Helgarpósturinn - 18.04.1980, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Blaðsíða 23
23 hei/rjFirprí<=;ti /rinn Fösiuda9'jr is apríi i980 Nýburar sýna þegar i frum- bernsku viss einkenni i hegöun og atferli, sem sögð eru gefa visbendingu um hvers konar persónuleiki sé þar á feröinni. Það liggja ekki fyrir neinar rann- sóknir á rikisstjórnum i frum- bernsku en það getur verið nógu gaman að velta þvi fyrir sér hvort eins sé farið um þær og nýburana. Reyndar er það gömul etiketta i stjórnmálum að nýrri rikisstjórn beri að fá starfsfrið i ákveðinn tima og að hún þurfi amk. eitt ár við stjórnvölinn til að unnt sé að leggja einhverskonar mat á hana og dæma hana af verkum og gerðum. Reynir að vera aöhaldsstjórn og framkvæmdastjórn f sömu andránni. NÝBURI í STRÖNGU Nýburi Gunnars Thoroddsen er nú um tveggja mánaöa, og dainar eftir atvikum. Hann kom i heim- inn eftir haröar og langvarandi fæðingarhriðir, var tekinn með hálfgerðum pólitiskum keisara- skurði i trássi við öll náttúrulög- mál og það verður ekki sagt með neinni sanngirni aðþað hafi verið vistleg veröld sem blasti við honum. Að sönnu voru þeir marg- ir sem fögnuðu honum eins og frelsara, en i vöggugjöf færðu spekingarnir honum aðeins upp- safnaðan efnahagsvanda og óða- verðbólgu. Lifsstarf nýburans verður siðan i þvi fólgið að koma hvorutveggja fyrir kattarnef og af þeirri viðureign verður hann dæmdur. Það er vafalaust hæpið að tala um persónuleika heillar rikis- stjórnar en vissa imynd fær þó hver stjórn fljótlega i vitund þeirra sem með störfum hennar fylgjast. Engin leið er að merkja af þessum fyrstu stjórnardögum hennar aö þetta verði hressileg eða aðsópsmikil rikisstjórn. Ferskleika i stjórnarathöfnum er heldur ekki fyrir að fara það sem af er. A hinn bóginn virðist stjórnarheimilið nú ætla að verða ólikt friðsælla en var i tið vinstri stjórnarinnar sálugu, enda leggja ráðherrar nú töluvert kapp á að sýna fulla eindrægni út á við. Blaðamenn sem standa dag- lega i hinu pólitiska fréttaharki segjast alls ekki geta kvartað undan þvi að eiga eitthvað ógreiö ari aðgang að ráðherrum nýju stjörnarin-ar heldur en ráðherrum vinstri stjórnarinnar, sem voru svo opinskáir i stjórnarathöfnum og berorðir i yfirlýsingum að mörgum þótti nóg um. „Megin- munurinn á þessari rikisstjórn og vinstri stjórninni siðustu sýnist mér helst vera sá, að i siðustu stjórn áttu átökin sér stað innan sjálfrar rikisstjórnarinnar og þar var logandi skoðana- ágreiningur, en nú er eins og þessi átök hafi færst niður á Alþingi og hávaðinn sé all- ur innan þingflokka stjórnar- liðsins, eins og dæmin um sölu- skattshækkunina og lánsfjáráætl- unina sýna,” sagði einn starfs- bróðir minn um þetta atriði. Enginn vafi er á þvi að Gunnar Thoroddsen og samráðherrum hans úr Sjálfstæðisflokknum er i mun að ná fram samheldni innan rikisstjórnarinnar Þeir lögðu allt i sölurnar við myndun þessarar stjórnar og væri þeim varla til framdráttar ef i ljós kæmi að afsprengið væri óskapn- aður að þvi leytinu, að inn- an stjórnarinnar logaði allt i sundrung og átökum. Sam- ráðherrar sjálfstæðisráðherr- anna hafa áreiðanlega fullan skilning á þessu og vafalaust sak- ar það ekki að Gunnar er laginn samningamaður og yfirleitt tals- maður málamiðlunar. Hitt er jafn ljóst, að töluvert ber á milli af- stöðu sjálfstæðismannanna og framsóknar annars vegar og Alþýðubandalagsins hins vegar til úrræða við efnahagsvandan- um. Af þessum ástæðum mun togstreitan i stjórnarliðinu vafa- laust fremur ... fara fram inn- an þingflokkanna en i sjálfri rikisstjórninni. Þetta verður áreiðanlega rikis- stjórn málamiðlana. Auðvitað