það er einkennilegt hve
margir eru alltaf aö velta fyrir
sér svona hugleiðingum og
svona spurningum, eins og þú
setur fram, þ.e. að menn séu
með einhverjar langtimaáætl-
anir um frama sinn i pólitlk.
Sannleikurinn er einfaldlega sá,
aö égvar atvinnulaus og mér
bauöst gott starf og ég þáöi það.
Ég hef ennþá ekki haft tækifæri
og mun ekki hafa áhuga á þvl að
mæla þetta starf i frama minum
hvorki fyrr né siöar.”
eftir Gudmund Arna Stefánsson