Helgarpósturinn - 09.05.1980, Síða 2

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Síða 2
2 Föstudagur 9. maí 1980 _helgarpósturinrL. VEGABRÉF TIL ÍRAN ,,Þú valdir þér slæman staö til aö eyöa sumarfrflnu þlnu”, sagöi traninokkur viö mig, þar sem viö sátum og biöum eftir aö kallaö yröi um borö i flugvél Iberia til Madrid. „Sföan byltingin var gerö, er Teheran „skitugasta” (dirtiest) borg, sem ég hef nokk- urn tima séö. Jafnvel fólkiö hefur breyst”, hélt hann áfram og bætti þvi viö, aö ekki lengur sæist vel klætt fólk á götum úti. Áöur fyrr hafi þetta allt veriö miklu betra; þá hafi Teheran haft mikiö af góöum skemmtistööum, jafnvel einhverja bestu kabaretta og næturklúbba i heimi. Mér fór ekkert aö lítast á blik- una, héit aö ég heföi þarna hitt dyggan stuöningsmann „hins burtrekna keisara”, eins og hann er kailaöur I irönskum fjölmiöl- um. Þaö kom þó annaö á daginn, eftir þvi sem á samtaliö leiö. Maöurinn hélt þvi fram, aö tima- bil keisarans hafi alls ekki veriö gott, en eins og hann sagöi: „Ailt sem viö höfum, hvort sem þaö er gott eöa vont, höfum viö frá keisaranum”. Þessi maöur er úr efri millistétt (hóteleigandi viö Kaspiahafiö, sem er helsti sumarieyfisstaöur Ibúa Teheran, og býr mestan hluta ársins á Spáni, ásamt fjöl- skyldu sinni, þar sem börn hans ganga I bandariskan skóla) og þvi ekki hægt aö túlka orö hans sem almennt áiit manna á þvi sem er aö gerast I tran um þessar mundir; en þau segja held ég ansi margt. Blaöamaöur Helgarpóstsins eyddi 11 dögum af sumarfrii sinu i Teheran i siöasta mánuöi. Þegar haldiö var af staö, var ég ekki betur aö mér I málefnum trans en gengur og gerist, og 11 dagar eru stuttur timi til þess aö reyna aö átta sig til fulls á þvi sem þar er aö gerast. Gf lýsa ætti ástandinu meö einu oröi, held ég aö ekki sé annaö hægt aö segja en aö þaö sé ruglingslegt, og þaö mjög svo á köfiuin. Þaö sem veröur þvi skrifaö um þessa ferö, er engin úttekt né greining á irönsku þjóö- féiagi, heldur einungis frásögn af þvi hvernig ég uppliföi þessa daga sem venjulegur Evrópubúi. A þessari stundu segi ég þaö eitt, aö þaö var alls ekki eins og ég hafði Imyndaö mér, né eins og fólk Imyndar sér almennt. 1 þessum fyrsta hluta veröur sagt frá þvi hvernig tókst aö fá vegabréfsáritun til tran, sem var ekki svo auövelt, og feröinni á áfangastaö. „Þaö má reikna meö aö þetta taki þrjár vikur”. Eitthvaö á þessa leiö, mæltist starfsmanni islenska utanrikisráöuneytisins, þegar undirritaöur lagöi þar inn vegabréf sitt þann 29. febrúar siöastliöinn. Daginn áöur haföi veriö tekin sú ákvöröun, aö láta fgamlan draum rætast, nefnilega aö fara til Iran í ; 4 sumarfri. Til þess aö komast þangaö, þurfa Islendingar vegabréfsáritun, og hefur utanrlkisráöuneytiö milii göngu um aö senda vegabréfiö til London til réttra aöila. hálfum mánuöi liönum „Blaðamenn fara ekki til Iran í sumarfrí!" ■ ' • fyrir brott- för, > ef hitt barst svar frá iranska sendiráö- inu