Helgarpósturinn - 21.03.1980, Síða 11
helgarpósturinn
Föstudagur 21. mars 1980
ug Bergmundsson rrr^n
„Maður verður að vera
eins ábyggilegur og frek-
aster unnt", segir Borgþór
Kjærnested.
Borgþór Kjærnested er frétta-
ritari á tslandi fyrir allar frétta-
stofur Norðurlanda, sem eru
Hitzau f Kaupmannahöfn, NTB, I
Osló, TT í Stokkhóimi, og FNB I
Helsinki.
,,Ég var búinn að starfa sem
free lance maöur í Finnlandi frá
1968, þar af tvö ár við finnska
rikisútvarpiö.Ég kom heim árið
1975 og var fréttaritari fyrir
finnska útvarpiö áriö 1976. Þá var
þaöaö forveri minn í þessu starfi
vildi losna úr þvi og benti hann á
mig.Ég hef veriöhérstaösetturfrá
fyrsta janúar 1977”, sagði Borg-
þór þegar hann var spuröur
hvernig hann hafi oröiö fréttarit-
ari fyrir þessar fréttastofur hér á
landi.
Borgþór sagöi aö hann væri að
hluta á föstu kaupi og frétta-
stofurnar tækju þátt i
aðalkostnaöinum. Þá borguöu
þær ákveöiö gjald fyrir þau
fréttaskeyti sem hann sendi.
„Hlutverk mitt er I fyrsta lagi
aökoma fréttum af Islensku þjóö-
lifi til Noröurlandanna.
En þaö er munur á frétt og
frétt. Ég hef sjálfur ekki veriö
allskostar ánægöur með meö-
höndlun þessara stofnana á frétt-
um frá mér. Sem dæmi get ég
tekiö / aö þegar Gunnar
Thoroddsen stóö isínum stjórnar-
myndunarviöræöum, hófst þaö á
fimmtudegi, og fyrsta skeyti fór
frá mér á föstudegi. Eftir það
fóru allt aö tiu skeyti á dag. Þeir
taka ekki viö sér á Noröurlöndun-
um varöandi þaö sem Gunnar
Thoroddsen er aö gera fyrr en á
mánudegi. En lítil klausa um
þetta mál, sem mest hefur veriö á
döfinni, er komin um leiö i stóru
fyrirsögnunum. Þarna finnst mér
koma i ljós ákveðiö óraunhæft
fréttamat þessara stofnana, og
aö einhverju leyti sýna það aö
blaöamennska á Noröurlöndum
er ööruvisi en hér”.
Þá sagöi Borgþór aö hann leit-
aöist viö aö gera góö skil þvi sem
væri aö gerast i menningarlifinu,
einnig efnahagsmálum og stjórn-
málum almennt og yfirleitt öllu
þvi sem heföi einhver áhrif á
þjóölifiö og þróun þess. Hann
sagöist senda milli 60-70 skeyti á
mánuði.
— Hvaöa reglur eru settar?
„Reglurnar eru ákaflega ein-
faldar. Ef maður sendir héöan
staðlausa stafi, sem ekki eiga viö
nein rök aö styöjast, er manni
sagt upp i þessu. Maöur veröur aö
vera eins ábyggilegur og frekast
er unnt."
— Hvaö leggur þú til grundvall-
ar þeim fréttum sem þú sendir
út?
„Alitsem hefur einhver áhrif á
islenskt þjóölif er fréttnæmt. Ég
taldi þaö fréttnæmt fyrir Noröur-
löndin þessi mótbyr, sem dansk-
an hlaut I meöhöndlun leiöara
stærsta dagblaös á Islandi, en ég
taldi þaö ekki fréttnæmt aö ein-
hverjar greinar höföu birst I
Morgunblaöinu”.
— Teluröu þig bera einhverja
ábyrgö á fréttaandliti Islands
gagnvart Nor.öurlöndunum?
„Vissulega geri ég þaö, annaö
væri óábyggilegheit, en ég tel
ekki þessa ábyrgö vera þess eölis
aö ég þegi yfir einhverjum hlut-
um, sem hér eru að gerast. Þaö
getur fleira veriö fréttnæmt af
Islandi, en þaö sem talar vel um
þetta land. Mér hefur oft fundist
bera nokkuð mikiö á þvi, aö
Islendingar leyfa sér aö gagnrýna
hinar og þessar þjóöir, en allt
veröurvitlaust hér, ef eitthvaö er
ekki nógu hagstætt okkur, hvort
sem þaö er satt eöa logiö”.
— Hefur þú oröiö fyrir aökasti
vegna þess aö fréttir þinar hafa
þótt of pólitiskt litaöar?
