Helgarpósturinn - 18.04.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 18. apríl 1980 -Jie/garpósturinru BLAÐAMAÐUR I EINN DAG... „Ég átti leið um London um páskana og þá gat ég ekki látið hjá líða að líta á þessa sýningu British Museum á minjum víkinganna," sagði Björn Bjarman rithöfundur, þegar hann var spurður um til- dröggreinar hans um víkingasýninguna. Björn Bjarman er gamal reyndur blaðamaður, og hefur fengist við blaðamennsku í lausa mennsku síðustu 10—12 árin. Þessi mynd prýöir hina glæsilegu bók um Vikingana sem er eins konar sýningarskrá sýningarinnar I British Museum og er af sögualdarbæn- um i Þjórsárdal. heimsborgarasniö en er þó fyrst og siöast tslendingur af betra tagi. Við látum gamminn geisa og komum viða við i spjalli okkar yfir tebollum og meðlæti sem er að hluta til komið alla leið vestan úr Djúpi (rækjurnar ofaná snitt- unum). Spurt er um framgang ihalds- manna fyrir vestan. Sagt frá heimilislifinu i Vigur. Staidrað við forsetaframboð. Farið með ströndum, þegar islensk stjórn- mál ber á góma. Raktar ættir. Okkur sýndar fágætar bækur. Gengið um sali og stofur og horft á dýrindis málverk og safn furðu- gripa, og ambassadorinn óþreyt- ♦andi að lýsa og segja frá uppruna þessara listaverka. Brosandi segist Sigurður hafa verið i slankkúr undanfarnar vikur og létt á sér. Þvi miður gátum við ekki heilsað upp á hús- móöurina, ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara þvi hún var i or- lofi við Rauðahaf. En glæsileg myndverk frúarinnar minntu rækilega á hana og settu svip hennar á heimilið. Timinn hefur hlaupið frá okkur og komið vel fram yfir hádegi, þegar við hjón kveðjum og þökkum með virktum. Af hverju misstum við af strætisvagninum? Sunnudagur þritugasti mars og klukkan rúmlega eitt eftir hádegi. Þúsundir og aftur þúsundir standandi i biðröð við Great Russel Street og hjáliggjandi götur i nánd við British Museum. Enn eru nokkrar minútur til opn- unar herlegheitanna. Ég set á mig sæmilega virðu- legan svip, berandi myndavél á maganum og veifandi bréfinu góða og sem ég er kominn alla leið að dyrunum þar sem standa tveir borðalagðir verðir hennar hátignar, þá slær Big Ben i fjarska. Þeir borðalögðu bukka sig og beygja þegar þeir hafa litið á bréfhausinn um leið og þeir benda mér á þriggjaborðamann, sem á Eg er ekki i nokkrum vafa um að tækifærin hafa verið i okkar höndum áður en til undirbúnings þessarar sýningar kom og hitt er mér einnig ljóst að þessi tækifæri koma aldrei aftur. Ég ætla ekki að sakfella neinn, enda ókunnugt um hverjir sátu við stýrið og skiptir það ekki máli úr þvi sem komið er, þvi að strætisvagninn er horfinn okkur. Hlutur mörlandans Ég er ósköp litill i mér og virðu- leikinn hefur rækilega verið þurrkaður af mér meðan danski þjóðminjavörðurinn útskýrir fyrir mig eftirlikingar af Heiða- bæjarhúsunum, sem áttu sinn eigin bás á sýningunni og eru full- komin sönnun um að Danir hafi engu til sparað til að koma sinu forna fágæti á framfæri. Þá sakar ekki að geta þess að þriðjungur þeirra muna sem skarta á Vikingasýningunni i British Mus- eum á ættir sinar að rekja til Svíarikis. (Gárungar höfðu á orði að sænskt kvonfang Wilson’s for- stjóra hefði kannski beitt sinum kvenlegu töfrum til ota tota þjóð- ar sinnar.! Til aö ekki fari á milli mála fullyrðingar minar um smæð okkar tslendinga i öllum herleg- heitunum þarna á sýningunni; þá tókst mér með mikilli iagni, ieið- beiningum fagmanna og þraut- seiglu að hafa upp á eftirtöldum munum: 3. deild: Hús og heimili. N.r. 68 barnaleikfang, hæð 3,9 cm. Fundarstaður Baldursheimur. 