Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.05.1980, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Qupperneq 24
Jielgarpústurinr\ # Söngvarinn mikiliiölegi Ivan Rebroffhefur óneitanlega slegið i gegn hérlendis á hljómleikaferð sinni. Hitt er svo annaö mál að þótt maðurinn sé greinilega mik- ill skemmtikraftur og meiri lifs- nautnamaður þá eru skiptar skoðanir um gæði hans sem söngvara. Bæði neytir hann áfengis svo ótæpilega á skemmtunum, sem utan þeirra, að það háir honum dálitið, og eins er hitt aö hann er sagður vera með hljóðnema einhvers staöar I skegginu eða þar umkring sem magna upp bassaröddina frægu... lisaeigendur munu hafa sagst hafa nóg af skattheimtu fyrir rik- ið á sinni könnu þótt I þetta gjald bættist ekki við. Þetta væri augljóst skyndifrumarp og best væri að drepa það þar með 1 skyndi. Er skemmst frá þvi að segja að sendinefnd bióeigenda mun hafa snilið nefndinni svo rækilega að málið er úr sögunni, og kvikmyndasjóður nánast á jafn veikum fjarhagsgrunni og áður. Þó ber þess að geta að Ragnar Arnalds sem virðist ætla að verða hliðhollur menningunni I verki eftir að hann fór úr mennta- málaráöuneytinu yfir I fjármála- ráðuneytið, hefur ákveðið að söluskattur af Islenskum kvik- myndum sem sýna hagnað skuli renna I sjóinn beint.... # Margir eru þessa dagana að gera ráðstafanir vegna sumar- leyfa sinna og panta sér ferðir I sólina eða annað þangað sem hugurinn stendur til. Meðal ferða sem farnar verða á næstunni er hópférð um sextlu föngulegra fóstra til Irlands á vegum Sam- vinnuferða. Kjartan L. Pálsson, Iþróttafréttamaður á VIsi mun verða fararstjóri þessa skemmti- lega hóps og segir sagan að um þessar mundir stoppi varla slm- inn hjá Kjartani vegna fyrir- spuma manna sem vilja verða aðstoðarf ararstjórar.... # Sumardagskrá útvarpsins er I mótun og verður væntanlega tekin til afgreiðslu á fundi út- varpsráðs I dag. Af hálfu dag- skrárdeildar er lagt til að Viku- lokaþátturinn verði stokkaður upp og við stjórnvölnum taki Jónas Jónassonásamt ólafi Gauk og Sigurveigu Jónsdóttur blaða- manni. Þá munu horfur á þvl að fréttaskýringaþátturinn Vlðsjá leggi upp laupana I sumar vegna sumarfrla hinna reyndari frétta- manna og Morgunpósturinn leggst einnig I sumardvala en við tekur morgunútvarpið meö gamla laginu... # Talið er fullvlst að alþingi Islendinga setjist á frumvarp það um fastan tekjustofn fyrir kvik- myndasjóð sem Vilmundur Gylfason menntamálaráðherra I tlð minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins lét semja og leggja fram. Ljóst er að frumvarpið verður ekki samþykkt fyrir þing- lok og er trúlega úr sögunni, en það var til meðferöar i mennta- málanefnd efri deildar. Fyrir skömmu mættu á fund nefndar- innar fulltrúar Félags kvik- myndagerðarmanna og mæltu eindregiðmeð frumvarpinu. Þeg- ar þeir voru gengnir út komu inn fulltrúar Félags kvikmyndahúsa- eiganda og mæltu eindregiö gegn þvl. Frumvarpið fól I sér aö 50 króna gjald yrði lagt á hvern að- göngumiða aðbióum og rynni það I kvikmyndasjóð. Kvikmynda- # 1 slðasta Helgarpósti sögðum viðfrá þvl að Karl Sighvatssonúr Þursaflokknum þætti llklegur sem höfundur tónlistarinnar við kvikmynd sjónvarpsins um Snorra Sturluson.Nú hefur spurst að annar Þursaflokksmaður Egill ólafsson fari með eitt af stærstu hlutverkum myndarinnar, Sturlu Sighvatsson, en Egill er reyndar ekki nygræðingur I leiklistinni og lék m.a. Feilan Ó. Feilan I sjón- varpsgerð