Helgarpósturinn - 18.04.1980, Side 5

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Side 5
5 Verðtrygging spariskírteina ríkissjóðs byggist nú á raunhæfustu vísitöluviðmiðun sem völ er á — lánskjaravísitölunni. Lánskjaravísitalan miðast að 1/3 við byggingarvísitölu og 2/3 við framfærsluvísitölu, og eru hún reiknuð út og birt mánaðarlega. Þannig geta eigendur spariskrteina nú fylgst með verðgildi þeirra og vexti frá einum mánuði til annars. Lánskjaravísitalan verðtryggir spariskírteinin að fullu. Vandfundin er öruggari fjárfesting. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu nú. helgarpósturinn.. Föstudagur 18. apríl 1980 SEÐLABANKI ÍSLANDS Eyjapóstur 8 ný. Bátar aö landa fram eftir öll- um kvöldum og allt á fullu I öllum stöövum og unniö langt fram eft- ir. Raunar var hápunktur hverrar vertiöar páskahrotan þegar allt var á suöupunkti, hvergi haföist undan.fiskur hlóöst upp utan dyre jafnt sem innan og allir gátu fengiö vinnu eins lengi og þeir vildu. Þá var þaö algengt aö verslunarmenn og skrifstofu- menn og kennarar trítluöu sig niöur I stöö aö afloknum vinnu- degi sinum og tóku til viö aö'rifa upp saltfisk eöa flaka. Og þá kom fyrir aö gefiö var frí i báöum skól- um til aö bjarga fiski frá skemmdum. En nú er engin páskahrota lengur. Stjórnvöld hafa fyrirskip- aö aö ekki skuli stunda veiöiskap i dymbilviku og fram yfir páska og þvi liggur flotinn bundinn i höfn þá daga sem áöur fyrr voru hvaö mest umsvif og meginhluti aflans barst á land. En þrátt fyrir ákveöna eftirsjá af þvi iöandi lffi sem einkenndi fyrrum dymbilvikuna veröur aö viöurkenna aö vertiöarfólki bæöi til sjós og lands er ekki of gott aö fá aö lita upp úr slorinu þennan tima. Hér áöur var maöur alla vertiöina aö hlakka til tveggja daga, föstudagsins langa og páskadags, ekki af trúarlegum áhuga einum saman, heldur hinu aö þetta voru einu öruggu fridag- arnir á allri vertiöinni. En nú liggja sem sagt ekki lengur net i sjó yfir bænadagana og segja mér sjómenn aö þetta sé kærkomin hvild, fyrir nú utan þaö aö sá guli fær lika aö hvilast og auka kyn sitt i friöi. Gúanóreykurinn er ákveöinn hluti af vertiöarstemmingunni og þótt menn bölvi honum bæöi hátt og I hljóöi vegna lyktarinnar, á ég von á aö mörgum brygöi viö ef hann hyrfi alveg. Alla vega var dauft hljóöiö I flestum hér i vetr- arbyrjun þegar leit út fyrir að ekkert kæmi hingaö af loönufiski. Og miöaö viö þau gifurlegu verö- mæti sem gúanóin velta (einhver sagöi mér aö þaö væru nokkrir milljaröar) þá er eins og fólk sætti sig viö lyktina. Þetta er nú reyndar peningalykt. Og svo er reginmunur á gúanó- lykt i Vestmannaeyjum og annars staöar á iandinu. Ég var staddur i Keflavik ekki fyrir löngu, var á heimleiö úr Stapanum aö nóttu til og veörið eins gott og þaö getur oröiö á Suöurnesjum. En þaö lá við aö ég missti bæöi ráö og rænu, þegar kom aö gúanóinu i Kefla- vik, slikur og þvllikur var daunn- inn sem fylgdi reyknum þaöan. Þá fyrst skildi ég þau háværu mótmæli sem ibúar Keflavikur hafa haft I frammi gegn reykn- um. Þetta er versta lykt sem ég hef fundiö um ævina og þaö er bjargföst trú min aö ég muni aldrei finna aöra verri, annar eins fnykur held ég sé ekki til á þessari plánetu. Og eftir þessa lifsreynslu liggur viö aö ég andi aö mér gúanó- reyknum hér heima meö snert af velþóknun. Og þrátt fyrir aö hér sé land- buröur af fiski og flestar hendur á fullu viö aö vinna úr honum, gleymist ekki aö auöga andann. Félagsstarfsemin blómstrar þótt hávertiö sé. í litilli samantekt sem gerö var I fyrra, kom I ljós aö hér eru starfandi nokkuö á annaö hundraö félög og mætti segja mér aö þaö sé heimsmet I bæ sem ekki telur fimmþúsund höfuö. Ekki svo aö skilja aö öll þessi félög séu á fullu yfir háannatimann, en mörg hver. Til dæmis fagnar leik- félagiö okkar sjötiu ára afmæli um þessar mundir og lét sig ekki muna um aö frumsýna tvö leikrit i dymbilviku. Einhverjum heföi þótt æriö nóg aö koma upp einu stykki. Þá mun blaöaútgáfa vera hér meiri en gengur og gerist annars staöar á iandinu miöaö viö fólks- fjölda. Ekki er nóg meö aö allir stjórnmálaflokkarnir haldi úti málgögnum, heldur eru einnig gefin út tvö vikublöö óháö pólitik meö fréttaklausum og auglýsing- um. Þá má aldurstala félaga hér tæpast standa svo á heilum eöa hálfum tug aö ekki sé þess minnst meö afmælisriti upp á nokkra tugi siöna. Ekki hafa þó allir veriö alltaf á einu máli um ágæti þess efnis sem I bæjarblööunum hefur veriö. Hér dvaldi áöur fyrr um nokkurt skeiö rithöfundur ungur viö skriftir og dundaöi sér við I hjáverkum aö senda blaöagreinar um mannlif i Vestmannaeyjum til dagblaðs i Reykjavik. Þar sagöi eitt sinn: — I Vestmannaeyjum eru fjórir stjórnmálaflokkar og gefa allir út sitt blaö. öll eru þau blöö léleg en þó er Fylkir verstur þvi hann kemur oftast út. Ekki verður á þaö lagöur dóm- ur hér, hvort þessi skrif voru makleg en hitt er vist aö viö myndum sakna þess ef bæjar- biööin hættu aö koma út, alveg eins og viö myndum sakna þess ef aldrei eimdi úr strompi á gúanói eöa ekki kæmi lengur gulur fiskur á land á vertiö. Þaö er nú einu sinni þaö sem heldur okkur gang- andi hérna. TILBOÐ Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir tilboö- um í lagningu 11. áfanga hitaveitudreifi- kerfis. Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstofunum Vestmannaeyjum, og verkfræðastofunni Fjarhitun hf., Alftamýri 9, Reykjavík, gegn 50. þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð í Ráðhúsinu Vestmanna- eyjum þriðjudaginn 29. april kl. 16. allt í matinn DALVER Dalbraut 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.