Helgarpósturinn - 27.06.1980, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 27.06.1980, Blaðsíða 24
___hplrjFirpn«=r/y irínn Föstudagur 27. júní 1980 Vid kjósum forseta við kjósum Guðlaug! Ásgeir Bjarnason, form. Búnaðarfélags ísl. Gunnar Guðbjartsson, form Stéttarsamb. bænda. Sigfinnur Karlsson, form Alþýðusamb. Austurlands. Sævar Bjarnason, form. Verkalýðsfél. Skagastr. Þórir Daníelsson, fr.kv.stj. Verkamannasamb. ísl. Þórunn Valdimarsdóttir, form. Verkakvennafél. Framsókn Jón Helgason, form. Verkalýðsfél. Einingar. Guðríður Elíasdóttir, form. Verkakvennafél. Framtíðar, Hf. Hallgrímur Pétursson, form. Verkamannafél. Hlífar Gylfi Kristinsson, form Æskulýðssamb. ísl. Guðlaugur fær okkar atkvæði! # Sigurjón Sighvatsson, velþekkt nafn úr íslenska popp- bransanum gegnum árin og fyrrum framkvæmdastjóri Hljóö- rita í Hafnarfirði, hefur undan- fariö stundaö nám viö kvik- myndaskóla f Los Angeles I Kalifornlu meö handritsgerð sem aöalfag og þótt standa sig meö af- brigöum vel. Nú heyrir Helgar- pósturinn aö Sigurjón hyggist láta svo um munar að sér kveöa á þessu 'Sviöi. Hann hefur fengiö einkarétt hjá norska rit- höfundinum Thorbjörn Egner, sem hér er alkunnur fyrir sln vin- sælubarnaleikrit, til aö framleiða kvikmynd eftir leikritinu Dýrin i Hálsaskógi. Undirbúningur þessarar kvikmyndageröar mun hafa staöiö alllengi, en hún kemur til meö aö kosta verulegar fjár- upphæðir og standa bandariskir, norskir og islenskir fjár- mögnunaraöilar aö henni. Sigur- jón mun hafa fengið til liös viö sig reynda fagmenn úr bandariskum kvikmyndaiönaöi. Handrit liggur fyrir og var ráögert aö hefja kvik- myndagerðina sjálfa I árslok i Bandarikjunum og i Noregi, en frumsýning var áætluö siöla sumars 1981 á Islandi og i Noregi. Fróölegt veröur aö fylgjastmeö framhaldi þessa máls... # Af Islendingum I Los Angeles má annars segja þær fréttir aö félag þeirra hélt upp á þjóð- hátlðardaginn 17. júni sl. laugardag 21. júni þar I borg meö góöum fagnaði. Til þess aö skemmta á þessari samkomu haföi veriö fenginn okkar slvin- sæli söngvari Haukur Morthens, en jafnframt voru Stuðmenn staddir á staönum. Rétt áöur en Haukur hélt útá flugvöll segir sagan aö formaöur Islendinga- félagsins I Los Angeles, Jakob Magnússon hljómlistarmaður. hafi haft samband viö hann og beöið hann um aö hafa meöferðis I farangrinum fleiri hundruö Is- lenskar pulsur, þvi aö þaö væri ekki hægt aö halda 17. júnl hátiö- legan án þess að geta fengiö sér pulsu meö öllu. Mun þessi sam- koma þvl hafa lukkast eins og best veröur á kosiö, en ekki fylgir sögunni hvernig Haukur fór aö þvi aö flytja pulsurnar... # Haukur Morthens er reyndar á fullu viö þaö um þessar mundir aö vinna viö nýja hljómplötu þar sem hann syngur viö undirleik jazzrokkhljómsveitarinnar Mezza- forte _. # Og frá þessum nestor íslenskra dægurlagasöngvara til nýjustu stjörnunnar á þvi sviöi Bubba Morthens, bróöursonar Hauks og gúanórokkara, sem mikiö hefur veriö umskrifaöur hér i Helgarpóstinum undanfariö ásamt félögum I Utangarös- mönnum. Hljómsveitin vekur æ meiri hrifningu og fyrsta sending af plötunni tsbjarnarblús mun uppseld. Helgarpósturinn hefur