Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 9
9 _Jie/garpásturinn. Föstudagur 9. maí 1980 ,,ÞvI þaö eru börnin sem skapa voriö hérna. Þegar ég var ungur drengur voru það farfuglarnir. Munurinn er raunar enginn, þvi allt um lifiö vitni ber”. VOR - EÐA HVAÐ? I merkri skáldsögu og ágætri setti Johan Borgen eitt sinn á talsveröar ræöu'r'um skap- geröareinkenni þess fólks sem byggir norðurhjara veraldar. Kom-þar meðal annars fram i máli einnar söguhetjunnar aö hún kvaö Suöur-Evrópumenn aldrei mundu skilja þaö fólk sem lyndiseinkunnir sinar ætti undir „nóttlausum voraldarver- öldum”, enda hlyti þaö fólk aö veröa i meiralagi kyndugt sem byggi hálft áriö i myrkri. hinn helminginn I samfelldri birtu. Sjálfsagt eru þessar vanga- ekkert vor en morguninn eflir er þaö allt i emu þarna. Svona var þaö i þaö minnsta hér um dag- inn. Skyndilega og eins og hendi væri veifað hafði vorgyðjan svifiö úr suörænum geim, og maöur var kominn meö ljóö þjóöskáldanna á tungu allt frá Steingrimi og Jónasi til Tóm- asar og Daviðs. Aþreifanlegast vormerkiö hér i þéttbýlinu er reyndar ekki veöurfarslegt. Vilborg Dag- bjartsdóttir orti einu sinni fallegt ljóö um litil börn meö skólatöskur sem kæmu meö Heimir Pálsson — Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónassori - Magnea J. Matthias- dóttlr— Páll Heiðar Jónsson— SteinunnSigurðardóttir — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Heimir Pálsson velturhjá Borgen aöeins angi af gamalli kenningu áhrif lofts- lags og staðhátta á lunderni þjóöa, og visast er þetta allt út i bláinn. En samt leita svona hugsanir býsna oft á mig og ekki sist þegar ég þykist allt I einu uppgötva aö undriö mikla hefur gerst. Þvi hvað sem líöur allri himintunglaspeki er ég viss um að voriö kemur á einum degi eöa einni nóttu. Aö kvöldi er haustiö. Allt I einu eru þessi börn sem komu meö haustiö I fyrra komin meö voriö i ár: Heilu borgarhverfin glymja af hávaöa þeirra við knattleiki og aörar fornar iþróttir svo sem teygjutvist. Þvi þaö eru börnin sem skapa vorið hérna. Þegar ég var ungur drengur voru þaö farfuglarnir. Munurinn raunar enginn er, þvi allt um lifiö vitni ber. En það eru ekki einasta börn- in sem breytast. Þaö birtir yfir svip hinna fullvöxnu lika. Jafn- vel þeir sem ekki togaöist á brosvipra allan veturinn eru nú orðnir hlæjandi út að eyrum. Og svo er eins og allt fari úr skorð- um: Rithöfundar taka sig saman og hlaupa eins og kálfar út um völlinn, ög áhorfendur vita varla hvort þeir eiga að hlæja eða gráta. Stjörnufræö- ingar gerast leikritaskáld og annaö þar fram eftir götunum. Já, svona er gaman á vorin og manngæskan alls ráöandi. Og þegar mér er fyrirskrifaö aö fylla hringboröiö, reynist mér næstum ógerningur að hugsa eina einustu alvarlega hugsun, þvi jafnvel hugur kennarans á dapurlegasta tima ársins, prófatíma, verður ábyrgöarlaus eins og rithöfundar og kálfar. Það sem ég kemst næst alvöru- hugsun er aö rifja upp tillögu sem Sverrir Hólmarsson flutti eitt sinn i útvarp og var eitthvaö á þessa leiö: Fridagar á Islandi eru aö visu býsna margir og fjölbreytilegir. En þeir vilja nýtast illa, þvi veöriö :hefur ákvebna tilhneig- ingu til aö veröa vont á fridög- um. Væri þvl ekki ráö aö fela nú forseta landsins aö stjórna fri- dögum — og haga þeim eftif veðurútliti. Forsetinn-gengi ein- faldlega út á hlað og liti til veöurs. Væri sólfar I lofti og út- litiö gott segöi hann sem svo: Nú er veður til aö halda jól. Nú gef ég