Helgarpósturinn - 27.06.1980, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 27.06.1980, Blaðsíða 10
10 Blaða- og tlmaritaútgáfa á ts- landi er mikil að vöxtum. Varla er til sá sérhópur i þjóðfélaginu, að hann gefi ekki út einhvers kon- ar ritling, sem miðaður er við ákveðinn og afmarkaðan lesendahóp. Þarna getur verið um að ræða fagtimarit alls konar og fréttabréf. Útgáfa afþreyingartimarita svokallaðra er alla jafna nokkuð blómleg. Þar koma blöð og fara. Sum lifa kannski bara eitt tölu- blað, eru eins og dægurfiugur, önnur standast timans tönn og koma út ár eftir ár. Sum þeirra deyja kannski drottni slnum einn daginn, en eru svo vakin upp frá dauðum nokkrum árum siðar. Afþreyingar-eða skemmtiritum má svo kannski gróflega skipta niður I nokkra hópa eftir efni þeirra og útgáfutiðni. Einn þess- ara hópa fylla blöð, sem I daglegu tali manna á milli eru kölluð „sorprit”. Fjöidi þeirra er nokk- ur, en þar eins og annars staðar I blaðaheiminum fæðast ný blöð, en önnur deyja. Til eru hins vegar nokkur blöð, sem gefin hafa verið út um langa hrið. Meðal þeirra má nefna Eros, Sannar sögur, Tigulgosann og Nýtt Crval, sem hóf aftur göngu sina um sfðustu áramót eftir nokkurra ára hlé. Helgarpósturinn fékk þær upp- lýsingar i nokkrum söluturnum, aö þaö væri alltaf nokkur sala I þessum blööum, en aö visu „eng- in roksala”, eins og ein af- greiöslustúlkan komst aö oröi. önnur rit, sem nefnd voru þegar Helgarpósturinn forvitnaöist um sölu á þessháttar timaritum, voru Sagan, Sakamál og Bósi, en rit þessi munu ekki vera ýkja gömul, og vafalaust eru þau til fleiri. Helgarpósturinn fékk þær upp- lýsingar, aö kaupendur þessara timarita væri fólk á öllum aldri, bæöi karlar og konur. Þaö viröist þó vera fremur algengara, aö ungt fólk kaupi rit eins og Eros, Sannar Sögur og Nýtt Úrval, og þá fremur stúlkur en piltar. Karl- menn, bæöi ungir og gamlir, eru hins vegar i meirihluta hjá þeim sem kaupa Tigulgosann, þótt stúlkur „hafi gaman af þvi aö fletta honum”. Ólafur Jónsson bókmennta- gagnrýnandi segir frá þvi i grein, sem hann skrifaöi um Islenska timaritaútgáfu I VIsi áriö 1972, aö hann fór út i sjoppu til aö kaupa þaö nýjasta af öllum skemmtirit- um, sem þá voru gefin út. Einu ritinu var vandlega pakkaö inn i plastpokka, og þegar hann var opnaöur, kom I ljós aö þar voru fyrir tvö eintök sem komin voru til ára sinna. Olafur segist hafa komist aö þeirri niöurstööu, aö þarna væri ekki um vörusvik aö ræöa, þvi eins gott væri aö selja lagerinn af gömlum blööum, sem ekki höföu selst, I staöinn fyrir aö prenta ný. Þessi rit væru jú alltaf eins. Helgarpósturinn fékk þaö staö- fest á fornbókasölu I Reykjavik, aö mikið væri keypt af gömlum eintökum þessara rita, og þá einkum á sumrin. Fólk keypti þetta áöur en þaö færi f sumar- feröalögin. Mest selda af þessum skemmtiritum i umræddri forn- bókaverslun reyndist vera tima- ritiö Satt, en útgáfu þess var hætt áriö 1976. Þaö rit mun hins vegar þótt hafa nokkra sérstööu þar sem þaö byggöi aö hluta til á Islensku efni, sem oft var ritað af þjóökunnum mönnum eins og Tómasi