Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 6
i_______________________________________Föstudagur 9. maí 1980 hf=>/rjarpn'^+i irinri BLAÐAMAÐUR í EINN DAG... Erna Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt gerist blaðamaður í einn hverf ismálum. Erna á nú sæti i útvarpsráði fyrir Sjálfstæðisf lokk- dag að þessu sinni fyrir Helgarpóstinn. Hún hef ur lengi verið virk í inn, og viðfangsef ni hennar í þessari grein tengist áhuga hennar á þjóðmálum, m.a. menningarmálum, jafnréttismálum, og um- þeim f jölmiðli, þótt til hliðar við ríkiseinokunina sé. Árni Bernharður Gerður Guðrún Jón Valgarð Ágúst Sigurveig Ertu fylgjandi rýmkun islensku útvarpslaganna hvað varðar einkarétt til útvarps- og sjónvarpsreksturs? Á HVERN HÁTT OG HVERS VEGNA/EKKI? Mikil umræfia hefur aö undan- förnu veriö um þaö hvort breyta skuli lögum um Hlkisútvarp er varöar einkarétt til reksturs út- varps og sjónvarps. Hvaö felst I þeirri ákvöröun ef tekin verður? Hvaöa valkosti er um aö ræöa? Hverjar veröa af- leiöingarnar? Mun islensk menn- ing auðgast eöa blöa skaöa af? Mun tæknin taka af okkur ráöin án þess aö viö fáum nokkuð aö gert? Margs er spurt og mikiö I húfi aö viö höfum góöa yfirsýn yfir sem flesta þætti þessa mikilvæga máls og missum ekki sjónar af þvi hver séu æskileg markmiö. Til þess aö efla frekari skoöanaskipti um þessi mál leit- aöi „blaöamaöur Helgarpósts einn dag” álits 8 íslendinga. Sigurveig Jónsdótfir: „Samkeppni góð fyrir aila og gæti fært meira líf í RíkiSútvarpið" Mér finnst hiklaust ástæða til aö breyta útvarpslögunum i átt til meira frjálsræðis. Þó án þess að fara út í hinar öfgarnar: að gera öllum kleift að opna slna út- varpsstöð. Ýmislegt mælir gegn þvi, að fleiri útvarpsstöðvar séu leyfðar. Það er hætt við að útvarp, sem flytti létt lög meiri hluta dagsins, myndi fá meiri hlustun en rikisút- varpið. Auglýsendur myndu þá væntanlega sjá sér meiri hag af þvi að auglýsa þar. Meö minni auglýsingatekjum rikisútvarps- ins færu gæðin að likindum niður á við. Og þau eru ekki of mikil fyrir. Hins vegar er samkeppni góð fyrir alla og hún gæti fært meira lifi rikisútvarpið. Ef fleirum væri leyft að útvarpa, að uppfylltum vissum skilyrðum, fengju hlustendur meira val á efni og þá heyröist sennilega minna i „Kanaútvarpinu”. Það þætti mér ekki verra. Ágúst Guðmundsson: „Að breyta útvarpsráði í saumaktúbb" Alltaf þegar ég heyri lesna „dagskrá næstu viku” hugsa ég með sjálfum mér: Þarna er rikisstofnunin i hnotskurn. 6g geri ráð fyrir þvi að svona lestur hafi verið tekinn upp árið 1930 og hefur væntanlega ekki tekið langan tima þá. Siöan viröist eng- um hafa dottiö i hug að haga kynningu dagskrár á annan veg en þann, að þulir fari með þulur. Ég nefni þetta einungis sem dæmi um eitthvað sem örugglega mundi breytast ef Rikisútvarpið þyrfti að keppa við annan innlendan aðila. Samt held ég ekki að lausnin felist i hinum svokallaða „frjálsa” útvarps- rekstri. 