Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 9. maí 1980 JielgarpásturinrL viðtal: Jóhanna Þórhallsdóttir myndir: Friöþjófur „LEIKHUS ÞARF AÐ VERA LIFANDI” RÆTT VIÐ ÁRNA BLANDON LEIKARA Árna Blandon er margt til lista lagt. Hann var um tima i hljóm- sveitinni Tatarar, sem mörgum þótti á undan sfnum tima. t>ar samdi hann m.a. hiö Ijúfa lag Dimmar rósir. Einnig söng hann á Söngfuglaplöltunni meö Kristinu Lillendal og á plötunni Hattur og Fattur sem kom út núna um siöustu jól. Og snemma vaknaöi leikáhugi Árna. Hann var aöeins 11 ára þegar honum var „hrint” út i leiklistina. Þaö var einn af kennurum Árna sem tók hann traustataki og síöan þá má segja aö hann hafi leikiö lausum hala. Hann lék i Hárinu ásamt ýmsu áhugasömu fólki og i Sandkassanum sem Stefán Baldursson setti upp og i Kertalog eftir Jökul Jakobsson, svo aö nokkur dæmi séu nefnd. Nú stigur Arni sin fyrstu skref á stóra sviði Þjóðleikhússins i leik- ritinu Smalastúlkan og útlagarnir eftir Sigurö Guðmundsson, i leik- gerð Þorgeirs Þorgeirssonar. Leikstjórn er i höndum Þórhildar Þorleifsdóttur. Ég heimsótti Árna á heimili hans i Skerjafiröi, þar sem hann býr i kjallaraibúð ásamt konu sinni Guðbjörgu Þórisdóttur og börnum þeirra, Einari og Þóru Karitas. — Hvernig er þaö, varst þú ekki i sálfræði i Háskóla Islands ein- hvern tima? -Jú, ég tók fyrrihlutapróf i sál- fræði hér, þannig að ég er með B.A. próf i sálfræði. Ég hafði ailtaf áhuga á að samræma sál- fræðina og leiklistina. — Hvernig? — Þetta eru hvort tveggja fög er fást við tilfinningar mannsins, andlegu hliðina. Þó nær leiklistin yfir miklu viöara svið, þ.e.a.s. likamann lika. Ég hélt, að ef ég færi i sálfræði, gæti ég kynnt mér betur innviði mannssálarinnar og þá stæði ég betur að vigi i leiklist- inni. — Þú ferð siðan út i leiklistarnám i London? — Já, ég kom heim fyrir skömmu og var þá búinn að vera tvö ár i námi, i þessum svokölluðum klassisku skólum. Þar er leiklist tekin fyrir eins og hún hefur verið stunduð i gegnum aldirnar, erfið hlutverk æfð og þung verk. Aðalá- herslan er lögð á tæknihliðina, öndunar- radd- og likamsþjálfun. — Er mikill munur á háskóla og leiklistarskóla? — Já, þaö er það. Ég gæti ráð- lagt hverjum sem væri að fara i leiklistarskóla, en i Háskólann er ekki svo mikið að sækja, nema sérhæfingu á þvi sem maður hef- ur e.t.v. áhuga á. Fyrir lifið sjálft skiptir leiklistarskólinn miklu meira máli. Það sem er algjör- lega skilið útundan i Háskólanum eins og likamsþjálfun, radd- og talþjálfun er allt tekið fyrir i leiklistarskólanum og kemur hverjum og einum vel i lifinu. — Tókstu einhvern þátt i stúdentapólitikinni þegar þú varst i Háskólanum? — Já. Stúdentapólitikin hefur mjög afgerandi linur, menn eru annað hvort rauðir eða bláir, hægra megin eða vinstra megin, ekkert þar á milliJVlér skilst þó að það hafi veriö stofnaður Jafnaðarflokkur um daginn, það skapar kannski meiri vidd. En þetta var mjög einstrengingslegt og ruglingsiegt. Vinstri menn höfðu kannski slagorð annað árið sem hægri menn tóku upp hitt ár- iö og svo öfugt. Auk þess eru háskólastúdentar ótrúlega for- dómafullir, það eru ákveðnar tiskugrillur sem