Helgarpósturinn - 18.04.1980, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Blaðsíða 9
—he/garpOSÝUrinrL Föstudagur 18. apríl 1980 9 Kostirnir vid að eignast ,fjandmann’ Það mun vera fremur vinsæl kenning meöal margra sagn- fræðinga, að oft megi rekja hinar raunverulegu ástæður til ágreinings — jafnvel deilna — milli rikja og þar með milli rikisstjórna til ástandsins (eða óstandsins) innanlands: deilan við hinn framandi aöila sé oftar enekki dregin fram i dagsljósið til þess að dreifa athygli þegn- anna frá erfiðleikum innan- lands. Og sjálfsagt má draga fram dtal dæmi til þess að renna stoðum undir þessa kenningu enda þótt slikt verði látið ógert hér, lesendur Helgarpóstsins eru væntanlega það vel upp- lýstir að þess er enginn þörf. Þessi gamla kenning kom i hugann þegar það varð ekki lengur umflUið að setjast við rit- vélina og fyilaþá dálka semum hafið verið samið og bar það þá einnig til, að rétt i þessu bárust þær fréttir að slitnað heföi upp úr samningunum við Norðmenn — og ekki nóg með það — svo er að skilja á sumum samninga- nefndarmönnum okkar að þessir ágætu frændur vorir hefðu látið I það skina aö annað- hvort semdum við eins og þeir vildu ellega fengjum við auk þeirra sjálft Efnahagsbanda- lagið (og þá væntanlega þann ágæta Dana Gundelach) til þess aö kljdst við! Nú dettur þeim sem þetta ritar það ekki i hug að islenzk stjórnvöld hafi af ótilgreindum ástæðum ekkert á móti þvi að standa i deilum viö Norðmenn, þvi fer fjarri, en hitt virðist alveg ljóst, að deila þessi kemur sér fremur vel þegar litið er til ástandsins innanlands, óstandsins i stjórnmálunum, stöðunnar i kjaramálunum, lánsfjáráætlunar og þannig má sjálfsagt halda áfram að telja i allan dag. Nú hljóta allir Sannir Islendingar að fylkja sér um rikisstjórnina sina þeir sem telja sig einhverja rikisstjórn hafa eða þá um leiðtoga slna, enn á ny verðum viö aö snúa bökum saman gegn sameigin- legum „fjandmanni” (kannski ekki rétta orðið þegar Norð- menn eiga i hlut, en notaö hér þar sem erfitt er að iinna eitt- hvað skárra) heilagt land- helgisstriögæti sem best verið á næsta leiti — nú má enginn skerast úr leik — gamli sundur- lyndisfjandinn má ekki skjóta upp kollinum! Og með þvi nú að einbeita sér að Jan Mayen og réttindum okkar þar þá er alveg ljóst að samstaða muni haldast með þjóðinni þangaö til næstu samningafundum lykur i næsta mánuði og hver vill gerast sá ódrengur aö hefja einhvers- konar jag um innanlandsmál (að ekki sé minnst á efnahags- mál) þegar við ættmenn Hákonar konungs gamla og þeirra erþvinguðu okkur til að gera við hann „gamla sátt- mála” biöa eftir þvi einu, að hinir þrætugjörnu frændur þeirra á Sögueyjunni upphefji sina hefðbundnu iðju? Þegar þetta sjónarmiö er haft i huga viröist ekki fráleitt aö þakka Norðmönnum fyrir að upp úr slitnaði en þeir sem ekkert telja sig hafa Fryden- lundoghansmönnum aðþakka, þeir ættu að minnsta kosti að geta þakkað Karvel og Bol- vikingum fyrir tiðindin þaðan! Hvað i ósköpunumkoma þeir Karvel og sveitungar hans þessu máli við? kannt þú að spyrja, lesari minn. Og ekki að ófyrirsynju. Jú — með þvi að geraslna sérsamninga við Guð- finnEinarsson og ættmenn hans þar i goðorðinu þá hefur öll at- hyglin beinst að Bolvikingum en frá ýmsum öðrum óþægilegum málum i nærliggjandi bæjum. Nú ættu t.d. tsfirðingar aö geta sameinast um það að skamma Karvel og Bolvikingana en ekki virðist loku fyrir það skotið aö jafnframt þvi að beina kröftum sinum að þessu (sjálfsagt þarfa) verkefni, kunni aö lægja svoá Skutulsfirði aö mennkom- ist þar aö samkomulagi og unnt sé að fara að fiska á ný — grá- lúðuna úr þvi að ekki má veiöa þorsk og þeir fjögur hundruð tsfirðingar