Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.05.1980, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Qupperneq 8
8 Föstudagur 9. maí 1980 ho^Jf%rpn^tl irínn Fjarlægar fréttir — íslensk augu _____helgar pósturinn— útgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaöamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Elin Harðardóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.500.- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 300.- eintakið. Heimsfarsóttin um þessar mundir viröist vera uppiausn og ringulreiö. Stokkhóimur. Kaup- mannahöfn. Bremen. London. Flórida. Havana. Kaból.Frá þess- um ólfku stööum hafa nii daglega borist fréttir af uppþotum, flótta- mannastraum, sendiráöstökum og voöaverkum. Varla veröur sagt aö tsiendingar séu meö öllu lausir viö einkenni þessarar heimsfarsóttar. Hins vegar birt- ast þau óneitanlega hér meö kyrrlátari hætti og án blóösúthell- inga, enn sem komið er aö minnsta kosti. Þess vegna viröast erlend ótiöindi einatt framandi og fjarlæg þegar þau koma til islands. Lykilorö I öllum ringulreiöar- fréttunum hafa þó um nokkra hrið veriö „tran” og „Khomeini”. í augum flestra tslendinga eru fregnir af málefnum trans og Khomeinis einmitt framandi, ef ekki hreinlega óskiljanlegar. Engu aö siöur má leiöa aö þvi rök aö atburðirnir þar snerta okkur tslendinga óbeint, ef ekki beint. Ringulreiöin i tran hefur dregiö ór oliuframleiöslu landsins, sem aftur hefur leitt til veröhækkunar á eldsneyti um heim allan. Þetta veldur efnahagslegum búsifjum, sem viö tslendingar höfum fengiö að kenna á ekki siöur en margar aörar þjóöir. Þótt Helgarpóstur- inn sé ekki aö saka islömsku bylt- inguna um aö bera ábyrgö á efna- hagsóreiöunni á islandi, þá hefur hún aö minnsta kosti ekki þjálpað uppá sakimar. tran hefur sannarlega verið I kastljósi fjölmiölanna hér ekki siöur en annars staöar. Aftur- ámóti reynist þaö tslendingum erfitt aö skynja þaö mannlif sem býr bakvið framhliö stórfrétt- anna frá tran. Erlendar blaöa- og fréttastofufréttir dvelja sjaldnast viö þá hliö málsins. Ef vel á aö vera þarf auðvitaö islensk augu til aö miöla þessu mannlifi þannig aö viö skynjum þaö i eölilegu samhengi. Helgar- pósturinn reynir i dag aö opna slikt sjónarhorn inni atburðina i tran. Guölaugur Bergmundsson, blaðamaöur Helgarpóstsins lét gamlan draum rætast og varöi hluta úr sumarleyfi sinu hjá irönskum kunningjum I Teheran i siöasta mánuöi. Hann byrjar i blaöinu I dag aö segja lesendum frá þessari lifsreynslu. 1 inngangi þessarar fyrstu greinar, sem lýsir löngum og ströngum aðdraganda þess aö Guölaugur komst inn i tran, segir hann m.a.: ,,Ef ég ætti aö lýsa ástandinu meö einu oröi held ég aö ekki sé annaö hægt aö segja en aö þaö sé ruglingslegt, og þaö mjög svo á köflum. Þaö sem verður þvi skrifað um þessa ferö er engin úttekt né greining heldur einungis frásögn af þvi hvernig ég upplifði þessa daga sem venju- legur Evrópubúi. A þessari stundu segi ég þaö eitt aö þaö var alls ekki eins og ég haföi Imyndaö mér né eins og fólk Imyndar sér almennt.” Helgarpósturinn væntir þess aö þessar greinar veröi til þess aö færa þessa fjarlægu atburöi og vettvang þeirra nær islenskum lesendum, jafnframt þvi aö varpa einhverju Ijósi á hugsunarhátt þeirrar þjóöar sem mótar for- siðufréttir heimsblaöanna frá degi til dags. -AÞ/BVS. Vor við fjörðinn Þaö vorar viö fjöröinn. Mildur vetur hefur kvatt og horfiö i skaut aldanna. Aö minnsta kosti sam- kvæmt almanakinu. Ennþá