Helgarpósturinn - 11.04.1980, Qupperneq 4
Föstudagur 11. apríl 1980 he/garpósturínrL.
NAFN: Kristján Sigurðsson STAÐA: Forstöðumaður unglingaheimilis ríkisins
FÆDDUR: 11. september 1926 HEIMILI: Hvassaleiti 32 HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Rósa
Björnsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn BIFREIÐ: Ford Bronco árg. '74
ÁHUGAMÁL: Ferðast, lesa, hitta fólk og mannlif almennt
Starfsmenn hér eru ekki fangaverðir
Unglingaheimili rikisins i Kópavogí (óöur upptökuheimiiiö) hefur jafnan verið litiö nokkru hornauga
af ýmsum aöilum. Þessistofnun annast svokaliaCi vandræöaunglinga og skal visa þeim á
réttar brautir oggera úr þeim nýta þjóöfélagsþegna. Ýmsir haida þviþó fram, aö agi sé ekki nægur
á þessari stofnun og vistmenn — krakkarnir — geti fengíö aö fara sinu fram eftir vild. Um slöustu
helgi voru krakkar af heimiiinu t.d. i fréttum vegna óláta sem einhverjir þeirra stóöu fyrir I
Stykkishólmi.
Kristján Sigurösson hefur veriö forstööumaöur heimilisins frá því þaö var sett á iaggirnar fyrir
átta árum. Sumir halda þvifram aö ástandiöf þessum málum sé ekkert skárra I dag, en þaö var fyr-
ir stofnun heimilisins. Kristján er yfirheyröur um þessi máL
Hefur nokkur beinn árangur
oröiö af starfi unglingaheimilis
rikisins?
„Arangurinn er erfitt aö mæla
visindalega. Þó hefur þetta ver-
iö kannaö nokkuö og þá komiö i
ljós aö um 70% þeirra sem hér
hafa veriö til meöferöar gengur
allvel úti I þjóöfélaginu. Etunú I
normal aöstööu, þ.e. I vinnu,
skóla eöa á heimili.”
En hvaö er þessi stofnun
— er þetta fangelsi,
heimiii, göngudeild, sjúkrahús
eöa eitthvaö allt annaö?
„1 upphafi var unglingaheim-
iliö, eöa upptökuheimiliö eins og
þaö hét þá, sett á fót, sem
geymslustaöur fyrir unglinga
sem voru i vandræöum á heim-
ilum sinum eöa úti i þjóöfélag-
inu. Meiningin var aö heimiliö
tæki viö svokölluöum vand-
ræöaunglingum og héldi þeim
frá vandamálum — jafnvel meö
eins konar innilokun ef ekki
vildi betur. Þaö er hins vegar aö
minu mati alger neyöarvörn.
Ég lit á heimiliö sem athvarf og
aöhald fyrir þessa unglinga.
Stofnun sem byggir þá upp,
þannig aö þeir veröi tilbúnir aö
standa á eigin fótum siöar meir.
Slikt gerist ekki ef þeim er hald-
iö sem föngum hér i algjörri
innilokun.”
Byggiö þiö á ákveönum
teorium i meðferöinni eöa látiö
þiö brjóstvitiö ráöa?
„Þaö má alltaf nefna hluti
einhverjum nöfnum. Viö höfum
auövitaö okkar hugmyndir um
þaö hvernig þessi starfsemi eigi
aö ganga fyrir sig. Viö getum
kallaö þaö ákveönar teoriur.
Sumir kalla þetta umhverfismeö
ferö eöa raunsæismeöferö, en
nafniö skiptir ekki máli. Aöal-
grundvöllur starfseminnar er
aö náin mannleg samskipti eigi
sér staö á milli krakkanna og
starfsfólksins. Aö þessir aöilar
treysti hvor öörum. Þaö er
teoria llka.”
Þú talar um 70% þeirra sem
hér hafa veriö gangi allvel úti i
þjóöfélaginu. Hvaö þýöir þaö
raunverulega?
