Helgarpósturinn - 07.03.1980, Page 13

Helgarpósturinn - 07.03.1980, Page 13
Föstudagur 7. mars 1980 Jielgarpásturinn___he/garpósturinnl^^L7 mars — Guðmundur Magnússon háshðiareKior í neigarpöslsviðiaii Þaft má kannski með nokkrum sanni segja, að hinn dæmigerði há- skólastúdent sé frjálslegur i klæðaburði og róttækur i hugsun. Sé svo má líklega á sama hátt segja, að hinn dæmigerði háskólarektor sé l'remur hel'ðbundinn i klæðaburði og borgaralegur f hugsun. Guðmund- ur Magnússon, rektor Háskóla lslands siðan i haust er engin undan- tekning frá þessu. Ilann tók á móti okkur á skrifstofu sinni, þegar við mættum til viðtals, i gráum jakkafötum, grannvaxinn, meö grásprengt hár. og sker sig að þvi leyti enganveginn frá forverum sinurn á mál- verkunum, sem hanga á veggjum skrifstofunnar. Nema hvaö aldurinn snertir, hann er yngstur þeirra allra i embætti, aöeins 42 ára. i málverkasafnið vantar reyndar þrjá siðustu rektora á undan Guö- mundi, þá Guðlaug Þorvaldsson, Armann Snævarr og Magnús Má l.árusson. „Það er verið aö vinna að þvi núna aö fá málaöar myndir af þeim,” segir Guðmundur, þegar hann er sestur við skrifborðið, en ég komiö mér fyrir i leöurstól fyrir framan það. Siðan bætist þú í safnið á sinum tima? „Það er aldrei að vita", svarar hann i sinum venjulega hægláta tón. Kannski ég byrji annars I hefðbundnum rammlslenskum stil spyrji um ætt þlna og upp- runa. „Ég er Reykvikingur, fæddur i Lauganesinu, nánar tiltekið á Kirkjubólslóðinni þar sem nii eru mót Kirkjuteigs og Laugarnes- vegar. Foreldrar minir byggöu hús þarna á lóðinni, en afi minn og amma bjuggu I Kirkjubólshús- inu. Þetta þótti hálfgert uppi i sveit á þessum árum. Þarna var lftil byggö, mikilopin svæöi og tún, og hægt aö vera i fótbolta og vera á skautum á Fúlutjörn. Þarna voru lika sundlaugarnar, og ég man vel eftir þvi þegar fariö var meö þvott I þvottalaugarnar. væri Ifklega hóndi Móöurættin min er hinsvegar úr Biskupstungunum. Móöir min heitir Kristin Guömundsdóttir og er frá Brú, sama bæ og Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri. Hún missti fööur sinn úr taugaveiki aöeins tveggja ára gömul, þaö hefur veriö 1915. Þaö varö til þess aö amma min, Margrét Oddsdótt- ir varö aö bregöa búi, og fluttist til Reykjavikur. Ef ekki heföi far- iö svona væri ég sennilega núna bóndi á Brú. En amma giftist aftur Jóni Þor- steinssyni Collin, og þau bjuggu i sama húsi og foreldrar minir, og ég ólst mikiöupp meö þeim. Hann var afskaplega bókhneigöur, var lengi franskur túlkur, spilaöi á orgel og var hagmæltur. Ég held aö þaö hafi veriö mikiö fyrir óbein áhrif frá honum, aö ég fór I lang- skólanám. Faöir minn Magnús Magnússon er vélstjóri, hann vann lengi hjá Héöni, en hefur kennt siöústu árin I Vélskólanum. Ég hneigöist tiltölulega litiö til véla, en áhugi minn á bókum vaknaöi hins vegar snemma, og ég las mikiö”. Attu ekki skemmtilegar minn- ingar frá „sveitinni” i Laugar- nesi? í kasl við Dreska herinn „Jú, mikiiósköp. Þarna var til dæmis herkampur á striösárun- um, og viösáum oft hermenn fara um. En viö fengum náttúrlega ekki aö koma þarna nærri. En ég minnist þess, aö eitt sinn vorum viö aö kasta snjóbol tum i bila. Svo vildi til, aö hann hafnaöi á rúöu offiserabils, og hún brotnaöi. Hermennirnir stukku út, en viö komust undan. Þá varö ég hrædd- astur á minni ævi! Ég gekk i Laugarnesskólann, og þaðan á ég margar góöar minningar. Þar kynntist ég mörgum mætum mönnum, meöal annarra Óskari Halldórssyni, sem var aöalkennari minn, en er nú dósent hér viö Háskólann. Mér eru lika minnisstæöir Jón Sig- urösson skólastjóri, sem kenndi mér ensktr.