Helgarpósturinn - 11.04.1980, Síða 23

Helgarpósturinn - 11.04.1980, Síða 23
23 __helnarnósturinn Föstudagur n. apr?i i98o Allir vita liklega hva& gerist, þegar niöurtalningu hefur veriö lokiö viö geimskot. Eldflaugin fer upp. Ni&urtalning rikisstjórnar Gunnars Thoroddsen hófst opin- berlega fyrsta mars, og á vist að ljúka fyrsta desember. En verð- lagiö er þegar fariö að lyfta sér frá þeim skotpalli sem það stóö á fyrsta mars. Fyrst komu skatta hækkanir, nú eru á leiðinni bæöi hækkun söluskatts og bensin- gjalds, og gengiö er falliö. Ver&bólgan geysar semsé fram, að þvi er viröist meö engu minni hraöa en áður, og þaö er vandséö, aö visitöluhækkunin á Verkalýösforingjarnir, utan Guömundur J., eru orövarir um hækkana- frumvörp rikisstjórnarinnar. HVORT DANDALAST ÞETTA UPP EÐA NIÐUR? laun veröi minni en áöur i næsta áfanga niöurtalningarinnar, sem er fyrsta júni. Þegar rikisstjórnin setti saman málefnasamning sinn var þvi lof- a&, aö verk alýösfory stan yröi höfö meö I ráðum um efnahags- ráðstafanir. Þaövarþó ekkigert, enda hefurekki staðiö á mótmæl- um — i fyrstu umferö gegn skattahækkuninni. Samninga- nefnd Alþýöusambandsins er meöal þeirra, sem sent hafa mót- mæli gegn skattahækkuninni, og ég spurði Snorra Jónsson forseta ASÍ, hver sé afstaöa hans og manna hans til hækkanatillagna rikisstórnarinnar. — Viö höfum þegar mótmælt söluskattshækkuninni, og leggj- um áherslu á að meta skattbyrö- ina f heild. Viö teljum, aö þessi þynging muni auka dýrtiöina og minnka kaupmáttinn. — Þýöir þetta, að ASI muni ekki gefa þessari stjórn vinnufriö og ekki sýna skilning á þeim full- yröingum stjórnvalda aö atvinnu- vegirnir þoli ekki grunnkaups- hækkanir? — Kjarasamningar eru lausir núna, eins og allir vita, og viö hljótum að taka miö af þvi, þegar þeir veröa gerðir, hver kaup- mátturinn er. Og eins og þú veist höfum viö þegar sett fram kröfur okkar um 5% grunnkaupshækk- un, miðaö viöverðlag i desember. — Teljið þiö þessa stjórn vinstristjórn, eöa hefur hún brugöist þeim vonum, sem ýmsir i verkalýöshreyfingunni bundu við hana? — Viö höfum nú litið gert af þvi a&skilgreina rikisstjórnir. Viö er- um aö fást viö aöra hluti. En viö væntum þess, aö rikisstjórnin stuöli að þvi, aö viö náum fram félagslegum umbótum, svosem bættri húsnæöismálalöggjöf, bættum aðbúnaði á vinnustööum og fleiru sliku. — Telurðu þá þessa stórn vin- veitta verkalýöshreyfingunni frekar en hitt? — Þaö hefur ekkert komiö fram sem bendir til hins gagnstæöa. En á hinn bóginn höfum viö ekki veriö ánægöir meö margt af þvi sem hefur gerst. — Ég hef alltaf sagt, að ég muni meta þessa rikisstjórn út frá verkum hennar frá sjónarmiöi sambandsins, en ég tel ekki alveg timabærtaögera þaö mál upp nú i miöju kafi, sag&i Björn Þór- hallsson formaöur Landssam- bands islenskra verslunarmanna, þegar ég lagði sömu spumingu fyrir hann. — Sambandiö hefur ekkert rætt þetta mál ennþá, og viö eigum bara okkar þátt i mótmælum samninganefndar ASI gegn skattahækkuninni.En þaö er min eigin skoöun, aö mér sýnist hæp- iö, aö rikisstjómin nái markmiö- um si'num i sambandi við verö- bólguna meö þeim ráöum sem látin hafa verið uppi. Þaö er ótal margt sem á eftir a& koma fram. Og þaö get ég lika sagt, aö viö hjá Landssambandinu erum fúlir yfir skattahækkuninni. Það er þaö eina sem ég get sagt konkret um þetta mál, sagöi Bjöm Þórhalls- son, Kristján Thorlacius formaöur BSRB kaus lika aö tala var- færnislega, þegar ég spuröi hann um afstööu