Helgarpósturinn - 18.04.1980, Page 6

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Page 6
6 Föstudagur 18. apríl 1980 Soffia Vagnsdóttir og Pálmi Gestsson - tveir listnemar utan af landi lýsa lífsbaráttunni i borginni Lifsbarátta ungra foreldra, sem bæöi eru i námi, getur iöu- lega veriö býsna hörö, sérstak- lega þegar þau eru bæöi komin utan af landi. Pálmi Gestsson og Soffia Vagnsdóttir eru úr Boiungarvik. Þau búa saman i leiguibúö i smáibúöarhverfinu i Reykjavik ásamt barni sinu, Gesti Kolbeini. Þau eru bæöi i listnámi — Pálmi á ööru ári i Leikiistarskólanum en Soffia á fyrsta ári i tónmenntakennara- deild Tónlistarskóians i Reykjavik. Ég tróö mér inn á heimili hjónakornanna eitt kvöldiö til aö forvitnast um hvernig náms- fólk eins og þau drægju fram Hfið i þessu blessuöu dýrtiöar- þjóðfélagi okkar. Pálmi: Lif okkar beggja tók gjörbreytta stefnu þegar við komum hingað. Við höfðum lifað og hrærst í þessari svo- kölluðu sjávarplássmenningu. Það er ekki þar með sagt að hún séverri en hver önnur menning. Langt i frá. Svo má nú alltaf deila um hvað menning er. Soffia : bað þarf vissan kraft til að drifa sig upp úr þvi sem er að gerast þarna og fara i burtu. Pálmi: Maður var ringlaöur, kom úr gjöróliku umhverfi og vann að öðrum störfum. En maður hefur alltaf gott af þvi að koma á nýja staði og öðlast nýja reynslu, Maöur sér hlutina sem maður liföi og hrærðist i, i nýju ljósi. Soffia: Ég gæti ekki hugað mér að vinna i frystihúsi allt mitt lif; hlutur sem mér fannst alveg sjálfsagður aö vinna þarna öll sumur, áður en ég kom hingaö. Pálmi: Fólk er alveg aö drepa sig með vinnu, hefur litil sem engin fri. Þetta er algjört brjál- æöi. — Upphaflega datt mér i hug að fara i Leiklistarskólann. Soffía: Og ég fór aö vinna þar sem viö vorum náttúrlega svo blönk. Þetta kom snöggt uppá. Pálmi ákvaö að fara stuttu áöur en inntökuprófið inn i skól- ann hófst. Þó þetta væri búiö að gerjast i smátima. Pálmi: Mig langaði meira og minna til að standa i þessu, ég var búinn að vera svo mikiö i leiklist heima. Það verður nú að segjast eins og er að maður vissi ekki hvað maður var að fara út i, en eins og ég segi þá var ég búinn að gæla við þessa hug- mynd lengi. Soffia: Ég er alin upp á músik- ölsku heimili, pabbi spilar á harmonikku. Mikið hefur veriö sungið, svo hef ég verið i kórum. Pálmi: Ég gæti trúað að menningarlifið i Bolungarvik væri svipað þvi sem er i öörum sjávarplássum, þó held ég að tónlistarlifið sé meira en gengur og gerist. Það er töluverö gróska i þvi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Soffía: Fjárhagurinn er aðal- vandamálið, það er svo dýrt aö þurfa að leigja. Td. þurfum við að borga heilt ár fyrirfram, ibúðin stóð auð i allt sumar og engir peningar voru til eftir siðasta vetur. Þá voru bara slegin lán og vixlar og þetta flýtur á þvi. Pálmi: Það er ekki beint hægt að segja að þetta sé sældarlif. — Vinnið þið með náminu? Pálmi: Nei, það gefst enginn timi til þess, þvi við erum meira og minna allan sólarhringinn i þessu. — Hvernig er það, fáið þið hjálp við að passa barniö? Soffia: Við erum svo heppin að systir min, Pálina, kom með okkur suður i haust og les utan- skóla 9. bekk grunnskóla. Hún er alveg með drenginn, hann var ekki nema 10 daga gamall þegarég byrjaði i skólanum. Og ef ég ætlaöi að fara i þetta á annað borð þá þurfti ég aö drifa mig i þetta strax. Ég hugsa að margir hafi hneykslast á þvi að maður fór aö rjúka út i námið með barniö 10 daga gamalt. — En þið fáiö bæöi námslán? Pálmi: Það hefur nú gengið á ýmsu að fá það. Ég sótti um haustlán og endanlegt lán i vor. Maður verður að vinna myrkr- anna á milli á sumrin. Siðast? liðið sumar hafði ég eitthvaö um 1800 þúsund sem má telja nokk- uð gott, en það er ekki auðvelt að framfleyta sér á þvi þar eð maður tekur ibúð á leigu og þarf að borga 730 þúsund fyrirfram. Soffia: Við þurftum að taka vaxtaaukalán sem tvöfaldar þetta. Við erum ennþá aö borga af þessu. Pálmi: Það má segja aö við höfum skrimt i gegnum þetta með hjálp góðra manna. Soffia: Já, að sjálfsögðu höfum við fengið aðstoð frá foreldrum. Pálmi: Og góðir menn i Spari- sjóðnum heima hafa reynst okkur mjög vel. Soffia: En svo lagaðist þetta þegar við