Helgarpósturinn - 09.05.1980, Síða 10

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Síða 10
10 Föstudagur 9. maí 1980 —helgarpásfurinh Það er spennandi að veiða fisk ... VEIÐA SIG? Einn af óbrigóulustu vorboóun- um hér á mölinni er árvisst rifrildi um laxveiói og útlendinga. Þá má ganga aó þvi sem visu, aó þúsundir islendinga séu farnir aó huga aó veiöigræjunum sfnum, fyrst kannski I laumi, siöan opin- berlega. Eftir þvi sem iengra liöur á mai ágerist kiáöinn I fingr- um þeirra sem verst eru haldnir af veiöibakteriunni. En þeir fá varla útrás fyrir hana fyrr en i fyrsta lagi um miöjan mánuöinn, nema þeir skreppi út á tún eöa upp aö Rauöavatni aö æfa sig aö kasta. Viö skulum láta útlend- ingana liggja milli hluta aö þessu sinni. Ef aö likum lætur veröa seldir um 30 þúsund veiöidagar i islenskum ám og vötnum, bæöi i lax- og silungsveiöi. Þar af úthlutar Stangveiöifélag Reykja- vikur liklega 5500 veiöileyfum, aö sögn Friöriks Stefánssonar, framkvæmdastjóra félagsins. — Viö erum meö 12—13 ár og vatnasvæöi á okkar vegum og úthlutum veiöileyfum til félaga Stangveiöifélagsins, sem eru 1500 talsins, segir Friðrik. — Er hægt að fá einhverja hug- mynd um það hvað veiöileyfin kosta? — Verðið á veiðideginum er allt frá fimm þúsund krónum, þar sem eingöngu veiðist silungur, upp i hundrað þúsund krónur i laxveiöiám. Veröiö segir til um hversu veiðivonin er mikil, og þaö er misjafnt eftir tima. Arnar eru ódýrastar i upphafi veiðitima og á haustin, en dýrastar i júli og ágúst. — Hver er besta, og þar meö dýrasta áin, sem þiö seljið veiði- leyfi i, og hvar er ódýrast aö veiða? Botnseldar að hausti — Norðurá og Grimsá i Borgarfirði eru dýrastar, en Flókadalsá i Fljótum er ódýrust, þar kostar dagurinn 6—11 þúsund krónur. Sogið og Lýsa á Snæfells- nesi eru lika ódýrar, kosta 15 og 17 þúsund á dag. — Þýöir nokkuö fyrir mig aö gerast félagi hjá ykkur núna og biðja um dag i sæmilegri á 1 sumar? — Ég held varla aö þú fengir dag I laxveiöiá i sumar. Viö bjóðum félögum veiöileyfi strax á haustin, og botnseljum i sumar árnar strax. En framboðið er þó það mikið, að félagsmenn fá yfir- leitt þaö sem þeir biðja um, nema i Elliðaánum. Þar komast færri aö en vilja. Þetta segir Friörik Stefánsson framkvæmdastjóri Stangveiði- félags Reykjavikur, sem hefur sjálfur ekki tekib laxveiði- bakteriuna. Aö eigin sögn var ekki áhugi á laxveiðum, sem réöi þvl, að hann fór I þetta starf. — Ég hef ekki tima til að stunda laxveiði meðan ég er I þessu starfi, get ekki leyft mér að innbyrða þessa bakteriu. Hins- vegar gæti ég vel hugsað mér aö gera það, segir hann. En hvað er það eiginlega sem veldur þvi, að fólk fær þessa laxveiöibakteriu? Hvað er það sem er svo heillandi við það að kasta linu út í á og draga spriklandi fisk á land, og borga stórfé fyrir? — Það er fleira en eitt sem er heillandi við stangveiðarnar. Fyrst og fremst þetta rika veiði- eðli, sem er I öllum, sérstak- lega okkur Islendingum. 1 öðru lagi er það náttúran, einveran og hvildin, það að vera laus við álag hins daglega lifs, og i þriðja lagi er það félagsskapurinn, segir Jóhann Kr. Þorsteinsson efna- verkfræðingur hjá Hörpu, rit- stjóri Veiðimannsins og óforbetr- anlegur laxveiðimaður áratugum saman. Og hann bætir þvi við, að ekki sé sama hver félagsskapur- inn er, menn verði að veljast saman eftir áhugamálum og ekki sist verði þeir að eiga skap saman. Glima tveggja andstæöinga . Við getum vel fallist á, aö þessar þrjár ástæður séu nægar til að gera menn að ólæknanleg- um laxveiðimönnum. En