Helgarpósturinn - 07.03.1980, Blaðsíða 22
22
Föstudagur 7. mars 1980 he/garpásfurinn
BLAÐAMAÐUR í EINN DAG...
1 sjónvarpsþættinum sem ég
greindi frá I upphafi fyrri greinar
voru viötöl viö fólk, sem heldur
þvi fram aö þaö hafi haft sam-
band viö verur frá öörum hnött-
um, sumir feröast meö þeim,
tveir þekktu vélfræöi diskanna
(veltaeinsogkajakáókyrru vatni,
aölæg eöa fráhverf verkun á
aödráttarafl vegna samstæörar
hleöslu viö þaö eöa gagnstæörar
því). Þessu fólki bar yfirleitt
saman i veigameiri atriöum og
áberandi var, eins og jafnan
þegar fólk ber furöu sinni vitni, aö
þaö tengdi reynslu sina þvl sem
þaö einkum hefur af öryggi sitt og
sjálfsskilning. Viröulegur Breti
var kominn áleiöis I jóka þegar
hann var valinn sem milligöngu-
maöur. Einn haföi séö Krist I
geimfari. Annar öölast yfir-
náttúrlega hæfileika viö aö sjá
stjarnbúa o.s.frv. Slikur sam-
breiskingur trúarlegra og tækni-
legra upplýsinga er ekki þess
eðlis aö hann geri hinar tækni-
legri léttvægari. Þvert á móti er
ástæöa til aö ætla aö sæmilega
heilbrigt fólk gripi til einhverra
slikra hugmynda þegar nógu hart
er aö þvl gengiö um skilning á þvl
sem fyrir það ber. Einn tjaldar
yfir sig og slna I steinborg á Mars
og biöur hjálpræöis frá gagnsæj-
um verum. Annar fær þá hug-
mynd aö honum sé ætlaö aö bæta
mannllfiö af meiri háttar valda-
stólpum þegar hann vaknar aö
morgni úti I skógi og minnist þess
eins af feröum slnum þá nótt aö
bíll hans var staddur undir mikilii
ljdskeilu og hvinur i eyrum hans
ætlaöi aö æra hann, leiö út af,
kominn hálfa leið út úr bflnum.
Fátt er mannlegu eöli erfiöara en
afbera reynslu sem ekkert nafn
hefur.
Visindin orsaka
trúnaðarrof
Meiri hluti Bandaríkjamanna
trúir aö fljúgandi furöuhlutir séu
yfirnátturleg fyrirbæri, óútskýrö
af vísindum liöandi stundar, segir
dr. JacquesValle sem lagt hefur
stund á rannsókn þessara fyrir-
bæra,I viötali i timaritinu Omni.
Trú manna á aö samband náist
viö siömenningu á öörum hnetti
vex stööugt. Sllkir áhrifaþættir
gætu breytt menningu okkar, seg-
irl sama viötalinu. Nú um stundir
skapast menningarkimar I
trúnaöarrofum sem visindi hafa
orsakaö meö einangrunarstefnu.
Þótt tjáningarháttur þeirra sem
þeim tilheyra sé órökréttur svar-
ar hann á tilfinningalegu og and-
legu sviöi til þarfar I menningu
okkar sem visindi hafa sniögeng-
iö gersamlega. Trúi menn þvl aö
eitthvaö sé raunverulegt er þaö I
afleiöingum sinum veruleiki, seg-
ir dr. Valle. Og staöreynt er aö
fjöldi fólks hefur bundiö vonir
sina viö samband viö ómennskar
vitsmunaverur, m.a. hefur
tortryggni viö yfirvöld leitt til
þessarar niöurstööu. Og þessi trú
leiöir án vafa til fólagslegra
breytinga, jafnvel til sölulegra
umskipta. Af mörg þúsund frá-
sögnum um fljúgandi furöuhluti
dregur dr. Valle upp þá mynd af
fyrirbærinu aö þaö sé saman
þjöppuö rafsegulorka á örbylgju-
stigi og engan veginn sé gefiö aö
um flugfar sé aö ræöa jafnvel þótt
hegöun fyrirbærisins sé aö
einhverju leyti vitsmunaleg.
