Helgarpósturinn - 18.04.1980, Síða 13

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Síða 13
12 13 A hornréttum f leti millí kirkju og garðs á Þingeyri býr ölafur Þ. Jónsson, titlaður kennari, ásamt konu sinni Guðrónu og tveimur sonum. Þau búa í raðhúsi einsog þau tíðkast á landsbyggðinni og tilheyrir einhverjum þessara byggingaáfanga sem kenndur er við húsnæðis- málastofnun. Þegar ég ók í hlað, hafði Ólafur lokið kennslum sínum þann daginn og var á róli heima fyrir, gott ef ekki að vaska upp. Og fyrstu viðbrögð: „Það er nú alveg ástæðu- laust að fara að þylja langa ævisögu, svoleiðis, það er útilokað". En ég byrja á byrjuninni. Hvaðan hefurðu kommanafngiftina? „Hana fékk ég austur á Norðfirði. Ég segi það alltaf, að það hafi verið af því, að þeir hafi aldrei séð slíkt fyrirbæri þangað til ég kom, og þá lá það náttúrlega beint við." Fannst þér lítill kommaþefur af þeim fyrir austan? „Það voru andskoti traustir menn, sem áttu hér- um bil þetta sæmdarheiti skilið, en auðvitað var meiri- hlutinn af þessu svona sósíaldemókratar einsog aðhyll- ast Alþýðubandalagið, og á misjöfnu stigi. Menn þurfa þó ekki að verða afskaplega foj, þótt þeir séu kallaðir kratar, þetta er nú svosum fólk líka". ________________Föstudagur 18. apríl 1980 ha/garph^tl irínn „Eins og gamalt 101..." halrj^rpn^tl irinn^ Föstudagur 18. apríl 1980 Tók skipasmiðin svo við? „Nei, nei, ekki strax, það gerðist nú heilmikið áður. Ég fór i siglingar og skoðaði heiminn og þvældist svona sem farandverka- maður eins og það er kallaö i dag. Var hist og her um landið, i sild- inni og ýmsu og náttúrlega til sjós á vertíðum. Svo lá leiðin austur á Norðfjörð einmitt þarna á þess- um sildarárum og þar lærði ég skipasmiði i Dráttarbrautinni. Það var afskaplega gott að vera á Norðfirði og þótt ég hafi sagt þetta þarna áðan þá voru þarna kjarnorkumenn, skemmtilegir menn”. Nefndu einhverja. „Það er auðvitað ekki hægt að komast hjá þvi að nefna Bjarna Þórðarson númer eitt; þetta er svona einn mesti sjarmör i pólitik sem ég hef kynnst.” Og þú starfaðir i pólitikinni? „Já, já það var ekki hjá þvi komist”. En var þetta ekki ein hallelúja- fólk sem ég nefndi, Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn þannig að það var óþarfi aö búa til einn enn. Það stendur heldur ekki til hjá Alþýðubandalagi svonefndu að breyta þessu þjóðfélagi, enda hef- ur enginn komið auga á það i orð- um þeirra eða gerðum.” Eru þeir ekki að gefa eitthvaö út um það ööru hverju samt? „Það má vel vera, einhverjar stefnuskrár, en stefnan hjá Alþýðubandalaginu er eins og gamalt fat sem ekki heldur bót- um. Þetta er umbótaflokkur sem hefur ekkert aðdráttarafl á mig, enda hef ég aldrei verið félagi i þeim flokki og gæti ekki hugsað mér það.” „M var eriitt ao vera augigsingasiióri DíóOviljans” En þú kyngdir þvi samt að vera auglýsingastjóri Þjóðviljans og mjólkaðir auðvaldið? „Ég átti ekkert erfitt meö það Rússar réöust inn i Tékkó- slóvakiu ’68 var afskaplega erfitt að vera auglýsingastjóri á Þjóð- viljanum daginn eftir innrás og næstu daga. Þaö þýddi náttúrlega ekkert að missa móðinn svo ég hringdi i Eirik Ketilsson heildsala og sagði honum, að nú væri möguleiki, og ég væri meira að segja búinn að semja auglýsingu handa honum svohljóðandi: „Rússneskir rifflar og hagla- byssur bregðast aldrei þegar