Guömundssyni og Sverri Kristjánssyni. //Frásagnir sem þykjast vera sannar" Um innihald þessara rita segir Ólafur Jónsson I áöurnefndri grein I VIsi: „Aöalefni þessara ruslaralegu rita eru erlendar reyfarafrásagnir, sem þykjast vera sannar, en tlmaritið Satt hefur þótt sér á parti I þeirra hópi fyrir þaö aö leggja sig eftir inn- lendum frásögnum af svipuöu tagi”. Þegar litiö er á þau timarit, sem hér veröur lltillega fjallaö um, kemur f ljós aö Tigulgosinn er nokkuö sér á parti hvaö efni snertir. Þegar flett er fyrsta tölu- blaöi 1980 sést aö þar er höfuö- áherslan lögö á efni, sem á ein- hvem hátt tengist kynlffi, þótt erfitt sé aö stimpla þetta rit sem beint klámrit. A útlensku myndi þaö vera kallaö „soft core”. Eins og á öörum blööum þessarar teg- undar, er forsiöan notuð til þess Föstudagur 27. júnf 1 ^hpl[]F=irpn^tl irinn „SORPRITIN,T lesefni hinna draumlyndu? eftir Guðlaug Bergmundsson myndir: Einar Gunnar aö fá fólk til að kaupa þaö. For- siöan er aö sjálfsögöu litprentuö og sýnir fallega nakta súlku. Þá eru á forsiöu tilvisanir á efni inni i blaðinu. „Oft er flagö undir fögru skinni”, segir máltækiö, og mætti hiklaust nota þaö um þetta tölu- blaö Tigulgosans. Ef forsiöan hef- ur gefiö mönnum einhverjar von- ir um efni blaösins, bregöast þær gjörsamlega. Ef viö gefum okkur þaö aö forsiöan sé nokkuö snotur, er ekki hægt aö segja þaö sama um innihaldiö, bæöi hvaö varöar útlit og efni. Sumt af þvi efni, sem visaö er til á forsiöu, finnst hrein- lega ekki, annaö er tæplega meira en forsiöutilvisunin segir. Af fjórum lengri frásögnum ritsins, fjalla þrjár um kynlif, en sú fjóröa fjallar um sovéskan njósnara 1 Bandarikjunum. Kyn- lifsfrásagnirnar viröast vera ætl- aöar tveim mismunandi lesenda- hópum. Þær eru annars vegar fyrir unga pilta og hins vegar fyr- ir eldri karlmenn. í sögunum tveim, sem höföa kannski fremur til yngri mannanna, koma upp aðstæður, sem margan ungan piltinn hefur vafalaust dreymt um. I fyrri sögunni segir frá þvi er kvenkyns kennari tælir ungan nemanda sinn og i þeirri seinni er þaö húsmóöir, sem tælir blaö- buröarpiltinn (sem oröinn er stálpaöur). Þarna er þaö I bæöi skiptin konan sem tælir saklausa pilta. 1 siöustu sögunni er þaö húsbóndinn á heimilinu, sem fer á bak viö eiginkonu sina meö þjón- ustustúlkunni. En honum „hefn- ist” fyrir þaö. H. Guömundsson, einn af aö- standendum blaösins.sagöi I sam- tali viö Helgarpóstinn, aö hann og félagi hans heföu aöeins veriö meö ritiö I 3-4 mánuöi. Umrætt tölublaö væri það fyrsta sem þeir heföu gefiö út og væri upplagiö 5500 eintök, en þeir ætluöu aö fara i 7000 næst. Hann sagöi aö þeir heföu fylgt sömu stefnu og fyrri útgefendur, þaö yröi aö gera þaö, þvi nafniö seldist ágætlega. Aöspuröur um tilgang þeirra meö útgáfu þessa blaös, sagöi viömælandi okkar, aö hann væri alls enginn, þeir væru aöeins aö ná sér i aukapening. Efniö sagöi hann aö væri þýtt úr erlendum blööum. Hann var spuröur aö þvi hvort sögurnar I blaðinu gæfu ekki aö einhverju leyti ranga mynd af þvi sem þær fjölluöu um. „Aö sjálf- sögöu”, svaraöi hann, „þaö