verða allar samsteypustjórnir, eins og sú sem nú situr, að sætta mismunandi sjónarmið sam- starfsflokka en siðasta vinstri stjórn varð þó fræg fyrir aðskilj- anlega úrslitakosti, sem þó lyktaði þó jafnan með einhvers- konar málamiðlun uns upp úr sauð Það eru áreiðanlega minni likur á að slikt gerist i þessari stjórn — amk. á jafn skömmum tima og raunin varð á siðast. Spurningin sem margir velta fyrir sér um þessar mundir er hvort málamiðlun af þvi tagi sem samsetning núverandi stjórnar býður upp á, dugi til að lækna það efnahagsmein sem þjóðin stendur frammi fyrir. Jafnvel hagfræð- ingar, sem telja verður hliðholla stjórninni, draga það i efa. Flestir þeirra telja harðar aðgerðir óum- flýjanlegar en það bólar ekkert á sliku hjá núverandi rikisstjórn. óðaverðbólgan virðist siður en svo vera að lækka flugið. Sérfræðingar um efnahagsmál segja, að verðbólgan núna sé komin i um 70% og taka þeir þá mið af verðlagsþróuninni siðustu þrjá mánuði og miða við heilt ár. Ljóster að visitalan fyrir timabil- ið febrúar til mal mun hækka um næstu mánaðamót um 13% eða langt umfram þá 7% hækkun sem svonefnd niðurtalningaráform rikisstjórnarinnar gerðu ráð fyr- ir. 1 málefnasamningi rikisstjórnarinnar var það mark- miö sett i verðbólgumálum að ná henni niöur i 30% á þessu ári og þar átti niðurtalningin að vera lausnarorðið. 1 henni fólst strangt aöhald i verðlagsmálum og var markmiöið þar að heimila ekki hækkun á vörum og þjónustu um- fram 7% nú um næstu mánaöa- mót, 6% eftir næsta þriggja mánaða timabil og 5% eftir siðasta ársfjórðung. A sama tima eru hins vegar allir kjarasamn ingar lausir og ekki sjáanlegur neinn vilji hjá rikisstjórninni aö reyna að knýja fram breytingar á verðbótakerfi launa, sem margir telja forsendu þess að unnt sé að ná tökum á þeim vítahring vixlhækkana verðlags og kaup- gjalds, sem viö höfum mátt búa við um árabil. Það er þessi þversögn sem stjórnarandstæðingar hamra nú á. Jónas Haralz bankastjóri hefur til að mynda sýnt fram á, aö meðan ekkert sé gert til að hamla gegn hækkun kaupgjalds en hins vegar þrengt að fyrirtækjunum með þvi að leyfa þeim ekki hækkun á vöru og þjónustu I takt við verðbólguna, hljóti fyrr eða siðar að koma að þvi að fyrirtæk- in stöðvist og upp komi viðtækt atvinnuleysi. Það hefur orðið fátt um svör i herbúðum stjórnarliða við þess- ari röksemdafærslu. 1 verkum hefur stjórnin heldur ekki sýnt að henni séu niðurtalpingarmark- miðin neitt trúaratriði. Stjórnar- andstæðingar halda þvi reyndar fram margir hverjir að i reynd sé stjórnin fallin frá niðurtalning- unni, og komi það m.a. fram i hennar eigin athöfnum, svo sem skattahækkuninni á dögunum. Annar þáttur sé svo lán$fjáráætl- INNLEND unin,sem reyndar viröist nú i ein- hverjum hnút innan stjórnarliðs- ins. Hún hljóðar upp á nærri 100 milljarða, sem að visu fer að hluta til að greiða niður eldri lán, en töluverður hluti eða 40—45 milljarðar fara eftir sem áður til að fjármagna opinberar fram kvæmdir. Markaðsvextir af dollaralánum hafa hins vegar hækkað verulega og eru nú um 20%. Einhverjir heföu þvi ætlað að þessir háu vextir drægju úr lántökulöngun stjórnvalda, en sú virðist ekki ætla að verða raunin. Þess vegna er þvi nú haldið fram að greiðslubyrðin af þessari nýju lántöku og eldri lánum verði 17—18% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, sem er langt um- fram þau mörk sem stjórnin hafði raunar sett sér. Af þessum ástæðum mun vera töluverður kurr i þingflokki framsóknar. Stjórnarandstæðingar og margir hagfræöingar óttast eftir- spurnaráhrif þessara áforma, sem þeir segja muni koma fram i aukinni þensku og