Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.09.1980, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 26.09.1980, Qupperneq 4
4 FöstudagUr 26. september 1980 NAFN: Bjarki Elíasson STARF: Yfirlögregluþjónn í Rvk FÆDDUR: 15. maí 1923 HEIMILI: Frostaskjóli 11HEIMILISHAGIR: Eiginkonaf Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir og eiga þau eina dóttur, Þórunni. Þá á Biarki þrjú börn frá fyrra hjónabandi BIFREID: Audi 100 árg/77 ÁHUGAMÁL: Útivera, myntsöfnun, Ijóðalestur o. fl. 1 Lögreglan fer ekki i manngreinarálit Lögreglan er.öllu jöfnu umdeild stofnun. Hlutverk iögreglumanna er aö halda uppi lögum og reglum og oft er það erfitt og iitt öfundsvert hlutverk. Ýmsir eruþeir sem telja lögreglumennhérallsekki starfisinu vaxna, þeir séu iippfuliir af fordömum i garð ákveðinna hópa, og oft séu iikamlegir kraftar látnir ráða feröinni þegar fgrundun og hófsöm af- greiðsla ætti betur við. Aðrir telja hins vegar Isienska lögreglumenn til fyrirmyndar, þeir séu hjálp- samir, bóngóöir og kurteisari og liprarien eriendir starfsbræður þeirra. Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn er i Yfirheyrsiu Helgarpóstsins að þessu sinni og svarar ýmsum þeim gagnrýnisröddum sem heyrst hafa, þegar máiefni lögreglunnar hefur borðiá góma. Eru islenskir lögreglumenn eftirbátar kollega sinna i nágrannalöndunum? „Nei, alls ekki.” Er menntun þeirra jafngóð og starfsbræöra þeirra ytra? „Ég reikna með þvi að al- menn menntun islenskra lög- reglumanna sé allgóð þegar þeir koma til starfa. Siðan er reynt að láta þá fá þá menntun, sem að starfinu snýr i lögreglu- skólanum. Þá hafa og nokkrir lögreglumenn hlotið framhalds- menntun á ýmsum sviðum lög- reglumála.” Eru einstakir lögreglumenn teknir út úr og sérfræddir, svo sem hvernig haida eigi fjöl- mennum hópi i skefjum, sem mögulega gæti ógnaö iögum og reglum, eða hvernig mæta eigi vopnuöum hópi manna? Já, en það er dálitið önnur að- staða hjá okkur, en viða ytra. Við höfum ekki upplifað það að þurfa að berjast við flugræn- ingja, eða aðila sem hertaka sendiráð, þótt við getum raunar alltaf búist við þvi að slikt geti komið hér upp. Við höfum reynt að undirbúa okkar menn, eftir þvi sem við höfum getu til. Þvi er hins vegar ekki að leyna, að lögregluliðið er ekki það fjöl- mennt að við getum tekið út hóp manna til einhverra sérstarfa, þar sem þeir verði i viðbragðs- stöðu ef alvarlegri atburðir skjóta upp kollinum. Slikt er aðeins hægt i stærri þjóð- félögum.” Hefur islenskum iögreglu- mönnum verið sagt upp störfum vegna slælegrar frammistöðu eða vegna þess að þeir hafi gerst offarari starfi? Er haldið fast u n okkar iögreglumenn og séð svo um aö þeir standi sig í stykkinu? . „Það held ég að megi segja. Mönnum hefur aftur á móti ekki verið vikið frá, nema þeir hafi brotið af sér i starfi. Lögreglu- starfið er þannig, að það er ekki hægt að meta hæfni manna eftir þvi hvað þeir gera margar skýrslur eða standa að mörgum handtökum. Þetta er fyrst og fremst fyrirbyggjandi starf, en hins vegar krefjumst við þess að menn séu reglusamir og vinni innan þeirra marka sem lög leyfa og sýni af sér þá háttsemi sem krafist er.” Það er hald ýmissa að það sé yfirleitt sömu mennirnir innan lögreglunnar, sem fá á sig kærur eöa kvartanir frá borgurum, vegna ókurteisi, harkalegrar meðferðar eða misnotkunar á valdi. Er þetta rétt? „Nei, það eru ekki alltaf sömu mennirnir, en hitt veit ég að slikar kærur eöa kvartanir eru fátiðar. Hins vegar má vera aö súmir menn innan lögreglunnar séu starfsamari en aðrir, lögreglumenn sem komast i gegnum starf sitt án þess að gera nokkurn skapaöan hlut og láta allt fram hjá sér fara, eru ekki góðir lögreglumenn. Maður veit náttúrlega að sá lögreglu- maður, sem er ötull og tekur t.d. marga borgara fyrir of hraðan akstur, eða ölvun