á reynir” Hálfsiðul sagði Eirikur Ketilsson . Þessa auglýsingu fékk ég ekki að birta og þar missti Þjóðviljinn hálfsiðu.” Hvernig var mórallinn annars i gamla Þjóðviljahúsinu? „Hann var góður og það var gaman að vinna þarna undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar; mórallinn var skemmtilegur og ég held ég væri ekki reiðubúinn að fara inn i þetta nýja hús við Siðu- múlann.” Meö merl og lik? Tók nú sveitarómantikin völdin i lífi þinu? skilur maður aldrei i þvi hvers vegna þessi jörð varð búnaöar- skóli þvi það er haft fyrir satt að Torfa hafi boðist ýmis höfuðból undir þessa starfsemi og þaö sem Ólafsdalur er i dag er verk skóla- sveinanna. Þetta var örreitiskot, þegar hann tók þá. ákvörðun að reisa þarna skóla og er eitt af þvi furöulega i islenskri búnaðar- sögu.” Alórei samur maöur En dreifbýlisáráttan lætur þig ekki i friði? „Ég fór á Þjóðviljann aftur þegar við komum frá Ólafsdal og vorum við Guðrún þar bæði i eitt og hálft ár, en fljótlega upp úr þvi fáum við Svalvogavita. Svalvog- ar tilheyra Þingeyrarhreppi (Svalvogar eru kunnir úr Sturlungu, en þangað safnaði Þórður kakali eitt sinn 30 skipum, sem hann ætlaði til atlögu við Kolbein unga, en ekki varð úr at- lögu i það sinn) Þarna var afskaplega gott að vera og vorum við þar i tvö ár en „Já,já, það er mesti misskiln- ingur aö þetta séu eitthvaö skrýtnir menn. Sko, skrýtnu mennirnir eru ekki á vitum. Þeir eru nú ekki allir taldir viö alþýðuskap, svo ekki sé meira sagt, ég veit ekki hvað Jóhann Pétursson segir við þessu? Jó- hann var miklu skrýtnari þegar hann fór á vitann fyrir 20 árum, en hefur lagast mikið’’ Áiög Vakna menn með annarri til- finningu á vita? „Ég hef nú ekki lagt þaö bein- linis niður fyrir mér, en það er af- skaplega gott að vakna á svona stöðum og þeir banka ekki svo glatt uppá hjá manni frá gjalá- heimtunni. Og hitt, að það er at- skaplega gaman að fá gesti og maður fær ekki nema góða gesti. Fólk verður að leggja dálitið á sig til að komast og fólk sem ekki hefur gaman af að virða fyrir sér islenska náttúru það kemur ekki á þessa staði. Þar af leiðir, að það er vis trygging fyrir þvi, ef gest varða eftir þvi hvar vitinn er? „Já, þar er mikill munur á, og vitaverðir eru einu opinberu em- bættismennirnir sem eru tima- mældir. Gæsla ljósvita er tal- in svo og svo rriargar vinnustund- ir á ári og gæsla radióvita er veg- in á sama hátt. Ferðir i vita og frá eru reiknaðar, ef vitinn er frá iveruhúsum. Veðurtakan er svo aftur á móti sér á parti metin i timum og þetta er lagt saman. Sums staðar fæst úr þessu hálft starf annarsstaðar fullt. Við erum náttúrlega afskaplega óánægðir með þetta, þvi að svona tiðkast náttúrlega ekki hjá hinu opin- bera, og ef maður liti nú á þessa embættismenn sem næstir manni standa — t.d. presturinn, — það væri skrýtið upp á teningnum þar, ef ætti að fara að mæla upp vinnustundirnar, og borga i sam- ræmi við það. En þetta eru auð- vitað ekki bara prestar.” „Grunsamlegur maöur llalldör E.” En starfið er eftirsótt þrátt gamla fólksins og hinna spar- sömu. Ég lit ekki á eitt stykki ibúðarhús sem fjárfestingu, maður er bara að uppfylla þessar frumþarfir sinar að hafa þak yfir höfuðið.” Nú kaupa menn Volvo ekki bara af þvi hann gegnir hlutverki að flytja fólk á milli heldur af þvi að þeir eru að fjárfesta? „Ég