fengum loksins náms- lánið en megnið af þvi fer i aö borga það sem við höfum safnað að okkur. Svo er viss stofn- kostnaður sem felst i þvi, þegar að barn fæðist.. — Hvað farið þið með mikið i , mat? Soffia: bað er nú svo ofboðslega mikið. Pálmi: Já, ég borða svo mikið. Soffia: Ég hugsa að það fari svona 69-70 þúsund i mat yfir vikuna, að visu höfum við tvo extra i mat, systur mina og bróður Pálma sem býr hér i kjallaranum. Svo er rafmagn og hiti. Það er enginn smákostn- aður. Maður huggar sig við þaö að maður er að undirbúa fram- tiðina og gerir sér vonir aö geta lifað af þessu, maður verður jú aö gera það. Pálmi: Ef maður setur það á oddinn að ætla aö græöa peninga i framtiöinni þá er þetta ekki rétta starfið. Þetta er meira af hugsjón. Maður hefur oft heyrt að það séu litlir at- vinnumöguleikar og sjálfsagt er það rétt. En það er margt i þessu, þó maður fari nú kannski ekki aö leika i atvinnuleik- húsum; t.d. kennsla. Nú skilst mér að grunnskólarnir séu að taka leiklist i auknum mæli i námsskrána, og er það vel. Niv kannski leikstjórn úti á landi. Það er ýmislegt hægt að gera með þetta nám. Soffia: Það er kannski heldur bjartara yfir minu námi, þó er alveg eins með tónmenntina eins og leiklistina, þessi tón- menntakennaradeild miðar við kennslu i grunnskóla i 9. bekk og er tiltölulega nýkomið i þetta nám, að hafa fasta tónlistar- grein i náminu. Það er jú af brennandi áhuga sem maður er i þessu, svo er bara á það aö reyna hvort maður getur lifað á þessu. Pálmi: Og þá er hægt að sjá hvort maður getur skrimt það út. Það var næstum búið að riða okkur að fullu þegar við fengum afsvar um námslán i haust. Soffía: Við höfðum algerlega bundið vonir okkar við það. Pálmi: Þá var ýmislegt hugsað og rætt, t.d. að annað okkar hætti námi. bað var kannski meira undir áhrifum réttlátrar reiði en skynsemi. Soffia: En það voru margir sem hvöttu okkur að halda þetta út. Pálmi:Ég held aö það sé númer eitt við svona nám, það er að standa saman. — Er þaö rétt að þið þurfið að senda Gest Kolbein heim yfir próftimann? Soffía: Já ömmurnar og afarnir taka hann, þvi að systir min byrjar i prófum um svipað leyti og þá höfum við öll betri tima. Pálmi: Þetta væri vonlaust annars. — Hvað finnst þér um leik- listarlifiö i Reykjavik. Pálmi: Ég ersvolitið hissa á þvi að það skuli ekki vera fleiri áhugaleikhús héreins og annars staðar. — Hvað með framsækin leikhús? Pálmi: Alþýðuleikhúsið er það nýjasta, allir leikarar vilja jú framsækin leikhús, það má deila um hvernig leikhús það er. Alþýðuleikhúsið hefur gefið mjög góða raun. Þetta er nýtt og þarna eru margir nýútskrifaðir leikarar, nýjar stefnur og straumar. Þetta er pólitiskt leikhús, þó ekki flokkspólitiskt. — Hvað er pólitískt leikhús? Ég held aö það hljóti alltaf að vera til góðs þegar eitthvað nýtt kemur fram, hvort sem mönn- um likar það betur eöa verr. — En i tónlistinni? Soffía: Það opnaðist fyrir mér nýr heimur. Úti á landi hefur maður aldrei getað sótt tónleika. Ég hef farið á marga tónleika og mér finnst allt mjög ispennandi sem er aö gerast. T.d. myrkir músikdagar sem voru hérna i vetur, þar var margt skemmtilegt. Svo tón- leikarnir á Kjarvalsstöðum um daginn. Kór Tónlistarskólans tók þátt i þeim og það var alveg ofsalega gaman, við vorum i verki eftir Askel Másson. Maður hefur helst viljað loka augunum fyrir nútimamúsik en eftir þetta opnuöust augun fyrir nýjum straumum. Maður þyrfti að sækja svona tónleika miklu meira. — Hugsið þiö ykkur að fara til Bolungarvikur eftir námiö? Soffía: Auðvitað væri freistandi að fara heim. Pálmi: Það er spurning hvort maður komi ekki til með aö veröa fastur hér, að mörgu leyti verður maöur að reikna með og vera viöbúinn að fá eitthvaö aö gera. Eins og ég segi, þá er hægt að starfa aö öðru úti á landi, þvi ég á nú ekki von á aö það verði hægt að hafa leiklistina þar fyrir aðalatvinnu. Varðandi hennar nám þá er alveg sama hvar við erum erum stödd á landinu. betta endar nú senni- lega hér i Reykjavik, þegar allt er skoðað niður i kjölinn. Soffia: Ætli maður verði ekki að sætta sig viö það. eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur myndir: Friðþjófur

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.