„Ég skal játa, aö þaö segir ef
til vill ekki mikiö, en viö veröum
aö gefa okkur einhverjar for-
sendur til aö miöa viö. Þær
forsendur eru, aö krakkarnir
séu i vinnu, skóla eöa á heimili.
Þaö er ákveöinn árangur aö 70%
séu i þeirri stööu, þvi margir
þeirra krakka sem viö höfum
fengiö til meöferöar hafa aldrei
tollaö i skóla, aldrei i vinnu og
veriö heimilislausir.”
En ertu innst inni ánægöur
meö árangurinn eöa er þessi
starfsemi nokkurs konar kák út I
loftiö?
„Eins og ég sagöi, þá er erfitt
aö meta árangurinn, en ég held
aö mér sé óhætt aö fullyröa aö
hann er ekki slakari hér en
vlöast hvar á öörum Noröur-
löndum þar sem svipuö heimili
eru rekin. Gallinn viö þessa
starfsemi hér á landi, er
kannski fyrst og fremst sá, aö
krakkarnir eru I skamman tima
hjá okkur, en eru siöan send út i
lifiö. Þar vantar hlekki i keöj-
una. Þaö vantar aö einhverjir
fylgjist meö þessum krökkum
þegar þau losna héöan og hjálpi
þeim úti i þjóöfélaginu. Þaö
myndi bæta árangurinn.”
En hvaöa augum lita
krakkarnir sjálfir á þessa stofn-
un. Lita þeir svo á, aö þeir séu
hér I fangelsi?
„Margir þeirra eru neyddir til
aö koma hingaö, en fyrir meiri-
hlutann er þetta einskonar lausn
á vandamálum þeirra.
Krakkarnir aölagast hér tiltölu-
lega fljótt enda reynum viö aö
láta þau finna hlýju og skilning.
Þetta er ekki fangelsi og þaö
finna unglingarnir fljótt. Starfs-
menn hér eru ekki fangaverö-
ir.”
Er þá krökkunum algerlega
gefinn laus taumurinn. Fá þeir
aö fara sinu fram?
„Nei, þaö er af og frá. Þótt
krakkarnir séu ekki læstir hér
inni öllum stundum, þá eru regl-
ur strangari en gerist og gengur
á heimilum úti i bæ.”
En þrátt fyrir þessar reglur
þá hafa krakkar hér af heimil-
inu lent I ýmsu misjöfnu.
Jafnvel afbrotum. Hvernig
vikur þvi viö?
„Þaö værierfittaökoma i veg
fyrir slikt nema meö algerri
innilokun. Þaö veröa allir aö
læra af reynslunni. Bæöi ég og
þú og þá einnig þeir krakkar
sem hingaö koma. Þaö þurfa
allir aö reka sig á, annars
veröur aldrei nein framþróun.
Hins vegar látum viö ungling-
ana finna fyrir afleiöingum
misgjöröa sinna, en erum fljót
aö reyna aö treysta þeim aftur.
Kannski of fljót stundum. t dag
eru t.d. 3 strákar hér I eins kon-
ar stofufangelsi eftir aö hafa
brotiö af sér I páskaferö heimil-
isins. Þeir fóru þar út af linunni
og veröa aö borga fyrir þaö.
Þeir skemmdu þarna fyrir öll-
um hópnum og ég held aö mesta
refsingin fyrir þá sé gremja
hinna krakkanna vegna mis-
gjöröa þeirra.”
Aöeins meira um þetta
Stykkishólmsmál. Hvernig gat
svona nokkuö gerst? Þessir pilt- *
ar sluppu út augsýn gæslu-
manna og náöu aö mála bæinn
rauðan meö skemmdarstarf-
semi og ólátum.
„Þaö er löng hefö hér á heim-
ilinu að fara i páskaferö og
meiningin er aö leyfa krökkun-
um aö sjá landiö. Þaö fóru meö 3
starfsmenn, meö 9 unglingum
og þaö segir sig sjálft aö þessir
þrír geta hreint ekki haft augun
á þessum hóp upp á hverja
minútu. Þaö er því reynt aö
treysta krökkunum að vissu
marki. Þaö er áhættupunktur —
en áhætta sem verður aö taka. 1
þessu tilfelli voru piltarnir ekki
traustsins veröir. En þaö veröur
aö treysta þessum krökkum.