þjóö minni jólafri. Mér vitanlega hefur enginn oröiö til aö halda þessari ágætu tillögu Sverris aö makleikum á loft. Mér þykir þvi full ástæöa til aö minna á hana nú þegar flutn- ingsmaðurinn hefur greiöan aö- gang aö löggjafanum og for- setakjör er fyrir dyrum. En rétt i skrifuöum oröum er ég óþyrmilega minntur á að ég bý á Islandi. Þvi einmitt i miöj- um vorgáskanum og gleðinni yfir birtunni — þá fer aö snjóa! Kannski ég verði þá eftir allt saman aö fara aö hugsa alvar- lega um rithöfunda og kálfa? Ég held ég hlifi lesendum Helgar- póstsins viö þvi sem þá færi á blað. 1 von um bjarta tiö og blóm i haga.... VETTVANGUR Árni Björnsson: NÖLDUR III meðferð Þaö er meö þvi hallærislegra sem maöur gerir . aö birta leiö- réttingar viömeðferöeigin texta i blööum. Oftast bitur maöur á jaxlinn og lætur vera. En eim- hvern timann springur blaöran. Með pistli minum fyrir viku er birt teikning af Jóhannesi Brahms á efri árum, en undir henni stendur: „Hamborgarinn Brahms um þaö leyti sem hann iauk viö Sálumessuna.” I pistli mlnum stóö lika jafnskýrum stöfum, aö Brahms heföi ekki verið nema hálffertugur, þegar hann lauk þessu verki. Eftir myndinni að dæma heföi hann þvi elst furöufljótt. Máliö er þannig vaxiö, að undirritaöur kom meö fjórar myndir með pistlinum meö Sálu- messu Brahms og myndatexta með hverri og einni. Myndtext- arnir voru eftirfarandi: 1. Hamborgarinn Brahms um þaö leyti sem hann lauk viö Sálu- messuna, 2. Vinaröldungurinn Brahms með tónsprotann, 3. Marteinn H. Friðriksson, 4. Sir Charles Groves. Vel var mér ljóst að varlayrði rúm tilaö birta allar fjórar myndimar. En ég gleymdi þvi, sem ég átti þó aö vita, að á dagblöðum og vikublööum er yfirleitt ekkert eftirlit haft meö þvi, aö samræmi sé milli mynda og efnis. Maöur veröur helst ab standa sjálfur yfir þessu alla leiö inn I pressuna. Mér er án efa kunnugra en mörgum öörum, að flest blööin eru of fáliöuö og vinnuaðstaöan of aðkreppt til þess aö unnt sé aö fylgja þess konar hlutum eftir sem skyldi. En þaö hvarflar oft aö, hvort maöur eigi nokkuö ab láta hafa sig I þaö aö setja efni I blöö, sem ekki hafa tök á aö tryggja rétta birtingu þess. Sumir eru viðkvæmir undir meöhöndlun afkvæma sinna. Annaö hleypti svartagalli út I blóðið. Kafli 1 pistlinum fjallaöi um hraklega framkomu viö æfingastjóra. Ég velti þvl lengi fyrir mér, hvort millifyrirsögnin skyldi vera meö bókstöfum „hundraðogellefu meöferö” eöa tölustöfum. Aö lokum fannst mér tölustafirnir • sniðugri: III meðferö. En þá þurfti einhver i prentsmiðljunni eða á ritstjórn- inni aö hafa vit fyrir mér, og i blaöinu stóö „111 meöferð”. Og mér fannst hún ill. Ég ætla bara aö vona, aö sá til- geröarlegi samtitill Eyrna lyst, sem ég tók reyndar úr þýöingu Jóns Þorlákssonar á Paradisar- missi Miltons veröi ekki látinn fylgja þessum pistli, sem alls ekki fjallar um eyrna lyst. Þaö kom nefnileg fyrir i haust, aö ég beitti honum eitt sinn I handriti I Sansa lyst.af þvi að ég fór heyrnarlaus á tónleika til þess þó, aö sjá og skynja mikinn fiðlara sem mig haföi áratugum saman langaö aö hafa i návigi. En þeirri breytingu var ekki sinnt af Helgarpósti. Meira raus tJr þvi ég er byrjaður aö nöldra og kemst ekki strax aftur i gott skap, er best aö nota tækifæriö og skipta sér af fleiri hlutum. Siguröur nokkur Svavarsson skrifar um smalastúlkuna, og varla eru vitleysur hans setjurum aö kenna. Nálægt upphafi segir- hann, aö miklar vonir hafi veriö bundnar viö Sigurö