I London, þar sem beöiö var um nafn blaösins, sem umsækj- andinn vinnur viö. Ennfremur voru send ný umsóknareyöublöö, merkt sendiráöi Islamska lýö- veldisins Iran, en hér heima haföi utanrikisráöuneytiö aöeins eyöu- blöö frá hinu keisaralega sendi- ráöi. Aö undanskildum hausnum voru þessi eyöublöö hins vegar \ svo til alveg þau sömu. 4 Þau voru útfyllt og \ send samdægurs til London, ásamt öörum nauösyn- legum upplýsingum, en þá þegar var oröiö ljóst, aö vega- bréfiö næöi ekki til Islands á tilsettum tima, þvi brottför var fyrirhuguö þann 1. aprfl og erfitt aö breyta þvi. Þaö var þvi ekki um annað að ræöa, en aö láta gera nýtt vega- bréf, sem hægt væri að leysa út daginn skyldi ekki koma á íilsettum tima. Þaö fór auövitaö svo, aö vega- bréfiö lét ekki sjá sig, og þegar þetta er skrifaö, fyrstu vikuna I maí, er þaö enn I London. Þaö sem meira er, þeir i iranska sendiráöinu þar neita alveg aö kannast nokkuö viö þaö, þrátt fyrir itrekuö tilmæli Islenska sendiráösins þar I borg um aö endursenda þaö. Gangan mikla Fyrsti viökomustaöur I sumar- leyfinu var Paris, þar sem reyna átti aö herja vegabréfsáritun út úr iranska sendiráöinu. Þaö leit ekki glæsilega út, þegar þangað var komiö þann 1. april. Sendi- ráöið var lokaö, og opnaði ekki fyrr en 3. april, en Iranir voru um þær mundir aö halda upp á eins árs afmæli byltingarinnar, eða eitthvað i þá veru. Þaö var þvi ekki um annað aö ræöa, en aö biöa spenntur eftir fimmtudegin- um 3. april, og leist mér ekki meira en svo á, aö mér tækist að koma i gegn á tveim, þrem dög- um i Paris, sem ekki haföi tekist á rúmum mánuöi i London, og láta allar áætlanir standast, en sam- kvæmt þeim átti ég aö fljúga austur á bóginn þriðjudaginn 7. april. Fimmtudagurinn rann upp. Þegar ég kom að ræöismanns- skrifstofunni um tiuleytiö, haföi þegar myndast töluverö biöröð þar fyrir utan. Fengu menn númer og þurftu aö gjöra svo vel aö biöa á gangstéttinni eftir þvi aö þeim yröi hleypt inn i bygging- una, og einungis nokkrum i senn. Var það sjálfsagt gert af öryggis- _ástæöum. Jafnframt þvi stóöu þarna vörö þrir eða fjórir tvopnaöir franskir lög- Lregluþjónar og fleiri höföust viö i rútu fyrir framan sendi- ^ráöið sjálft, sem er i næstu götu. Þegar inn kom voru mér fengin umsóknareyöu- blöö. Aö þeim útfylltum var | ég siöan sendur meö þau i sendi- ráöiö, þar sem L mér var visaö á blaöamanna- deildina. Þar voru fyrir tvær konur, önnur frönsk, en hin irönsk og var þaösú iranska sem haföi orö fyrir þeim. Ég bar upp erindi mitt og afhenti vegabréfið og eyöublööin. Var ég þá spuröur aö þvi, hvort ég heföi meömæla- bréf frá blaöinu sem ég starfa viö, og kvaö ég nei viö. Þá hugsaöi sú iranska sig um i dálitinn tima, og sagöi siöan: Þvi miöur, án þessa bréfs höfum viö ekki leyfi til aö gefa blaöamönnum vegabréfs- áritun. Ég var ekki alveg á þvi aö samþykkja þessi málalok, og visaöi til þess, aö Iranska sendi- ráöiö I London heföi ekki fariö