innflutnings- æði, og fjárlögin standi svo tæpt að þar stefni i verulegan halla. Þar með sé alit farið úr böndun- um. Sumir segjast sjá fram á 80—100% verðbólgu þegar liður á árið og stjórnin komist ekki hjá þvi að gripa til róttækra efna- hagsráðstafana með haustinu. Það geti hins vegar ekki orðið nema sömu gömlu aðferðirnar — nýjar skattaálögur og gengisfell- ing. Nýburanum okkar er þannig ekki spáð mikilli velgengni i þeirri meginviðleitni sinni að kveða niður vöggugjöfina — efna- hagsvandann. Málamiölun stjórnarinnar virðist vera i þvi fólgin að reyna að vera I sömu andránni aðhaldsstjórn og fram- kvæmdastjórn. Sllkt gengur vist ekki upp. eftir Björn Vigni Sigurpálsson Sjúkdómsfaraldur i sovéskri stórborg fyrir ári siöan er orðinn tilefni herfræöilegra bollalegg- inga á Vesturlöndúm. 1 Banda- rikjunum og Vestur-Evrópu spyrja hershöfðingjar og stjórnmálamenn sjálfa sig hvort sú vitneskja sem fyrir liggur um einstæöan miltisbrandsfaraldur i iönaöarborginni Sverdlovsk siöastliðið vor, gefi tilefni til að endurskoða afstöðuna til möguleika á sýklahernaði. Svo var talið aö horfur á þvi að til sýklavopna yrði gripið I hernaði væri úr sögunni með alþjóða- samningi frá 1975, sem leggur bæöi bann við notkun þeirra, framleiðslu og birgöahaldi. Hafa tilraunir Rússa með sýklavopn orðið til að miltisbrandur hefur breiðst þar út og herjar m.a. á nautgripi? Miltisbrandsfaraldur i Sverdlovsk Þaö sem vitaö er um faraldur- inn sem upp kom I Sverdlovsk I april og mai I fyrra vekur grun- semdir um að sovéska herstjórn- in hafi virt alþjóöasamninginn um bann við sýklahernaði og undirbúningi undir slikan hernað að vettugi. öyggjandi vitneskja um það sem þarna geröist liggur þó ekki á lausu. Sverdlovsk er ein þeirra mörgu sovésku hergagna iönaðarborga sem eru gersam- lega lokaðar öllum útlendingum. Sjúkdómar og slysfarir eru meðal þeirra atburða sem bannað er að ræöa á opinberum vettvangi I Sovétrikjunum og ekki er getiö I fréttum fjölmiöla, nema stjórnvöld telji til þess sérstakt tilefni. Enn er til að mynda aö seitla út úr Sovétrikjunum eftir krókaleiðum vitneskja um mesta kjarnorkuslys sem oröið hefur, og átti sér stað i úral fyrir rúmum tveim áratugum, banaöi fjölda fólks og lagöi stórt hérað I eyöi. Sovétstjórnin reynir enn að láta eins og sá atburöur hverfi úr sögunni, ef hún aðeins lætur eins og hann hafi aldrei skeö, en sjúk- dómsfaraldurinn I Sverdlovsk hefur hún viðurkennt, þótt upplýsingarnar séu af skornum skammti og á einskis færi að sannreyna þær. Upptök fregna af málinu voru formleg fyrirspurn Bandarlkjastjórnar til þeirrar sovésku, þar sem krafist var skýrra svara um hvað komiö hefði fyrir I Sverdlovsk, þar sem sögusagnir bentu til að þaö sem þar hefði gerst bæri vott um sovéskt brot á þýðingarmiklum alþjóðasamningi. Svar sovétstjórnarinnar var á þá leiö, aö hún viðurkenndi að miltisbrandsfaraldur heföi komið upp I Sverdlovsk fyrir ári síöan. Hins vegar tóku sovésk yfirvöld þvl fjarri, aö óleyfilegum undir- búningi undir sýklahernaö væri um að kenna. Att heföi sér stað ótilhlýðileg meöferð á matvælum, og þvi hefði sjúdómurinn komið upp. Það væri allt og sumt. Þessi skýring veitir alls enga vitneskju um það sem raunveru- lega geröist, og ekki veröur þess vart að hana eigi að láta I té með aögangi að gögnum eða marktækri læknisfræöilegri skýrslu. Samkvæmt fréttunum frá Sverdlovsk varð miltisbrands- faraldurinn þar að minnsta kosti nokkur hundruð manns að bana, sumar fregnir segja allt að eitt þúsund, og þar var um aö ræða lungnamiltisbrand, en það af- brigði sjúkdómsins breiðist ekki út með kjöti né öðrum matvælum af