-Ingólfur Guöbrands- son, sem kenndi mér dönsku og söng, og ekki sist Gunnar Guö- mundsson yfirkennari og siöár skólast jóri. Honum haföi ég reyndar kynnst áöur. Ég fékk nefnilega berkla þegar ég var fimm ára, og missti þá næstum ár úr útivist. Næsta sumar var ég á Silungapolli, þar sem ég kynntist Gunnari fyrst. A þessum árum var ég byrjaö- ur aö vera I sveit á sumrin. Ég fór fyrst i sveit fjögurra ára gamall, aö Vatnsnesi i Grimsnesi. Seinna var ég I Bryöjuholti I Hruna- mannahreppi, hjá vina- og skyld- fólkimóöur minnar, Villingavatni i Grafningi, Hliöarenda I Grlms- nesi og Reykjum I Hrútafiröi. Þegar ég náöi sextán ára aldri var sveitamennsku minni lokiö, og ég fór aö vinna i fiskverkunar- húsi Tryggva Ófeigssonar á Kirkjusandi. Þar leit ég fyrst stúlku sem siöar átti eftir aö veröa konan min. Læhnislræði ol langl nam Um þetta leyti ertu væntanlega kominn af staö á menntabraut- inni? „Eftir landspróf i Gagnfræöa- skóla Austurbæjar lá leiöin i Menntaskólann i Reykjavik. Þar var ég árin 1953-1957, og þaöan lá leiöin béint til útlanda. 1 fyrstunni var hugmyndin aö fara til Banda- rikjanna og læra bara ensku og körfubolta, en ég hef liklega veriö of hagsýnn til aö láta veröa af þvi! Læknisfræöi og slikt fannst mér alltof langt nám, þótt þaö vekti á- huga minn. Ég vildi fara i eitt- hvert tiltölulega stutt nám, og valdi þessvegna aö fara til Svi- þjóöar þar sem ég gat lokiö kandidatsprófi I hagfræöi á fjór- um árum sem ég og geröi. Þetta var ekki sist hagkvæmt vegna þess, aö þaö vantaöi hag- fræöinga á þessum árum. Þaö haföi talsvert af hagfræöingum útskrifast um og uppúr striöi, en sárafáir fariö i þaö nám siöan. Sennilega hafa flejri séö þetta, þvi aö um 1960 fjölgaöi þeim mjög sem fóru I hagfræöinám. Aö visu heltust af einhverjum ástæö- um margir úr lestinni, fleiri en I öörum greinum, kom i ljós viö at- hugun sem gerö var. Ég lauk siöan fil. kand. i þjóö- hagfræöi 1961 og fil. lic. 1965. Eftir þaö fór ég til Bandarikjanna og var eitt misseri viö Massachusetts Institute of Technology, en hélt aö þvi búnu aftur til Sviþjóöar og lauk doktorsprófi 1969, ári eftir aö ég kom heim. Þaö er til marks um þrjósku mina, aö ég var tiu ár I Sviþjóö án þess aö veröa sósial- demókrat!” En þú hættir samt á aö fara I „kratabæliö”. „Astæöan fyrir þvi, aö ég fór til Sviþjóöar var sú, aö þeir áttu' marga góöa menn og þekkta i hagfræöinni. Þeirra á meöal var Gunnar Myrdal, Bertil Ohlin, Erik Lundberg og svo sá sem ég lenti mest hjá, Palander. Sá var upphaflega verkfræöingur en fór siöar út I hagfræöi og er mjög þekktur meöal hagfræöinga viöa um heim”. Brélleqa irúloluð Ef viö stöldrum nú aöeins viö hérna, Guömundur. Stúlkan úr fiskverkunarstöðinni á Kirkju- sandi. Hvaö meö hana? ’ „Þaö fór þannig meö hana, aö ég kvæntist henni áriö 1961, eftir aö viö höföum veriö bréflega trú- lofuö i tvö ár. Hún