við akstur, lendir oftar i hringiðunni og kasti við almenning en aftur hinn sem sjaldan eða aldrei lendir i sliku. Af þvi vill nú skapast sú aöstaöa að spjótin standa oftar á þeim aðila, sem er starfsamari en hinum sem litið aðhefst.” Hvernig menn menn viljið þið i lögregluna? Viljið þiö menn sem eru starfsamari en aörir, eins og þú nefndir það, eða hina gerðina sem er meira og minna „passivir"? Hvernig er fyrir- myndarlögreglumaður i þlnum augum? „Við viljum menn sem eru starfsamir, en komast samt frá sinum verkum án þess að lenda upp á kant við almenning.” Nú finnst mörgum, sem islenskir lögreglumenn margir standist illa þrýsting og missi þá jafnvel stjórn á sér og einnig að þá missi þeir hæfiieikann til þess að „lempa” mái eins og þaö hefur verið kallað. Eru þinir menn ekki þjálfaðir I þvi að starfa undir þrýstingi og viö erfiðar aðstæður? „Starfið er nú þannig að il’i- mögulegt er að þjálfa menn í þvi að takast á við einstök og óvænt atvik i þessu starfi. Yfir- leitt held ég aö islenskir lög- reglumenn hafi komist vel frá sinu starfi. Við fáum að þvi ég best veit, færri kvartanir vegna okkar starfa en gerist og gengur erlendis.” Nú var og er það stundum sagt að lögreglumenn séu fyrst og fremst ráðnir vegna likams- burða, en ekki vegna vitsmuna. Hvað um þessar staöhæfingar? „Menn eru ekki eingöngu ráðnir vegna likamsburöa, það er alrangt. Engu aö siður er æskilegt að fari saman andlegt og lfkamiegt atgervi” Litum aðeins á margnefnt Hallærisplansmál. Eru deilur meðal yfirmanna iögreglunnar um það hvernig skuli taka á þvi frá hendi lögreglunnar? „Nei, það eru ekki deilur um það. Það er ljóst aö það þarf að lita til þessa ástands á svo- nefndu Hallærisplani. Það er á hinn bóginn aldrei hægt að vita fyrirfram hvernig ástandið verður á planinu um þessa helgi, eða þá næstu. Það fer eftir veðri, árstima og hvaða aðrir möguleikar eru fyrir ung- lingana um helgar. Þau einu fyrirmæli sem okkar menn hafa fengið um Hallærisplanið, eru þau sömu og þeir tá almennt, þ.e. að halda uppi reglu og miða störf s’in við ástandið á hverjum stað og tima”. Nú hefur heyrst að mejn- ingarmunur hafi verið um það hvort lögregian skyldi fara með gát á föstudags og laugardags- kvöldum á Hallærisplaninu eða hvort hún ætti að láta tii skarar skríða t.d. með fjöldahand- tökum og dreifa hópnum. Hafa slik skoðanaskipti átt sér stað meöal yfirmanna lögreglu? „Það hafa engar fyrirskipanir verið gefnar, nema að þarna sem annars staðar skuli halda uppi almennri reglu. Þó að nokkur þúsund manns safnist saman á planinu þá eru aðeins nokkur hundruð þeirra til óþæg- inda. Það er venjan að aöeins séu þeir handteknir, sem eru ölvaðir, efna til óláta eða hindra lögregluna i starfi.” Nú vilja unglingarnir sjáifir margir hverjir meina, að lög- reglan beiti stundum „úllen dúllen doff ” aðferð, þegar krakkar eru handteknir á Haii- ærisplaninu og mun harkaiegar sé gengið að þeim, en t.d. gestum vinveitingahúsa, sem vafri misdrukknir utan þeirra fyrir og eftir ball.” „Þaö er enginn greinarmunur gerður á mönnum, þegar halda skal uppi lögum og reglu. Það skiptir ekki máli hvort unglingur eða fullorðinn stendur i vegi fyrir þvi aö almennri reglu megi halda uppi. Hins vegar ef unglingar eru að þvælast um kannski veifandi áfengisflöskum, þá erkomið allt annaö mótiv fyrir handtöku. Þetta fólk hefur ekki komist lög- lega yfir áfengi og er I mörgum tilfellum að brjóta útivistar- reglur. Viö teljum þaö skyldu okkar að hafa afskipti af sliku.” Þú neitar þvi sem sé, að harkalegar sé tekið á unglingunum en þeim full- orðnu? „Jú alfarið. Ef þetta fólk færi niður i bæ og væri ekki ölvað, kastandi flöskum, eða brjótandi rúður þá myndum við ekki skipta okkur af þvi, frekar en öðrum heiðvirðum borgurum.” Þú talaðir um ástæður fyrir handtöku áðan og minntist á