Helgarpósturinn - 18.04.1980, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 18. apríl 1980 helgarpósturínrL. MÁL VERKA S ÝN/NG í AFMÆLISGJÖF Það mun ekki hafa gerst fyrr i sögu listsýninga hérlendis, að sýnd hafi verið málverk eftir frægustu postula 20. aldar i myndlist. Margir hafa efalaust beðið eftir þvi tækifæri, að sjá myndir eftir menn á borð við Picasso, Matisse og Miró, prýða sýningarsali hér. Þeim hefur nú orðið að ósk sinni, með sýningu þeirri sem nú stendur yfir i Norræna húsinu. Matisse sem fæddur er 1869 til Domenico Gnoli (fæddur 1933), spannar sýningin stærstan part þeirra kynslóða, sem sett hafa mark sitt á list þessarar aldar. Það er greinilegt að þau hjónin Sonja Henie og Niels Onstad hafa valiömálverkasafn sitt af kostgæfni og smekkvish Rauði þráðurinn i safninu er Parisar- skólinn og m.a. níun Hövik- oddensafnið eiga eitt stærsta Myndlist______________ eftir Halldór Björn Runólfsson i i Sltrónur Matisse, Sitjandi kona Picassos, og Stormasamur persónuleiki Mirós eru góð dæmi um vandað vai þessa safns. Það er að tilstuölan Lista- og menningarsjóðs Kópavogs i tengslum við forráðamenn Sonja Henie- Niels Onstad safnisins, Hövikodden, Noregi, að sýning þessi kemur hingað. Það hlýtur að teljast undravert að svo litið bæjarfélag sem Kópavogur er skuli riða á vaðið með slikri sýningu á 25 ára afmæli sinu. Sennilega er svona stórhugur i 12 þúsund manna kaupstað heimsmet. Þvi óska ég Kópavogi til hamingju með sýn- inguna og afmælið og hlakka til að sjá þar risa listasafn og menningarmiðstöð. Það eru 40 málverk sem þekja veggi Norræna hússins, öll eftir þekkta listamenn. Frá Henri úrtak verka eftir franska málarann Maurice Esteve. Tvær mynda' hans eru á sýning- unni. Vönduðu vali hjónanna verður best lýst með myndum Matisse, Picasso og Miró. Mynd Matisse, Sitrónur (nr. 27), er i þeim synþetiska anda sem átti eftir að ná yfirhöndinni i siðustu verkum hans, klippimyndunum. Þarf ekki annað en að lita upp i vinstra horn myndarinnar til að sjá stiliséruð blöð jurta, sem einkenna svo mjög klippi- myndir hans. Þessi mynd er i sama stil og mynd i safni sjálfs Picassos, Karfa með appels- inum. Þeir félagar höfðu skipst á myndum og kvað Matisse Picasso hafa valið týpiskustu myndina i vinnustofu sinni. Sitrónurnar eru þvi dæmigerðar fyrir þann stil Matisse sem er hvaðklárastur. Mynd Picassos, Sitjandi kona ( nr. 31), er einkennandi fyrir stil hans á styrjaldarárunum og sumir vilja túlka hin expressjónisku áhrif, sem svörun við hersetu Þjóðverja. Miró er hér i öllu sinu veldi og mynd hans er meistaraverk. Stormasamur persónuleiki (nr. 28), er gerð á þeim timum þrengingar þegar heita má að Miró hafi verið gjörsamlega einangraður i einangruðu landi. Hann mun hafa borið þungann af merkisburði spænskrar framúrstefnulistar á þessum árum. Það er skemmtilegt að athuga þessa mynd, sem sýnir greinilega áhrif Paul Klee á list Mirós. Spánverjar voru einmitt að uppgötva Klee á þessum tima. Ein mynda Klee, er á sýning- unni. Það er yfirlætislaust verk eins og svo mörg verk Klee, en mjög sterkt. Þetta málverk er nær einslita ( monochrome) og minni á fleygrúnir Súmera, enda heitir verkið t upphafi var orðið (Nr. 22). Skáldlég umbun (nr.21) eftir Asger Jorn, er enn eitt dæmi um gott val. Jorn var nokkuð mistækur málari, þótt betri verk hans væru meðal þess besta sem frá Cobra-grúppunni kæmi. Skáldleg umbun er i flokki bestu málverka sem ég hef séð eftir Jorn. Hann gefur litum lausan tauminn i expres- sjóniskum tilþrifum likt og i hinu fræga málverki sinu, Bréf til sonar mins. Það er þvi sterkasta hlið Jorn sem hér er sýnd, frá hans öflugasta timabili. Það má og telja tvær myndir Juan Gris og mynd Légers ( nr. 15,16, og 25). Með verkum Yves Klein, Þrykk (nr. 23). og Domenico Gnoli, Flibbi (nr. 14) sýna Henie og Onstad, að þau hafa fylgst vel með síðari tima hræringum