1 fyrsta lagi mundu óháðir viðskiptaaöilar varla hafa áhuga á aö sinna nema stærstu þéttbýliskjörnunum. I ööru lagi má Ríkisútvarpiö ekki við neinni samkeppni á auglýsingamark- aöinum: við frekari fjárskort mundi stofnunin einfaldlega koðna niður og verða stór og ólögulegur baggi á Rikinu. Einkarekstur útvarps mundi þannig i raun kosta skatt- borgarana álitlegar fúlgur. Lausn felst i þvi að Rikisút- varpið komi á annarri hljóðrás sem einkum flytti léttmeti. Sú rás þyrfti ekki að minum dómi að ná til alveg allra landsmanna i fyrstu atrennu, þótt það hljóti að vera lokamarkmiðið. Slika starfsemi virðist einsýnt aö fjármagna með auglýsingum, hún mundi örugglega skila fljótt hagnaði sem ætti að fara i aukið dreifingarkerfi og bæta aðstöðu fyrir hljóðvarp yfirleitt. En til þess að slik áætlun takist þarf rikisstofnunin aö læra að bera traust til starfsmanna sinna og leggja þeim ábyrgð á herðar. Fyrsta skrefið i þá átt væri að breyta útvarpsráöi I saumaklúbb, sem ekkert skipti sér af dagskrárgeröinni, heldur mótaði stefnuna með gagnrýni á flutt efni.__________ Valgarð Guðjónsson: „Ein ríkisrekin rás — fá- ránlegt!!" Auðvitaö er ég fylgjandi breyt- ingum á útvarpslögunum. Hvað heldurðu eiginlega að ég sé? Ég vil að útvárpsrekstur verði gefinn algjörlega frjáls, enda kemur engum það við ef.einhvern langar til að senda út efni. Nema þá honum og þeim sem þóknast að hlusta. Eða af hverju ættu aör- ir að hafa áhyggjur af þvi??? Ef sá hinn sami vill hins vegar að stöðin beri sig þarf hann að bjóða uppá dagskrá sem einhver nennir aö hlusta á. Rikisútvarp þarf ekki aö hafa (og hefur greinilega ekki) áhyggjur af svoleiðis smámunum. Frjáls útvarp býður uppá nýja möguleika og plnulitið mikið meiri fjölbreytni. Ég veit heldur ekki hvaöa rök eru fyrir rikiseinokun á útvarpi frekar en t.d. á dagblööum. Það er i rauninni fáránlegt að láta sér detta I hug að hægt sé að hafa eina rás sem gerir öllum til hæfis. Og það rikisrekna!! Enda hefur rikisútvarpið enga möguleika til að fylgjast með. Þaö rúllar bara einhvern veginn áfram 10—15 ár- um á eftir timanum. Svona heimska fer i taugarnar á mér. Jón Þórarinsson: „Svæðisbundnar einka- stöðvar að uppfylltum vissum skilurðum" Kröfur um að einkaleyfi Rikis- útvarpsins til útvarpsreksturs verði afnumið hafa heyrst æ oftar aö undanförnu. Þetta er í raun- inni ekki undrunarefni. En hug myndirnar um það „trjálsa útvarp” sem mundi fylgja i kjöl- farið, virðast stundum fremur óljósar. Sumir virðast telja, að útvarp gæti þá orðið — og ætti að verða — álíka „frjálst” og t.d. blaöaútgáfa, þannig að næstum hver sem er gæti sett á stofn útvarpsstöö, og fjöldi þeirra yrði litlum eða engum takmörkunum háður. Þetta tel ég óraunhæft, liggja til þess bæöi tæknilegar og aðrar ástæður. t Hinsvegar sé ég ekkert athuga- vert við að leyfður yröi takmark- aður fjöldi svæðisbundinna einka- útvarpkstööva, að uppfylltum vissum skilyrðum. Ég vænti þess meira að segja, að slikar stöðvar mundu aö verulegu leyti geta létt af Rikisútvarpinu þeirri kvöö, sem á þvi virðist hvila, um flutn- ing afþreyingartónlistar og annars léttvægs efnis i tima og ótima. Rikisútvarpið ætti þá