Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 9. maí 1980 -/?S^ðrpOS/L/r/r?/T_ JAMES CHANCE OG CONTORTIONS A siöustu fimm árum hefur átt sér stað mikil endursköpun innan rokktónlistarinnar og hefur á ■ þessum tima komið fram ný kynslóð, sem blásið hefur nýju lifi i það tónlistar- form, sem margir töldu þá staðnað og úr sér gengið. Samfara þessari nýju kynslóð varö til það fyrirbæri, sem nefnt hefur verið pönk. Hugmynda- fræðilegur grunnur pönksins er i raun einn og hinn sami, þótt afsprengi hans birtist i all ólikum myndum, sem stað- bundin og einangruð fyrirbæri. Þannig hefur þessi nýja byigja eðlilega haft pólitiskara inntak t.d. á N—Irlandi og á Englandi, heldur en i Bandarikjunum, Hvað Bandarikin snertir þá er New York ein helsta uppspretta og athvarf hinna byltingar- kenndu og framsæknu hug- mynda pönkkynslóðarinnar. I New York er rokktónlist i dag, sem áður á uppgangstimum, mjög samofin öðrum list- greinum og er heimur „under- ground”—lista nánast ein heild, þar sem galleriin eru jafnframt miðstöð tónlistarinnar. Vissu- lega býður borgin upp á smærri staði og klúbba, þar sem tón- listin situr i fyrirrúmi. Má nefna, að á Manhattan er að finna fjölda smáklúbba, sem jafnvel eru staðsettir undir hanabjálkum (loft—house ) i hrörlegri hverfunum, þar sem tilraunir rokksins og jafnframt jazzins eiga sér stað Talað er um tvær bylgjur tón- listarmanna pönksins i New York og kom sú hin fyrri upp um miðbik siðasta áratugs, með Television, Talking Heads og Patti Smith, sem sina merkustu fulltrúa. Sú tónlist, sem þessir tónlistarmenn fluttu byggði á rokktónlist 7. áratugsins, en hljómar engu að siður mjög frábrugðin. Svo vitnað sé i orð blaðamannsins Rhys Char- tman: „Þetta er sama tónlistin og bó ekki- Hún er einhvern veginn áttund hærri en áratug hærri.” Rúmlega ári siðar kom enn fram ný bylgja tónlistar- manna sem gengu skrefi lengra. Teenage Jesus and the Jerks Ein fyrsta hljómsveitin, sem opinberaöi seinni bylgju pönktónlistarinnar i New York, var hljómsveitin Teenage Jesus and the Jerks. Hljóm- sveitin kom fram árið 1977 og snérist að miklu i kringum söngkonuna og gitarleikarann Lydiu Lunch, sem þá var aðeins 17 ára táningur. En auk hennar skipuðu hljómsveitina: saxa- fónleikarinn James Chance, bassaleikarinn Reck og Bradly Field, sem lék á tvær sneril- trommur og symbal. Hljómsveitin vakti þegar mikla furðu og hrifningu fólks, þar sem tónlist hennar var óvenju einföld og „ómúsikölsk”, en sameinaði þó á krafmikinn hátt i raun allt það sem rokktónlist er tákn fyrir. Lék hljómsveitin sama einfalda hljómfallið, nema saxafónleikarinn James Chance spann utan um það með afar sérstæðum blæstri, nokkuð, sem minnti helzt á hljóbfæraleik „frjálsu” jazzleikaranna, sem kenndir voru við hinn svo- kallaða „loft—house jazz” i New York. Þannig má lita á Teenage Jesus and the Jerks og þær hljómsveitir, sem fylgdu i kjölfar hennar, sem eins konar James Chance — James White rokkútgáfur á tilraunum „loft—house” jazzistanna. James Chance hætti þó iljótlega i Teenage Jesus and the Jerks og stofnaði hljómsveitina Gontortions, sem hleypti enn frekar nýju lifi i rokktónlistina og þróaði þær hugmyndir, sem markaðar voru með samstarfi hans og Lydiu Lunch. Contortions 1 fyrstu útgáfu Contortions var samankominn, fljótt á litið, 'all ófrýnilegur hópur tónlistar- manna. Bassaleikarinn var japanskur og vægast sagt mjög dularfullur, á gitar lék risa- vaxinn sláni, James Nares, Pat