og ávallt með þeim' persónulega blæ sem einkennir safn þeirra. Um leið og ég þakka Kópavogi sýninguna, vil ég enn bénda. á, hinn mikilvæga þátt Norræna hússins, sem undirstrika hér framvarðarstöðu sína i menn- ingarlifi borgarinnar. Þegar kommúnisminn var og hét Þór Whitehead: KOMM- CNISTAHREYFINGIN A ISLANDI 1921-1934 (SAGNFRÆÐIRANNSÓKNIR V), Menningarsjóöur og Sagn- fræöistofnun Háskóla tslands (ritstjóri Þórhailur Vilmundar- son) 1979. Af ritröðinni Sagnfræöirann- sóknumkom út bindi á ári 1972- 75 undir vandaöri ritstjórn Þórhalls Vilmundarsonar, allt endurskoðaðar kandldats- eða meistaraprófsritgerðir i Islandssögu frá Háskóla Islands. Siðan lá þessi útgáfa niöri þar tilnú i vetur aöhún var endurreist með þvi að dusta rykið af ritgerð sem Þór Whitehead skrifaöi til BA-prófs niu árum áður. Þór er nú talinn framarlega i röö i'slenskra sagnfræöinga — nýlega dæmdur hæfur aö gegna prófessorsembætti — en þessi ritgerö var frumraun hans i faginu, og aö jafnaði er ekki ætlast til þess aö BA-ritgerö sé fullgilt efni i fræöibók. Þaö spurðist þó snemma, að Þór heföi skrifaö einkar skilmerki- lega um dhugavert efni, og mun ritgerðin hafa verið mikið notuð á Háskólabókasafni. Þar las ég hana fyrir nokkrum árum og þótti góö, raunar mjklu meiri og fyllri en rétt er aö ætlast til viö BA-próf, og mér finnst hún nú hæfa vel ritröðinni sem hún birtist I. Þór hefur frásögnina 1921, þegar fyrst kemur fram afmarkaður vinstri armur i Alþýðuflokknum. (Hann birtir i bókarauka félagatal Ahugaiiös alþýöu frá þvi ári, liðlega 60 nöfn gerö þekkjanleg með upplýsingum um siðari störf). Þar kemur fram kjarni af ungum kommúnistum sem eru aöalsöguhetjur bókina á enda. Þór rekur hvernig kommún- istarnir skipuleggja sig innan Alþýöuflokksins i vaxandi and- stöðu viö forustu hans, uns þeir stofna Kommdnistaflokk Island 1930. Þá segir af skipu- lagi Kommúnistaflokksins (lög hans birt i viöbæti), stefnu og starfi fyrstu árin, fylgisþróun hans (I viöbæti eru bæði töflur og súlurit um kjörfylgi hans á- samt Alþýöuflokki og Fram- sóknarflokki viö Alþingis- og bæjarstjórnarkosn- ingar 1927-37) og itökum I verkalýösfélögum. Þór iýsir til- raunum Alþýöuflokksins og Alþýðusambandsins til að hrekja kommúnista frá forustu i verkalýösfélögum og heldur þvi fram á sannfærandi hátt að sú barátta hafi gilt lif og dauöa kommúnistahreyfingarinnar. Loks er greint frá innanflokks- deilum kommúnista 1932-34, þar sem ráöandi „réttllnumenn” undir forustu Brynjólfs Bjarna- sonar héldu flokknum meö hreinsunum og járnaga aö þeirri stefnu sem út gekk frá Komintern I Moskvu gegn vax- andi mótspyrnu „hentistefnu- manna” á borö viö Einar 01- geirsson. (1 viöbæti er birt háðulegt dæmi um sjálfsgagn- rýni sem sumir frá viksmenn frá flokkslinu voru knúöir til aö birta.) Viröist hafa vofaö yfir að flokkurinn liðaðist I sundur, uns svo vildi til að Moskvulinunni var skyndilega breytt, og það einmitt i átt til þess sem henti- stefnumenn höfðu haldið fram, þar með voru flokksarmamir orðnir sammála. Þar fellir Þór frásögnina, enda eölileg þátta- skil. Þangað til hafði kommúnistahreyfingin allt frá 1921 verið aö fjarlægjast önnur stjórnmálaöfl með æ fast- njörvaöra skipulagi, eindregnari fræöikenningu og óvægnari baráttuaöferðum, siðan hefur leiðin legiö i gagn- stæða átt, gegnum Sósialista flokk til Alþýðubandalags, aðeins með dálitlum aftur- kippum á dögum Finnagaldurs og kalda striðs. Heimildarsafn Þórs var i upphafi fjölbreytt og rikulegt eftir atvikum. M.a. fór hann eftir viðtölum viö þrjá framámenn Kommúnista- flokksins á þeim tima sem um ræðir. Þar er að visu sá ann- marki á, að enginn þeirra er úr réttlínuarminum, en ég býst alls ekki við að frekari upplýsingar hefðu neinu breytt um heldur neikvætt mat Þórs á málstað þess flokksbrots. Ég hef ekki borið bókina skipulega saman við upphaflega gerð ritgerðarinnar. Þór fer yfirlætislausum orðum um endurskoðun slna á henni, kveðsthafa .j'eynt að sniða af... mestu misfellurnar i máli og stll...”