eru vafalaust eftir nokkur árviss hret, hvitasunnuhret, hret I kringum 17. júni, og svo hiö óbrigöula Kaupfélagsfundarhret, en þaö er trú manna hér um slóöir aö hret geri ávallt þegar aðal- fundur Kaupfélagsins er haldinn. En allir vona auövitaö aö viö fáum aö þessu sinni aö njóta ein- hvers sem kallast getur sumar, og þurfi ekki endilega að vera háðir duttlungum gengis- fellingarglaöra stjórnvalda um fyllstu hörku, og hver sviptibylur- inn rekiðannan . Hér á Akureyri veröur þessa vetrar líklega einna lengst minnst fyrir einhverja þá harövltugustu kosningabaráttu sem nokkurn tiimann hefur veriö hér háð íyrir Alþingiskosningar. Tæpast eru þau sár sem þar voru veitt ennþá gróin, ef þau þá nokkurn tlmann gróa til fulls. En nú rlkir logniö á undan stormin- um. Eins og kunnugt er fara for- setakosningar fram hinn 29. júni næstkomandi. Ekki er hægt aö segja aö áhrifa kosningabar- áttunnar sé aö marki fariö aö gæta I bæjarllfinu ennþá, Fram- Akureyrarpóstur frá Reyni Antonssyni þaö atriöi. Þaö er annars merki- legt hvaö stjórnvöldum þessa lands viröist alltaf umhugaö um aö ofsækja þá mörlanda sem kjósa aö sækja sér sumarauka út yfir pollinn. Enda þótt sá vetur sem nú er aö kveöja megi kallast mildur I veöurfarslegu tilliti, er ekki hægt aö segja að sama veðurbliðan hafi rlktá stjórnmálasviöinu. Þar hefur Vetur konungur rlkt af bjóöendur hafa aö sönnu veriö hér á sveimi, aöallega til liös- könnunar, og aö minnsta kosti einn þeirra hefur þegar opnaö kosningaskrifstofu, fleiri munu vafalaust fylgja eftir alveg á næstunni. Kosningaslagurinn mun svo aö öllum llkindum hefjast á fulluuppúr 5. mai, þegar framboðsfresti lýkur. Jöröin er nú þegar tekin aö skrýöast hinum græna kjól sumarsins, einkum { görðum sem vita mót suðri, og eru i skjóli frá svölum norðannæöingum. Akur- eyri hefur löngum veriö þekkt fyrir gróöur sinn og garöa. Munu þar vera um aö ræöa áhrif frá Dönum sem hér hafa búiö. Raunar gætir danskra áhrifa meir á Akureyri en nokkurs staöar annars staöar hérlendis, .og er nafn aðaltorgs bæjarins „Ráðhústorg”, talandi tákn þess. Þar hefur aldrei staöiö neitt ráö- hús, þó það standi hugsanlega til bóta. Danir sem hér settust aö gáfu torginu þetta nafn til þess aö þeir heföu eitthvaö sem minnti á þeirra kæru Kaupinhafn I útlegö- inni. Og nú hefur fréttst aö fara eigi aö verja nokkrum milljóna- tugum til dönskukennslu I Is- lenskum fjölmiðlum. Að sjálf- sögðu munu frændur vorir borga brúsann, en ekki fylgir þaö sög- unni hvort þarna sé verið aö finna ráö til aö greiöa úr erfiöleikum danskra kartöflubænda. Ef svo er hafa þeir eignast óbrigöula bandamenn þar sem eru Islensk menntamálayfirvöld, miklu betri bandamennheldur en sjálft Efna- hagsbandalagið. Og hverjir hafa drengilegar varið hagsmuni danska hringsins Mikla Norræna Ritsímafélagsins en eimmitt ráðamenn Islenskra fjarskipta- mála. Og þökk sé voru blessaöa Rlkisútvarpi fyrir þaö hversu greinargóðar fréttir þaö flytur okkur af þvi þegar öskukarlar eöa náöhúsveröir I einhverjum dönskum smábænum fara I verk- fall. En sleppum öHu gamni . Ekkier annaöhægt aösegja en aö áhrif Dana hér á Akureyri hafi verið jákvæö. Þeim eigum viö aö þakka þann sérstæöa sjarma sem yfir bæjarbrag öllum er, og I augum margra erlendra feröa- manna minnir mjög á meginland Evrópu. Hið sérstæöa megin- landskennda loftslag á aö sönnu sinn þátt líka, en þaö dregur þó engan veginn úr hlut Dana, nema slður sé. Þaö er sjálfsagt aö við ts- lendingar