Fy rirbæriö hegöar sér ekki I sam-
ræmi viö kenningar eölisfræöinn-
ar né hugmyndir almennings um
tima og rúm. Birtan afmarkast
en dreifist ekki meö hinum
kunnuglegri hætti. I sumum
dæmum minnkar fyrirbæriö,
sjálflýsandi, disklaga, og hverf-
ur. Sllk fyrirbrigöi eru þó ekki
óþekkt, hvorki i öreindafræöi né
stjarnfræöi. Og útiloka ekki aö
um annaö en hugarburö sé aö
ræða. En Valle telur reyndar
vissu fengna fyrir aö svo sé.
Likamlegar afleiöingar af aö
lenda á vegi fljúgandi furöuhlutar
eru I mörgum dæmum sam-
svarandi flogaveiki. Ofsjónir,
ráövilla og missir timaskyns um
skeiö. Einnig stjórnar á llkams-
hreyfingum. Og jafnvel I sumum
tilfellum tímabundin blinda.
Stundum sjást verksummerki á
likamanum.
Fimm ágiskanir um
eðli fyrirbæranna
Dr. Valle telur upp fimm ágisk-
anir um hvers eölis þetta fyrir-
bæri sé. I fyrsta lagi geimskip.
Auk tilgreindra raka nefnir hann
að firösjár, sem aö staöaldri er
beint upp I heimingeiminn, veröa
ekki varar viö aöflug eöa brott-
flugsllkra geimfara. Aftur á móti
eru til allmargar skýrslur, sumar
hernaöarlegar, um þvilik fyrir-
bæri sem komiö hafa fram á
firösjám meö lágréttum geisla —
merktar óútskýrt. Ef gert er ráö
fyrir aö um könnunarför sé aö
ræða frá öörum hnetti eöa hnött-
um veröur vandséö hvers vegna
sllk mannleg hneigö hafi komið
upp i heimi þar, hvers vegna
geimbúar hafi sambærileg
skynfæri viö okkar. Fólki ber
yfirleitt saman I lýsingum slnum
á sllkum verum. Samkvæmt þeim
eru þær flestar ekki aðeins
manneksjulegar I útliti heldur
ganga um eölilega og hllfalaust,
a.m.k. sumar hverjar. Og þaö er
hægt aö lesa tilfinningar slíkra
vera úr svipnum. Þaö væri nær
lagi aö állta sllkar llfverur hug-
vitssamlegar eftirllkingar af
manneskjum en gera ráö fyrir aö
þær væru beinlínis ibúar annars
hnattar. Liklegri ágiskun er aö
um menn sé aö ræöa eöa imyndir
manna. Llfkerfi annars hnattar
gæti ekki náð slikri samsvörun
nema um ræktun sé aö ræöa.
Menn sem bera þvi söguna að
hafa komist I tæri viö geimverur
hafa verið dáleidd; r og ástæöa er
til aö ætla aö frásögnin heyri til
veruleika sem sé sjálfra þeirra en
ekki nauðsynlega þeim almenna.
Upplifuninni fylgir ekki alltaf
snertiskyn sem ætti að fylgja væri
hún ekki aö öllu leyti sálræn.
Onnur skýring á fljúgandi
furöuhlutum er sú aö um mann-
legar gerðir sé aö ræöa. Samtök
einhverra valdhafa um tilraunir
og aö þær hafi þessi áhrif. Ekki er
hægt að útiloka þennan
möguleika.
1 þriöja lagi er full ástæöa til aö
gera ráö fyrir hliöstæöri þróun
við þá sem eölisfræöi hefur tekið
út. Og þar meö allt annarskonar
tæknifræöi. Hafi einhver rambaö
inn i aöra vidd, sé tekið svo til
oröa hafi þaö leitt til framvindu
fræöa sem fari leynt.