er þaö sem fólkiö vill lesa”. „Maður tekur mátulega mark á þessu" Eros og Sannar Sögur f jalla um ástina og kynlifiö, þó þar sé kyn- lifiö tekiö allt öörum tökum en i Tigulgosanum (þar sem aftur á móti er ekki fjallaö um þaö sem venjulega er kallaö „ást”). Þar er fariö miklu „ffnna” I þaö, ekk- ert sagt, aöeins gefiö I skyn. Sög- urnar 1 þessum blööum eiga þaö sameiginlegt, aö þær eru allar frásagnir i fyrstu persónu, sem á vafalaust aö auka „sannleiks- gildi” þeirra, þvi allt eiga þetta aö vera sannar sögur. Ennfremur eru sögumenn undantekningar- iaust konur. Sögurnar eru allar byggöar eins upp. Þar segir kona frá sambandi sinu viö einhvern mann. Eins og svo oft kemur fyrir i raunveruleikanum, koma upp alls kyns erfiöleikar, sem valda sögumanni miklum áhyggjum, en eins og vera ber, fer allt vel aö lokum. Ef konan giftist ekki þeim karlmanni, sem á hug hennar I upphafi frásagnar, kemur alltaf einhver a'nnar til skjalanna og i lokin er efnt til hjónabands. Kon- an hefur höndlaö þá æöstu ham- ingju, sem nokkurri konu getur faliiö 1 skaut. Þaö er skemmtilegt viö sumar þessara frásagna, aö konan, sem segir frá, hefur haft einhverja kynlifsreynslu áöur en hún hittir ævifélagann og þarf hún endilega aö koma þvi aö, en slær þó þann varnagla, aöhún hafi nú ekki ver- iö lauslát. ó, nei. Helgarpósturinn hitti f yrir 3 ungar stúlkur þar sem þær voru að vinna uppi í öskjuhliðog spurði þær hvort þær læsu eitthvað af þeim blöðum, sem til umræðu eru hér að ofan. „Ég les þau stundum, þegar ég hef ekkert annaö aö gera”, sagöi Ellen Haraldsdóttir, 15 ára. „Mér finnst þau mjög væmin. Þetta eru allt ástarsögur. Þær byrja hryllilega, en enda allar eins, hamingjusamlega”, sagöi hún. „Égkaupi þau einstaka sinnum til aö lesa þau”, sagöi Guörún Guömundsdóttir, 15 ára. Hún sagöi, aö þaö væri samt langt siöan hún heföi lesiö þau siöast, en sér fyndist þau ágæt. Hún var spurö aö þvi hvort hún myndi fara eins aö og konurnar i þessum ástarsögum. „Nei, ég held ekki”, sagöi Guörún. „Ég les Sannar Sögur, Eros og iika gömul Satt. Ég var veik I hálfan mánuö um daginn og las bunka af gömlum blööum”, sagöi Dagbjört Snæbjörnsdóttir 16 ára. „Þaö er stórfint aö lesa þetta þegar maöur er aö hvlla sig. Sögurnar eru æöislega vitlausar og furöulegustu hlutir sem gerast. Karlinn fer illa meö konuna, þau skilja en taka saman á nýjan leik”, sagöi Dagbjört. Hún var spurö aö þvi hvort hún teldi sig geta lært eitthvaö af þessum sögum. „Já, ég held, þaö”, sagöi hún, „hvernig maöur á aö haga sér viö karlmenn.” Þessar konur eiga þaö lika flestar sameiginlegt, aö annaö hvort er ekki getiö um störf þeirra, eöa þá aö þau eru hvers- dagsleg og litt spennandi. Þaö besta sem gæti hent þær, er aö sjálfsögöu aö finna sér mann þannig aö þær geti hætt aö vinna til þess aö annast eiginmann sinn og búa honum gott heimili. Á þessu eru þó undantekningar, en þá hefur konugreyið kannski gert sér allt of háar hugmyndir um starf sitt i upphafi og aö sjálf- sögöu orðiö aö endurskoöa þaö aö einhverju leyti. Eins og áöur segir, eru þaö aö meirihluta ungar stúlkur