Helgarpósturinn - 21.03.1980, Blaðsíða 5
5
he/garpósturínrL. Föstudag
ur 21. mars 1980
®Ronald Regan fyrrverandi
kvikmyndaleikari og rikisstjóri
hefur opinberlega beóist afsök-
unará brandara, sem hann sagði
nýlega, en talin var hætta á að
ýmsir heföu getað móðgast. En
brandarinn var svona: Hvernig
getur maður þekkt Pólverja i
hanaslag? Það er hann sem er
með öndina. Hvernig geturðu þá
þekkt ttalann? Hann veðjar á
öndina. Hvernig veistu að Mafían
er viðstödd ? öndin vinnur.
Hver segir svo að gamlir
leikarar geti ekki verið fyndnir?
® Þeir láta ekki að sér hæða
Danirnir frændur okkar. I
Kaupmannahöfn hafa verið sett i
gang karata námskeiö fyrir elli-
lifeyrisþega. Já, karatenám-
skeið. Og þátttakan er mikil.
Tilgangurinn er sá, að þetta
gamla fólk geti tekið hraustlega á
móti ef á það verði ráðist af
glæpamönnum og öðrum banditt-
um.
•Tveir herramenn lögðu fram
tuttugu dollara tryggingagjald
fyrir fugli i Heimspáfagaukabúð-
inni i Rockville Center i Long Is-
land. Þegar þeir komu tveim
klukkustundum siðar, kom i ljós,
að þeir voru alls ekki herramenn,
heldur ótindir skúrkar. Þeir yfir-
gáfu staðinn með tvöþúsund doll-
ara i reiðufé og átta fugla, að
verðmæti þrettán þúsund dollara.
Eða svo sögðu eigendur búðar-
innar við lögregiuna, sem auðvit-
að dregur hana mjög i efa. Lög-
regluforingjanum finnst þetta at-
hyglisvert mál, en eigendurnir
hafa enn ekki verið ákærðir um
að hafa staðið á bak við þetta.
Þeir eru alveg rasandi yfir
þessu og segjast ekki skilja að
nokkurn geti grunað þá, þvi fugl-
arnir voru ekki tryggöir.... Ög
hananú.
#Dýravinir i vestur-þýska sam-
bandsrikinu Niedersachsen hafa
nú, fengið skipun um það, að þeir
megi ekki lengur hafa eiturslöng-
ur, köngulær og sporðdreka
heima hjá sér. Um þetta voru sett
lög þann 20. febrúar s.l. Þessi lög
ná þó ekki yfir ljón, tigrisdýr og
krókódila. Stjórn sambandsrikis-
ins hefur sagt, að ástæðan fyrir
þessum lögum sé sú, að mikið af
eitruðum kvikindum hafi sloppið
úr haldi og valdið hræðslu meðal
fólksins.
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Vonorlondi v/Sogoveg — Simor 00560*37710
Bíllinn sem engan svlkur