sem létu skrásetja sig atvinnulausa megi brátt hverfa að störfum á ný. Vitanlega er þetta tilgáta, sem kann að vera byggð á held- ur veikum grunni — en með þessari samlikingu og ofan- skráðum rökstuöningi datt skrifara þessa lina i hug að andúðin á „svikurunum” I Bolungarvik kynni að veröa til þess að þjappa mönnum saman i nágrannasveitinni á sama hátt og „andúðin” á Norðmönnum fyrir sakir yfirgangs þeirra og samkeppninnar á saltfiskmörk- uöum (og fleiri mörkuöum) að ógleymdri frekjunni I þeim þegar við berum okkur eftir frumburðarrétti okkar á Jan Mayen, hlýtur aö þjappa okkur öllum hér á eyjunni bláu saman sem einum manni — EINUM SöNNUM tSLENDINGI! Og þá erum við ósigrandi eins og allir vita og kannski vinnst þá eitt- hvert tóm til að sinna leiðinda- málum eins: og verðbólgunni! Heimir Pálsson— Hraín Gunnlaugsson -- Jónas Jónasson - Magnea J. Matthías- dóttir— Páll Heiðar Jónsson—Steinunn Sigurðardóttir —Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Páll Heiðar Jónsson Þetta atriði var vfst ekki tekið út með sældinni hjá Vivien Leigh. Clark Gable var svo andfúll vegna lausra tanna, að hún veigraði sér viö að kyssa hann! „A hverfandi hveli” fær framhald Engin kvikmynd hefur enn slegiö ,,A hverfanda hveli” út hvað aðsókn og hyili snertir. Slöan hún var gerð árið 1939 hefur hún margsinnis veriö endursýnd viös vegar um heim- inn og viröast vinsældir hennar litiö minnka með árunum. Um þessar mundir eigum við þess kost að ylja okkur enn á ný við dramatiska ástarsögu þeirra hjónaleysanna Rhett Butler og Scarlett O’Hara og um leið að rifja upp amerisku borgarastyrj- öldina frá sjónarmiöi Suðurrikja- manna. Eini gallinn við þessa mynd er að margra áliti sá, aö örlög sögu- hetjanna svifa I lausu lofti I myndarlok. Höfundur sögunnar, Margaret Mitchell, virðist ekki hafa lokiö verki sinu. Bráðlega þurfa blógestir þó ekki að láta sér lengur nægja imyndunaraflið eitt varöandi framhaldið, þvi nú er i fram- leiöslu kvikmynd, sem ber heitiö „Tara” og á að vera framhald „Hvelsins”. Um lcið og kvikmyndin hefur verið frumsýnd kemur á markaö- inn samnefnd bók, sem myndin raunar byggist á, eftir Anne Ed- wards. Hugmyndina að framhalds- myndinni áttu „Ókindar”-fram- leiðendurnir Richard Zanuck og David Brown. Zanuck leitaði siðan með logandi ljósi að höf- undi, sem gæti tekiö viö þar sem Margaret Mitchell hætti, og var aö lokum kominn með 8 höfunda á lista. Anne Edwards varð fyrir valinu og fannst henni það vel við hæfi, þvi enginn annar gæti skrifað „Tara” eins vel. Anne er enginn nýgræöingur i gerö kvikmyndahandrita. Hún er uppalin I Hollywood og var byrjuö að skrifa fyrir MGM aðeins 17 ára gömul. Auk þess á hún að baki tvær ævisögur, sem báöar hafa selst vel. Onnur fjallar um Judy Garland, en hin um Vivien Leigh, sem eins og kunnugt er fór meö hlutverk Scarlett O’Hara. Anne Edwards skrifaði bókina „Tara” á aðeins einu ári, eftir aö hafa kynnt sér gaumgæfilega sögu Suðurrlkjanna eftir að borg- arastyrjöldinni lauk. Viö það verk naut hún aðstoðar ritara og sér- fræðinga. Eftirspurn eftir hlutverkum Framleiðendur „Tara” réöu sérstakan ritara til að skrá allar umsóknir þekktra og óþekktra leikara, sem sóttust stift eftir að fá eitthvert aðalhlutverkanna i myndinni. Og hún hafði nóg að gera! Þær sem helst komu til greina i hlutverk Scarlettar eru Jacque- line Bisset, Marisa Berenson og Genevieve Bujold. Enn hafa engar fréttir borist af þvf hver þeirra hlýtur hnossið. Jacuelin Bisset er liklega þekktust hér á landi fyrir leik sinn i myndinni um Onassis-hjónin. Marisa Berenson lék aöalhlut- verkið I „Barry Lyndon” og er hún talin vera sláandi lik Vivien Leigh. Hún átti reyndar að leika hana á hvita tjaldinu. Genevieve Bujold var tilnefnd til Óskars- verölauna fyrir hlutverk Onnu Boleyn i „Þúsund daga drottn- ingunni”. 