geri það ekki, sko og ef ég hefði áhuga á að búa i Reykjavik þá ætti ég bara heima þar. Ég geri mér það lika ljóst að kemur að þvi að maður er ekki maður til að vera á vita og þá liggur beint við aö setjast að i einhverju vina- legu smáþorpi úti á landi, sem er svona sambland af sjávarplássi og sveitaþorpi. En að maður liti svo á að maður sé að fjárfesta eitthvað, það er mesti misskilningur.” „iNúna gæii maöur hannshi lariö aö öjóöa” En draumurinn gamli um jörð- ina, er hann fyrir bi? Undir lokin Ólafur Þ. Jónsson, menn hafa skrifað frægar bækur umsvona þorp sem þú býrð i,t.d. Eldhúsmellur, lastu hana? „Já, játég las hana og ég vil ekki nefna neina sérstaka bók sem dæmigerða þorpssögu, en það má sjálfsagt finna i öllum þorpsbókmenntum trúverðuga hluti sem fyrirfinnast i þessum þorpum.” En hvað með þessar tvær-þrjár týpur eins og hjá Guölaugi Ara- syni? „Ég tek ekki undir þetta og er dálitið undrandi á manni sem er sjálfur fæddur i þorpi, að hann skuli hafa svona hugmyndir um þessi samfélög. Það er auðvitað rétt að hin mikla vinna hefur vond áhrif á félagslifið en fólk kemur saman þegar það getur og reynir að halda uppi félagslifi af veikum mætti.” Er kirkjan eitthvað númer hérna? „Nei, kirkjan er ekkert númer hérna, en kirkjukór með góðu lifi og það veröa syngjandi páskar á „Það er einsog menn vænti þess, að múrar auðvaldsins hrynji fyrir iúðurhljómi likt og múrar Jerikó...” Það er nú svona ef menn missa raumana sfna...” ,Draumurinn um kotið er sko alls ekki fyrir bf. O. V-»■■■ ViOlal 09 mynðlr: Flnnnoyi ncrmannssnn oil kommi á Þingeyri r llelgarpóslsviOiali „Shrýmu mcnnlrnlr “ eru ekkl ð vlium” siaim, Hermann og önnur goö Hvenær fer Óli kommi aö litast af pólitik? „Þaö gerist austur á Laugar- vatni og orsakaðist af félags- skapnum sem þar var. Svo ég nefni einhverja voru þarna Hjalti Kristgeirsson, Arni og Höröur Bergmann, Jón Thór Haraldsson, Ásgeir Svanbergsson og ekki fer vel á að gieyma Kjartani ólafs- syni. Þarna var griðarlega mikil róttækni, og þegar ég kem þarna noröan úr landi, var ég náttúrlega framsóknarmaður einsog plag- siður var i þeirri sveit. Og ég man það, að menn geröu það gjarnan sem höfðu pólitiskan áhuga og gera kannski enn,að hengja upp myndir af átrúnaðargoðum sin- um ofan við rekkjur sinar. Og meöan aðrir menn hengdu upp Lenin, Stalin og Karl Marx hengdi ég upp Hermann Jónas- son. Þeir hafa kannski fariö nokkuð geyst f þetta, en nú er svo komið, að ég er kominn meö mynd upp af Stalin kallinum eins og þú sérð þarna á ganginum.” Heldurðu að þeir hafi hent sin- um Stalinum? „Það má vel vera að þeir geymi þetta oni rúmfatakistunni eins og helga dóma, en eftir skrif- um Arna Bergmann gæti hann allt eins verið kominn með mynd af Hermanni Jónassyni upp hjá sér. Það er um aö gera aö taka þetta ekki svona geyst strax.” Einhverjir hafa væntanlega verið i andófi af ihalds- og fram- sóknarliði? „Já ég man eftir Einari Þór Þorsteinssyni, sem síðar varð prestur fyrir austan, kratar áttu sinn talsmann i Unnari Stefáns- syni, nú Eggert Haukdal var þarna og þaö fór nú ekki mikiö fyrir honum þá. íhaldið átti ekki góöa talsmenn, af þvf þarna var lika rökrætt af viti og það hefur aldrei látið þvi fólki vel”. samkoma á Norðfirði? „Nei, nei, það var ansi mikil harka þarna; það var einmitt ver ið að breyta sósialistaflokknum