heitir Valdls Arnadóttir, Arnasonar, lóöa- skrárritara og Hönnu Valdisai Gisladóttur. Fööurafi Valdisar var Árni Zakariasson vegaverk- stjtíri, sem lagöi marga vegi og brýr viösvegar á landinu. Viö ætt- um þá aö geta skipulagt okkar störf I hjónabandinu — bæöi kom- in af verkst jórum, en afi minn var verkstjóri hjá bænum i mörg ár' Viö vorum komnir aö doktorn- um. Um hvaö fjallar doktorsrit- geröin? „Hún fjallar um framleiöslu viö skilyrði óvissu, reyndar algjör- lega fræöileg, ekki nein hagnýt athugun á þvi hvernig mætti beita kenningunum sem settar voru fram, til dæmis viö landbúnaö eöa fiskveiðar. En þaö var þó þaö sem var haft i huga, þegar hún var skrifuö. 1 heföbundinni hagfræöi haföi litiö fyrr veriö skipulega tekið tillit til óvissu um fram- leiöslumagn. I þvi sambandi skipta viöhorf fólks til áhættu miklu máli. Sama gildir reyndar um happdrætti. Slemmdi ehhi við Friedman Til gamans má geta þess aö ég geröi athugun á þvi hverjir keyptu happdrættismiba. Niöur- stööurnar hafa aldrei veriö birt- ar, og ég er ekki viss um hvort á aö gera þaö. Þær samsvara nefni- lega ekki niðurstöðum sem Nóbelsverölaunahafinn i hag- fræöi, Milton Friedman, birti á sinum tima um svipaö efni. — Þetta er þó þaö næsta sem ég hef komist Nóbelsverölaunum! 1 doktorsritgeröinni var meðal annars boriö saman hvaöa áhrif þaö hefur á áhættu, hvort menn vinna fyrir föstum tlmalaunum eöa upp á hlutaskipti en þaö er ekkert annað en koma hluta af áhættunni yfir á launþegann. Eins hvaöa áhrif niöurgreiöslur og styrkjakerfi hafa i landbúnaöi.’' Þú kemur semsé aö Háskólan- um strax aö loknu námi? Kenndí samlfmis f Svíþjðð og Dér „Já, ég kom aö Háskólanum I mars 1968, og haföi þá kennt samhliöa náminu i Uppsölum sex siöustu árin — og fyrsta áriö hér vann ég aö nokkru leyti á báöum stööum”. Þaö er alkunna meðal fag- manna, sem stunda kennslu, aö þeim hættir til aö einangrast frá störfum sinum. Hefur þú fundiö fyrir sliku? „Ég hef nú frá upphafi unniö þó nokkur verkefni fyrir ráöuneytin, og I reynd er þaö þannig, aö þegar maöur er nýkominn heim frá námi, og á þessum aldri, er maö- ur uppfullur af áhuga á aö rann- saka og skrifa. Ég fór fljótlega aö þreifa fyrir mér um þaö hvaö deildin gæti tekiö aö sér i rann- sóknum fyrir ýmsa aðila á hag- Fannst læknisfræði alltof langt nám. Komst að annarri niðurstöðu en Nóbelsverðlaunahafinn I hagfræði, Milton Friedmann. Þekki náttúrlega það kerfi, sem éghafði sjálfur starfað og þjáðst undir. Þetta er starf sem menn eiga ekki að vera of lengi I. fræöisviöinu. Þaö var vel tekiö I það, en reyndar varö ekki mikib úr því. A þessum árum vann ég meöal annars aö athugun fyrir iönabar- ráðuneytiö. Mér likaöi afar vel aö vinna fyrir Jóhann Hafstein sem þá var iönaöarráöherra og siöar forsætisráöherra. 