Helgarpósturinn - 27.06.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 27.06.1980, Blaðsíða 17
17 ^Jielgarpósturínn-Fös^dagur 27. jún? 1980 f ■> Mr Sally Field sem Norma Rae i samnefndri mynd Sumarmyndir kvikmyndahúsanna: EITT OG ANNAÐ FRAMBÆRILEGT Kvikmyndahúsin i Reykjavik eru nú sem óöast aö hefja sýningar á sumarmyndum sínum sinum. Helgarpósturinn haföi samband við forsvarsmenn þeirra og forvitnaöist um þaö sem kvikmyndahúsagestir fengju að sjá fram á haust. Laugarásbió hefur um þessa helgi sýningar á Óöali feðranna, þeirra Hrafns Gunlaugssonar, Snorra Þórissonar og Jóns Þórs Hannessonar, en Óðaliö er siðast þeirra þriggja langmynda, sem gerðar voru hér i fyrrasumar. Þegar sýningum á þeirri mynd lýkur, veröur tekin upp nýjasta mynd Ingmars Bergman, Haust- sónata, þ.e. ef undanskilin er heimildamynd um eyjuna Farö, þar sem hann býr. Meðal aðal- hlutverka i Haustsónötunni fara þær Liv Ullman og Ingrid Berg- man, en myndin segir frá þvi er mæðgur hittast eftir sjö ára fjar- vistir og fara að rifja upp lif sitt. Þykir þetta nokkuð góð mynd, og þá einkum samleikur þeirra Ullman og Ingrid Bergman. Þá verður sýnd myndin Fang- inn i Zenda, sem er bandarisk frá árinu 1979, þar sem Peter Sellers er bæði i aðalhlutverkinu og leik- stýrir. The Big Fix heitir mynd, sem leikstýrö er af Jeremy Paul Kagan með Richard Dreyfuss og Susan Anspach i aðalhlutverkun- um, og fjallar um ólguárin i lok 7. áratugarins. The Seduction of Joe Tynan fjallar um pólitiskt brambolt og þarer þaö Alan „Hawkeye” Alda sem fer með helsta hlutverk og skrifar handritið. Leikstjóri er Jerry Schatzberg. Loks má nefna myndina A Þaö hefur komiö fram i Helgar- póstinum, aö Félag islenskra leikara hefur sett fram einhiiöa iaunataxta fyrir kvikmyndaleik félagsmanna sinna, taxta sem Félag kvikmyndageröarmanna telur sig ekki geta sætt sig viö. Þorsteinn Jónsson leikstjóri myndarinnar Punktur, punktur, BEINT UTVARP FRÁ 10 KLST. LJÓÐALESTRI! Ljóöadagurinn 1980 eöa Poesi- dagen 1980 nefndist mikil ljóöa- hátiösem haldin var i Stokkhólmi 1. júni sl. meö þátttöku um 30 skálda þar af einum fulltrúa frá hverju Noröurlandanna utan Sviþjóöar og fulltrúi tslands var Steinunn Siguröardóttir. Var samfelldur ljóðalestur frá kl. 13—23 um kvöldiö meö dálitlum músikinnslögum og fór dagskráin fram i stórum samkomusal sem nefnist Berwaldhallen. Óvenju- legast var þó aö sænska útvarpiö var meö beina útsendingu frá flutningnum allan timann og skaut jafnframt inn viötölum viö Ijóöskáldin, og mun slikt ekki hafa veriö reynt áöur þar i landi og trúlega hvergi. Þaö voru sænska rithöfundamiðstööin og rikisútvarpiö sem stóöu aö Ljóöa- deginum 1980. MEDVERKANDE komma, strik, sem tekin verður i sumar, hyggst leysa þetta mál með þvi að semja viö leikara um að takist samningar milli félag- anna fyrir frumsýningu myndar- innar, fái þeir greiðslur sam- kvæmt þeim. Takist samningar hins vegar ekki fyrir frumsýn- ingu myndarinnar, mun Þor- Frá æfingu á flugkabarettnum. Kabarett á Hér kemur gleöifrétt m.a. fyrir þá sem eru farnir aö hafa áhyggj- ur af sjónvarpslausum júlimán- uði. Þeim er bent á að iabba sig niöur á Hótel Borg i sumarbliö- unni. Þar veröur sýndur „Flug- kabarett” um helgar, og jafnvei einnig á virkum dögum ef undir- tektirnar veröa góöar. Flugkabarettinn er stilfærð uppfærsla á leikritinu Flugleik sem sýnd var i tengslum við vöru- sýninguna i Laugardalshöllinni á slnum tima. Þá misstu margir af honum, en hafa nú tækifæri til þess aö bæta úr þvi. Að flugkaba- rettinum