bandalagsins til rikis- stjórnarinnar i ljósi þeirra hækk- ana sem eru á döfinni. — Við tökum aldrei afstööu til rikisstjórna, heldur einstakra málefna, eftir þvl sem stjóm og samninganefnd ákveöa. BSRB er kjaramálafélag, og viö leggjum mestuppúrkaupmættilauna. Viö eigum núna i samningum viö rikisstjórnina, og á þvl hefur eng- in breyting oröiö. En eftir þ vi sem kaupmáttur minnkar telur BSRB meiri ástæöu til aö ná fram kjara- bótum. Meö óbreyttum reglum um visitölubætur hljóta hækkun á söluskatti og gengisfelling aö vera kjaraskeröing þvi visitalan bætir það ekki að fullu saeSi Kristján Thorlacius. Svavar Gestsson félagsmála- ráöherra var á öðru máli en hann sagði, aö aöalatriðiö i þessum aö- geröum rikisstjórnarinnar væri þaö, aö söluskattsbreytingin kæmi fram i visitölunni. Þannig veröi hún bætt i kaup, en auki hinsvegar verðbólguna um 0,5- 0,6% frá þvi sem verið hefur. Gengissigiö sagöi hann vera inn- an þeirra marka, sem ráö var fyrirgert i verölagsspá fyrir áriö 1980. — Stendur þú þá sem Alþýöu- bandalagsráöherra aö þessum hækkunum meö góöri samvisku? — Hvenær maöur hefur góöa samvisku og hvenær ekki, er erf- ittfyrirmigaö segja til um, sagbi Svavar Gestsson. Ragnar Arnalds fjármálaráö- herra svaraöi þessari spurningu hinsvegar hiklaust játandi. Hann benti jafnframt á, aö allar þessar aðgeröir séu geröar til aö bregö- ast við uppsöfnuöum vanda. Guömundur J. Guömundsson hefur þá sérstööu aö vera verka- lýösforingi og þingmaöur i stjórnarflokki. Enda kveöur viö annan tón hjá honum. — Söluskattshækkunina tel ég ákaflega ógæfulega. Ég stend þó meö stjóminni i þessu fyrst um sinn, en hún veröur aö hætta á þessari skattabraut sinni, sagöi Guðmundur. Útsvarshækkunina taldi hann þó hafa veriö óhjákvæmilega, en neyöarúrræði. — Þú átt þá ekki i vandræöum meö aö standa aö mótmælum verkalýöshreyfingarinnar gegn INNLEND YFIRSÝNi hækkanafrumvörpum rikis- stjómarinnar? —-Nei, i sjálfu sér ekki. En ég tel þó ekki rétt aö fella rikis- stjórnina á þessu. Ætli maður veröi ekki aö dandalast meö henni eitthvað fram á veg, sagði Guðmundur J. Guömundsson al- þingismaöur og formaöur Verk- amannasambands Islands. Viöbrögö verkalýösforystunnar viö yfirvofandi aögeröum ríki- stjórnarinnar eru sem sé fremur varfærnisleg af fyrrgreindum ummælum verklýösforingjanna aðdæma. Þeir vilja enn leika biö- leik, nema hvaö varöar skatta- hækkunina, þar sem þeir hafa þegar sett sig i varnarstööu. Staöa þeirra er lika viökvæm, þvi viöræöur vegna væntanlegra kjarasamninga eru sem óöast aö hefjast. I þeim viöræöum munu ráð- herrarnir eflaust eiga nóg af skýringum, þegar aö þvi kemur aö útskýra efnahagsaögerðirnar fyrir verkalýösforystunni. Talnaleiki nefndi Lú&vik Jósepsson meðferð sérfræöinga og alþingsimanna á efnahags- málum okkar i yfirheyrslu Helgarpóstsins ivetur. Hann vildi meina, aö verðbólgan okkar sé að mestu ónau&synleg uppfærsla á tölu m. Hvaðsem á aö kalla þá útreikn- inga og þær röksemdafærslur, sem réttlæta áframhaldandi verðhækkanir þá blasir viö, hvaö sem hver segir, enn hækkandi verölag viö næstu „niðurtaln- ingu” fyrsta júni. Allir vita, aö geimskot misheppnast stundum. Kannski er okkar eina von sú, aö geimskot rikisstjórnarinnar mistakist, og verölagiö hrapi til jaröar aö taln- ingu lokinni. Eöa hvaö? Eftir Þorgrim Gestsson Lengi vel hefur veriö grunnt á þvi góöa milli tveggja öflugustu kommúnistaflokka Vestur- Evrópu, flokkanna í Frakklandi og á Italiu, en forustumennirnir hafa þó reynt