þá. Það var baráttan um að leggja hann niður og búa til þetta Alþýöubandalag og ég lenti náttúrlega i minnihluta.” Vildirðu ekki búa til Aþýðu- bandalag? „Nei, nei, ég sá engan tilgang i þvi, ég vildi halda við þeim gamla flokki Sósialistaflokknum, enda hefur það allt komiö á daginn sem við félagarnir deildum um, og menn vildu ekki trúa þá”. Viltu skýra þetta ögn betur? „Viö óttuðumst að þarna væri verið aö búa til smáborgaralegan flokk.” Er ekki rökrétt aö smáborgara- legt fólk uppskeri sinn smá- borgaralega flokk, hvaö sem það nú er? „Sko byltingarsinni litur ekki þannig á málin, hann hefur ekki áhuga á svoleiöis tilbúningi, enda var nóg af þvi fyrir. Það voru fyrir i landinu flokkar fyrir slikt og ég hafði oft hugfastsem haft er eftir einum af foringjum i rússnesku byltingunni, að honum- væri sama þótt hann semdi viö sjálfan djöfulinn, ef það gæti orðiö alþýðunni að gagni. Nú það var afskaplega misjafnt hvernig menn tóku þessu, þegar ég var að hringja i þá að biðja um auglýsingar. Það voru menn sem bókstaflega ruku upp með blóðugum skömmum um leiðog maður hringdi, en ég hringdi i þá meö vissu millibili samt. Þessir menn eru nú dauðir sumir, eins og til dæmis Silli, (Silli og Valdi) en þrátt fyrir það gat ég nú náð smávegis út úr þeim. Ég man Ifka eftir Axel i Rafha; þetta voru nú þeir sem voru orðljótastir, en aldrei reitti ég neitt út úr Axel. Tryggvi Ófeigsson tók mér lika heldur illa. En það voru ekki alltaf kapitalistarnir sem voru verstir við að eiga, þaö kom fyrir að þetta voru stjórnendur Þjóö- viljans sem ekki kunnu að meta auglýsingarnar minar. Ég get sagt þér sem dæmi, að þegar „Já, við fórum i ólafsdal vorið ’70. Þetta var eins og hvert annaö ævintýri.” Rúnki gamli Björnsson sagði ýmsum, aö bústofninn i Ólafsdal heföi verið meri og tik, Orðrétt: Bústofninn hjá Ólafi er nú vist ekki stór, en að visu býr hann með meri og tik. Var þetta rétt? „Viö byrjuðum nú ekki með mikinn bústofn i ólafsdal, fáeinar kindur og nokkur hross.” (Ólafur vill greinilega eyða talinu um bú- stofninn) Ekki hafið þið lifað á hokrinu i Ólafsdal? „Ég haföi nú vinnu með, vann bæöi viö raflagnir og einnig við byggingu á fóðuriöjunni I Saur- bænum. Þetta var nú svosum ekki merkilegur búskapur, en við gát- um selt þó nokkuð af heyi, þvi þetta var á kalárunum, en maður varö ekki hökufeitur af þessu. Verst var hversu dýrt var aö kynda iveruhúsiö sem er reyndar gamla skólahúsiö með ógrynni herbergja. Það var eins og að kynda heilan togara. Annars fengum þá Galtarvita. Vorum þar i eitt ár og hálft ár og erum meö hann enn; erum bara I leyfi núna.” Hvaða ljómi er yfir þvi að vera á vita? „Það hefur nú sýnt sig, aö sá sem gerist vitavöröur, verður aldrei samur maöur eftir. Og hann leggur ekki svo glatt niöur þetta starf.” Geturðu lýst þessu nánar? „Þá fer maður að veröa dálitið væminn og skrýtinn ef maður fer að lýsa þvi, sko. Aftur á móti finnur maður það afskaplega fljótt hvort maður getur þetta eða ekki, og viö áttuðum okkur sem sagt strax á því, að við gátum þetta og undum þessu vel. En þaö er alveg klárt mál, að það þýðir ekki að fara á svona staö og eiga við einhver vandamál að striða t.d. sambúðarvandamál eða brennivinsvandamál; maöur leysir þau ekki, i það er alveg útilokað.” Menn verða þá að vera heil- brigðir þegar þeir leggja i