að geta rækt þvi betur það menn- ingarhlutverk, sem þvi er ætlað og það eitt getur rækt I næstu framtið. Yrði að tryggja rækilega sjálfstæði þess og fjárhagslegt bolmagn til að takast á við þetta verkefni af stórhug og myndar- skap. Reynslan mundi skera úr þvi, er fram liða stundir, hvort æski- legt þætti að einkastöðvarnar mynduðu með sér bandalag og dagskrá þeirra yrði að hluta til sameiginleg, likt og tiðkast i sjónvarpi m.a. i Bretlandi og Þýzkalandi. Þá mundi Rikisút- varpið væntanlega eignast verðugan keppinaut, og við þaö sé ég heldur ekkert athugavert, ef þjóðarhagur leyfir svo umfangs- mikla útvarpsstarfsemi. Það sem hér er sagt á við um hljóðvarp eingöngu. „Frjálst” sjónvarp held ég aö eigi miklu lengra i land af tæknilegum ástæðum, nema þá sjónvarps- sendingar á lokuðu linukerfi, sem nú þegar munu vera að hefjast eða hafnar. En það mál allt þarfnast rækilegrar athugunar, m.a. að þvi er varðar ýmisskonar réttindamál, og á það raunar við um fleira i þessu sambandi. Guðrún Kr. Guðfinnsdótt- ir: „Nauðsyn er á að dreifa valdi fjölmiðla" Sennilega eru fæstir alls kostar ánægðir með dagskrá rikisút- varpsins og kemur það engum á óvart. Þarfir manna og óskir eru margvislegar, þvi svo er margt sinnið sem skinnið. Viröist þvi óhugsandi að islenska rikisút- varpið geti uppfyllt allar óskir, einfaldlega vegna margbreyti- leika þeirra. Ahugamenn um rikisútvarp vilja ráða bót á þessu með þvi að fjölga rásum rikisútvarpsins og væri það vissulega til bóta. Hins vegar er ljóst, að af þvi hlytist mikill kostnaður, sem auðvitað kæmi i hlut skattborgara að greiða. Þetta eru að minum dómi rök, ásamt öðru, gegn þvi að umsvif rikisútvarpsins yrðu aukin. Veigameira er þó, að stórhættu- legt er að safna öllu valdi á fárra hendur. Við höfum þúsund viti að varast og er engin ástæða að horfa framhjá þeim. Staðreyndin er sú, að fjölmiöl- un á Islandier ákaflega margvis- leg. Blöð, bækur og timarit koma út i þúsundavis og er útgáfa þeirra i höndum hinna ýmsu aðila. Er ég hrædd um að margir hrykkju illilega i kút ef öll þessi útgáfa væri i höndum rikisútgáfu og aðrir mættu ekki stunda þessa iðju. Ung skáld yrðu áreiðanlega illa úti. svo og ýmsir pólitiskir smáhópar og trúmálastöfnuöir. Málið er nefnilega það, að útvarpsrekstur þarf ekki að vera kostnaðarsamur og er þvi minnihlutahópum hagstæöur. A Italiu t.d., þar sem útvarps- rekstur er frjáls, er um helmingur útvarpsstöðva I hönd- um pólitiskra smáhópa og trúmálasafnaða. Ég nefni þetta hér til aö undir- strika nauðsynina á þvi að dreifa valdifjölmiðlanna. Þvi veröui ekki dreift með þvi að kjósa pólitisk. útvarpsráð sem senda út á fleiri rásum i stereo. Þvi verður dreift með þvi að gefa útvarpsrekstur frjálsan, eins og aðra fjölmiðla i landinu. Gerður Pálmadóttir: „Sérstök rás fyrir héruð og þorp efla félagsanda" Rikisrekið útvarp sem aðeins sendir út á einni rás er fáránlegt og furðulegt að það skuli hafa við- Erna Ragnarsdóttir kannar viðhorf til frjáls útvarpsreksturs

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.