1 hlutverk Rhetts Butlers er helst talað um Burt Reynolds, en enginn núlifandi leikari þykir geta staðist samanburð við Clark Gable. Upphaflega var fyrirhugað að frumsýna myndina um siðustu jól, en ennþá hefur ekkert heyrst um það frekar. Nú er bara að vita hvort þessi framhaldsmynd reynist betur en svo margar aðrar, sem hafa átt að ná inn tekjum á frægð forvera Mynd tveggja kynslóða Gamla bló sýnir nú ,,A hverf- anda hveli” I fimmta sinn. Abur var hún sýnd á árunum 1943, 1948, 1955 og 1972. Helgarpósturinn leit- aði álits nokkurra biógesta á myndinni, annars vegar fólks sem sá hana þegar hún var sýnd hér fyrst, og hins vegar fólks af ungu kynslóðinni sem nú sá myndina I fyrsta skipti. Mikil saga „Þetta er mikil saga og ákaf- lega vel leikin mynd”, sagði Est- er Westlund, en hún var einmitt að fara að sjá myndina aftur sama kvöldiö og við ræddum við hana. Svo ekki hefur hún slæmar minningar um hana. Ester sagði, að það væri merki- legt hve mikil tækni hefði verið notuöviö gerö myndarinnar, miö- að við þaö hve gömul hún er. t„Það er merki um það hve myndin er góð, að þótt hún sé nærri fjögurra tima löng, þá gleymir maður sér yfir henni”, sagöi hún. — Hvernig list þér á að fá fram- hald af myndinni? „Mér finnst endirinn ágætur og I anda Scarlett. Hún geymdi alltaf til næsta dags þá hluti, sem henni fannst óþægilegir. Þess vegna passar vel að endirinn sé opinn. Fólk verður að hafa imyndunar- afl til aö botna sjálft. Ég held að það veröi vandi aö gera framhald að myndinni, og það væri ekkert varið i það með nýjum leikurum-Sagan er búin og þaö má ekki tvinna endalaust við þetta”. Ekki sömu gleraugun „Ég býst ekki við að ég myndi sjá myndina með sömu gler- augum núna, en ég hafði mjög gaman af myndinni og hún er mér eftirminnileg” sagði Gunnar H. Blöndal. „Ég held að þetta sé með merkilegri myndum, sem hafa verið gerðar. Og hún var mikill viðburöur, þegar hún kom hér fyrst. Bæöi var þetta litmynd, og i henni var mikill stjörnufans, allt toppleikarar. Ég sá nýlega i viö- tali við Bette Davis,að hún hafi verið fúl yfir að missa af þessum góða bita.” Gunnar kvað ekkert gera til aö fá framhald myndarinnar. Hann myndi liklega fara til að sjá hvernig það heföi tekist. „Sjaldan er góð vlsa of oft kveðin,” sagöi hann. Allt í lagi einu sinni „Mér fannst myndin ofsalega góð, en frekar væmin á köflum, sagöi Sigrún Halldórsdóttir sem sá „A hverfanda hveli” nýlega, enda aðeins tvitug aö aldri. Sigrún sagði, að þótt sér hefði likað myndin vel, myndi hún ekki vilja sjá hana aftur. „Þaö er allt 1 lagi að sjá hana einu sinni.” Aðal- lega kvaðst hún hafa haft gaman af að kynnast sögu Suöurrikjanna i myndinni. Hinsvegar hefði mátt vera minna af „Astarþvælu”. Hvað framhaldið snerti, sagöist Sigrún gjarnan vilja fá meira af sögunni og vegna þess hve endir- inn hefði verið sorglegur gæti veriö spennandi að vita hvernig færi. En sams konar mynd sagð- ist hún ekki vera spennt fyrir aö sjá. Betri en margar nýjar „Þessi mynd er betri en marg- ar af nýju myndunum, sem okkur er boðið upp á,” sagði Ingvar Berndsen. Hann er 17 ára gamall og hefur þvi ekki séð myndina áður. Helsta kost myndarinnar taldi hann vera, aö hún gæfi góða hug- mynd um þrælahaldið. En honum fannst hún lika spennandi á köfl- um. „Svo er þetta mikil ástarsaga” sagði hann. „Það mátti ekki gera meira úr þeim þætti en gert var.” Ingvar skildi myndina þannig aö söguhetjurnar myndu ná sam- an aftur, en sagði að þaö væri gaman að fá framhaldið. -SJ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.