ganga I gegn svipaö og i menntaskóla, fólk er ákaflega ósjálfstætt og veit ekki hvaða afstöðu það á að taka, rennir sér inn i þá farvegi sem fyrir eru og hjakka siöan þar. Það er engin nýsköpun t.d. ekkert háskólaleikhús, þaö er ekkert skapað, eöa gert, aðeins stritaö við að lesa. Stúdentarnir eru ein- angraðir i sinum bás, og hafa ekki tima til aö lifa. Þaö er viötekin hefö I læknisfræði að menn sem þangað ætla verða aö „taka fyrstu þrjú árin frá” til að stunda námið eingöngu. — Þú varst að tala um háskóla- leikhús, hvað finnst þér um leik- listarlifið hérna? — Það er eiginlega furðulega blómlegt, miðað við hvað þetta er litið land og mannfátt. Ef það væri gott framsækið leikhús hér þá væri það mjög blómlegt. Það vantar kjarna eins og Leiksmiðj- an var þegar Eyvindur Erlends- son kom heim frá námi og fékk með sér gott fólk eins og Arnar og Þórhildi, sem standa nú, ásamt fleirum, að Alþýðuleikhúsinu. Alþýðuleikhúsið er að mótast og þróast, maður veit ekki hvað þaö verður en það verður vonandi gott. Grima var annar áhuga- verður leikhópur á sinum tima, einnig Litla leikfélagið. Þetta eru leikhópar sem hafa átt erfitt með að bera sig. Leiksmiðjan og Grima.. það er eitthvað þess hátt- ar sem maður saknar. Það þarf einhverja nýsköpun og tilraunir. Alþýðuleikhúsið hefur veriö sá staður sem hefur séð um þaö núna siðast. Það er kannski eina lausnin i svona mannfáu landi fyrir framsækið leikhús, að það komi upp litlir hópar sem springa út og deyja svo.peningalega séð virðist það vera eina leiðin, jafna tapinu út á hugsjónafólkið. En leikhúsin verða alltaf að bera sig, fyrst þau eru ekki rikisstyrkt meira, eins og t.d. Alþýðuleikhús- ið, sem fær alltof litinn styrk til þess að geta staöið undir svona tilraunastarfsemi. En miðað við það hvað rikisstyrkirnir eru litlir og hvað þetta er fámenn þjóð þá stendur leiklistin á afar háu stigi. Ekki sist leikararnir. Það var gaman að læra þarna úti London, standa fyrir utan leiklistarlifiö hér heima og bera saman við stórborgina. Og það er alveg ótrúlega hagstæður samanburöur fyrir Island. Það er hins vegar ekki alltaf eins góð nýting á hverjum leikara og hægt væri að fá, þá á ég við listrænt séð. Verk- lega séð er nýtingin mikil á þessum bestu leikurum, en þaö er ekki alltaf listrænt. Kannski er það stundum leikstjorninni að kenna. — Hver skapar persónurnar? Er það leikarinn eða leikstjórinn? — Það er misjafnt, það fer eftir þvi hvaða vinnubrögð eru við- höfð. Sumir leikstjórar eru með nokkuð skýrar hugmyndir hvern- ig persónuleikinn á að vera og þeir þurfa auðvitað að hafa það. Eða þá aö þeir leita að persónunni I samvinnu við leik- arann. — Hvernig finnst þér leikhúsin standa timans tönn sem listform? — Það er svolitið gaman að velta þvi fyrir sér. Þegar Þjóð- leikhúsið var byggt voru margir á móti þvi, sumir töldu jafnvel að þetta væri úrelt listform, eins og sumir telja óperuna i dag. Ég segi fyrir mig, að ég sá eina óperusýn- ingu úti London, Madame Butter- fly, og það er eitt af þeim fáu stóptum sem að ég hef orðið veru- lega snortinn i leikhúsi. Og ég var einmitt að lesa blaðagrein um daginn sem fjallaði um leikhús- ferð