aö láta sem minnst bera á deilum og ágreiningi. Nú hafa þeir atburðir gerst, aö ekki er lengur unnt aö forðast haröan árekstur. Flokksforingjar og flokksmálgögn skiptast á sakar- giftum og hnifilyrðum, og hvor flokkur um sig leitar sinni afstööu liðsinnis meöal bræöraflokka i öörum vesturerópskum löndum. Undirrót deilu Kommúnista- flokks Frakklands og Georges Marchais VINSLIT KOMMÚNISTAFLOKKA FRAKKLANDS OG ÍTALÍU Kommúnistaflokks ttaliu er gerólik afstaöa til Sovétrikjanna, og þó sér i lagi til sovésku innrásarinnar I Afghanistan. Af þessum ágreiningi sprettur and- stætt mat á öryggismálum Evrópu, sem gert hefur aö verkum aö italski flokkurinn hefur hafnað boöi þess franska um aö senda fulltrúa á rá&stefnu evrópskra kommúnistaflokka iN Paris seint i þessum mánuöi. Evrópukommúnisminn marg- umtalaöi er þar meö úr sögunni, aö þvi leyti sem hann fól i sér sameiginlega afstööu helstu kommúnistaflokka vestur- Evrópu. Reyndar hefur Evrópu- kommúnisminn veriö aö veslast upp frá þvi 1978, þegar forusta Kommúnistaflokks Frakklands spillti af ráönum hug sigurhorfum kosningabandalags kommúnista og sósialista i þingkosningum, af þvi hún vildi ekki una þvi aö vera greinilegur eftirbátur sósialista I kjörfylgi og þar meö áhrifum innan banda- lagsins. Siöan hefur Georges Marchais stýrt Kommúnitaflokki Frakk- lands til fyrri fylgispektar viö Sovétrlkin og þar meö einangrunar. 1 deilunum sem nú eru uppi fara italskir kommún- istar ekki dult meö aö þeir lita á Marchais sem verkfæri sovésku flokksforustunnar I viö- leitnihe'nnar tilaö draga á ný vig- linur kalda striösins i Evrópu. ítölsku kommúnistarnir hafa fyrir sitt leyti lagt á þaö megin- áherslu á aö mynda samflot sem farið er aö kalla „evróvinstri.” 1 þvi skyni hefur flokksforinginn Enrico Berlinguer á slðustu mánuöum átt hvern fundinn af öörum með foringjum flokka sósialista og sóslaldemókrata i Vestur-Evrópu. Mesta athygli vakti fundur þeirra Berlinguers og Willy Brandts, formanns þýska sósialdemókrataflokksins, vegna þess aö Helmut Schmidt kanslari var tregur til a& samþykkja fundinn. 1 kjölfariö fóru fundir Berlinguers meö foringjum sósialistaflokkanna i Portúgal og á Spáni, sem ekki vöktu sérstaka athygli. Oöru máli gegnir um fund þeirra Berlinguers og Francois Mitter- and, foringja franska sósialista- flokksins, i Strasbourg i siðasta mánuöi. A þeim fundi lýstu þeir yfir viötækri samstö&u flokka sinna imati á þróun alþjóðamála, á þörf ráðstafana til að efla öryggi í Evrópu og nauðsyn viötæks samstarfs vinstri- sinnaöra stjórnmálahreyfinga i þvi skyni. Franska kommúnistaforustan, sem si&ustu misseri hefur stimplaö Mitterand og sósialista- flokk hans höfuöóvin jafnt i frönskum stjórnmálum, verka- lýösmálum og afstööunni til alþjóðamála, varð ókvæöa viö vinahót þeirra Berlinguers og lét þaö óspart i ljós í málgögnum sinum. 1 kjölfariö kom boðsbréfiö til ráöstefnu kommúnistaflokka i Paris, sent út i nafni flokkanna i Frakklandi og Póllandi. A siöasta fundi Marchais og Berlinguers, sem fram fór 5. janúar i vetur og lauk með tilkynningu sem bar vott um verulegan ágreining þeirra á milli, haföi Marchais oröaö slikt ráöstefnuhald, en Berlinguer gert honum ljóst aö italski flokkurinn myndi aldrei samþykkja ráö- stefnutakmarkaöa viö kommún- istafiokka, stefna hans væri vlötækt samstarf viö sósialista, sósialdemókrata og vinstri- kaþólskar hreyfingar. L’Unita, aöalmálgagn italskra kommún- ista, skýröi frá afsvari flokksins viö