fregnað aö hljómplötuútgáfan Steinar hf. sé I þann veginn aö gera samning viö Utangarös- menn og hafi boöist m.a. til þess aö leggja tugmilljónir I aö koma þeim á framfæri erlendis og gefa út tvær litlar plötur og þrjár stórar á erlendum markaöi til aö fullreyna möguleikana erlendis. Það var hins vegar bókaforlagiö Iöunn sem sá um útgáfu Is- bjarnarblús. Draumurinn um heimsfrægöina freistar greini- lega enn Islenskra rokkara... # tslenski dansflokkurinn hefur meö árunum oröiö aö allföstum punkti í Islensku menningarllfi og hafa framfarir hans þótt stór- stigar hin seinni árin. Samt hefur f járveitingarvaldiö haldiö flokknum I peningalegri spennitreyju og framtiö hans I óvissu. Nú er svo komiö aö fé- lagar I dansf lokknum hafa ritaö stjórnvöldum bréf þar sem til- kynnt er aö fáist ekki bætt úr kjörum og starfsskilyröum þeirra þá muni þeir ekki mæta til vinnu viö upphaf nýs leikárs næsta haust. Félagar dansflokksins, sem eru tíu talsins, hafa þurft að lifa af rúmlega 200 þús. kr. föstum mánaöarlaunum. Þeir fara nú fram á sömu kjör og B- samningsleikarar Þjóöleik- hússins, sem ráönir eru til 12 mánaöa I senn. Jafnframt fer dansflokkurinn fram á aö Þjóöleikhúsinu verði gert kleift aö nýta starfskrafta hans I ríkari mæli með sérstökum fjár- veitingum fyrir danssýningar. Fulltrúar dansflokksins voru á fundi I fjármálaráöuneytinu nú fyrir helgina, en ekki er vitaö um viöbrögð stjórnvalda. Þess má geta aö ráöningarsamningur nú- verandi balletmeistara Þjóðleik- hússins, Kenneth Tillson.var ekki endumýjaöur... #lslenskir sjónvarps- áhorfendur fara þess á mis að sjá Utangarösmenn á skjánum á næstunni. Til stóö aö hljómsveitin kæmi fram I skemmtiþætti Helga Péturssonar á slöasta útsend- ingarkvöldi fyrir sumarfrl sjón- varpsins I júll. Svo fór þó aö sjón- varpiövildifá Bubba einan og sér til að koma fram I þættinum, en þvl var hafnaö af hálfu þeirra félaga... # Þótt Helgi Pétursson hafi oröiö af Utangarðsmönnum I þáttinn sinn og láti jafnframt senn af störfum sem ritstjóri Vik- unnar eftir nokkurt havari, er sitthvaö sem gengur honum I haginn. Þannig hlaut Helgi atkvæöi allra viöstaddra útvarps- ráösmanna, sex talsins, á fundi á miövikudag, þar sem til afgreiðslu kom staöa frétta- manns hjá hljóövarpinu. Fulltrúi Alþýðuflokksins var fjarverandi þegaratkvæöagreiöslanfór fram. Meðal umsækjendanna fimm var hins vegar einnig Halldór Halldórsson, sem á aö baki tals- verðan starfstlma á fréttastofu hljóövarpsins auk þess sem hann var blaöamaöur Helgarpóstsins s.l. sumar, og er nú aö ljúka meiraprófi I fjölmiölun frá bandarlskum háskóla. Þaö var Halldór sem hlaut meömæli Margrétar Indriöadóttir, frétta- stjóra en útvarpsráö hefur greini- lega sniögengiö þau. Boltinn er nú hjá Andrési Björnssyni, útvarps- stjóra... # Fréttamannsstaöan sem um er að ræöa er sú sem Sigurður Sigurösson, varafréttasjóri hefur gegnt i áraraöir. Llklegt er taliö aö viö stööu varafréttastjóra taki Kári Jónasson, núverandi formaöur Blaöamannafélags tslands, en hann hefur veriö eins konar vara-varafréttastjóri hljóövarpsins um nokkurt skeiö...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.