til Þýskalands, þar sem ein- mitt hafði verið sýnd þessi sama ópera. Og sú sýning reyndist hápunkturinn á ferðinni, þrátt fyrir að Þýskaland stendur landa best að vigi með rikisstyrki til leikhúsa og kvikmyndageröar. Þannig að þeir sem segja að óper- ur séu úrelt listform þeir mega nú bara leggja sig og eins þeir sem segja að leikhús sé úrelt listform. Leikhúsið lifir áfram. Hvers vegna veit enginn. Fólk hefur bara gaman af þvi að fara I leikhús og sjá leikarana i eigin persónu. 1 kvikmyndum hefur eitt atriði kannski verið tekið 20-30 sinnum. í leikhúsinu reynir algjörlega á leikarann sjálfan, hann má ekki gera nein mistök, þvi það er ekki hægt að endurtaka eða lagfæra.. Það er, held ég, þessi spenna sem að gerir leikhús lifandi og sivinsælt. Leikhúsiö er miklu lffrænna heldur en þessir fjölmiðlar, útvarp og sjónvarp. Það er sagt að útvarpið sé heitur miðill og sjónvarpið kaldur miöill i fjölmiðlafræðinni, en leikhúsið er greinilega lifandi miðill. — Hvaö meö islenska sjón- varpið? — Þaö er eitt af þvi sem er spennandi i sambandi við leiklist- ina í dag. Fyrir 30 árum var spennan mest i kringum Þjóð- leikhúsið, en nú i dag virðist það frekar vera kvikmyndirnar sem eru að taka við sér með þessum kvikmyndasjóði, og þá gefast ný tækifæri. Þá er einmitt spurning- in hvort leikarar séu undir það búnir að leika i kvikmyndum og það hefur veriö nokkur umræða um það. Leikurum hefur þótt þessir nýútskrifuðu kvikmynda- stjórar nota dálitið mikið af áhugafólki. Ég veit ekki nákvæm- lega hvernig málin standa á þvi sviði, en það er verið að vinna i þvi að koma upp myndasafni yfir leikara, sem erlendir leikstjórar geta þá t.d. flett i gegnum. Sumir þessara kvikmyndaleikstjóra eru lika nýkomnir heim frá námi og þekkja ekki alla leikara á íslandi. Það er auðvitað rangt hjá þeim sem eru að koma heim úr kvik- myndastjórnarnámi að nota ekki lærðu leikarana og gefa þeim kost á þvi að ná valdi á þessum miöli, vegna þess að þetta er æfing eins og hvað annað. Ég held að það sé búið að gera samninga milli Sjón- varpsins og Leikarafélagsins sem eru eitthvað á þá leið að meiri hlutinn af leikurum i sjón- varpskvikmyndum séu úr Félagi islenskra leikara. — Hvernig finnst þér að „ideal” leikhús ætti að vera? — Ég heid að það ætti ekki að vera til neitt „ideal” leikhús. Slik fyrirbrigði staðna svo fljótt. Leikhús þarf að vera leitandi, þannig að erfitt er að setja fram eina rétta stefnu. Þetta er allt svo miklum breytingum undirorpið. Við vitum ekki hvað veröur á morgun þó við þykjumst vita það i dag. Það er t.d. hægt að lita á mannkynssöguna. þó maður fari ekki langt aftur: Þýskaland á Hitlerstimanum, byltingin i Rússlandi, innrásin i Tékkó- slovakiu... hvað sem er. Fólk þykist vera að gera rétta hluti en timinn einn sker úr um hvort það er raunverulega rétt eða ekki. Það er alveg eins með léikhús, þegar leikarar og leikstjórar eru búnir að vinna við verk i tvo mán- uði, þá vita þeir ekki i raun og veru hvort þeir eru búnir að vinna þetta nógu vel eða ekki. Það eru áhorfendurnir sem segja til um það, hvort þetta þykir listrænn árangur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.