Helgarpósturinn - 21.03.1980, Qupperneq 19
" helgarpObtUnnrL. Föstudagur 21. mars 1980
Fáránleikinn í smá-
bæjarsamféiaginu
19
Sigurveig Jónsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir og Gestur E Jónasson í hlutverkum slnum I Herbergi 213.
Leikfélag Akureyrar:
Herbergi 213
Höfundur: Jökull Jakobsson
Leikmynd og búningar: Magnús
Tómasson
Tóniist og leikhijóð: Leifur
Þórarinsson, cellóleikur Oliver
Kentish, upptaka Stúdió Bimbó.
Leikstjórn: Lárus Vmir
Óskarsson.
Akureyri meO öllum sinum
kostum og göllum virðist hafa
veriO Jökli heitnum Jakobssyni
einkar hugleikiö viöfangsefni
hin siöari æviár sin. A sinum
tima samdi hann leikritiö
Klukkustrengi, fyrir L.A. sér-
staklega, og eitt siöasta verk
hans.sjónvarpsleikritið Vandar-
höggf hefur einnig Akureyri
fyrir sögusviö.
Akureyri er aö sönnu aldrei
nefnd á nafn i Herbergi 213 en
ljóst er aö tæpast getur verið um
annan staö að ræöa; enginn ann-
ar staöur „fyrir noröan” getur
til dæmis státað bæöi af skiöa-
hóteli, kirkju, lystigaröi og fjöl-
breyttum söfnum. Auk þess er
Herbergi 213 nátengt Klukku-
strengjum, eins og eintal Lovisu
eldri i fyrsta þætti ber glögglega
meö sér. 1 Herberginu er tekið
fyrir hiö lokaöa smáborgara-
samfélag sem svo mörgum
finnst svo einkennandi fyrir
Akureyri. 1 þessu samfélagi rik-
ir einkennileg afstaöa gagnvart
aökomumönnum. Furöulegt
sambland tortryggni og
snobbblandinnar viröingar.
Ibúar smábæjarins telja sig
svo sem geta gert flest sjálfir,
en eru þó ekkert yfir þaö hafnir
aö leita til manna að „sunnan”,
hvort sem þaö er til aö skrifa
leikrit fyrir Leikfélagið eöa
stilla kirkjuorgelið. A þetta
samfélag er i Herbergi 213 horft
meö glöggum augum Gestsins
sem hér birtist i gervi skóla-
félagans fyrrverandi, Alberts.
En Herbergi 213 er ekki aö-
eins uppgjör höfundar viö hið
akureyrska smáborgarasam-
félag. Þaö er ekki siöur uppgjör
höfundar viö kvenþjóöina, eöa
jafnvel sjálfan sig. Sú spurning
vaknar hvort Albert í leiknum
sé i rauninni höfundur sjálfur,
eöa er þaö höfuöpersóna leiks-
ins, Pétur hinn sjálfumglaði
draumóramaöur, sem þó getur
aldrei hafiö sig yfir hina smá-
borgaralegu meðalmennsku,
sumpart vegna hinnar eigin-
gjörnu en kæfandi umhyggju
kvennanna fimm, umhyggju
sem aö siöustu rekur hann til
sjálfsmorös. Þessi aöalpersóna
leiksins sést aö sönnu aldrei á
sviöinu, en er þó allsstaöar
nærri, allt i gegnum leikinn.
Eöa er höfundur ef til vill þeir
báöii'? óamruni þeirra beggja i
eina og sömu persónuna i siö-
asta þætti gæbi bent til þess. Og
báöir eiga þeir þaö sameigin-
legt, aö vera þvingaöir inn á
glötunarstig þann sem til
óminnisins leiöir af hinu yfir-
þyrmandi kvennaveldi. Það aö
Albert skuli fá herbergi númer
213 á Hótelínu veröur aö eins-
konar tákni þess aö ógæfa hans
sé óumflýjanleg.
Herbergi 213 er uin margt hiö
athyglisveröasta leikhúsverk,
þó á stundum orki boðskapur
þess nokkurs tvimælis, ekki
hvaö sist sú afstaöa sem þar er
tekin til kvenna. Leikstjórn
Lárusar Ýmis Óskarssonar er
meö ágætum, en þetta er i
fyrsta skipti sem hann setur upp
sviðsverk hérlendis. Þó er eins
og allur botn detti úr sýningunni
i þriöja og siöasta þætti, en
sennilega er sökin höfundar
fremur en leikstjóra. Bæði er aö
þátturinn er allt of stuttur miö-
aö viö hina tvo fyrri, og ekki
nándar nærri eins heilsteyptur.