4. deild: Dauði og heiðni. Nr. 91 eyrnarhringur gerður úr silfri, ummál 1.5 cm. Fundar- staður Foss. 5. deild: Vtkingar. Nr. l36Slitur af döggskó (og blað- hluti) gert úr bronsi og járni. Lengd 12.4 cm. Fundarstaöur Hafurbjarnarstaöur. Víkingakonan. Nr. 195 hringlaga prjónn úr bronsi 18.5 cm. Fundarstaður Gnúp- verjaaíréttur. 10. deiid: List- og skartmunir. Nr. 523 brjóstnál úr silfri. Ummál út i tilefni sýningarinnar og er þar m.a. að finna tilvitnanir i fornar bækur okkar og nefni ég t.a.m. þessa setningu úr Landnámabók: ,.Af Hernum af Nóregi skal sigla jafnan i vestur til Hvarfs á Græn- landi, ok er þar þá siglt fyrir norðan Hjaltland svá, at all góð sé sjávarsýn, en fyrir sunnan Fær- eyjar svá at sjór er i miöjum hliðum, en svá fyrir sunnan tsland, at þeir hafa af fugl og hval.” Á öðrum stað er vitnað i Land- námabók þar sem fjallað er um upphaf kristni: „Helgi (magri) var blandinn mjök i trú, hann trúöi á Krist en hét á Þór til sjófara og hraðræða.” Þess er getið i ritinu sem þessar tilvitn- anir eru teknar úr, að Landnáma- bók sé af íslenskum uppruna. Einnig er fjölunum frá Flata- tungu lýst itarlega i ritinu og tekið fram að þær séu dæmigerð- ustu munir sem fundist hafa um Hringarikisútskurð. Aftur á móti er á nokkrum stöðum vitnað i Hávamál án þess nokkrar skýringar fylgi um uppruna og varðveislu þess gagnmerka kvæðabálks. Með þvi að sýningunni hefur verið gerð bærileg skil i öðrum islenskum fjölmiðlum, þá læt ég nægja að visa til meðfylgjandi mynda. Ég get þó ekki varist að viður- kenna aðenn hljóma i eyrum mér auðmýkjandi en þvi miður sannar athugasemdir samfylgdarmanna minna um nánasarhátt okkar tslendinga. Eftir að hafa plampað um sýningarsalina i þrjá tima fékk ég mér tylling og þrátt fyrir von- brigðin hlýnaði mér um hjarta- rætur þegar ég virti fyrir mér manngrúann, sem streymdi framhjá mér með áhugaglampa i augum skoðandi minjar löngu lið- inna tima. t formála ritsins, sem ég hef áður minnst á og heitir Viking- arnir þakkar forstöðumaður sýningarinnar ýmsum ágætum mönnum af hinum ýmsu þjóð- Á víkingaslóðum í Lundúnum Silfurdjásn, krossiaga og meb drekahöfði. Frá Fossi á tslandi. t formála að bók sem gefin hefur verið út i tiiefni sýningar þeirrar, sem haldin er þessa dag- ana i British Museum i London, og nefnd er Vikingarnir segir for- stöðumaður sýningarinnar David M. Wilson eitthvað á þá ieið að lengst af hafi vikingum fyrri alda veriö likt við verstu grimmdar- seggi mannkynssögunnar, en með sýningu þessari sé ætlunin in.a. sú að rétta hlut þeirra og varpa nýju ljósi á störf þeirra og menningu. i hcimsókn hjá okkar manni i Lundúnum Meö klækjum og slóttugheitum haföi mér tekist að koma skila- boðum til ambassadors vors i Lundúnum þess efnis að hans háverðugheit geröi litilssigldum múgamanni að heiman greiða ekki ósmáan. Ekki stóð upp á okkar mann i Lundúnum. Tveir aðenngumiöar og snyrtilega orðað bréf undirskrifaö af einka- ritara aðurnefnds Wilsons beið min i sendiráðinu við Eaton Terrace eöa ef ég yröi seint á ferð föstudaginn 28. mars s.l. þá á heimili ambassadorsins. Auðvitað var ég seint á ferð og eftir lokun skrifstofa þegar til heimsborgarinnar kom. Ég beiö þess ekki að klæða mig úr frakk- anum áður en ég sló á þráðinn til velgjöröarmanns mins og þaö mátti ekki seinna vera, þvi hann var á leið