rúsinan i pylsuendanum er þó eftir, að áliti Jóhanns: — Það er raunar eitt enn sem heillar við stangveiðarnar, en það kemur ekki fyrr en menn hafa verið dálitið i þessu. Maðurinn og laxinn eru tveir andstæðingar i glimu þar sem maðurinn setur reglurnar, en laxinn gerir allt til þess aö losna. Og góður laxveiði- maður fer eftir ákveðnum hefðum, sem ráða þvi hvað hann leyfir sér, og hvað hann leyfir sér ekki. Hann leyfir til dæmis aldrei öðrum að hjálpa sér að landa fiski, lætur hann frekar sleppa. Þetta á þó sérstaklega við veiði með flugu. Ef veitt er á maðk er fiskurinn dauðadæmdur hafi hann einu sinni bitið á, og blæðir út ef hann sleppur. Flugan meiöir hinsvegar litiö, nema ef hún lend- ir I tungunni. — Það er það sama sem er heillandi við veiðar á laxi og stór- um silungi, spenna og veiði- náttúran sem er i manninum. Þegar þú ert sá heppni og lendir i góðri töku er þetta ein spenna frá upphafi til enda. Það skelfur allt og titrar meðan á átökunum stendur, hvort sem það eru karlar eða konur, sem eiga i hlut. Taugakerfið fer allt i rugling, segir Guðmundur Guðmundsson slökkviliðsstjóri á Reykjavikur- flugvelli, sömuleiðis örlaga lax- veiðimaöur. Og að sjálfsögðu nefnir hann lika útiveruna sem stóran þátt i þvi að heilla menn til lax- og silungsveiða. Laxveiði er oft talin „finni” en silungsveiði, enda eru veiðileyfi i laxveiðiám dýrari en þar sem eingöngu er silungs von. En Guðmundur nefndi lax og stóran silung i sömu andránni, og við spyrjum Jóhann hvað honum finnist um silungsveiði. — Silungsveiði ei^ekki siður skemmtileg og þroskandi en lax- veiði. Við silungsveiðar þarf maður að vita svolitið um það á hverju fiskurinn lifir, að hvaða flugu hann er að leita i hvert skipti, og hverskonar eftirlikingu af flugu á þá að nota, segir Jóhann. Laxinn prúður andstæðingur Jóhann nefndi veiðimanninn og laxinn tvo andstæðinga. Hvaða viðhorf hefur hann sem veiöi- maður til þessa andstæðings sins, sem setur lifið að veði i baráttu, sem fyrir honum er leikur? — Laxinn er prúður and- stæðingur, sem má ekki sýna annað en fyllsta réttlæti. Ef þú vinnur landar þú honum hægt og rólega, en enginn góður veiði- maður dregur dauðastriðið á langinn. — Er ekki leikurinn ójafn þar sem aðeins annar hættir lifinu? — Vissulega má segja það. En þó eru báðir i vigahug. Fiskurinn er að leita að æti, en veiðimaður- inn leitar að bráð. Og enda þótt fiskurinn leggi lifið undir i þess- um leik hefur hann litla tilfinn- ingu fyrir sári. Ég hef oftsinnis séð laxa illa útleikna eftir mink, en örstuttu seinna taka þeir beitu. Þótt ég geti ekki sannað það held ég, að það eina sem þeir eru næmir fyrir sé snöggur munur á hita og kulda. En þrátt fyrir þetta á alltaf að aflifa fiska eins fljótt og mögulegt er, og menn eiga ekki að nota svo granna lfnu, að ekki megi taka á henni, segir Jóhann Kr. Þorsteinsson. — Ég virði laxinn sem and- stæðing, en þetta er skepna með köldu blóöi, og ég geri mér yfir leitt ekki rellu út af þvi þótt ég drepi hann. Enda lifir öll þjóðin á fiski og drepur og drepur, oft miklu meira en þörf er á. er viðhorf Guðmundar Guðmunds- sonar. Og hann bætir viö: — Ég hef lika stundað rjúpnaveiðar frá þvi ég var 13—14 ára gamall, en þar er byrjunin öðruvisi. Ég á alltaf erfitt með að drepa fyrstu rjúpuna, enda er hún með volgt blóð og skyldari okkur. Líklega finna þeir til. En skyldi fiskinum þykja gott að láta veiða sig? Hið venjulega viðhorf er, að fiskar finni ekki til, og þaðm.a.skýrtmeðþvi, að þeir hafi kalt blóð. Guðmundur