Þessi losarabragur veldur þvi
aö ekki tekst aö byggja upp þá
hrollvekjandi spennu sem efniö
kann aö gefa tilefni til. Leikur er
allur meö hinum mestu ágæt-
um. Gestur E. Jónasson leikur
eina karlhlutverk leiksins,
skólafélagann Albert, hinn
langþráða gest. 1 upphafi er
hann fullur sjálfsöryggis. Hann
er maöurinn ,,aö sunnan”, kom-
inn noröur til aö láta gott af sér
leiöa, og hann veit lika vel af
þvi. En smátt og smátt eins og
„þurrkast” þessi sjálfumglaði
og eilitiö spjátrungslegi ungi
menntamaöur út. Kvenveldiö
étur hann upp meö húö og hári
án þess aö hann geri sér nokk-
urn timann almennilega grein
fyrir þvi hvert stefnir. Sigurveig
Jónsdóttir stendur aö vanda
fyrir sinu sem hin allsráðandi
ættmóöir frú Lovisa og Sunna
Borg næstum þvi „angar” af
snobbi sem Dóra, eiginkona
hins horfna Péturs. önnu systur
hans leikur Svanhildur
Jóhannesdóttir. Anna er fremur
litlaus persóna, niðurbæld af
ofriki bæði móöur sinnar og
mágkonu sem báöar viröast
litilsviröa hana og smá. Helst
viröist hún eiga sér fróun I ýktri
umhyggju fyrir velferð bróöur
sins sem hún þó óafvitandi tekur
þátt I aö eyðileggja og hiö sama
má einnig segja um viöhaldiö
Stellu sem er ágætleg leikin af
Guörúnu Alfreösdóttur. Stella
býr yfir mikilli tilfinningabliöu
og ást hennar á Pétri viröist
hafa verið einlæg, þó einnig hún
eigi sinn þátt i niðurlægingu
hans. En að öllum öörum
ólöstuöum ber þó leikur Sólveig-
ar Halldórsdóttur i hlutverki
Lovisu yngri af. Lovisa er hin
dæmigerða táningastúlka,
ljómandi af æskufjöri og gáska,
en þó föst fyrir og uppreisnar-
gjörn eins og titt er meö fólk á
táningsaldri. Hún er sú eina af
konunum sem virðist óspillt,
liklega vegna æsku sinnar, en
eins og amma hennar er hún
mikil fyrir sér og sú spurning
hlýtur aö vakna hvort með
aldrinum hljóti hún ekki að falla
í sama fariö og amman veröa
bæöi tilætlunarsöm og drottn-
unargjörn. Leikmynd og bún-
ingar Magnúsar Tómassonar
eru hvorutveggja gerð af raun-
sæi og smekkvisi meö hæfilegu
ivafi af fáránleika svo sem eins
og þvi aö setja afgamalt síma-
tæki inn i annars mjög svo nú-
tímalega borgaralega setustofu.
Tónlist Leifs Þórarinssonar er
vel leikin af Oliver Kentish og
nær stundum aö auka á áhrifa-
mátt sýningarinnar i öllum sin-
um einfaldleika. Sú spurning
vaknar þó hvort ekki heföi veriö
heppilegra aö nota framúr-
stefnulega rokktónlist t.d. i stil
viö Pink Floyd. Lýsing Ingvars
B. Björnssonar gerir sitt til aö
undirstrika þaö meginþema
leikritsins hversu leiöin er stutt
úr grámyglu smábæjarhvers-
dagsleikans og yfir i martraöar-
kenndan fáránleikann. Eöa er
hversdagsleikinn sjálfur ein
allsherjar fáránleg martröö?
Ný áætlun um
Borgarleik-
húsbyggingu
Ný áætlun hefur nú veriö gerö
um byggingu Borgarleikhússins.
Nýja " áætlunin gerir ráö fyrir
hægari framkvæmdum en sú
fyrri, en hefur samt ekki enn
veriö samþykkt af borginni.
„Viö hjá Leikfélagi Reykja-
vikur erum sárhrygg yfir þvi aö
borgin skuli ekki treysta sér tilaö
standa viö þá samninga sem hún
gerbi viö Leikfélagiö á sínum
tima,, sagöi Vigdis Finnboga-
dóttir i samtali viö Helgarpóst-
inn. J(Framkvæmdir hafa legiö
niöri aö undanförnu, eftir aö
grunnplatan varö til, og hik hefur
veriö á borginni aö halda áfram.
Við erum vonsvikin yfir fram-
gangi þessara mála, ekki síst
vegna þess að viö getum alls ekki
sinnt öllum áhorfendum sem
vilja sjá sýningar okkar. Nýja
húsiö er ekkert monthús útl mýri,
-þetta er hógvær bygging, sem er
byggð meö nútiöina og allra
nánustu framtlö I huga.”
Sigurjón Pétursson, forseti
borgarstjórnar, sagöi enga
ákvöröun hafa veriö tekna um
framtiö byggingarinnar ennþá.
„Ennþá hefur ekki veriö afgreidd
fjárhagsáætlun, „sagöi hann, ”og
áöur en hún kemur er ekkert hægt
að aöhafast. 1 upphaflegum
samningum við LR var gert ráö
fyrir mjög stórum næsta áfanga,
sem jafnframt væri hægt að
skipta I þrjá smærri og tækju þá
þrjú ár. A borgarráðsfundi I
vikunni var lögö fram ný áætlun,
sem hljóðar uppá mun minni
næsta áfanga, sem einnig yröi
hægt aö skipta á þrjú ár, og hann
erviöráðnalegrifyrirborgina. En
þetta fer allt eftir fjárhags-
áætluninni”.
Símsvari sími 32075.
Tvær Clínt Eastwood-
myndir
Mannaveiðar
Endursýnum i nokkra daga
þessa geysispennandi mynd
meö
Clint Eastwood og George
Kennedy. Leikstjóri: Clint
Eastwood.
Endursýnd kl. 7.30 og 10.
Systir Sara og asnarn-
ir.
Endursýnum þennan hörku-
spennandi vestra meö
CLINT EASTWOOD I aöal-
hlutverki.
Ath. Aöeins sýnd til sunnu-
dags.
Sýnd kl. 5.
CIIRilclM urvcti
- örugg þjónusta
Yfir 200 litir og gerðir
gólfteppa. Glæsileg
sýningaraðstaða. Fljót
og örugg þjónusta.
Mælum og gerum föst
verðtilboð - kaupanda
að kostnaðarlausu og
án skuldbindinga.
Munið hina ágætu greiðsluskilmála
1/3 út og eftirstöðvar á 6 mánuðum
Aut undir p Teppadeild
einuþab j Jón LoftSSOn hf. Hringbraut121 slmi10600