sýktum skepnum. Miltisbrandur er með banvænustu sjúkdómum og sýkill hans er sá fyrsti sem visinda- mönnum tókst að einangra. Hann getur borist frá sýktum dýrum til manna og viö snertingu, veldur meinsemdum, sem að jafnaði drógu til dauöa áöur en fúkkalyf komu til sögunnar. Hitt afbrigðið, lungnamiltis- brandur, er aö minnsta kosti jafn skætt, en sýking verður ekki viö snertingu, heldur eru þar aö verki miltisbrandsgró sem berast með loftinu inn i öndunarveg manna. Miltisbrandssýkillinn tekur á sig gró-mynd, þegar hræ skepna sem hann hefur tekið sér bústað i samlagast jarðveginum, og þessi gró geta verið virk og háskaleg mönnum og skepnum áratugum ERLEND saman. Hins vegar er þaö gersamlega óþekkt úr sögu sjúk- dómsins, að þau losni úr læðingi i svo miklu og samþjöppuöu magni að af hljótist mannskæður faraldur. Til þess þarf skilyröi sem vart er hugsanlegt að hafi skapast með öðrum hætti en þeim, að miltisbrandsgró hafi veriö ræktuð og safnaö af þeim birgðum I hern- aðarskyni. Sú viröist llka vera niðurstaða bandarlskra stjórnvalda, og þar styðjast þau ekki aöeins viö túlkun slna á svör- um sovétstjórnar við fyrirspurn- inni sem þau gerðu, heldur einnig vitneskju sem borist hefur eftir öðrum leiöum. Ýtarlegasta frásögnin af þvi sem geröist i Sverdlovsk i fyrra vor sem séö heíur dagsins ljós birtist i blaöinu Ma’ariv I Tel Aviv. Heimildarmenn fyrir henni eru úr þeim stóra hópi sem á siðustu árum hefur fengið að fara úr landi i Sovétrikjunum til aö taka sér búsetu I Israel. Ma’ariv kemst að þeirri niöur- stöðu, að dauðsföll I miltisbrands- faraldrinum i Sverdlovsk hafi ekki oröiö færri en 300 og máske mun fleiri. Miltisbrandsgróin dreiföust um eitt hverfi borgar- innar og sýktu fólk I stórum stll, eftir aö óhapp varö I verksmiöju sem framleiðir sýklavopn. Þeir fyrstu sem sýktust og dóu voru liðsforingjar sem I verksmiöjunni störfuðu, en svo barst sýkin til verkafólks I sementsverksmiðju I nánd viö sýklavopnahreiöriö. Lik þeirra sem biðu bana af sjúkdómnum voru grafin i stálhylkjum utan yfir trékistum, eins og tlðkast I Sovétrikjunum, þegar um bráösmitandi bana- mein er að ræða. 1 þvl skyni aö uppræta smithættu var öllum jarðvegi á svæöi umhverfis eftir Magnús Torfa Ólafsson sýklavopnaverksmiöjuna rótað upp og hann fluttur á brott. Sótthreinsandi efnum var úðað úr flugvélum yfir miklu stærra svæði fjær verksmiöjunni dögum saman. Bólusetning fór fram i Sverdlovsk, en varö ekki eins almenn og til stóö, vegna þess aö bóluefniviö miltisbrandi þraut. Þvi meiri vitneskja sem .berst með útflytjendum um faraldurinn I Sverdlovsk, þeim mun fleiri stoðum er rennt undir þá ályktun, aö um hafi veriö aö ræða mistök I meöferö sýklavopna. Ella væri lika óskiljanlegt, að sovétstjórnin lætur undir höfuð leggjast að veita heilbrigöisyfirvöldum umheimsins, sem gjarnan vildu fræðast sem best um þennan sjaldgæfa sjúkdóm, fullnægjandi vitneskju og aögang að gögnum. Þess gætir eftir aö Sverdlovsk-faraldurinn varð uppvls, að raddir eru uppi i bandariska landvarnaráöuneyt- inu um að taka beri til athugunar afstöðuna til samningsins frá 1975 um bann viö sýklahernaði og sýklavopnasmiö. Óviöunandi sé að Bandarikin telji sig bundin af ákvæöum hans á sama tima og Sovétrikin skeyta þeim engu. Aörir bandarlskir herforingjar og herfræðingar eru á ööru máli. Þeir halda þvl fram aö miltis- barndsfaraldurinn i Sverdlovsk sýni einmitt að sáttmálinn frá 1975 sé á rökum reistur, þeim aö sýklavopn séu að minnsta kosti jafn háskaleg aðilanum sem hyggst beita þeim og óvininum sem hann ætlar að vinna mein.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.