Place lék einnig á gitar og á orgel lék Adele Bertei. James Chance sjálfur lék á saxafón og söng, auk þess sem hann á stundum gékk um á meðal áheyrenda, sem hann barði svo þeir „vöknuðu”. Tónlistin, sem Contortions fluttu, og gera reyndar enn, byggir á sömu hefðum og Teenage Jesus and the Jerks gerðu i upphafi, með .samspili ákveðins hljómfalls við frjálsan saxafónleik James Chance. Tónlist og framkoma Contortions kallar óneitanlega fram vissa tilhneigingu til að dansa eða cil ofbeldis. Ymsir 'hafa þvi orðið til að likja Contortions við reglulegan sirkus. // Buy — the Contortions" Engar hljóðritanir eru að finna á plötum með hinum upprunalegu Contortions. Sama James Chance — einhver barið á móti. má segja um feril James Chance fram til þess tima, þá bæði með Lydiu Lunch og einnig er hann lék með ýmsum ónafn- greindum ,,rythm& blues” hljómsveitum auk hinna frjálsu jazz hljómsveita. Arið 1978 fékk Brian Eno þaö verkefni aö stjórna upptökum með nokkrum af helztu hljómsveitum þessarar nýju kynslóðar rokktón- listarinnar i New York. Sama ár kom út platan ,,NO NEW YORK”, sem hefur að geyma nokkur lög með fjórum þessara hljómsveita og er ein þeirra Contortions. Eitt laga Contortions á „NO NEWYORK’,’ I canfr stand myself”, er eftir „soul” — söngvarann James Brown, sem er kannski einhver helsti áhrifavaldur i tónlist James Chance. Sláandi dæmi um áhrif James Browns, sem fyrirmyndir i tónlist James Chance en fyrsta eiginlega plata hans „Off White”. Á þessari plötu kemur James Chance fram undir nafninu James White og hljómsveit hans sem The Blacks. Allir þessir titlar, auk tónlistarinnar sjálfrar, gefa ákveðna visbendingu um tón- listarlega fyrimynd James Chance og rætur hans i svartri tónlist. James White — James Brown Nýjasta plata James Chance og fyrsta plata Contortions „Buy — the Contortions” kom út seint á siðast ári. Miklar „Buy — the Contortions” sviptingar innan hljóm- sveitarinnar fylgdu gerð plötunnar og eru James White Chance ) og • Anya Phillips einu meðiimir Contortions, sem nefndir eru á albúmi plötunnar. Aðrir voru „reknir” áður en platan var hljóðblönduð og gefin út. „Buy—the Contortions” er tvimælalaust besta plata James Chance og sýnir að hann hefur tekið út mikinn tónlistarlegan þroska frá hljóðritunum Contortions á ,,No New York”. Hióðfæraleikur byggir ekki lengur á samspil saxafónsins við þungt og ákveðið hljómfall heldur myndar hann samstæða heild. Fleiri hljóðfæri hafa fengið annað hlutverk og meira en eingöngu að stýra hljómfall- inu. Þó má greina leifar fyrri útsetninga, likt og lagið „Anesthetic”. Albúm plötunnar (stoltur og hrokafullur „masokisti” á sundurtættum bikini) visar til innihalds plötunnar. Tónlist og textar James Chance hvetur til ákveðinnar tegundar ofbeldis, sem réttlætir barsmiðar i báöar áttir — að berja og vera barinn. Sliku gefa besta visbendingu heiti laganna á plötunni s.s. „Design to Kill, I Don’t Want To Be Happy, Contort Yourself, Throw Me Away, Bedroom Athlete,” o.s.frv. Vissulega hefur tónlist og hugmyndafræði James Chance vakið upp tvö andstæð og i raun ósættanleg sjónarmið og eru þeir færri sem túlka tónlist hans, sem umfjöllun og leið út úr vandamálum einstaklingsins i samfélagi stórborgarinnar i dag. Spurningin er aðeins: Hvað gerist á morgun? TIÐINDIARS/NSP GRÍMNIR. Rit um nafnfræði. Útg. örnefnastofnun Þjóðminja- safns. Ritstj. Þórhallur Vil- mundarson. 