standa þau Gisli Rúnar, Helgarpósturinn hafði sam- band við Þráin Bertelsson leik- stjóra kvikmyndarinnar sem ver- ið er að gera um Snorra Sturlu- son, vegna þeirra ummæla Sigurðar Sverris Pálssonar og Erlendar Sveinssonar að þeir firrtu sig allri ábyrgð á myndinni. Þráinn sagðist ekki vilja gefa út neina yfirlýsingar en sin vegna mætti hver sem er firra sig steinn greiöa þeim eftir drögum að samningum, sem leikarafélag- iöhefur gert, meö einni breytingu þó. Hvorki Þorsteinn né GIsli Al- freðsson formaður Félags is- lenskra leikara vildu þó segja hver sú breyting væri, þar sem ekki var búið aö fjalla um hana á fundi hjá leikurum. Aöspurður um það hvernig leik- arafélaginu litist á þessa leiö Þor- steins, sagði Gisli Alfreðsson, að þvi litist vel á hana og teldi hana fullkomlega eðlilega. Þess má geta aö samningaviðræöur milli félaganna tveggja fara i gang mjög bráölega. Borginni Edda Björgvins, Edda Þo’rarins, Saga Jónsdóttir og Guðlaug Bjarnadóttir, auk Brynju Bene- diktsdóttur sem leikstýrir. En Kabarettinn verður frumsýndur fimmtudaginn 3. júli. 1 Flugleik er tekiö fyrir hlut- verk hinnar sibrosandi flugfreyju sem er kannski ekki eins eftir- sóknarvert og i fljótu bragði viröist. Leikritið er ekki langt og á meðan menn njóta sýningarinnar geta þeir fengiö sér matarbita til aö narta I, eða keypt sér vin á barnum til að dreypa á i róleg- heitum. Skemmtileg tilbreyting frá einhæfum helgarfyllerium. ábyrgð á þessari mynd. Þegar hann hafi tekið að sér að leikstýra henni, hafi hann jafnframt reikn- að meö að taka á sig fulla ábyrgð á myndinni. t 18 ==gpS5=55Er PUNKTURINN: Greiðslur samkvæmt væntanlegu samkomulagi Þráinn tekur á sig alla ábyrgö SUNG/Ð INN / HJORTUN Hingað út kom Eisenhower enda haldnir margir fundir. Þaö versta er aö hæsin háir honum mjög um þessar mundir. Þessu vfsukorni stakk kunn- ingi að mér um daginn, og hvaö sem má segja um visuna, þá er þaö vist, að ekki var Pavarotti hás á föstudagskvöld. Hann hef- ur hinsvegar örugglega verið þreyttur, þegar tónleikunum lauk. A efnisskránni voru ariur eftir Verdi, Puccini, Boito, Massen- et, Cilea og Ponchielíi. Þá lék sinfónlan inn á milli forleiki og millikafla úr óperum eftir Verdi, Mascagni, Rossini, og Berlioz. Stjórnandi hljómsveit- arinnar á tónleikunum var Kurt Herbert Adler. Það er eitthvaö alveg sérlega hrifandi við góðan söng. Það er vist, aö þeir tvennir tónleikar, sem almennasta ánægju gesta hafa vakið á þessari Listahátið, eru Schoenbergtónleikarnir I Þjóðleikhúsinu og þessir tón- leikar Pavarottis. Þaö er engin tilviljun, aö I bæði skiptin var um virtúósasöng að ræða, hjá Rut Magnússon og Luciano Pava- rotti. Þegar fariðer rétt meö hið dásamlega hljóðfæri, röddina, er eins og tónlistarmaöurinn geti opnaö hjörtu tilheyrenda upp á gátt. Þetta virðist alla- vega eiga við um okkur Islend- inga, en það kann að helgast af þvi aö sú músikhefð, sem við eigum, er sönghefö og sáralitið annað. Þaö er þó mikill munur á þeim tvennum tónleikum, sem hafa verið bornir saman hér að ofan. Pierrot Lunaire er alls ólikt verk þeim, sem Pavarotti söng. Allt það sem Pavarotti söng vari hinum heföbundna stil hins fræga Italska óperuskóla. Pier- rot Lunaire er verk I svo ólikum stil að það er eins og um sé að ræöa tvö tungumál. Þó er þaö sameiginlegt með Pierrot og ar- iunum sem Pavarotti söng, aö þar er fyrst og fremst um að ræða dramatisk' verk, verk, sem krefjast tilþrifamikillar túlkunar. Tilþrifamikla túlkun fengum viö llka ómælda á báðum tón- leikum. Pavarotti