ööruvlsi veröur ekki breyting til
batnaöar. Þaö er engin lausn aö
umgangast þau sem fanga.”
Nú er þaö ævinlega nákvæm-
lega tiundaö i blööum ef þaö er
unglingur frá unglingaheimilinu
sem lendir i einhverju misjöfnu
og gagnrýni heyrist viöa á
stofnunina. Er þetta réttmæt
gagnrýni?
„Þetta er dýr stofnun og
mörgum finnst aö hún eigi aö
sjá til þess aö vistmenn hér séu
ekki aö angra borgara meö ein-
hverju misjöfnu. Þá eru eru
alltaf nákvæmari frásagnir sem
birtast i blöðum ef eitthvað
kemur upp á og krakkar hér
tengjast, heldur en ef það væru
börnin mln eöa börnin þln. Þetta
er auðvitaö mjög erfitt fyrir þá
krakka sem ekki lenda I neinu
misjöfnu og vilja bæta sig. Þeir
eru stimplaðir meö hinum sem
misstiga sig og missa fótanna.
En almennt er gagnrýnin full af
fordómum og vanþekkingu.”
Hvaö er þetta dýr stofnun?
„Það er reiknaö meö aö eitt-
hvaö á annaö hundraö milljónir
fari til stofnunarinnar á þessu
ári. Þar kemur þó fleira inn i en
starfsemi meöferöarheimilis-
ins. Hluti starfsliös vinnur einn-
ig viö löggæslu I svonefndri
skammtlma vistun
Nú er starfsfólkiö hér titlaö
sem uppeldisfulltrúar og þykir
mörgum finn titill, þegar Ijóst
er aö starfsfólkið er ekki sér-
menntaö.
„Þetta er enginn titill, heldur
starfsheiti sem gefur 8. launa-
flokk. Þaö eru ekki til sér-
menntaöir starfsmenn I þessum
málum hér á landi og ég hef
ekki trú á þvl aö neinir lang-
skólagengnir uppeldisfræöingar
fengjust hér til starfa á þessum
launakjörum. Þetta er vakta-
vinna og erfið vinna og fáir end-
ast hér i mörg ár.”
En hvers konar fólk er þaö
sem kemur hér til starfa?
Ýmsir halda þvi fram aö starfs-
fólkiö sé hér upp til hópa
kommúnistar og uppgjafa
stúdentar.
„Flestir þeir sem hér vinna
telja sig vinstri sinnaöa, en þaö
er ekki rétt að hér sé hópur upp-
gjafastúdenta. Þaö kemur hing-
aö fólk sem er kannski I námi og
tekur sér fri frá þvi i stuttan
tima. Vinnur hér og öölast
reynslu, en sest síöan á skóla-
bekk á nýjan leik.”
Nú ganga þær sögur aö I þess-
ari stofnun sé mikið svallað og
að spilling og lausung ráöi hér
rikjum. Hvaö viltu segja um
þaö?
„Ég hef uú ekki heyrt þessar
sögur, en þetta er rangt. Hér er
gott starfsfólk sem vill passa
sitt starf og reynir aö vinna þaö
vel. Hér er áfengi ekki drukkiö,
en starfsfólki er aö sjálfsögöu
heimilt aö bragöa áfengi I fri-
tima, á sinum heimilum eða
annars staöar en hér. Þaö eru
sjálfsögö mannréttindi sem allir
launþegar hafa.”
Nú eru 18 starfsmenn á heim-
ilinu, en aðeins 10 ungiingar hér
I fastri vistun. Eru þetta ekki
ansi furöuleg hlutföll?
„Nei, þau eru þaö ekki ef
máliö er skoöaö. Hér eru sólar-
hringsvaktir og það þýöir 3-4
sinnum fleira starfsfólk, en ef
þetta væri aöeins dagvistun á
virkum dögum. Og þó dýr stofn-
un sé aö ýmissa áliti, þá erum
viö ekki eins vel mannaöir
hérna og gerist á sambærileg-
um stofnunum á hinum Noröur-
löndunum.”