1. árg. 1980. Þótt liðinn sé fullur þriðjungur ársins 1980, er það sá þriðjungur- inn sem að jafnaði er heldur tið- indasnauður um bókaútgáfu. Samt kæmi mér það satt að segja mjög á óvart ef annar atburður gerðist á árinu á vettvangi is- lenskra fræða sem jafnmiklum tiðindum sætti og þessi: að Þór- hallur Vilmundarson er farinn að gefa út örnefnaskýringar sinar i ársriti. Náttúrunafnakenning Þórhalls Vilmundarsonar er komin á það sem hjá mannfólkinu kallast fermingaraldur, og hefur þann tima allan verið umrædd og um- deild, jafnt meðal leikra sem lærðra, liklega er hún gleggsta dæmi siðari ára um það hve margir láta sig islensk fræði nokkru skipta. Nú eru skýringar Þórhalls helst kunnar af fyrir- lestrum hans sem flestir þekkja aöallega af afspurn. Hann hefur að visu birt á prenti nokkrar greinar um rannsóknir sinar, en þær eru á víð og dreif i safnritum og gera aöeins fáum nöfnum skil, svo aö það er mikill munur fyrir áhugamenn — bæði fylgismenn og andstæðinga náttúrunafna- kenningarinnar — að fá rit það sem hér hefur söngu sina. GRIMNIR á að koma út sem næst árlega. Útgáfan er á vegum örnefnastofnunar Þjóðminja- safns sem dreifir ritinu, bæöi til áskrifenda og annarra (það fæst vist ekki i bókabúðum). Ritstjór- inn, Þórhallur Vilmundarson, sem er forstöðumaður örnefna- stofnunar, skrifar ritið allt, en fjallar um fjölbreytileg efni. Tvær greinar ritar Þórhallur mjög forvitnilegar og rækilegar um einstök örnefni, Helkundu- heiöi og Sængurfoss, þær eru áþekkar greinum sem hann hefur fyrr birt um einstök nöfn eða nafnflokka (Helkunduheiði reyn- ist, svo ótrúlega sem það hljóðar, tengjast nokkuð úrbreiddum ör- nefnaflokki), niðurstöður óvæntar, langt sóttar má segja, en studdar mjög viötækum rök- um. Þá er greinin „Nýnefni og ör- nefnavernd á Islandi”, sem kemur ekkert við upprunaskýr- ingum örnefna, heldur er þar fjallað m.a. um örnefnanefnd, um breytingar bæjanafna á 20. öld, um götunöfn í kaupstöðum o.fl. Stutt frásögn er birt um starf- semi örnefnastofnunar allt frá upphafi hennar 1969. Þar er m.a. visaö á greinar Þórhalls um ör- nefnaskýringar, og er go'tt að hafa þá skrá á einum stað. Fram kemur að stofnunin vinnur geysi- mikið starf að söfnun og skipu- legri skráningu islenskra ör- nefna, sem er að sjálfsögðu afrek i islenskum þjóðfræðum, alls óháö kenningum Þórhalls um uppruna örnefna. Þá er ónefndur meginhluti GRIMNIS, bæði að lengd (nær 90 af um 140 sfðum) og mikilvægi, sem nefnist „Safn til ISLENSKRAR ÖRNEFNA- BÓKAR, 1”,. Mun ráðgert að framhald af þessu safni verði áfram meginefni GRIMNIS. Það er með orðabókar- eða lexikon- sniði, stuttar greinar um einstök örnefni, raðað i starfrófsröö og visað á milli eftir hentugleikum. Þórhallur Vilmundarson — ,,nú væri fróðiegt að sjá hvernig hann myndi setja ( náttúrunafna) kenninguna fram i ljósi þeirra miklu rannsókna sem hann hefur síðan gert”, segir Helgi Skúli m.a. í umsögn sinni. (Hér er t.d. byrjað á Auðsstöðum og endað á Þorskafirði, þannig munu væntanlega siðari hlutar örnefnabókarinnar einnig dreif- ast á allt stafrófið,en lyklar og millivisanir fylgja um það sem áður er komið.) Hér birtast nærri 70 uppsláttar- greinar, en sumar þeirra fjalla um marga staði samnefnda eða þvi nær (t.d. Torfa- og Torfu- staðir.alls 12 bæir). Mest er um bæjanöfn, einnig ár, fjöll, firði og önnur meiri háttar landslags- fyrirbæri, og lika koma við sögu heiti á hinu smærra i landslaginu, pollum, klettum, rimum og dæld- um, bæöi sem uppflettiorð (sjá Kein) og i tengslum við önnur