fundarboði Frakkanna meö þrumandi ritstjórnargrein. Þar er Marchais sakaður um aö efna visvitandi til illinda milli FfíS rjyn fcgr ÍMætllfcf flokkanna meö því aö senda út fundarboö, sem hannvitiaö veröi hafnaö. Þará ofan gefur L'Unitai skyn aö meö þessu sé Marchais aö ganga erinda sovésku flokks- forustunnar og a&stoöa hana viö áökoma á laggirnar nýju Komin- form, þvert ofan i markaöa stefnu á fúndum evrdpskra kommún- istaflokka. Hörkuna I viðbrögöum italskra kommúnista viö áformum hinna frönsku má marka af þvi, að þeir sendu sérstaka sendinefnd til Belgrad, þegar þeir vissu aö þangab var von sendimanna frá Marchais meö fundarboö á Parisarráðstefnuna til Kommún- istabandalags Júgóslaviu. Niöur- staöan varö sú aö Júgóslavar taka afstöðu meö Itölunum og hafna boöi á ráöstefnu undir verndarvæng Marchais. Sama hefur Kommúnistafiokkur Spánar gert. Agreiningurinn um hvort kjósa beri einangrun eöa samfylkingu, sovéthollustu eöa sjálfstæöa stefnumótun kommúnistaflokka, eru ekki einu atriöin sem valda þvi aö i odda skerst milli franska kommúnista og italskra út af fyrirhugaðri ráöstefnu. Sjálft efniö sem þar er ætlunin aö taka fyrir, eldflaugajafnvægiö I Evrópu, er mikiö og viökvæmt ágreiningsmál milli flokkanna. Franski kommúnistaflokkurinn stendur meö sovétstjórninni iþvl, aö forsenda viöræöna umaö hefta eldflaugakapphlaupiö i Evrópu verði aö vera fráhvarf Atlantshafsbandalagsins frá fyrirætlunum um aö koma upp i Vestur-Evrópu kjarnorkueld- flaugum sem dragi til Sovét- rikjanna. Ráöstefnan i Paris er þannig undirbúin, aö ætlunin er aö hrinda þar af staö herferð I þágu þessa sjónarmiös. Italskir kommúnistar eru hins vegar á sama máli og flokkar sósialista og sósialdemókrata i Vestur- Evrópu, aö þaö sé Sovétrikjanna aö stiga fyrsta skrefiö.ef nokkur von eigi aö vera til aö draga úr kjarnorkovopnabúnaöi i Evrópu. Eftir Magnús Torfa Ólafsson Þaö var Sovétrikin sem hófu kapphlaupiö sem yfir stendur meö þvi aö beina aö Vestur- Evrópu SS-20 eldflaugum, en þær eru greinilega til þess ætlaðar aö gera Evrópulöndin berskjölduö fyrir sovéskum þrýstingi og sovéskum kröftum á úrslita- stundu. Italskirkommúnistarfara ekki dult með þaö eftir sovésku innrásina i Afghanistan, aö þeir telja brýnasta verkefnið til aö treysta friöinn vera að hefta þá stefnu sem þar kom fram. Jafnframt hafa Italirnir látiö uppi, aö þeim hafi óaö afstaða Marchais á fundinum meö Berl- inguer 5. janúar. Frakkinn var i Moskvu um þær mundir sem inn- rásin á Afghanistan hófst, og á fundinum meö fulltrúum italska kommúnistaflokksins túlkaöi hann þá hernaöaraögerö sem vitnisburð um ósigrandi mátt Sovétrikjanna, sem tekist heföi að breyta valdajafnvægi f heiminum sér I hag og myndu brátt láta þaö ásannast. Franski kommúnistalokkkurinn heföi valið sér stöðu i viðsjánum sem framundan væru. Framkoma Marchais og afstaöa siöan hann var i Moskvu samtimis innrásinni i Afghanistan, þykir bera þvi vott aö hann þykist hafa um það fulla vitneskju að þegar séu ráöin úrslitin i valdabaráttunni um hverjir viö taki af Bresnéff, Kósigin og Súsioff. Þaö veröi tals- menn sovésks hervalds og lögregluvalds, og þeir muni láta til sin taka. I staö þess aö sækja ráöstefnu Marchais i Paris, er Berlinguer að leggja af staö i stjórnmála- ferðalag um hálfan hnöttinn. Nú heldur hann til Peking a& ræba viö forustumenn Kommúnista- flokksKina.ogmarkar sá fundur sættir eftir langar erjur flokk- anna.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.