málara af samtið hans. Þaö er stórt orö Hákot. „Samtiöin” hafði enn minni skilning á Siguröi en Jóni Sigurðssyni, og var þar þó van- þörf. Þegar Ihalds- og krataaum- ingjar i dag segja, aö „öll þjóöin” hafi staöiö að baki Jóni Sigurðs- syni, þá ljúga þeirmeira en aum- lega. Þaö voru fáir ágætismenn eins og til dæmis Jónarnir þrir, Arna- son, Guömundsson og Sigurösson, sem kunnu að meta Sigurö málara. Og ég veit, aö „samtfö” Þorgeirs Þorgeirssonar heföi ekki haft meira álit á honum en „samtiö” Siguröar málara. Þaö voru bara einstaka ágætismenn eins og ég. Og sem betur fer er Þorgeir ekki dauður enn. — oOo — Ath.: Helgarpósturinn biöur ágætan greinahcfund sinn og þá jafnframt lesendur auömjúklega afsökunar á þessum mistökum. „Ætli ég sé ekki sambland af islending og Palestinumanni. Ég er fæddur og uppalinn i Jerúsal- em, en sföustu fjórtán árin hef ég búið á tslandi og er orðinn islenskur rikisborgari. Rætur mínar liggja þvi i Palestinu, en hugsanagangur minn í dag svipar þó til rikjandi þankagangs hér á islandi.” Það er Allan Jamil Shwaiki 36 ára „isienskur paiestinumaður” sem þessi orð mælir. Hann kom i heimsókn til isiands árið 1966 og sú heimsókn stendur ennþá yfir. Strax ári eftir islandskomuna kvæntist hanif Islenskri stúiku, Siguriaugu Asgeirsdóttur úr Hafnarfirði. Þau eiga nú 3 börn — Asgeir Jamil 10 ára, Diönu 8 ára og Hildu 7 ára. Nú gengur Sigur- laug mcð fjórða barn þeirra. En hvers vegna dettur Pale- stinumanni það i hug, aö heim- sækja Island? Allan svar- ar þvi: „Ég var I háskóla i Sýr- landi á þessum árum, en vann i leyfum á hóteli i Jerúsalem. Þá kynntist ég nokkrum Islendingum sem voru þar á ferðalagi. Þeir hvöttu mig ein- dregið til að koma til íslands og ég lét veröa af því eins fljótt og ég gat. Þegar ég kom hingaö i októ- ber 1966, þá hitti ég þetta fólk og það hjálpaði mér á allan hátt. Ot- vegaði mér vinnu, húsnæöi og fleira. Það var þó aldrei ætlun min að flytjast hingað, en örlögin gripu þar i taumana. Ég kynntist Sillu, varðástfanginn og hef veriö hér síðan.” Allan talar islenskuna allvel, en þó með talsverðum hreim. Ilann segir aö það sæki sifellt að honum heimþrá og þótt hann hafi alltaf við og viö farið á sínar æskuslóöir — til Jerúsalem — þá langi hann til aö fara utan fljótlega aftur með fjölskylduna. „Ég vil gjarn- an fara út og kannski dvelja þar i eins og eitt ár og koma svo aftur til Islands,” segir hann. //Sýður uppúr" Allan bjó á sinum tima I jórd- „A minu heimili rikir fullt jafnrétti kynjanna” segir Allan Jamil „iSRAELSMENN MISSA TÖKIN FYRR EN SIÐAR" SEGIR ALLAN JAMIL SHWAIKI ÍSLENSKUR PALESTÍNUMAÐUR anska-hluta Jerúsalem og var brottfluttur, þegar striðiö braust út 1967. Eins og mönnum er kunnugt er Jerúsalem nú undir stjórn Israelsmanna. „Astandiö i Jerúsalem og á herteknu svæöun- um I Palestinu er allt annaö en gott, segir Allan. „Þegar ég hef fariö i heimsóknir, þá finn ég þaö á minu fólki, að það er óánægt. Gyðingarnir kúga Palestinumenn á allra handa máta og ég finn þaö á minu fólki, aö mikil biturö og reiöi rikir I garö Gyöinga. Ég ótt- ast að upp úr sjóði fyrr en siðar.” Allan segist sjálfur hafa verið nokkuð áhugasamur i pólitik á yngri árum, þegar hann var I há- skóla. „Eg var i kringum 1960 félagi i róttækri trúarhreyfingu Palestinumanna, sem nefndist Hisb A1 Tahrir. Þetta var og er leynihreyfing sem stefnir aö byltingu og er stranglega bönnuö i dag. Þaö var mikiö leynimakk i kringum þetta allt saman og