Helgarpósturinn - 09.05.1980, Side 15

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Side 15
15 —he/garpósturinn. Föstudagur 9. maí 1980 Borgin ryksuguð: vAIItaf nóg að gera á Hallærisplaninu’7 Hótel Borg f fararbroddi Föstudagur: Nýtt rokk og ýms góö tónlist, Óskar Karlsson kynnir. Laugardagur: Nýtt diskó, rokk o.fl. Jón Vigfússon kynnir. .... * i Sunnudagur: Gömludansahljómsveit Jóns Sigur&ssonar, söngkona Hjördis Geirs. Disa I hléum. Besta dansstemningin í borginni er á BORGINNI f /e/t að stórstjörnum Ris nýja TIvoli hér? Skemmtanahald í Hljómskálagarði og Laugardal ,,Ég leita nú meö logandi ljós- um að hæfiieikafólki, sem ég kem siöan á framfæri”, sagöi Eúnar Birgisson, ungur maður hér I borg, sem nýlega er farinn aö gera sig út sem umboösmann skemmtikrafta og hljóöfæraleik- ara. ,,Ég er þegar kominn meö nokkur nöfn á skra', en þaö hefur nú einu sinni verið svo hér á landi, að mjög þröngur hópur fólks hefur lagt það fyrir sig aö skemmta öörum meö glensi, grlni eða hljóöfæraleik, Þess vegna leita ég nú að óþekktum stjörn- um”. - Rúnar sagðist hafa ýmsar frumlegar hugmyndir um skemmtanahald i pokahorninu, en var ófáanlegur til aö lýsa þeim nákvæmlega. „Ég get þó sagt það, að ég mun efna til skemmt- ana- og dansleikjahalds viða i sumar og t.a.m. er ég i samstarfi við veitingastaðinn Artún og þar verður ýmislegt brallað á næstu mánuðum”. Og Rúnar bað okkur endilega að beina þvi til kvenna og karla, sem telja sig hafa eitthvað fram að færa, sem mögulega gæti komið fólki í gott skap, að hafa samband við sig i sima 23949. Þá er bara fyrir hæfileikafólkið hvar sem það felur sig, að lyfta tólinu og hringja og opinbera öll skemmtilegheitin. — GAS ,,Ég biö hæfileikarikt fólk aö hafa samband við mig”, sagöi Rúnar Birgisson umbo&smaöur. Hljómskáiagarðurinn og Laugardalurinn I Reykjavlk verða vettvangur skemmtana- halds og mannfagnaöa af ýmsu tagi nú I sumar. Eins og Helgar- pósturinn hefur áöur greint frá, hafa komið fram hugmyndir i þá átt, aö Hljómskálagaröurinn veröi betur nýttur, en verið hefur. Borgaryfirvöld hafa tekið þessum hugmyndum fagnandi og sett nefnd i málið (eins og stundum er gert). Þessi nefnd er eins konar undirnefnd þriggja nefnda borgarapparatsins, þ.e. Iþrótta- nefndar, æskulýösráös og um- hverfismálaráös. Elin Pálmadóttir er einn nefndarmaiina og hún sagði i samtali við Helgarpóstinn að verkefni þessarar nefndar væri að koma með tillögur að nýtingu útivistarsvæða i borginni. Væri nefndin að skila af sér um þessar mundir og tillögur nefndarinnar gengju m.a. i þá átt, að siðar I | sumar yrðu haldnar nokkurra daga útiskemmtanir i Hljóm- skálagarðinum og Laugardaln- um. Sagði Elin hugmyndina vera þá, að þessar skemmtanir yrðu skipulagðar á frjálsum grundvelli og i nánum tengslum við ýmis félög i nágrenni þessara staða. Það eru þeir Gestur ólafsson og Kristinn Ragnarsson, sem munu standa að baki þessara skemmt- ana i samráði við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök, eins og áður greindi. þegar Helgarpósturinn rabbaði við hann um pósthólf Reykvikinga. ,,Mér myndi t.d. sjálfum aldrei detta til hugar aö hafa hér pósthóif. Finnst þægi- legra a& fá póstinn minn borinn heim til min af bréfberanum.” Guðjón sagði, að alls væru 1444 pósthólf i pósthúsinu I Reykjavik og þau væru fullnýtt og meira að segja biðlistar eftir hólfúm. Fólk gæti náö i bréf sin frá klukkan hálf átta á morgnana fram til átta á kvöldin. ,,Hinu er svo ekki að leyna,” sagöi Guöjón,” að ! sum hólfin koma ekki mörg bréfin og þau getastaöiðauð svo dögum skiptir. Þannig læðist stundum að manni sá grunur, að þeim eigendum þyki það kannski aðallega fint að hafa pósthólf, fremur en að það sé til nokkurra þæginda.” — GAS. — segir Guðmundur Brynjólfsson, ; „ryksugustjóri” i Hver ekur eins og ljón meö a&ra hönd á stýri? Areiöanlega ekki Guömundur Brynjólfsson. Hann ekur löturhægt, svo hægt, aö jafn- vel gangandi fara frammúr honum. Hann ekur iika á ryk- sugu, svo þaö er engin fur&a. Nú standa yfir vorhreingern- inga,r hjá Reykjavikurborg. Hver gatan á fætur annarri er hreinsuð af sandi og drullu vetrarins, og til þess notaöar risaryksugur á bilum. Borgin á tvo slíka bila, og einstaklingb þrjá. Þeir hefja vinnu klukkan fjögur á nóttunni og vinna fram yfir hádegi. „Þessi tæki taka fullhlaðin um sjö tonn”, sagði Guðmundur i spjalli viðHelgarpóstinn. „Það er aöallega vatn og ryk, vegna þess aö ef rykið er þurrt er það vökvaö með sérstökum útbúnaði hér á binum, til þess aö þaö þeytist ekki upp.” Guðmundur sagði aðal anna- timann I þessu starfi vera á vorin, an annars væri svosem nóg aö gera. „Mi&bærinn er alltaf hreinsaður reglulega, jafnt sumar sem vetur”, sagði hann, „og það er alltaf nóg aö gera á Hallærisplaninu. Þar vantar ekki glerbrotin eða pappirsruslið.” — Er það ekki þolinmæðisverk að sitja og aka á svona litlum hraöa? , Jú, þvf er ekki hægt aö neita. En þetta er ágætt fyrir gamla karla eins og mig. Þetta er ekkert starf fyrir unga menn, langt I frá”. —GA „Aldrei myndi ég hafa pósthóif”, sagöi Gu&jón Sigurðsson yfirpóst- meistari I Reykjavik. „Ég get eiginlega ekki svaraö þvl hvers vegna menn hafa hér pósthólf. Þaö hljóta einhverjar ástæöur að liggja fyrir þvl, þótt ég komi ekki auga á þær,” sagöi Guöjón Sigurösson hjá póst- húsinu I Reykjavik Þaö eru fleiri sem vakna til lffsins viö sumarkomuna en golfmenn- irnir. A golfvellinum úti á Nesi, hefur tjaldurinn verpt nú þegar og krian er ekki langt undan. Gu&mundur fer fetiö en hir&ir i leiöinni óhreinindi af götunni. I interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akurqni TRYGGWABIUUT »4 PHONES 2171S 4 23515 Reykjavik SKEFAN 9 PHONES 31615 A 86915

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.