1 fjóröa lagi geta fljúgandi
furöuhlutir veriö fjarskipti. 1
heild viöleitni geimbúa til aö hafa
samskipti viö jaröarbúa og fari
fram einmitt meö þessum hætti
til aö undirbúa okkur. Tölvurann-
sóknir á upplýsingum um fljúg-
andi furöuhluti sýna að sllkir at-
buröir veröa meö nokkuö glöggri
hrynjandi. Einkum á nóttunni.
Stigandi eftir sólarlag til tólf.
Dvínandi fram eftir nóttu. Og
magnast undir morgun. Og
hrynjandi sem spannar mun
lengra tlmabil. Galupkönnun hef-
ur leitt I ljós að meö hverri sllkri
bylgju vex trú bandarísks al-
mennings á fljúgandi furöuhluti.
Hvert einstakt atvik þarf ekkert
aö merkja I sjálfu sér, en gæti þó
veriö liður I sllku stjórnkerfi.
1 fimmta lagi gætu fljúgandi
furöuhlutir veriö afleiöing lög-
málsbundinna þarfar fyrir jafn-
vægi meðal lffvera, manna sem
mótaö hafa sér einhliða hug-
myndir um veruleikann, hinar
eölisfræöilegu. Þær hugmyndir
fjalla um orku og ekki hiö vits-
munalega I þætti sem þó I ein
hverjum mæli er eigind tilver-
unnar. Þ.e.meövitund manna og
hinna æöri llfvera sem viö köllum
svo. Sé orka og upplýsingar tvær
hliöar sama máls má gera ráö
fyrir aö eölisfræöi orkunnar eigi
sér tvlburasystur sem hafi týnst
einhvers staöar á leiöinni.
Sálfræöingurinn Karl Jung út-
skýröi fljúgandi furöuhluti á sina
vísu. Megingeröir sálarllfsins
voru aö hans hyggju sannanlegar
Imyndir sem bárust I drauma
manna. Ullu nokkru um þroska
persónuleikans og voru fyrir-
myndir um virðingar og mark-
miö. Áréttaöar meö styttum og
spaklegumfrásögnum. Náttúrleg
þróun manna sem dýrategundar
haföi innprentaö þessi leiösögu-
hnoöa I sálarlifiö. Ósjálfráö
hneigð til aö veröa eitt fremur en
annaö átti rætur sínar I sllkum
megingeröum. Og þær I sam-
eiginlegri dulvitund, -Samkvæmt
kenningu Jung eru fljúgandi disk-
ar tákn I frumsjálfinu yfir ástand
þess þegar það hefur náö þvi
þroskastigi aö vera sér fyllilega
vitandi um sig sjálft. Útlitsmynd
þessa fyrirbæris, reglulegu bjúg-
laga formi þess, fylgir fullnægju-
kennd og feguröartilfinning. Aö
sjá fljúgandi disk er samkvæmt
þessari kenningu skyndileg til-
færsla af einu þroskastigi á ann-
að. Og likindin öllu meiri fyrir aö
þroska manns vindi fram jafnt og
þétt og ekki meö slikum umbrot-
um. Þessi kenning er I góðu sam-
ræmi við þá staðreynd hve mjög
hefurfærst I vöxt aö menn upplifi
fljúgandi furöuhluti, efnishyggj-
an sem dr. Valle ræddi um hefur
einmitt hamlaö gegn því aö menn
upplifi sjálfa sig djúptækt. Og
kenning Jung er hliöstæð ágiskun
Dr. Valles um eölisfræöi upplýs-
inga sem leiti jáfnvægis viö eölis-
fræöi orkunnar vegna skorts á
viöurkenningu. Hvort tveggja
lýsingin er fullt eins trúveröug og
þeirra sem leita til annarra
hnatta um ráöningu gátunnar, og
lenda þar meö i útstööum við
eigin Imyndunarafl sem hlýtur aö
gera ráö fyrir ótæmandi skýr-
ingarkostum úr þvi.