Einarsson lifeðlisfræðingur, sem hefur lagt sérstaka stund á skynj- un dýra neitar þó að samband geti verið á milli blóðhita og til- finninga. — Ég man nú ekki eftir visindalegum rannsóknum á til- finningum fiska. Hinsvegar heyrði ég það nýlega i umræðum fiskifræðinga, að fiskar fýndu til, án þess að það væri rökstutt neitt nánar, segir Guðmundur þegar við berum þetta undir hann. — Hinsvegar fer það mjög vaxandi, að timarit um þessi mál geri þá kröfu, að i greinum þar sem fjallað er um tilraunir á lifandi fiskum sé tekið fram að þeir hafi verið svæfðir. Þetta getur veriö eingöngu af mannúðarástæðum, án þess að það sé byggt á visindalegum stað- reyndum. En sjálfum finnst mér, að fiskar hljóti að finna til. Sár- sáukaskynið er varnarkerfi, og mér finnst ekkert liklegra en það eigi eftir að koma i ljós, að fiskar finni til eins og önnur dýr. — Það er þá ekkert samband milli blóðhita og tilfinninga, eins og ráða má af ýmsum algengum orðatiltækjum? — Samkvæmt þekkingu minni' á lifeðlisfræði fullyrði ég, að svo sé ekki, segir Guðmundur Einarsson lifeðlisfræðingur. Eiga sér forsvarsmenn Hvað sem öllum visindalegum rannsóknum liður er erfitt að henda reiður á tilfinningum fiska sem annarra dýra af þeirri einföldu ástæðu, að þau hafa engan möguleika á að láta þær i ljós á okkur skiljanlegu máli. En málleysingjarnir eiga sér þó sina forsvarsmenn þar sem dýra- verndunarmenn eru. Talsmaður þeirra er Jórunn Sörensen, formaður Sambands islenskra dýraverndunarfélaga. Við biðjum hana að svara þvi, hvort umhyggja dýraverndunarmanna nái til fiskanna. — Fiskveiðar hafa til þessa fengið að vera óáreittar fyrir okk- ur, þótt oft hafi verið talað um þessi mál i okkar röðum. Ég veit raunar til þess, að einhvern- timann var farið að selja silunga lifandi úr kerjum hér i Reykjavik. Þeir voru teknir upp úr kerjunum og vir þræddur i gegnum augun — lifandi. Þetta var stoppað, enda hef ég ekki trú á að fiskurinn þurfi að vera svonanýr. Það er lika al- varlegur hlutur þegar hrefnan er veidd með skutlum, án þess að notuð sé sprengja, sem drepur samstundis. ömumst ekki við fiskadrápi. ~Ég veit ekki til þess að það sé nokkursstaðar amast við fisk- veiðum, og það er allra sist ástæða til þess hér hjá þessari fiskveiðiþjóð. En vitanlega þurfa menn að gæta sins góða siðferðis og gera þetta á mannúðlegan hátt. Það er til dæmis ekki gott að láta liða langan tima þangað til fiskurinn er blóðgaður. Þá kafnar hann og lfður sálfsagt kvalir, þótt þjáningar fiska hafi jmér vitanlega aldrei verið kannaðar. Hvort sem fiskar finna meira eða minna til höldum við sjálfsagt áfram að drepa þá „með köldu blóði”, að minnsta kosti svo lengi sem eitthvað eimir eftir af veiði- hvötinni i okkur. Einn stór þáttur i veiðiskapnum, sjálfsbjargarvið- leitnin, á að visu ekki heima i sportveiði á laxi og silungi. En það ætti varla að hafa mikla þýðingu, þvi hvað sem liður sárs- aukatilfinningu fiskanna er þeim liklega nokkuð sama hvort veiði- maðurinn drepur þá sér til afþreyingar og afslöppunar og til að fá aukaskammt af spennu i tilveruna, eða draga fram lif sitt og sinna. eftir Þorgrím Gestsson myndir: Friðþjófur o.fl. Jóhann Kr. Þorsteinsson: Maðurinn og laxinn eru tveir andstæðingar i gllmu þar sem maðurinn setur reglurnar, en laxinn gerir allt tii þess að losna. Guðmundur Guðmundsson slökkviliösstjóri: Taugakerfið rugiast og maöur skelfur og titrar, þegar hann tekur. ' ... EN SKYLDI FISKINUM ÞYKJA SPENN- ANDI AÐ LÁTA

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.