hann? ber að garði að þá er hann við- ræðuhæfur og skemmtilegur.” Hvað með fjölskyldulif á vita? „Ja, ef þú vilt kynnast börnun- um þinum þá skaltu fara á vita. Þarna tiðkast ekki að segja börnum að þegja, vegna þess að maður þurfi að horfa á sjónvarp- ið.” En skólagangan? „Við kennum þeim sjálf á vitun- um, en við erum nú hér á Þing- eyri i vetur út af skólanum. Nú er bara svo komið aö strákarnir vilja fara aftur og þarna sérðu aö viö sleppum ekki svo glatt frá þessu, bæði fullorðnir og börn.” Liggja einhver álög á Galtar- vita? „Ég hef nú ekki heyrt um þau, en aftur á móti á Hornbjargi og Jóhann hefur fengiö eitthvaö af höfuðhöggum i tilefni af þvi. Annars segir Einar Bragi ágæt- lega frá þvi i Þá var öldin önnur, fyrsta heftinu. Hann leysti Jóhann af og skrifaöi um þessi álög þarna.” Er mikill munur á kjörum vita- fyrir það? „Fimm sóttu um, þegar yið sóttum um Svalvoga.” Guðrún, framan úr eldhúsi: „Láttu góð orö falla um Dóra E.” Dóra E.? „Halldór E. Sigurðsson, en á sama tima og verið var að gagn- rýna þá fyrir pólitiskar stöðuveit- ingar fengum við Svalvoga, ég er sko eini kommúnistinn sem sækir um Svalvogsvita og af þvi að Halldór E. veitti þetta þá fékk ég hann, Grunsamlegur maöur Halldór E. og ekki allur þar sem hann er séður.” En hvers vegna er vitavöröur að fjárfesta I raöhúsi á Þingeyri, en ekki fyrir sunnan eins og ráð- lagt er? „Já, altso aö fjárfesta, ég gef af- skaplega litið fyrir svoleiöis.” Menn gefa nú ekki litið fyrir svoleiðis? „Ég geri það,og það hlægileg- asta sem ég heyri eru pólitikusarnir þegar þeir eru að belgja sig út af þvi að verðbólgan sé alltaf að brenna upp sparifé „Nei ekki aldeilis, ég sé ekki betur en annar strákurinn hafi erft drauminn, þannig að maður reiknar kannski meö, að maður komist i hornið á einhverju snyrtilegu koti áöur en lýkur. Jú, jú, viö vorum að leita að jörðum, mikil ósköp, en alltaf þegar við fundum eitthvert kot sem okkur leist á voru einhver samtök eða einhverjir bissnes- menn komnir i þetta jafnframt. Það voru hestamenn, verkalýðs- félög, jafnvel skógræktin sem bauö betur. Og þaö var nú vanda- litið aö bjóða betur þannig að þetta náðist ekki fram. En hitt er aftur annað mál, aö nú er svo komið að maður gæti farið að bjóöa.” (Blm. hefur á tilfinningunni, að þessi siðasta hugmynd hafi fæðst þarna á stundinni, en þaö er nú ekki alveg vist) (Og angurvær) „Það er nú svona, ef menn missa draumana sina....” (botnar ekki setning- una). Þingeyri, það verða kórar og kvintettar, meira að segja harmonikukvintett, það er ekkert annað.” Einhver boðskapur aö lokum Olafur, þótt kratar hafi meö þetta blað að gera? „Það er þessi djöfuls tviskinn- ungur sem fer verst i mig. Menn geta verið hernámsandstæðingar i Afganistan en ekki heima hjá sérá íslandi, þetta allt eiga menn svo afskaplega gott með að fóðra. Svo ef menn taka sig til og ætla að fara að mótmæla einhverju þá er þetta farið að gerast á eitthvað svo yfirskilvitlegan hátt. T.d. ef heimsauðvaldið hækkar bensin- verð þá rjúka alls konar menn út á götuna og flauta eins og þeir vænti þess að múrar auövaldsins loksins hrynji sem múrar Jerikó hérna i dentið fyrir lúöurhljómi. Markviss barátta er alltaf viðs- fjarri með þessari þjóð...” og lýkur hér Ölafs þætti Jónssonar komma

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.