. Það segir hann vafalaust satt og skilar hér áferöargóðum texta sem helst má finna það til foráttu að ein- staka mælskubrögð I „komma- grýlustll” stingi i stúf við hið rikjandi svipmót hófstilltrar yfirvegunar. Gæsalappir eru fullmikið notaöar sem háðs- merki um hugtök kommúnista, og óheppilegt er að nefna kommúnista og jafnaöarmenn einu nafni sameignarsinna, fyrst aörir eru farnir að hafa það heiti um kommúnista eina. En endurskoðun Þórs nær lengra en til málfarsins eins. Hann hefur aukið stórum við heimildaskrána og sett töluvert af viðbótum neðanmáls, þar sem hann hefur ekki talið þörf að raska upphaflegu megin- máli. T.d. vitnar hann nú i margarnýlegar bækur um sögu kommúnistahreyfingarinnar erlendis. Hann hefur líka fylgst vel meö minningabókum, greinum og blaðaviðtölum sem birst hafa á þessum áratug. Loks vitnar hann til nokkurra yngri prófritgeröa frá Háskólanum, þ.á.m. tveggja vandaðra ritgeröa þar sem stúdentar hafa tekiö fyrir miklu þrengri efni en hann og kannað heimildirsem honum voru ekki tiltækar, en niöurstööur beggja gera fremur að staðfesta túlkun Þórs en kollvarpa henni. Þá bætist viö fjóröi heimildarmaðurinn sem vakið hefur nokkum Ulfaþyt, þvi að hann bannar að láta nafns sins getið. Menn hafa legið Þór á hálsi fyrir að nota sllka heimild. Ég tel hann I fullum rétti. Auövitað verður alitaf aö taka frásögnum, munnlegum sem skjalfestum, með viðeigandi gagnrýni. Östaðfest frásögn getur alltaf veriö ósönn, og nafnleynd eykur tortryggni okkar. En sagnfræðingur á lika að athuga og meta hinar veikari heimildir, hann má bara ekki leggja meiri ályktanir á þær en þær bera. Nafnleysingi Þórs gefur upplýsingar (um eriendan fjárstyrk til Kommún- istaflokksins) sem eru svo eðli- legar og falla svo vel aö öörum heimildum að engin sérstök ástæða virðist til að dæma þær úr leik, þótt þær séu vitanlega ekki óyggjandi. Bók Þórs er mjög fróöleg eins og viðfangsefni hennar gefur tilefni til. Yfirleitt er hún trúverðug um þá hluti sem ég hef tök á að dæma um. Þó er þaö nokkuö tilfinnanlegt i lýsingu Þórs á stefnu Kommúnista- flokksins, tilaö mynda varöandi þjóðnýtingu, bankamál og erlendar 'skuldir, að hann hneykslast á henni stórum orðum án þess að benda á þann hagsögulega veruleika sem þó býr að baki, a.m.k. I og meö. T.d. háðsmerkir Þór „þjóð- nýtingu” bankanna og kallar hana auk heldur fmyhdaöa, án þess að segja eitt orð ,um að rikið hafi þó yfirtekið islands- banka 1930. Miklu viðar má merkja andúö höfundar á kommúnisma án þess ég sjái aö þaö spilli rannsók ninni. Auðvitaö er alltaf viss vandi fyrir sagnfræðing að skrifa um það sem honum er illa viö, en það á aðvera hægt, og liklega er þaö að jafnaöi hægara en að fjalla málefnalega um þaö sem menn eru hlynntir, og reyna þaö þó margir. Bókin er prýdd myndum, m.a. af heimildarstöðum, smáprenti ýmsu, andlits- og hópmyndum, og hefur mikil alúð, veriö lögö viö að afla skemmtilegra mynda og skýra þær, svo sem meö nafngreiningu á hópmyndum. 1 heild finnst mér bókin vel og fallega úr garði gerö. I eturinn í'ril fór fiirtar Ofgi'trssoH i hritmókn ttl Moskvtt. t'ar htrit.utfii hann upp á mikkra frhjta nna. >ton tlvölthiM i horpitmi. tUr er höpttrinn vtd Krtrtnlarmúr. frti htrgti: Jafet Onás■ snn, hotntldur Crtthmundwon. Antlrér Straumlatnl. Einar Olgcirxstm, Jenx Figved ttg Eyjöifar Arnason. illókmafn IJagxhninar — Eyjútjur -irnavnn) Viltu ferðast til Rússlands? Verklýðsblaðið býður þér í 6 viknaíerða- iag austur til Moskva á komandi sumri! Myndaslöa úr bók Þórs Whitehead — þar sem nokkrir framámenn islenskra kommúnista sjást viö Kremlarmúra 1931 en neöri myndin er auglýsing I Verkalýösblaöinu um verölaun fyrir áskrifatsöfnun.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.