Helgarpósturinn - 21.03.1980, Síða 9

Helgarpósturinn - 21.03.1980, Síða 9
9 —sIQarpOStUrinrL Föstudagur 21. mars 1980 VERKFALL - ÞRIFFALL ir min og sambýliskona (ein og sama manneskjan) er skúringar- kona að atvinnu. Mér finnst það verðugt verkefni fyrir hana. Og svo er það — en það er kannski komið nóg af dæmum. 1 stuttu máli sagt: mér leiðist að vinna verk sem sést ekki að hafa verið unnin. Mér finnst alveg að aðrir geti unnið þau stundum. Sem þeir auðvitað gera EF ég bið um það. Verkin eru sumsé á mina ábyrgð Þetta er auðvitað ekki nein ný böla. Svona hefur það verið mest- alla mina búskapartið — og ég hef yfirleitt aldrei búið ein. Stundum i kommúnum, stundum með ein- hverjum fyrirbærum sem héldu þvi fram að þeir væru elskurnar minar og jafnvel stóru vinn- ingarnir minir i happdrætti lifs- ins. Sem var tómþvæla — ég vinn aldrei i happdrætti. En sama hvernig sambýlisformið var — ég var verkstjóri húsverkanna. Þetta var alveg ótrúlegt vanda- mál — ég hef nefnilega ekki verk- stjórnarhæfileika fyrir fimm aura. Hef heldur ekki neitt gaman af að klappa einhverjum karl- manni á kollinn og mega ekki vötnum halda af hrifningu yfir þvi, hvað hann var yfirgengilega duglegur að vaska upp. öðruvisi geta þeir nefnilega ekki tekið til hendinni mennirnir seih ég hef kynnst. Svo ég geri uppreisn við og við i þeirri fánýtu von að ein- hver annar sjái ljósið og byrji að þrifa. Óekki. Husl og drasl virðist ekki fara i taugarnar á neinum nema mér. Þvi er nú andskotans verr. Einu sinni þegar ég var ung kona (ég var það einu sinni, ótrúlegt en satt) þá bjó ég með ágætum vini minum i sorglegum leifum kommunu i Kaupmanna- höfn. Til okkar fluttist svo annar góður vinur — ég nefni engin nöfn, en þú veist alveg hvern ég meina, Óli, — og hann i meyjar- merkiJMeyjan er sem kunnugt er kattþrifin (eða svoleiðis) og þessi Drvðispiltur var hreint ekki ánægður með umgengnina á heimilinu. Þetta lét hann óspart i ljós — hann byrjaði á þvi að segja: „Andskotans drasl er hérna — takið þið aldrei til?” um leið og hann steig innúr dyrunum og stundum — ef hann var i stuði — hélt hann allt aö hálftima fyrir- lestur um efniö. ViBstvö, sem töld- umst þarna húsráðenmir, vorum orðin svo hræðilega stressuð aö alltaf þegar við áttum von á hon- um var rokið upp til handa og fóta og reynt að flikka aðeins uppá heimilið. Þangað til við geröum okkur grein fyrir staðreyndinni hræðilegu: hann tók aldrei til sjálfur. Þá hættum við að þrifa, Draumóramaðurinn heldur að einn góðan veðurdag verði á gallagripnum mér slik hugar- farsbreyting að heimilisstörfin verði leikur einn, jafnvel bara skemmtileg, og leiki mér I hendi. — Kannski ætti ég að leita mér sálfræðilegrar aðstoðar. En það þori ég auðvitað ekki — það er hætta á, að allt gangi i haginn og ég verði normal á endanum. Óbærileg tilhugsun — hræðilega yröi lifið þá leiðinlegt! Og samt —• svo ég opinberi mina hjartans innstu þrá — iangar mig afskap- lega til aö vera gift reglusömum pipulagningarmanni í Breiöholti, fimm barna móðir, fyrirmyndar húsfreyja, gjörsneydd metorða- girnd og hæfileikum af nokkru tagi nema að sauma og prjóna og þrifa og allt það. Efég hinsvegar Helgi Sæmundsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. AAatthlasdóttlr — Páll Helðar Jónsson — Steinunn Sigurðardóttlr —■ Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrlfar AAagnea J. AAatthlasdóttlr sögðum honum hvers vegna — og hann flutti Æjá. En svo ég haldi mér við efnið — leifarnar af borgaralegu uppeldi minu meina mér algerlega að horfa með nokkurri annarri til- finningu en hryllingi á draslið hrúgast upp. Það á ég sameigin- legt með meyjunni vini minum. Uppreisnarseggurinn innra með mér neitar að þrifa. Bjartsýnis- manneskjan trúir og vonar að einhver óþekkt og hjartahlý sál komi af himnum ofan og þrifi fyrir mig.. Sú svartsýna trúir ekki á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Heilbrigö skynsemi ræður mér til að taka til hendinni jafnóðum svo léttara verði að vinna verkið. vaknaði upp við þær aðstæður þyrfti ég i raun og veru á sálfræðilegri aöstoöaö halda. Eða dræpist úr leiðindum. Hvort sem væri. En hafið ekki áhyggjur af mér — þessi draumur minn mun aldrei rætast og ég