Helgarpósturinn - 26.09.1980, Page 13
13
HoltJFirpn<=rfr irinn Föstudagur 26. september 1980
lendinga á þvi var hreint asna-
spark. Úr þvi aö ekki er hægt aö
ræöa mál, sem ger :ist fyrir 70 ár-
um af viti, þá er varla von, aö
hægt sé aö ræöa af viti málefni
liöandi stundar, enda viröast
menn neita sér um þaö.
Og svo er annaö. Þaö er aldrei
hægt aö halda sér við megin-
atriöin. Maöur er ekki fyrr búinn
aðsnúa sér viö, en öll umræöa er
komin út i gersamlega þýöingar-
laus aukaatriði.
Nei — þvi miöur þetta viröist
mest vera innantómur vaöall og
sýndarmennska annars vegar og
hagsmunastreö hins vegar”.
„f jöllin eru misliá”
vegar 224 talsins, þegar siöast
fréttist. Það er hlægilega há tala,
þegar til þess er litiö, aö i Dan-
mörku eru þau nokkrum tugum
fleiri, enda þótt Danir séu 25sinn-
um fleiri en viö Islendingar”.
Ég veit ekki, hvaö ég hef veriö I
mörgum nefndum, sem um þessi
efni hafa fjallað, hvaö ég hef •
skrifaö margar greinar eöa flutt
margarræöur, en þaö hefur stoöaö
litiö. Sjálfsagt yfirlæti aö búast
við því aö þetta stagl heföi áhrif.
Sú tillaga var einu sinni sett fram
og ég er viss um, aö hún fer nærri
réttu, aö skipta eigi landinu I
rúmlega 60 sveitarfélög, eins og
ég minntist á, sem myndi aftur
nokkur fylki, 7—9, eitthvaö i átt
viö kjördæmin. Meö þessu væri
hægt að skapa starfhæfar eining-
ar, sem gætu talaö viö rikisvaldiö
á öörum grundvelli en gerist i
dag.
Þetta hefur allt verið sett i
pækilinn. Þaö má þó vera, aö
eitthvaö sé aö rætast úr. Mér hef-
ur skilizt, að harösnúin sveit
atorku- og gáfumanna sé aö vinna
aö þessu núna. Ef Svavari Gests-
syni tekst aö leysa þennan hnút
eins og hann hefur lýst yfir, aö
hann stefni aö I sinum ráðherra-
dómi, þá ætla ég, aö hann hverfi
úr embætti viö góöan oröstir.
Gallinn hefur veriö sá, aö þaö
hafa svo nauöafáir stjdrnmála-
menn i raunhaft nokkurn áhuga á
þessum málum eöa stjórnsýslu-
málum yfirleitt.
Stjórnmálamenn vita, aö tæp-
ast höföa þeir til neins hags-
munahóps ef þeirvilja breytingar
á stjórnsýslumálum, sist af öllu
að sameina sveitarfélög. Þaö
viröistallt of viökvæmtmál, til aö
nokkur stjórnmálamaöur þori aö
taka á því. Tillagan sem ég
nefndi, gengur út á þaö aö flytja
valdiö út — frá centralinu i höfuö-
borginni. Þetta hefur allt saman
veriö stöövaö í vaöli og endaleysu
hjá blessuðum pólitikusunum
okkar og þar eru sveitarstjdrnar-
menn svo sem ekki syndlausir”.
— Hvers vegna hafa borgar-
stjórnar- og sveitastjórnarmál
tekið hug þinn svona fanginn?
— Þetta eru I eðli sinu ákaflega
fjölbreyttur málaflokkur, snertir
fiest svið mannlegra samskipta
og ég vasaðist þar i öllu mögulegu
ograunar ómögulegu lika. Starfs-
sviömitt varmeö eindæmum vitt
er óhætt aö segja — lögfræöistörf-
in voru nánast aukaatriöi. Ég
fjallaöi lengi um félagsmál i
viöri merkingu, heilbrigöismál,
fræðslumál og alls konar menn-
ingarmál, var t.d. formaöur i
framkvæmdastjórn fyrstu lista-
hátiöar, sá um kaup á listaverk-
um, haföi afskipti af útgáfu rita
um sögu Reykjavikur, ég samdi
fjöldann allan af lagafrumvörp-
um ogreglugeröaýmisteinn eöa i
samvinnu viö aðra, ég rótaðist
inn I náttúruverndarmál, var
lengi á kafi í skipulagsmálum og
byggingarmálum. Þá fór ekki
lítill timi i það aö vera hálfgild-
ings veislustjóri 10—15 ár og þá
oft leiðsögumaöur gesta, bæði
utanbæjar og innan. Ég man
þó eftir einum málaflokki, sem ég
kom aldrei nálægt. Þaö voru
málefni bæjarútgeröarinnar!
— Þú nefndir þarna veisluhöld
á vegum borgarinnar. Er veislu-
gleöin of mikil hjá borginni — nú
og fyrr?
„Þaö er auövitaö alltaf álita-
mál. Aftur á móti er alltaf mikill
gestagangur i höfuöborgum og
gestgjafahlutverkið er i hendi
borgarstjórnar og borgarkerfis.