„Nei , ég hef ekki orðiö var viö
þaö aö vera ásakaöur fyrir aö
hafa pólitiskan lit á mlnum
fréttaflutningi, enda leitast ég
eftir fremsta megni aö ræöa viö
alla pólitlska aöila. Ég tel mitt
telextæki ekki vera til þess aö
koma einhverjum pólitiskum
boöskap frá Islandi,” sagöi Borg-
þór Kjærnested, fréttaritari á
Islandi fyrir fréttastofur Noröur-
landanna.
//Hef einu sinni orðið fyrir
óbeinum þrýstingi", segir
Gérard Lemarquis
Gérard Lemarquis kennari er
fréttaritari frönsku fréttastof-
unnar AFP á tslandi.
„AFP leitast viö aö vera alls
staöar meö fréttaritara og þá I
fleiri löndum en bandarísku
fréttastofurnar sem sums staöar
eru bannaöar. AFP haföi engan
mann á Islandi og þegar leitaö
var hér aö manni árið 1975, sótti
ég um starfiö’,’ sagði Gérard um
þaö hvernig hann geröist frétta-
ritari AFP hér á landi.
Hann sagöi aö þeir borguöu
fyrir fjóröung dálks, og væri þaö
um sex þúsund krónur fyrir 200
Viðkynnum
Tonna-Tak
límið sem límir allt að því allt!
FJÖLHÆFT NOTAGILDI.
Tonna Takið (cyanoacrylate)
festist án þvingunar við flest öll efni
s.s. gler, málma, keramik, postulín,
gúmmí, eik, gerviefni, teflon o.fl.
Lítið magn tryggir bestan árangur,
einn dropi nægir í flestum tilfellum.
EFNAEIGINLEIKAR.
Sérstakir eiginleikar Tonna
Taksins byggjast á nýrri hugmynd
varðandi efnasamsetningu þess.
FÆST I BYGGINGA- OG JÁRN-
VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT.
Það er tilbúið til notkunar sam-
stundis án undanfarandi blöndunar
og umstangs. Allt límið
handhægri túpu sem
tilvalið er að eiga heima ,
við eða á vinnustað.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
TÆKNIMIÐSTÖDIN HF
S. 76600
orö.
„Hlutverk mitt hér er fyrst og
fremst aö greina frá þvl, sem er
aö gerast i stjórnmálunum, en
einnig aö segja frá Islensku þjóö-
félagi á breiöum grundvelli. Sú
staðreynd aö ég er útlendingur
veitir mér ákveöna hlutlægni og
sjálfstæöi gagnvart veruleika
islenskra stjórnmála. 1 öllum
öörum löndum, eru forsvarsmenn
erlendra fréttastofa alltaf erlend-
ir, sem veitir ákveöna tryggingu
fyrir hlutlægni frétanna.”
Gérard sagði, aö þær reglur
sem AFP setti, væri aö láta ekki
sinar eigin skoöanir I ljós og ætiö
aö nefna heimildir.
— En er Island mikiö I heims-
fréttunum?
„Þaöer talaö um tsland i frétt-
um á hverjum degi úti I heimi. Þá
eru menn aö tala um lægöimar
sem koma héöan og eiga eftir aö
skella á Evrópu. Þá er einnig oft
getiö úrslita iþróttakappleikja”,
— Hvaö leggur þú til grundvall-
ar þeim fréttum sem þú sendir
út?
„Ég sendi fréttir um allt sem
hefur eitthvert mikilvægi á
alþjóöa vettvangi, eins og t.d. um
bandarisku herstööina og ástand
fiskimiöa hér viö land, og einnig
um allt sem hefur ákveöna sér-
stööu hér og er mjög dæmigert
islenskt, eins og t.d. veröbólgan,
notkun heita vatnsins og björ-
leysiö.”
— Hver er ábyrgö ykkar, sem
sendiö fréttir héöan?
„Hún er all nokkur. Ef viö tök-
um dæmi, þá kalla flestar erlendu
tréttastofurnar Alþýöubanda-
lagiö kommúnistaflokk. Þaö er
min skoöun aö þaö sé of mikill
heiöur eöa of mikil skömm. Þaö
er á sameiginlega ábyrgö allra
fréttaritara erlendra fréttastofa,
ef almenningur erlendis álitur aö
kommúnistar séu við völd á
tslandi.”
— Hefur þú orðiö fyrir aökasti
vegna frétta sem þú hefur sent
út?
„Ég hef einu sinni oröið fyrir
óbeinum þrýstingi. Fyrir nokkr-
um árum birti Le Monde frétt þar
sem ég sagöi frá ágreiningi sem
væri á milli Gunnars Thoroddsen
og Geirs Hallgrimssonar. Fulltrúi
utanrikisráöuneytisins íslenska
bar fram munnleg mótmæli viö
frönsk yfirvöld, þar sem sagt var
aö þetta væri eintómur hugar-
buröur’’ sagöi Gerard
Lemarquis, fréttaritari AFP á
Islandi.
mm-í
fataverslunum um land allt