tileinkum okkur þaö sem jákvætt má teljast úr menn- ingu annarra þjóöa, Dana jafnt sem annarra. Þaö er vafalaust margt sem viö getum af Dönum lært. Um þaö ber meðal annars Akureyri glöggt vitni. En of mikið má af öllu gera. Margar ný- frjálsar þjóöir til dæmis I Afríku v hafa farið flatt á þvi aö reyna I ákafa aö tileinka sér tungu og menningu fyrrverandi nýlendu- herra sinna I Evrópu. Þær hafa oft glatað með öllu eigin menn- ingu, og fyrrverandi nýlendu- herrar hafa náö menningarlegri einokunaraöstööu, sem slöar hefur leitt af sér einokunaraö- stööu bæöi á efnahags- og stjórn- málasviöi. Og allt þetta hefur gerst meö þegjandi samþykki, og jafnvel fyrir þrýsting frá stjórn- völdum þessara ungu rlkja. Von- andifalla Islendingar ekki I þessa gryfju nú, 36 árum eftir stofnun lýöveldisins. Þaö vorar við fjöröinn. Þýöur sunnanblærinn strýkur mildri hendi sinni um vanga broshýrra vegfarenda sem spóka sig I Hafnarstrætinu I sólskininu. Og á fögrum norðlenskum vordegi er svo undur auövelt aö gleyma allri þeirri óáran sem blessaöir stjórn- málamennirnir þreytast ekki á aö útmála fyrir landslýö. Voriö, ást- in, blómin. Af hverju ekki aö njóta þessara lifsgæöa meöan þjóöarskútan siglir hratt I átt aö feigöar boöa. Sjálfsagt ná lands- feöurnir aö sveigja hana I rétta stefnu rétt áöur en strandiö verö- ur. Að minnsta kosti hefur þeim aö þvi er viröist alltaf tekist þaö hingað til. HAKARL VANRÆKTIR FISKMARKAÐIR Þaö eru uggvænleg tlöindi sem berast til landsins frá Bandarlkjunum um þessar mundir varöandi fiskmarkað islendinga þar i landi. Þeir sem eru kunnugir þessum málum segja aö viö þessu hafi alltaf mátt búast, þótt þeir hinir sömu hafi ávallt neitaö þvi á opinberum vettvangi aö nokkur samdráttur eöa verölækkun væri I aðsigi á þessum mikilvægasta útflutn- ingsmarkaöi okkar Islendinga. Þessar fréttir eru geröar opin- berar um leiö og fer aö sverfa til stáls á vinnumarkaöi hérlendis, og auövitaö notfæra vinnu- veitendur sér þetta I hræöslu- áróöri þeim sem þeir munu reka I vinnudeilunum hér á næstunni. A undanförnum árum hafa sölufyrirtæki Sambandsins og SH I Bandarfkjunum fjárfest geysi- lega þar vestra I stærri verk- smiöjum en einkum og sér I lagi hefur þó SH fjárfest I stærri frystigeymslum. Þaö er þvl sjálf- gefiö aö þeir hafa þurft aö selja meira til aö hafa upp I kostnaö viö þessar framkvæmdir og þaö skyldi þó aldrei vera aö of mikil áhersla hafi veriö lögö á Banda- rlkjamarkaö eftir allt saman. EFTA og EBE opnuðu Evrópumarkað Meö inngöngu tslands I Efta og viöskiptasamningunum viö Efna- hagsbandalagiö opnuöust tslend- ingum góöir markaöir fyrir frystar sjávarafuröir. Land- helgisstrlðin viö Breta og Þjóö- verja uröu aö vlsu til þess aö þvti seinkaöi nokkuö aö tslendingar geröu verulegt átak i sölu á þess- um mörkuöum. Kunnugir mennitelja aö eim I dag séu þessir markaöir vanræktir, — vegna of mikillar áherslu a Bandarikja- markað. Þaö er eins og meö ollukaup tslendinga og fisksöluna, þaö er stórhættulegt aö reiöa sig aö mestu leyti á einn og sama markaöinn. Aö vlsu hafa tslend- ingar á undanförnum árum selt mikinn fisk til Sovétrtkjanna, en sá fiskur er I allt öörum „klassa” en sá fiskur sem viö seljum til Bandarikjanna. Þetta hefur mik- iö veriö heilfrystur fiskur, eöa þá i stórum og miklum pakkningum, sem eru góöar út af fyrir sig, en gefa minna I aöra hönd, en til dæmis neytendapakkningar. A undanfömum árum hafa islensku fisksölusamtökin sýnt mikla prósentuaukningu I