tóri vist eitt- hvað lengur. Það lifir lengst... Mergurinn málsins er eiginlega þessi: ég ætla ekki að þrifa eitt eða neitt næstu daga. Ykkur er velkomiðað lita inn, kæru vinir og samherjar, en ef þið ekki kunnið að meta rústina heimili mitt, verðið þið vesgú að þrifa sjálf þar. Ég skal með mestu ánægju segja ykkur hvar hlutirnir eiga að vera. Með baráttukveðju, Magnea. Magnús Viðir við starf sitt i ávisanadeild Landsbankans. Samræður við heyrnarlausan viðskipta vin ganga greiðlega fyrir sig. Heyrnarlaus og heyrandi GETA skilið hvor annan Með táknmálinu hverfa öll tungumálamörk Þess misskilnings hefur oft gætt, að alheyrandi fólk geti aldrei lært táknmál heyrnar- lausra svo gagn sé að. Sú trú manna verður kannski skiljanleg, þegar þess er gætt, aö meö ,Jingramáli” eiga flestir við þá aðferð að mynda hvern staf fyrir sig með annarri hendinni. Slfkt fingramál er reyndar notað, en er einungis ein af mörgum tjáning- araðferðum heyrnarlausra. Táknmál er raunverulega talaö með öllum likamanum, venjuleg- um handahreyfingum, svipbrigð- um. Auk þess er mikið notað táknmál þar sem báðar hendur eru notaðar til a.ö tákna með heil orð, og að sjálfsögðu vara- mál. Þetta táknmál hefur verið kennt almenningi á nokkrum námskeiðum undanfarin þrjú ár, og samkvæmt upplýsingum Guö- laugar Snorradóttur yfirkennara Heymleysingjaskólans er nú unn- ið að samræmingu þess, þannig aö allir tali „sömu tungu” ef svo mætti segja, og auka orðaforð- ann. Það verk er aö sjálfsögðu unnið af heyrnarlausu fólki. Táknmál áf þessu tagi er út- breitt um allan heim, en á sama hátt og hver þjóð talar sina tungu eru útgáfumar mismunandi eftir löndum. Hvert Norðurlandanna hefur sitt táknmál, og i Banda- rikjunum eru notuð fimm eða sex táknmál. Samt sem áður er sama hvar i heiminum heyrnarlausir koma, hvort sem þaö er t.d. i Kina, Danmörk eöa Finnland, þeir skilja aðra heyrnarlausa og geta gert sig skiljanlega við þá. Það byggist fyrst og fremst á lát- bragöiog bendingum, og táknmál fyrir hlutlæg hugtök eru það rök- rétt, aö engir tungumálamúrar koma i veg fyrir, að það skiljist. — Islendingar eru ótrúlega stif- frosnir við að gera sig skiljan- lega, sagöi Magnús Viðir um reynslu sina af að umgangast heyrnarlausa. Þaö er eins og þeir séu hræddir við að sýna nokkur svipbrigði eða nota yfirleitt lát- bragð til að skýra hvað þeir eru að segja. Þó hef ég veitt þvi athygli, að unglingar eru oft ó- hræddir við að nota allan llkam- ann við að tjá sig við heyrnar- lausa. Þaö er hinsvegar reynsla heyrnarlaussfólks, aöi suðlægari löndum, svosem Frakklandi, á Spáni og ttaliu er mun auðveld- ara að skilja fólk en hér á Islándi. Fólki i þessum löndum er það eðlislægt að nota allan líkamann til að tjá sig, og hvað sem allri tungumálakunnáttu liður eiga heyrnarlausir yfirleitt ekki i miklum vandrðum að skilja, hvað Suður-Evrópubúarnir eru at fara. Þaunámskeið fyriralmenning i táknmáli heyrnarlausra, sem 'yrr var getið, þykja hafa tekist vel, og hugmyndin er að þau verði haldin reglulega á hverju ári i framtiðinni. Það eru aö sjálf- sögðu fyrst og fremst foreldrar heyrnarlausra barna og aðrir sem þurfa að umgangast heyrn- arlausa daglega, sem sækja þessi námskeið. En þau ættu jafnframt að ýta undir þaö, að sem flestir fái einhverja nasasjón af þvi hvernig er unntað gera sig skilj- anlegan við heymarlaust fólk — og skilja það. Slikrar kunnáttu getur viða orðiö þörf eins og dæmið úr Landsbankanum sýnir. Og til enn frekari áréttingar skul- um við geta þess, að á einum Reykjavikurtogaranna voru að minnsta kosti til skamms tima þrir heyrnarlausir hásetar. Skip- stjdrinn hefur táknmáliö þaö vel á valdi sinu, að hann talar hiklaust við þá — og túlkar fréttir útvarps- ins fyrir þá! i . ■ 3 .•, ■c\ y) $) <sv;5 l A V B ^ i - ÍN Vy % ! V J .. [jj O/ í.s.. m F Xs m £ B ! rp, C\ft ' i /C | M ! ! Cr! m \ * \ j // iJ > hJ. j t /\ •, ) -í/ , wí\ M ;;i\ i y, 1 ! W p y i l j ! ! M $ /< J \jy | i MB ! i i /,/./\ ii.B \ \ \ • ^ } \ < i ! ! s / i \ i X $ v,-,. 1 h:Bf I U ;> M i A';;. /\ | \ V'* W í ó A y— ; ' \ j s í'Cm V-.cjX ! sri /'y i V v i. | :-yjs \ j ! M/ _ ) j' } V i islenska stafrófið á fingramáii.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.