að grundvöllur handtöku gæti verið sá, að menn hefðu hindrað lög- regluna í starfi. Nú var biaða- maður Helgarpóstsins handtek- inn á dögunum, ódrukkinn og þvi borið við að hann hefði hindrað lögregluna i starfi. Hve langt má teygja þessa klásúlu, hvenær er borgari að hindra lögregluna i starfi? „Við skulum taka sem dæmi, ef reynt er að hindra það að brotamaður sé tekinn og enn- fremur t.d. ef menn eru með orðum eða öðru athæfi að æsa fólk upp gegn starfi lögregl- unnar þá er það orðið hindrun i starfi. Þetta er lika hægt að gera á ýmsan óbeinan hátt með þvi að standa og þvælast fyrir og þykjast eiga leið um, en sýni- lega gert til þess að torvelda störf lögreglu. Slik tilvik þekkjum við vel úr okkar störf- um.” Þýðir þetta ekki í raun.að lög- reglan hefur þetta gjörsamlega i hendi sér og getur handtekið nánast hvern sem er i stórum hópi manna og borið þvi við að um hindrun við störf tögreglu sé að ræða? „Nei, þarna er ekki um neinar geðþóttaákvarðanir að ræða hjá lögreglumönnum. Aðgerðir manna verða óvéfengjanlega að sýna að þær eru ögrun eða hindrun við það sem lögreglan er að gera, ef til handtöku á að koma.” Nú er haft á orði að lögreglu- menn standi ávallt saman og bakki hver annan upp fram i rauðan dauðann, enda þótt öðrum vitnum beri saman að at- burðarrásin hafi verið allt önnur en iögreglumenn kveði á um. Þaösésemsagti gangi eins konar samsæri meðal lögregiu- manna um að „sameinaðir standi þeir og sundraðir falli þeir” og sé ekki ailtaf spurt um réttlæti eða rangiæti. Hvað um þetta, Bjarki? ,,6g kannast ekki við slika samsæriskenningu. Ég benti á það, að þeir lögreglumenn sem hafa gerst brotlegir hafa orðið að svara til saka og það hefur kostað suma þeirra starfið. Það er ekki staðið saman um að fela það, ef lögreglumenn hafa gerst brotlegir eða offarar i starfi. Þá eru slik mál tekin fyrir. Það eru dæmi um slikt. En þetta er gert og verður að gera.” Hefur það aldrei gerst að lög- reglumenn hafi verið sannan- iega staðnir að þvi að staðfesta ranga, sögu félaga sins? í svipinn man ég ekki til þess, að það i minni tið hafi komið upp alvarleg mál af þvi tagi. Ersú gagnrýni t.d. herstöðva- andstæðinga og ýmissa rót - tækra vinstri manna, að þeir séu meðhöndlaðir á annan og harkalegri hátt af iögreglunni en gengur og gerist? Að þið takið af ykkur silkihanskana, þegar þvi fólki er að mæta? „Þetta er alrangt. Hins vegar er það svo að þeir haga sér öðruvisi gagnvart okkur en aðrir borgarar sem við þurfum að hafa afskipti af. Það er alveg á hinn veginn.” Er skoðaður pólitiskur bak- grunnur þeirra manna sem sækja um lögreglustarfið? „Nei.” Hvernig stendur þá á þvi, að þorri lögregiumanna virðist standa hægra megin við miðju stjórnmála? „Ég stórefast nú um þessa staðhæfingu. Ég veit ekki betur en að i lögreglunni starfi menn úr öllum stjórnmálaflokkum, þótt ég þekki auðvitað ekki stjórnmálaskoðanir langflestra lögreglumanna. Aftur á móti ræða menn sinar pólitisku skoð- anir ósköp frjálslega og ótta- laust innan lögreglunnar sem annar staðar. Og ef á að skil- greina lögreglumenn eftir stjórnmálaskoðunum, þá verður þú að leita eitthvað annað eftir upplýsingum en til min.” Aö iokum Bjarki. Nú er lög- reglan oft á milli tanna fólks. Verður þú oft fyrir áreitni frá borgurum vegna þins starfa? Ég verð það aldrei frá ódrukknu fólki. Hins vegar hef ég 0ft orðið fyrir miklu ónæði hvenær sem er á sólarhringnum frá drukknu fólki og sjúku og þá jafnvel liflátshótanir fylgt. En þetta virðist fylgja þessu starfi og sem betur fer hefur þetta farið minnkandi á seinni árum. Hitt er miklu algengara að haft sé samband við mann til að þakka fyrir veitta aðstoð, og það gefur lifinu aukið gildi ef maður finnur að eitthvað gott hefur leitt af starfi manns. eftirGuðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.