til veislu. Hann ekkert nema litillætiö og ijúfmennskan: „Komdu hingað á morgun um ellefuleytið, góðurinn minn, og segðu mér tiðindi að heiman. En vel á minnst, þá hittist svo vel á að hann Magnús okkar Magnússon er með annan þáttinn sinn um vikingaferðir i sjónvarpinu i kvöld. Þú ættir endilega að gefa þér tima til að horfa á pródúktið hans Magnúsar, pvi hann gerir engan hlut illa”. Að sjálfsögðu færði ég fram þakkir og lofaöi að mæta á réttum tima næsta morgun. Þá fannst mér og vel il fundið að sitja við imbakass inn að afloknum sæmi- legum kvöldverði. Þátturinn hans Magnúsar sveik engan og var raunar kapituli útaf fyrir sig, og ef mér endist nenna og andagipt þá veröur vikiö að honum siðar i þessu spjalli. A slaginu klukkan 11 fyrir hádegi laugardaginn 29. mars s.l. knúði ég dyra á myndarlegu fimm hæða fyrirmannahúsi i iijarta höfuðborgar þeirra Elisa- betu drottningar og Margrétar allsráðandi. Skjaldarmerki tslands blasti við á framhlið bústaðar okkar manns i Stóra-Bretlandi með meiru og varla leið andartak áður en dyrum var upplokið af lág- vöxnum, brosandi þjóni sem bauð okkur hjónum að ganga til stofu. Þaö var dálltiö undarleg til- finning og hálfgerð þversögn að sitja i þessari lika óralengd frá skerinu okkar, en hafa samt tsland allt i kring um sig. Og ekki skemmdi það andrúmsloftið að hlusta á Djúpverjann segja langur með stuttu sérhljóði á undan enninu og géinu rétt eins og þeir feðgar Hannibal og Jón rit- stjóri. Annars minnir Siguröur mig alltaf á bónda af betra standi, sem fengið hefur á sig nokkurt að koma mér á sporið. Ég lendi i slagtogi með dönskum þ.á.m þjóðminjamanni frá Arhúsum. Notalegur sel- skapur og að sama skapi þægilegt að hafa fagmann við hendina. Þegar ég nú sit hér við skrif- borðið mitt og pára þessar linur á blað, þá er það tvennt sem mér kemur samtimis I hug: t fyrsta lagi glæsileg og vel skipulögð sýning en i annan stað vonbrigði, sem varla verður með orðum lýst. t minum huga áttu tslend- ingar nokkra og jafnvel ekki svo litla hlutdeild og fulian þegnrétt i þvi timabili sem kennt er við vik- inga. En framlag okkar til þessarar gagnmerku sýningar var i hróplegri andstöðu við þessa barnatrú mina. I fáum orðum sagt var skerfur okkar allt i senn, fátæklegur, rislitill og særandi fyrir hvern þann sem hefur ein- hvern vott af tilfinningu fyrir þvi sem á hátiðlegum stundum er kallað islensk menning. 3.2 cm. Fundarstaður Trölla- skógur. 11. deild: Kristni. Nr. 528 tvær útskornar viðar- fjalir. Flatatunga. Nr. 536 T-kross úr bronsi. Þing- vellir. Auk þeirra muna sem upp eru taldir hér að framan getur að lita mynd frá uppgreftrinum frá Stöng i Þjórsárdal, sem eins og allir vita grófst i ösku i eldgosi árið 1104. A sýningunni voru merktir 543 munir. Glæsilegt rit hefur verið gefið Einn af tstensku mununum á sýn- ingunni er þessi taflmaður, skor inn i hvalbein. ernum fyrir ómetanlega hjálp og aðstoð. Þar er ekkert islenskt nafn, og segir það raunar sina sögu. Eins og ég gat um i upphafi þessa spjalls bar ég gæfu til að horfa á annan þátt af fjórum sem Magnús Magnússon hefur gert fyrir breska sjónvarpið um vlkinga og ég fullyröi aö honum hefur tekist ótrúlega vel að taka af slagsiðuna, sem var svo áber- andi á sýningunni. I máli Magnúsar og myndum var hlutur tslands hvergi undan dreginn og hafi hann þökk fyrir. Björn Bjarman skrifar um víkingasýninguna í British Museum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.