Silfurtunglsins.... # Og fleiri fréttir af Agli ólafs- syni: Hann er nú sagður I óða önn við að semja rokksöngleik ásamt tveimur ágætum rithöfundum af yngri kynslóð, Þórarni Eldjárn og ólafi Hauki Simonarsyni, sem byggður er á Grettissögu. Það mun ákveðið að söngleikurinn verði settur upp hjá Leikfélagi Reykjavlkur I Iðnó I haust undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar, sem þá mun hafa tekið við leik- hússtjórastöðunni þar ásamt Þor- stcini Gunnarssyni... # Og enn ein frétt um viðgang Islenskra fornbókmennta um þessar mundir: Helgarpósturinn heyrir að kvikmyndafyrirtækið Isfilm, sem þeir Agúst Guð- mundsson, Indriði G. Þorsteins- son og Jón Hermannsson eiga, hafi I hyggju að ráðast I gerð bió- myndar byggöri á Gisla sögu Súrssonar. Fyrst verður þó trú- lega gerð mynd eftir frumsömdu handriti úr nútlmanum en ekki er vitað á þessu stigi hvers eðlis það er.... ÞESSI EINA TEGUND HENTAR I ALLT ^Tvofö/d ending Fæst í flestum kaupfélögum (ÆTTI AÐ FÁST í ÖLLUM) # Þeir Isfilmmenn, Agúst og Jón, munu um þessar mundir vera I Cannes þar sem Land og synir verða til sýnis á kvik- myndahátiðinni frægu sem við borgina er kennd. Land og synir verður að vlsu ekki I sam- keppninni sjálfri heldur sýnd sem söluvara kvikmynda á kaupstefn- unni sem henni er tengd. Það eru Norrænu kvikmyndastofnanimar sem sýnt hafa Islendingum þá vinsemd að taka myndir héðan undir sinn hatt, en þær taka sam- eiginlega þátt I hátiðinni og bera af þvi verulegan kostnað. Okkur er þetta hins vegar að kostnaðar- lausu... # Töluveröur ágreiningur er uppi um þessar mundir milli rlkisútvarpsins og Iþróttahreyf- ingarinnar út af greiðslum fyrir útvarpslýsingar og sjónvarp frá kappleikjum og Iþróttamótum. Rlkisútvarpið hefur viljað gera einn heildarsamning við lþrótta- samband tslands um ákveöna upphæð, sem ÍSI slðan deildi á milli sérsambandanna, til að firra sig þvl amstri aö þurfa hverju sinni að standa I samn- ingsþrefi við sérsamböndin og jafnvel einstök félög út af þessum málum. Rlkisútvarpið greiddi I fyrra alls 21 milljón króna til Iþróttahreyfingarinnar fyrir þetta efni en hefur nú boðist til að hækka þessa fjárhæð um 50% eöa 132 milljónir króna Forráðamenn ISI munu ekki hafa tekið þessu tilboði illa en innan sérsamband- anna eru skoöanir skiptar. Sér- stakleg mun Knattspyrnusam- band Islands vera andsnúið sllk- um heildarsamningi, og Ellert B. Schram, formaöur KSI skrifaði ISI bréf á dögunum þar sem hann þvertók fyrir nokkra aöild Knatt- spyrnusambandsins að sllkum heildarsamningi. Knattspyrnan er sú grein Iþrótta sem haft hefur mestar tekjur af iþróttalýsingum rlkisútvarpsins hingað til... # Harðvitugar deilur eiga sér einnig stað annars staöar að þvl er sagt er. Þaö er innan útgeröar- ráös Bæjarútgerðar Reykja- vlkur: Agreiningsefniö: Hverjir eigi að fara til Portúgal slðar I mánuðinum og taka viö nýja togaranum Jóni Baldvinssyni. Otgerðarráðsmenn eru þeir Björgvin Guðmundsson, Ragnar Júliusson, Kristvin Kristinsson, Páll Jónsson, Þorsteinn Gislason Einar Thoroddsen og Ingólfur Ingólfsson.og allir vilja þeir fara suður á bóginn ásamt frúm til að sækja nýja skipið. Þetta ku vera sllkt hitamál að niðurstaðan verður liklega sú, að þeir fara all- ir með konur slnar ásamt for- stjórum BtiR og eiginkonum þeirra, Helsta áhyggjuefni manna núna er þvi hvernig koma eigi fyrir áhöfninni sem sigla á skipinu heim... # Þegar fréttist að Albert væri búinn að fá