okk- ur var sagt að leiðtogi hreyf- ingarinnar dveldist einhvers staöar I Indlandi eöa Persiu. Ég missti þó fljótlega áhugann á þessu og hætti i hreyfingunni eftir þrjá mánuöi. Siöan hef ég ekki skipt mér af pólitik”. Allan er mjög orðvar, þegar hann ræöir málefni Palestinu- manna og Israelsmanna og vill greinilega ekki of mikiö um þau mál ræöa. Hann kveður þessi mál mjög viðkvæm og þó hann sé i dag islenskur rlkisborgari, þá geti hann ekki talað opinskatt um alla samskiptaörðugleikana milli Gyðinga og Palestinumanna. Hann vill t.a.m. lltiö tjá sig um skæruliðastarfsemi PLO manna og segist enga skoðun hafa á þeirri hreyfingu. „Arafat var ekki kominn til skjalanna, þegar ég fór frá Jerúsalem,” segir hann. „Þó held ég að hann og fylgismenn hans njóti talsverös stuðnings meðal Palestinu- manna. Allan nefnir, að Palestinumenn telji þaö aöeins timaspursmál hvenær Jerúsalem verði aftur þeirra. Þaö tryöi enginn á ævar- andi völd gyðinga i borginni helgu — Jerúsalem. „Þetta hefur veriö þannig frá örófi alda. Einn stjórn- andi i dag, annar á morgun. Þaö er svo mikil andstaöan gegn Israelsmönnum, aö þeir hljóta aö missa tökin á þessu fyrr en siöar”. Allan er meö bflabjörgun hér á landi. Hann er meö einskonar kranaþjónustu upp viö Rauöa- vatn og þar rífur hann i sundur gamla bfla og selur úr þeim nýti-‘ lega hluti. Allan býr einnig meö fjölskyldu sinni þarna uppfrá og nefnir bæ sinn Rauðahvamm. Þaö hefur ekki gengið snuröu- laust fyrir hann, aö fá vegabréfs- áritun til Jerúsalem, eftir aö Israelsmenn tóku þar yfir. Hann segir umsóknir sinar hafa þvælst i kerfinu lengi og loks veriö af- greiddar eftir dúk og disk og heföu þá veriö allt annað en ódýr- ar. „Þetta hefur þó breyst tals- vert, eftir að ég varð íslenskur rikisborgari. Sem Palestinumað- ur gekk það erfiðlega fyrir mig að fá leyfi til að heimsækja heima- land mitt, en sem Islendingur er það litið vandamál. Svona er þetta nú öfugsnúið. Innfæddir Palestinumenn eru tortryggöir á allan hátt, en.eriendir túristar geta erfiöleikalitið fengið að heimsækja Jerúsalem. Svona á- stand geta þjóðhollir Palestinu- menn ekki þolað til lengdar.” Allan er ekki sá eini á Islandi, sem hefur komið frá Austurlönd- um nær. „Það voru hér á landi um 20 einstaklingar frá, Sýrlandi, Egyptalandi, Líbanon og löndun- um þar um kring. Nú eru þeir flestir farnir til Sviþjóöar og hér á landi eru núna aðeins þrlr eöa fjórir”. Múhameðstrúar — Hvernig finnst þér nú þitt nýja heimaland — Island — i samanburði við fæðingarstað þinn? „Þetta eru auðvitað algjörlega tveir ólikir heimar. Menningin er allt önnur hér á Vesturlöndum og afstaða fólks til tilverunnar ööru- visi. Mér fellur vel við íslendinga. Þeíta er gott fólk og vingjarnlegt sem fljótlegt er að kynnast. Hins vegar mætti veðrið vera betra hér á landi.” Þess má geta, að Allan og öll fjölskylda hans er Múhameöstrú- ar. Viö spyrjum hann hvort fariö væri nákvæmlega eftir Kóranin- um á heimili hans. „Já viö reyn- um það,” svarar hann. „Viö drekkum ekki áfenga drykki og heiörum lögmálið. Ég vil hins vegar taka það fram, vegna um- ræöna I sambandi við stööu kon- unnar hjá múhameðstrúarmönn- um, aö þaö er alrangt aö lögmáliö sem slikt setji konuna undir vald karlmannsins. Það er seinni tima þjóöfélagstúlkun i ýmsum lönd- um múhameöstrúarmanna. A.m.k. er fullt jafnrétti hér á þessu heimili,” sagði Allan Jamil Shwaiki, islenskur Palestinumaö- ur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.