1 reynd er þaö þannig her viö skólann aö maöur reynir aö velja úr verkefni, sem eru áhugaverö og á þvi sviöi sem maöur er aö kenna, og vinnur þau sem hluta af rannsóknarskyldu. Slik vinna hefur vissa kosti fyrir báöa aöila. Viö losnum ekki eins úr tengslum viö starfiö, og ráöu- neytin fá um leiö leyst verkefni sem þarf aö láta vinna.'1 Þú veröur semsé prófessor en ekki körfuboltakappi I Bandarikj- unum. En þú hefur haft gifurleg- an áhuga á körfubolta? Með í að stoina HFlM-lppsala „Okkar árgangur innleiddi körfubolta i MR. Viö leigöum hús úti i bæ til aö æfa I og borguöum meira aö segja fyrir þaö úr eigin vasa. Á þessum árum áttum viö þátt I aö stofna körfuboltadeild Armanns. Ég var lika talsvert mikiö I körfubolta I Sviþjóö og var meö I aö stofna körfuboltaliöið KFUM-Uppsala, sem hefur veriö I ööru sæti i sænsku bikarkeppn- inni undanfarin ár. Og á meöan ég var úti lék ég meö stúdentum hér heima ein jólin, þá uröu þeir Reykjavikurmeistarar. Uppi- staðan i þvi liöi voru stúdentar frá MR og. Laugarvatni. En ég nefni nú körfuboltann vegna þess, aö þaö er góö leiö til aö kynnast fólki, þegar maöur kemur til útlanda, aö taka þátt I Iþróttum eöa annarri félagsstarf- semi. Þessi körfuboltaáhugi minn geröi þaö aö verkum, aö ég var aldrei I vandræöum meö aö kynn- ast fólki”. Þú nefndir áöan, aö þrátt fyrir tiu ára veru I Sviþjóö hafir þú ekki orðiö sósialdemókrat. Ætl- aröu aö afhjúpa þaö hvar þú stendur I pólitikinni? „Þaö er vissulega margt gott I kenningum sósialdemókrata. En samt tel ég mig standa heldur hægra megin viö þá, og þaö vildi svo til, aö BjarniBenediktsson baö mig einhverntimann aö tala á landsfundi Sjálfstæöisflokksins og fjalla um rannsóknarmál. Þá gekk ég I Sjálfstæöisflokkinn, þaö er aö sjálfsögöu ekkert laun- ungarmál”. Þaö viröist býsna algengt, aö hagfræöingar séu hægrimenn. Er þaö kannski eölileg afleiöing af þvi hvernig kennslu I þeirri grein er hagað hér á Vesturlöndum? Margar lorsendur í nagirœðinni „Þaö má segja, aö kennsla i þjóöhagfræöi byggistá vissri hefö hér. á vesturlöndum. Þaö er heldur ekkióliklegt, aö umhverfið sem fólk elst upp I hafi áhrif á mótun þess, ekki eingöngu hvaö varðarafstööutil hagfræöiEn þaö þýöir ekki, aö I hagfræðinni sé ekki hægt aö gefa sér mismun- andi forsendur og athuga hvort má leysa verkefnin i þjóöfélaginu á mismunandi hátt. Aöalatriöi hagfræöinnar er, aö hún fæst viö verkefni sem þarf aö leysa i öllum þjóöfélögum, undir hvaöa skipu- lagi sem þau búa viö. Hún er alls ekki einskoröuö viö ákveöiö kerfi, og I kennslu veröur maöur til dæmis aö taka sjónarmið meö og móti, óháö eiginskoöunum. Ég tel mig geta unniö út frá forsendum sem sósialdemókratar gefa eins og Sjálfstæöismenn, eöa ein- hverjir aörir”. Um þaö leyti sem þú komst heim frá námi, 1968, voru miklir umbrotatimar meöal stúdenta viöa um heim. Hver var afstaöa þin til þessara mála? „Já, þessi bylgja sem gekk yfir Sviþjóö 1968--69 tók svo mikiö á einn félaga minn, aö hann hætti I hagfræöi og fór i læknisfræði I staðinn! Þaö var alltaf mjög friösamlegt viö viðskiptadeildina hérna, þótt þaö hafi reyndar verið ákafar umræöur um námiö ööru hvoru, sérstaklega um og upp úr 1970. En þaö var allt i bróöerni. Meöal stú- denta almennt komu fram kröfur um aukna þátttöku þeirra i stjórnun deilda og yfirstjórn Há- skólans. Þaö fengu þeir lika. Þeir 13 fengu ákveöinn fjölda kjör- manna, 13-15 prósent, setu á deildarfundum, atkvæðisrétt i rektorskjöri og fulltrúa 1 háskóla- ráði. Nú hefur fjöldi kjörmanna veriö aukinn I þriöjungsaöild. Ég held þaö sé til bóta, aö stúdentar séu meö I ráöum. Þó finnst mér hæpiö, aö þeir hafi helming kjör- manna, eins og nú eru uppi kröfur um, þar sem menn