er maöur, sem mikiðber á, hvar sem hann er, hann er hár vexti og mikill um sig. Þaö er þó ekki fyrr en Pavarotti I Laugardalshöll — ógleymanleg lifsreynsla, segir Ólafur Bjarni m.a. i umsögn sinni. hann fer að syngja að vald hans verður tilfinnanlegt. Hann þrif- ur athygli manns strax á fyrsta tón og heldur henni svo alger- lega að þegar hann hefur lokiö aríunni, finnur maöur að hver einasti vöðvi I likamanum er spenntur. Þannig er eins og maður hálf hrynji saman, þegar siöasti tónninn deyr út. Þessi hæfileiki til þess að þrifa sál áheyrandans og halda henni með söngnum er alveg einstæöur. Sllkir söngvarar fæð- ast ekki á hverjum degi. Rödd Pavarotti er einstæö. Bæöi er aö hann hefur hreint ótrúlega hæð, þaö er sagt að hann feili aldrei á háa-c, og eins er röddin svo fag- urlega björt og tær aö það er aö- eins hægt aö bera hann saman við einn söngvara að þvi leyti og það er Jussi Björling. Þaö veröur aö hafa i huga, aö tönleikar eins og þessir eru ótrúlega erfiöir fyrir söngvar- ann. A söngskránni voru sjö ar- iur, og svo söng Pavarotti þrjú aukalög. Þegar hann syngur óperu þarf hann ekki að syngja nema kannski tvær eða þrjár stjörnuariur þar sem mikiö er lagt á röddina. Efnisskráin á tónleikunum var eingöngu samansett af stjörnunúmerum og álagið á söngvaranum þvi miklu meira, fyrir vikið. Það má hverjum manni vera ljóst, aö það er ekki til sá náttúru- tenór I heiminum, sem gæti lagt svo mikiö á röddina i einu, án mikillar skólunar og aga. Skólun og agi eru hlutir, sem Pavarotti hefur mikið af. Þaö kann að viröast sem hann syngi þetta á kraftinum, og það er rétt að hann hefur nógan kraft og þarfnast hans, en krafturinn einn er ekki nærri nóg. 1 söng Pavarotti fóru saman agi, kraftur heitar tilfinningar, og sú blanda gefur góðan söng. Það er i raun ómögulegt að telja upp hverja einstaka ariu eða verk, sem sinfóntan spilaöi. Þaö er aöeins hægt að segja aö i heild voru þessir tónleikar ógleymanleg lifsreynsla. Það er satt, aö Laugardalshöllin er óþolandi staður til þess að hlusta á tónlist I, og eins til þess aö spila hana I eða syngja. En það er jafnvel eins gott, að eitthvaö var aðfinnsluvert, þvi annars hefðu þessir tónleikar veriö nánast óþolandi fullkomnir. En nú eru eflaust margir staö- ráönir i að heyra Pavarotti aftur við betra tækifæri og eins margir sem vilja kynna sér betur þau verk, sem hann söng brotúr. Þaö er vel, og viö skul- um vona að Listahátiö geti boöiö upp á Pavarotti aftur, sem fyrst. Aöur en botninn er sleginn hér i, verður aö minnast á stjórn- andann Kurt Herbert Adler. Hann varö þeirrar gæfu aönjót- andi, skömmu fyrir tónleikana, að verða faöir og er þó rúmlega sjötugur. Það fór ekki framhjá neinum, að hann var ánægöur með lifiö, hann var fullur af galsa og stráksskap á tónleikun- um og átti sinn þátt i þvl aö skapa andrúmsloft fullt af gleði. Hann tileinkaði nýfæddri dóttur sinni, Sabrinu Sif, eitt hljóm- sveitarverkanna, „Chasse et Orage”, úr „Les Troyens a Carthage”, eftír Berlioz, og áheyrendur kunnu vel aö meta. En sem sagt þetta voru ein- stæðir tónleikar, og sem betur fer voru upptökumenn viö- staddir og festu allt sem geröist á segulband og filmu, svo við getum notið þess aftur siðar. Þvi miöursá Rikisútvarpiöekki ástæðu til að taka upp Schoen- berg tónleikanna, svo hinn há- punktur hátlðarinnar varöveit- ist ekki nema I minningunni. En Listahátlðin var þess viröi að halda hana, þó ekki væri nema vegna þessara tveggja tónleika.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.