nöfn. Sumt af þessu er hvergi á prentuðum kortum heldur sótt i hin miklu og fróðlegu söfn örnefnastofnunar. Heimildir um hvert örnefni eru vandlega tiundaðar, t.d. um mis- munandi rithátt að fornu, oft vitnað i staðháttalýsingar, prent- aðar eða úr safni stofnunarinnar, og siðan fjallað um merkingu eða uppruna nafnsins. Hér er mikið af þeim skýringum sem kunnar eru af fyrirlestrum Þórhalls, eða aðrar þeim likar, hann skýrir út frá staðháttum nöfn sem talin hafa verið dregin af manna- nöfnum, véfengir m.a. manna- nafnaskýringar sem stoð eiga i fornritum, og hann er djarfur að gera ráð fyrir afbökun nafna eöa rekja þau til glataðra orðmynda og merkinga. En hann dregur lika saman, þótt i stuttu máli sé, margvisleg rök fyrir skýringum sinum, samanburð við staðhætti og viö samhljóða, svipuð eða skyld nöfn annars staöar á land- inu og viða i grannlöndum. Þótt skýringar Þórhalls séu um sumt djarfar, er hann hér varfærinn að þvi leyti að hann reifar allviöa mismunandi skýringarkosti án þess að fullyrða hver sé hinn eini rétti. 1 þennan fyrsta hluta örnefna- bókar sinnar hefur Þórhallur valið skýringar af fjölbreyttum gerðum, flestar úr fyrirlestrum sinum, en þó nokkrar nýjar og nýstárlegar (sjá t.d. Birnings- staði, Bitruog Brjánslæk). Sumt af þvi sem mesta athygli vakti i fyrirlestrum hans á sinum tima, lætur hann samt biða, t.d. um- deildar orðsifjaskýringar hans á algengum nafnliðum eins og Þór-, Ing- o.fl., sem ekki verður fjallað um nema taka fyrir mörg nöfn i senn, kannski væri heppilegast að hann fjallaði um slika liði i sér- stökum greinum, en ekki aðeins undir einstökum nöfnum. Ósk- andi væri lika að GRIMNIR flytti i framtiðinni niðurstöður Þórhalls um alhæfingar þær og heimilda- fræðilegar ályktanir sem ör- nefnaskýringar hans gefa tilefni til. Menn tala um náttúrunafna- kenningu, en þekkja hana helst af fyrstu fyrirlestrum Þórhalls (eða sögusögnum af þeim); nú væri fróðlegt að sjá hvernig .hann myndi setja kenninguna fram i ljósi þeirra miklu rannsókna sem hann hefur siðan gert. GRIMNIR er einstaklega fall- egt rit og vandað að öllum bún- ingi. Það ber frá hve hugvitssam- lega og nosturslega Þórhallur notar myndefni til skýringar og yfirlits, ljósmyndir, búta af prentuðum kortum, einföld yfir- litskort, jafnvel teikningar úr gömlum bókum, og hefur á þvi margbreytilegt lag, svo sem að stilla hlið við hliö ljósmynd og korti eða nokkrum myndum eða kortum, þannig að röksemd hans verður ljós i einni sjónhending. ÍSLENSK KV/KMYNDAGERÐ í HEIMSFRÉTTUNUM Islenskri kvikmyndagerð er helguö ein siða I kvikmynda- timaritinu „Screen International”, í tilefni af kvik- myndahátiðinni I Cannes, sem stendur fyrir dyrum. Tlmaritiö rekur það helsta sem er að ger- ast I Islenskum kvikmynda- heimi. Þessi Islandssiða er undir „hausnum” „World News Desk”, þar sem sagt er frá kvikmyndamálum víðsvegar um heiminn. Höfundur er Jorn Rossing Jensen, og viröist hann skrifa um islensk kvikmynda- málefni af þekkingu Þá hefur höfundurinn það eftir heimsmetabók Guinnes, að islenska sjónvarpið sé það menningarlegasta i heimi. Astæðan er sú, aö þaö starfar ekki á fimmtudögum, og sendir aðeins út kl. 8—11 á kvöldin,. I framhaldi af þvi er haft eftir Jóni Ragnarssyni (Regnboginn, Háfnarbió), að þetta komi is- lenskum bióeigendum ákaflega vel, og jafnframt, að á Islandi sé aðeins ein sjónvarpsstöð. k t9 Bókmenntir eftir Helga Skúla Kjartansson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.