eru alltaf aö koma og fara, hver stúdent stend- ur ekki svo lengi viö. lieiði liiiu viijað Dreyla iil Kandidalspröls Eftirá sér maöur, aö ýmsar breytingar heföu mátt koma fyrr en þær geröu. Ég læröi til dæmis ekki aö nota tölvu fyrr en ég haföi lokiö doktorsnámi, en þar heföu tölvur komiö sér vel. Ég hefi hins- vegar litlu viljaö breyta i inni- haldikennslunnar, aö kennslufyr- irkomulaginu til kandidatsprófs, þaö fannst mér ágætt. Þaö vill oft gleymast, aö maöur veröur aö læra þessa hluti fyrr eöa siöar sjálfur. Nú ert þú oröinn rektor, tiltölu- lega skömmu eftir aö þú sast sjálfur i háskóla. Hvaöa augum litur þú á námstillögur, þarna of- an af toppnum? „Já, þetta er nokkuö góö spurn- ing, sem er kannski dálitiö erfitt aö svara. En ég þekki náttúrlega þaö kerfi, sem ég haföi sjálfur starfaö og þjáöst undir, og hef reynt aö stuöla aö ýmsum breyt- ingum. Þar á meöal má nefna þá breytingu, aö nemendur hafa nú tækifæri til aö fara I próf I lok yfir- feröar, og ég hef kannski breytt innihaldi námsins eitthvaö, eins og þarf aö gera ööru hvoru. Sjáiisnám oi lausi í reipunum » Auövitaö var sitt af hverju, sem betur heföi mátt fara, sérstaklega I doktorsnáminu. Ég stundaöi mitt nám reyndar mikiö sem sjálfsnám eftir grunninn fjögur fyrstu árin. Þá sótti ég litiö tima, og ef maöur kemst upp á lagiö meö þetta er þaö kannski þaö besta. En fyrir fleiri er þetta lik- lega of laust I reipunum. Þess vegna hafa Sviar til dæmis horfiö frá þessu kerfi og tekiö upp þaö bandariska, sem er meira reist á námsskeiöum. Sú breyting held ég aö sé til bóta. Gamla kerfiö olli þvi, aö menn voru yfirleitt orönir allt of gamlir, þegar þeir luku doktorsprófi”. Ertu núna kominn á toppinn I metorðastiganum ? „Ég haföi satt aö segja aldrei velt þvi fyrir mér neitt sérstak- lega aö veröa rektor, og þaö bar nokkuö brátt aö i haust, aö ég tæki þetta starf aö mér. Ég haföi kom- iö talsvert nálægt stjórnsýslu skólans I gegnum nefndarstörf og var þaö eflaust ástæöa þess aö kjöriö fór á þá leiö sem raun ber vitni. ekkí ol lengi r rehiorsemDællí En þér fellur embættiö vel? „Já, áöur kynnist mörgu fólki, bæöi innáviö og utan stofnunar- innar, og þettc er ánægjulegt starf aö ýmsu leyti. En ég álit þetta sé starf, sem menn eiga ekki aö vera of lengi I. Hættan er aö maöur slitni úr tengslum bæöi viö fagiö og kennsluna, og þaö veröi erfitt aö komast inn I starfiö aftur. Ég hef kennt eina grein i vetur og sótt deildarfundi og haft þannig samband viö samkennara mina og áhugasama og skemmti- lega nemendur”. . Þú reiknar þá meö aö falla i metoröastiganum þegar þú lætur af embætti — eöa stefnir þú kannski I stjórnsýslu I framhaldi af þvi? „Þaö veröur nú ekki hátt fall! Þótt enginn viti hvaö framtiöin ber I skauti sér er nú reyndin sú, að rektorar hafa aö undan förnu horfiö annaö, ekki eingöngu vegna þess aö þeir hafi veriö rektorar, heldur vegna þess aö þeir hafa veriö hæfir menn og eft- irsóttir i önnur störf. Ég hef hins- vegar engan ásetning um aö hverfa frá skólanum. A þessari stundu er hugmyndin aö hverfa aö kennslu aftur og vinna aö rannsóknum, sem ég vildi gjarn- an halda áfram og koma frá mér. Þar vantar ekki hugmyndimar bara timann."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.