En er þessi aðferð hin rétta,
þ.e. ab hafa krakkana hér þar
sem freistingarnar eru á hverju
strái? Er ekki árangursrikara
aö senda unglinga i sveit og
foröa þeim þannig frá klandri
og leiöindum?
„Sumir þessara unglinga hafa
veriö I sveit, en jafnan gefist
upp. Þaö er engin lausn aö flytja
börnin frá vandamálinu i stutt-
an tima. Þaö veröur aö reyna aö
leysa vanda þeirra I þeirra rétta
umhverfi.”
En er rétt aö gera þessa
krakka aö nokkurs konar hælis-
mat meö því aö vista þá á ein-
hverri stofnun?
„Þetta er neyöarbrauö. Ég er
ekki hrifinn af stofnunum. Þvi
er þó ekki aö neita, að þetta er
stofnun og veröur þaö. Aftur á
móti reynum viö aö láta lifiö hér
ganga þannig fyrir sig aö þaö lik
ist sem mest venjulegu heimil-
ishaldi. En þetta er ekkert
framtiöarheimili fyrir þessa
krakka, heldur aöeins tlma-
bundin dvöl — eða vistun ef fólk
vill nota þaö orö. En geturðu
bent á betri leiö?
En nú lenda sumir þessara
krakka i vandræðum á vand-
ræöi ofan begar beir eru hér.
Þýöir þetta ekki þaö aö þeir ótt-
ast engan veginn afleiöingar
gjöröa sinna og vita aö þcim
veröur ekki harkalega refsaö?
„Krakkarnir óttast aö vissu
marki afleiðingar af geröum
sinum. Refsingum er beitt ef
brotiö er af sér. Hins vegar er ég
ekki viss um aö refsingar á borö
viö flengingar eöa langvarandi
innilokun komi fólki til að hegöa
sér betur. Aðrar leiöir eru þar
áhrifarikari.”
Hvernig standa þessir
krakkar aö vigi þegar þeir fara
héöan út?
„Þaö er mjög mismunandi.
Viö reynum aö skapa þeim ein-
hverja aöstööu og hjálpa þeim
af staö. Sumum finnst öryggis-
leysiö þó þaö mikiö úti i þjóö-
félaginu aö þeir brjóta af sér til
að komast I „stofnunaröryggiö”
á nýjan leik. Finnst þaö öryggi
skárra en ekki neitt.”
1 Fyllistu aldrei vonleysi I
þessu starfi, þegar kannski
krakkarnir bregöast hvaö eftir
annaö?
„Jú, svo sannarlega koma
þeir tlmar sem mér finnst allt
ganga á afturfótunum. Flestir
þeir sem vinna aö þessum mál-
um gefast fljótlega upp. Ætli
þaö sé ekki hrein og bein
þrjóska sem knýr mig áfram.
Og á meöan ég trúi þvi aö ég sé
aö gera gagn hérna þá held ég
áfram.
Hvaö er unglingavandamál?
„Þaö er enginn fæddur meö
vandamál og vandamál ungl-
inga eru ekkert afmarkaö fyrir-
brigöi. Unglingur lendir I vanda
vegna þess umhverfis sem hann
býr I. Unglingavandamálið sem
slikt er tilbúiö vandamál. Ungl-
ingar eru ekki sérstakur hópur I
þjóöfélaginu. Þetta er fólk á
ákveönu aldursskeiöi. Ekki
börn og ekki fullorðiö. Fólk meö
miklar skyldur en fá réttindi.
Þeirra vandamál eru ekkert
öðruvlsi en vandamál fólks al-
mennt. Þess vegna er þaö rangt
þegar unglingarnir eru teknir út
og þeim stillt upp viö vegg og
sagt: Þessi hópur er þjóöfélags-
vandamál.”
eftir Gudmund Arna Stefánsson