Arsenal til að keppa fyrir sig sem framlag til kosn- ingabaráttu hans, stigu liðsmenn þriðjudeildar liðs Grindvlkinga á stokk og hétu þvl að keppa fyrir Guðlaug hvar og hvenær sem væri. Nú ér að sjá hvort hinir frambjóðendurnir geta fengið einhver fleiri knattspyrnuliö til að blanda sér I kosningabaráttuna... # Eitt helsta hitamál bak við tjöldin I þinginu þessa dagana er sagt vera hvernig fara eigi með fyrirtækið Oliumölsem er I reynd farið á hausinn og hljóðar gjald- þrotið upp á liölega tvo milljarða króna. 1 tlð rlkisstjórnar ólafs Jóhannessonar mun hafa veriö gerð formlega rlkisstjórnarsam- þykkt um að rikið skipti sér ekki af máli þessa fyrirtækis heldur léti það fara á hausinn. Fyrirtækið hefur hins vegar átt sér ötula talsmenn innan Alþingis og meö miklum lobbiisma hafa þeir fengið málefni fyrirtækisins tekin upp að nýju og I þriðju umræðu fjárlaga mun hafa verið lætt inn klásúlu, þar sem ákvörðunarvald um afdrif þessa fyrirtækis var framselt fjármála- ráðherra og fjárveitinganefnd þar sem núverandi rlkisstjórn hefur meirihluta. Stefnir nú allt i það að rikið gangi inn I fyrirtækið sem eignaraðili og eftirláti slðan framkvæmdasjóði framhaldið. Þetta gerist þó ekki alveg hávaðalaust. Kratar munu af- dráttaralust á móti þessar af- greiðslu málsins og mikil and- staða er sögð við hana innan Framsóknarflokksins, þar sem margir I þeim flokki þykjast sjá að stjórnin muni liggja undir þvl ámæli fyrir að vera að þjóðnýta enn eitt taprekstursfyrirtækið. Hins vegar heyrist ekkert hljóð úr horni sjálfstæðismanna, enda er formaður þingflokks þeirra, ólafur G. Einarsson, jafnframt stjórnarformaður Oliumalar og sagt er að Geir Gunnarsson sé I bandalagi við Björn ólafsson bæjarfulltrúa I Kópavogi og framámann I Olíumöl, búinn að múlbinda samflokksmenn sína i þessu máliog snúa þeim frá fyrri samþykktum i þessu efni... # Enn um forsetakosningarn- ar: Þaö hefur varla farið framhjá þeim sem fylgjast með kosninga- baráttunni sem nú er rétt að hefjast, aö mestur skriður viðist kominn á stuðningsfólk Péturs Thorsteinssonar. Þetta viröist lika vera að skila árangri ef marka má talnameistarana. Þeir hafa nefnilega verið að leika sér að þvl aö leggja saman allar tölur sem birst hafa um skoöana- kannanir á vinnustöðum um stuðning við einstaka fram- bjóðendur og samkvæmt útreikn- ingum sl. mánudag var staðan þessi: Guðlaugur með 39%, Vigdis með 32%, Pétur með 16% og Albert með 12%. Pétur hefur þannig aukið fylgi sitt verulega, þvi að hann var aðeins með 3-4% fylgi þegar útreikningar af þessu tagi voru gerðar fyrir tæpum mánuði... # örn Haröarson, dagskrár- gerðarmaður hjá fræðslu- og fréttadeild sjónvarps hefur nú sagt upp störfum og starf hans verið auglýst til umsóknar. Af innanhússfólki er tallð ljóst að Marlanna Friðjónsdóttir muni sækja um starfið en hún hefur lengi starfað á deildinni sem út- sendingarstjóri frétta og stjórn- andi kosningasjónvarps. Maríanna mun njóta stuðnings samstarfsmanna I þessa stöðu en það dugir skammt þvl að það er útvarpsráð og útvarpsstjóra að skipa I stöður af þessu tagi... HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ ALLT BYGGINGAREFNIÐ TIMBUR TRÉLISTAR PANELL ÞILPLÖTUR EIN- ANGRU EFNI STEYPU- STYRKTAR- JÁRN KRAFT- SPERRUR ÞAKJÁRN EINNIG FÁANLEGAR ÝMSAR SMÁVÖRUR ^ HÚSASMIÐJAN HF. ■ ■HH SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK SÍMAR: 84599

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.