sölu á fiski I neytendaumbúöum á Evrópumarkaö, einkum og sér I lagi þó á Bretlandsmarkaö. Ef rétt er munað þá fimmfaldaöist salanhjá Sambandinu I Bretlandi I fyrra eöa hitteöfyrra. Sýnir þetta ekki betur en allt annað aö þessi markaður hefur veriö vanræktur, og þaö er auövelt aö sýna miklar prósentu- og áukn- ingartölur, en þegar kemur aö magninu þá kárnar gamanið. Þaö skal viöurkennt aö viö höf- um fengið mjög gott verö fyrir sjávarafuröir okkar á Banda- rlkjamarkaöi og notiö þar vildar- kjara varöandi innflutningstolla, en ef sama rækt heföi nú veriö lögö við Evrópumarkaðinn, hver heföi árangurinn þá oröiö? Eitt er víst aö Islendingar á ferö I Evrópu koma ekki auöveld- lega auga á íslenskar sjávaraf- uröir I kæliboröum stórmarkaða þar, en hinsvegar má stundum sjá „Made in Denmark” á fryst- um sjávarafurðum þar. Ekki geta Danir státaö af jafn góöu hráefni og viö, og vantar þar mikiö á, en hinsvegar eru þeir betri sölu- menn en viö, og reyndar betri sölumenn en margar stórþjóöir. Þaö er llka skýringin á þvl hvers- vegna Danir geta lifaö svo margir saman I litlu og hráefnissnauöu landi. Meiri fjölbreytni vantar Uppbygging fiskiskipaflotans á undanförnum árum hefur aö langmestu leyti miöast viö söluna á Bandarlkjamarkaö . Hingaö hefur verið hrúgaö togurum, sem aö lang mestu leyti er ætlað aö veiöa þorsk fyrir Bandarlkja- markaö. Frystihúsin hafa veriö byggö upp meö Bandarikjamark- aö I huga, og nær allt hefur miðast viö þann markaö. Hins vegar viröist lltil rækt til dæmis hafa veriö lögö viö aö byggja upp flota fyrir til dæmis djúprækjuveiöar, sem á undanförnum árum hafa gefiö góöa raun. En bátaflotinn er ekki hentugur fyrirþessar veiöar, Litlu pungarnir viö Isafjaröar- djúp, sem stunda innfjaröarveiö- ar á vetrum eru farnir aö sækja á djúprækjumiöin, þótt þeir séu I raun og veru alls ekki heppilegir I fyrsta lagi til veiðanna og einnig hlýtur aö vera mikið áhættuspil aö vera á þessum litlu koppum tugi mllna noröur I hafi og tveir og þrlr menn á. Sem betur fer hafa ekki oröiö slys á þessum veiöum og vonandi veröa ekki slys viö þær Hér viö túnfótinn hjá okkur eru miklar kolmunnagöngur á hverju vori og fram eftir sumri. Þaö hef- ur veriö eytt milljónatugum i vinnslutilraunir á þessunr fiski en hinsvegar virðist sem minni gaumur hafi verið gefinn aö veiöunum sjálfum og markaös- öflun. Nokkur islensk skip hafa fremur af vilja en mætti veriö að reyna viö kolmunnann en árang- ur misjafn. A sama tlma hafa Sovétmenn mokað þessum fiski upp rétt viö 200 mllna mörkin. Fyrst þeir geta i fyrsta lagi veitt þennan fisk og I ööru lagi komiö honum I verö, þvl ættum viö þá ekki lika aö geta þaö. Þeir greyin hafa enga höfn aö landa I og veröa þvi aö gera þetta allt á dýrari máta en við sem getum skóflað þessum fiski upp viö bæjardyrn- ar. Þaö er eitthvað aö hjá okkur i þessum málum. Svona mætti taka fleiri fiski- tegundir. A meöan viö vorum I þorskastrlöi viö Breta, þá höföu Þjóöverjar leyfi til aö veiöa karfa og ufsa innan fiskveiöilögsögunn- ar. Nýtum viö þá markaöi nógu vel sem viö gætum haft fyrir þessar tegundir, þaö er spurning. Hversvegna þurfum viö aö greiða svo og svo mikiö til sjó- manna og útgeröarmanna, svo þeir sjái sér fært aö veiöa þennan Ðsk. Er ekki þarna llka eitthvaö aö Þaö skyldi þó aldrei vera aö viö heföum vanrækt söluhliöina á þessum nlálum. Kannski væri þaö ráö aö biöja Dani aö selja þessar afuröir fyrir okkar. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.