fram á slikt. Þá var mér svaraö, aö þaö heföi sinar starfsreglur, sem ekki væru endilega þær sömu og sendiráösins I Paris. Ég visaöi þá til þess, aö ég haföi hringt frá Islandi til Parisar, þegar sýnt var, aö gamla vegabréfiö yröi ekki komiö i tæka tiö frá London, og hafi mér verið svaraö, aö ég ætti aö geta fengiö vegabréfs- áritun án teljandi vandræöa, og ekkert hafi veriö minnst á bréf frá ritstjórum blaösins. En hún var óhagganleg: An bréfsins, engin vegabréfsáritun sem blaða- maöur. Ég lýsti yfir óánægju minni meö þessi úrslit, og spuröi hvort ekki væri möguleiki á þvi aö fá þá bara áritun sem feröamaöur og veröa þannig af möguleikanum á aö hafa aögang aö ráöamönnum landsins. Ekki tók konan liklega i þaö: Þaö er ekki ætlast til aö blaöamenn fari til tran i sumar- fri, eins og ástandiö er núna, sagöi hún. Hún sagöi þó, aö ég skyldi reyna og benti mér á ákveðinn mann á ræöismanns- skrifstofunni. Ég arkaöi þvi þangaö aftur og var heppinn, engin biöröð fyrir utan. Umræddur maöur skoðaöi vegabréf mitt og visaði mér aftur á sendiráöið og sagöi r.iér aö tala viö ritara sendiherrans, en gaf ekkert út á þaö, hvort ég fengi áritunina. Myndir á veggjum Ritari sendiherrans var forkunnarfögur ung kona og vis- aöi hún mer til sætis i ofur þægi- legum stól. Ég bar upp erindi mitt i fjórða skiptiö þennan morgun og vissi aö þetta væri úrslitaatrenn- an, þvi hvaö segir ekki málshátt- urinn. Konan leit á vegabréfiö og sagöi eins og hin konan: Þvi miöur, ekki er ætlasttilþess aö blaöamenn fari i sumarfri til tran, eins og ástandiö er þar nú. Þú varöur bara aö fara þangaö seinna. Nú voru góö ráö dýr. Ég lýsti enn á ný fyrir furöu minni á þessari ákvöröun þeirra, mig hafi dreymt um þaö I fimm ár aö fara til íran, en aldrei haft efni á þvi fyrr en nú. Það sé ekki mér aö kenna þó aö i millitiöinni hafi haröstjórn keisarans veriö steypt og ég gerst blaöamaður. Þaö hafi auðvitaö hlotiö aö koma aö þvi, aö þjóöin geröi byltingu gegn keisar- anum, en þaö aö ég hafi gerst blaöamaður, einmitt á þessum óróatimum hjá þeim, sé hrein tilviljun. Mér fyndist þvi óréttlátt aö gjalda fyrir þaö, aö tilheyra COULEURS F.T LUMIF.RE DE I R AMí'eS ~4>\ V'...2 75-paris /V r vR<S>\ Place de la Concorde [ / > la Rue Royale et la Madcleine j ^ 10/6296 \ /. r £ \/ cb—si A O’w %£La. i ívt ^JLL o/ILs s. -VlAvi ^ A £ ’ . 91 r * '-xj Q W# 0C. 5 3 \e «3 te. % þ- h 79 \-cÁjíU ta y y ! /* ' <V JcA-xJ-JxS-í A > lcr\ • u ✓• , / * ju-SW* , <- - y • \ /v W. r~C\A. tj/L _ v Á n ð t u í ✓n s " I !•' Vl N 1 LjSiS' 1 /L{ c--« ÁÍl SýLC- IP0CT C#A0 orv^--------^ l » 0) ---c— --V—, l \%4 íu- p.o'y' i u k SALAÍ.IANCA.- 5 Torre del aire Tour de l'Air The Tower in the air nifi'c^o e» P" Þessi póstkort fékk Helgarpósturlnn frá sérlegum útsendara á flakki hans milli Frakkiands, Irans og Spánar. Eins og sjá má taka kveöjurnar miö af rlkjandi aöstæöum hverju sinni.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.