Sálfræðilegar skýringar
Mér hefur oröiö tlörætt um
sjónvarpsþátt I þessu máli. Jafn
vönduö heimild og hver önnur.
Þar kom fram að miölar flytja
mönnum boö frá stjarnverum nú-
oröiö. Miöilsgáfa er geöklofning-
ur hvort sem aukasjálfin eru að-
fengin eöa heyra til miðlinum
sjálfum, sálgerö hans er af þvl
tagi. Algengt er að veruleikaskyn
manns breytist viö reynsluna,
hann öölast aö eigin skilningi
yfirnáttúrlega ' hæfileika, miöils-
gáfuna, llknarmátt, skyggni
o.s.frv. Stundum eru sérfróöir
menn I læknisvlsindum til vitnis
um þetta. Kona ein, sem orðin var
handbendi stjarnveru að ætlun
hennar, haföi i frammi tilburöi til
lækninga I öörum sjónvarpsþætti
hér fyrir nokkru. Ekki fréttist
hvernig fór. Að vlsu er full ástæöa
aö ætlaaösvo framandi reynsla
sem mót viö fljúgandi furöuhlut
hafi geöröskun I för með sér, veki
upp hugaróra og gefi viðkomandi
trú á skýringaleiðir um tilveruna
sem hann hefur áöur sniögengiö.
En andlegur þroski getur ekki
veriö afleiöing sliks móts sé allt
sem sýnist. Sllk umskipti leiöa
likur aö sannleiksgildi sálfræöi-
legrar skýringar á öllu saman.
Jafnvel sá sem fremstur er I túlk-
un Kirilan ljósmynda, Rússi^hef-
ur verið yfirheyröur I þaula um
kraftbirtingarljóma diskanna.
Hér er um að ræöa ljósmyndun á
útgeislun lífvera, geislabaugum.
Hann segir hiö hvlta ljós þeirra
samskonar og hugleiöslunnar,
þess upphafna. Kirilanmynd af
miöli sem stjarnvera talaöi I
gegnum, aö sögn miölilsins, sýndi
mikla hvíta útgeislun. Blátt er
næsta stig fyrir neöan I hreinleika
hugsunarinnar.
Hvort sem þessi fyrirbæri
veröa rakin til llfvera a' öörum
hnöttum eða ekki eru þau tim-
anna tákn. Það er sýna svo aö
ekki verður fram hjá horft aö aö-
feröir sem 20. aldar maðurinn
hefur sniöiö sér til aö byggja á
veruleikaskyn sitt, er honum
ónógar I þeim mæli aö líkja má
viö hugmyndalegt gjaldþrot.
Kenningakerfi eölisfræöinnar
spanna ekki stjarnfræöileg fyrir-
brigöi eins og svarthol t.d. og
sálfræöin ekki hugsanaflutning og
milliliöalaus áhrif viljans á fram-
gang atburða sem þó eru tölfræöi-
lega skoöaöar staöreyndir. Þörf
fyrir sameinandi formúlur yfir
þessar fræöigreinar og llffræöi er
mikil og liggur I alfararleiö.
Menn finna ekki tjáningarhátt
yfir innri vissu á hinum fræöilega
oröaforöa. Nú þegar ekki veröur
lengur aliö á trú á slfellda fram-
þróun efnislegrar velmegunar og
samhliöa hinni stigvaxandi ham-
ingju manna styrkist þörfin fyrir
djúpstæöari sjálfsvitund,andlega
fullnægju, henni er svarað meö
vlsindaævintýrum I kvikmynda-
húsum og sjónvarpi. Og á eigin
vegum meö móti viö fljúgandi
disk.
Þorsteinn Antonsson
skrifar síðari grein
um fljúgandi furðuhluti