sem lesa þessi blöö, og þarna er þeim greinilega bent á aö affarasælast sé fyrir þær aö finna rétta mann- inn, „sem guö hefur skapaö fyrir þær” og ganga I hjónabandiö. Viðmælendur Helgarpóstsins I söluturnunum, sem voru eingöngu konur, höföu allar lesiö þessi rit þegar þær voru yngri, en töldu aö þau gæfu ekki rangar hugmyndir um lifiö og tilveruna og þau ættu ekki aö hafa nein slæm áhrif á lesendurna. „Maöur tekur mátulega mark á þessu”, sagöi ein þeirra. Af köldum körlum „Nýtt Úrval höföar meira til karlmannsins”, sagöi Vilberg Sigtryggsson útgefandi ritsins I samtali viö Helgarpóstinn. Vilberg tók viö útgáfu þessa rits um sfðustu áramót, en þá haföi þaö ekki komið út slöan 1970. Hann sagðist halda sömu stefnu og fyrri útgefendur, og bætti þvi viö, aö i fyrsta heftinu, sem hann gaf út, hafi hann eingöngu notaö sögur, sem höföu áöur birst I Nýju Úrvali, „til aö rifja þetta upp fyrir fólki.” Sannast þar enn orö Ólafs Jónssonar um notaö og nýtt I sambandi viö þessi blöö. Strax og litiö er á forstiöu Nýs Úrvals, sést aö þaö er stilaö upp á karlmenn. í staö fallegra lit- mynda af fallegu fólki á forsiöum hinna blaöanna, er hér teiknuö mynd af „hörkulegum og karl- mannlegum” hermanni. Enda fjalla sögurnar um kalda karia, hvort sem þaö er I bardögum eöa I viöureign viö kvenfólk. Af sex frásögnum i ööru tölublaöi 1980, fjalla þrjár um ástarævintýri karlmanna, og er ein þeirra titluö sem smásaga, sem á þáliklega aö gefa til kynna, aö hinar séu sann- ar. Ein frásögnin segir frá glæpa- máli. Loks eru svo tvær, sem segja frá liönum, timasettum at- buröum, öörum á þessari öld, en hinum frá þeirri siöustu. Þaö er eins I þeim „ástar- ævintýrasögum”, sem þarna birtast og svo mörgum öörum, aö konan er alltaf látin vera i hlut- verki freistarans, eins og Eva I Paradis foröum. Karlinn er hins vegar samþykkjandi „fórnar- lamb” og yfirburöamaöur þegar á reynir. Einn munar t.d. ekkert um aö gagnast tuttugu konum(aö vlsu kinverskam?) um margra mánaöa skeiö. „Þetta er hlutur sem gerist ekki i raunveruleikanum, en þaö er allt i lagi aö láta sig dreyma um svona”, sagöi Vilberg um þetta atriöi. Vilberg sagöi aö upplag Nýs Úrvals væri fjögur þúsund eintök og um tilganginn meö útgáfu svona rits, sagöi hann aö þetta væri bara afþreying, hann heföi s jálfur m jög gaman af þvi aö lesa svona sögur. Auk Nýs Úrvals, gefur Vilberg lika út rit sem hann kallar Læknasöguna, sem einkum er ætlaö konum, svona „til mót- vægis” viökarlaritiö eins og hann segir. Þar er hvert rit sjálfstæö saga og eru þær þýddar eftir dönskum bókaflokki. Sögur þess- ar eru I anda klasslskra lækna- rómana þar sem upp koma hin margvislegustu vandamál, sem öll leysast farsællega og þá gjarn- an meö hjónabandi. „Bundið við sannar frásagnir" Siguröur Arnalds gaf út tima- ritiö Satt I 24 ár, frá 1953—1976. Eins og nafniö gefur til kynna og segir á kápuslöu, flytur ritiö aöeins sannar frásagnir. Upplag þessa rits var frá fjögur upp I rúmlega nlu þúsund eintök. Efniö var „bæöi úr erlendum timaritum | 22

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.