Hins vegar er alger óþarfi að slá
upp veislu fyrir hvern sem er.
Samkvæmi geta oft verið góöra
gjalda verö — I hófi þó.
„Áhvaroanir við ðarborð”
— „Veisluhöld góöra gjalda
verö” — segir þú. Attu þá viö, aö
oft gangi samningaviöræöur
betur i samkvæmunum sem
fylgja, en ef til vill viö sjálft
samningaboröiö?
,,Oft hefur veriö sagt aö þær
ákvaröanir sem einhveru máli
skipta séu teknar viö barborö. Ég
sel þetta ekki dýrara en ég
keypti, og ekki hef ég sjálfur
veriö viöstaddur mikilvægar
ákvaröanatökur i stjórnsýslu viö
slik borö.”
Mér leikur þó grunur á, aö vart
hafi Churchill og Stalin verið
þurrbrjósta er þeir funduöu i lok
striösins.”
— Talandi um veizluhöld og
gleðskap. Attir þú sjálfur i
erfiöleikum með brenniviniö?
„Þaö þarf vissulega mikiö þrek
— miklu meira en ég hef — til aö
standa i svona veizlufargani Já —
mér hefur þótt sopinn góöur. Þaö
er ekkert launungarmál. En þaö
er þaö merkilega, aö stundum
kemur fyrir að menn læra af
reynslunni. Og eftir reynslu,
hreint ekki litla, komst ég aö
þeirri niöurstööu, aö þetta „lifs-
ins vatn” og ég ættum ekki sam-
leiö. Þess vegna hef ég nokkur ár
svo til látið brenniviniö eiga sig,
og er nánast búinn aö missa allan
áhuga á þvi. Hins vegar finnst
mér sjálfsagt eöa ekkert viö þaö
aö athuga, aö þár, sem hafa fulla
stjdm á hlutunum, fái sér i staup-
inu — öðru nær. Mér finnst siöur
en svo lakara aö vera innan um
fólk, sem drekkur i sæmilegu
hófi. Islendingar eru yfirleitt ekki
eins fjandi leiöinlegir margir
hverjir, ef þeir eru dálitiö döggv-
aöir — og ég segi dálltiö. Þess
vegna finnst mér eölilegt aö geta
gaukaö aö fólki tári. „Ég skal
sýna þér I skápinn minn” og Páll
sttíö upp og opnaði vinskáp viö
einn vegginn og tók hverja flösk-
una af annarri. ,,Ég held bara, aö
þessi koniaks-flaksa sé oröin
þriggja ára, þessi whisky-flaska
— hún er keypt einhvern tima á
„gamla verðinu”, þessi
vodka....”
Annars verö ég aö segja eins og
er, aö eitt hiö allra leiöinlegasta,
sem ég geri þaö er þaö, sem fólk
kallar ,,aö skemmta sér”. Ég hef
vist fengið yfirdosis af veizlu-
farganinu.
— Hvaö almennt um drykkju-
venjur Islendinga eru þær verri
en útlendinga?
„Eg man varla eftir þvi þegar
ég var aö vasast meö veisluhöld
fyrir borgina, aö vandræöi yröu
vegna drykkju útlendinga — meö
örfáum undantekningum Kannski
ég hafi ekki tekið eftir þvi! Það
get ég þó fullyrt, aö islenskir
gestir voru og eru ekki jafn prúöir
og hófsamir.”
— En frá veisluhöldum yfir i
bókalestur? Sagt er aö þú sért
lestrarhestur hinn mesti?
„Er það sagt, já. Jú, ætli sé
ekki hægt aö segja aö ég lesi mik-
Nefnt hefur verið aö þú sért
einn traustasti kúnni sem
Borgarbókasafniö hefur átt?
„Ég held ég sé a.m.k. elsti
skráöi viöskiptavinur Borgar-
bókasafnsins og á ljósrit af blaöi
þar sem ég skráöi mig notanda,
þá var ég niu ára.”
— Hvaö lestu helst?
,,Ég les sagnfræöi — mikiö af
sagnfræöi — og yfirleitt allt. Mik-
iö af aktúellu efni. Viö skulum
sjá. Hvaö las ég siöast. Jú i
gærkvöld i rúminu las ég ritgerö
eftir séra Gunnar Benediktsson
um félaga Jesú, svo þú sérö aö
lestur minn fer um hin ólikustu
svið. En sagnfræöin hefur
kannski verið minn tryggasti
förunautur, þegar bókalestur er
annars vegar. Svo má nefna, að
til aö fylgjast meö frá degi til
dags, þá er ég áskrifandi aö
Politiken þaö er til aö halda and-
legri heilsu minni, þvi Islensku
blöðin bjóöa ekki upp á slikt meö
þeim standard, sem þar er.”
„Dðimo mosoiísKur”
— ÞU sagöist hafa verið aö lesa
ritgerö um Félaga Jesú; i
gærkvöld. Hvaö finnst þér um
félaga Jesú og trúmál almennt?
„Trúmál? Ég hef gaman aö
lesa um guöfræöileg efni. Ekki um
trúmál, heldur svona heimspeki-
legar vangaveltur um trúarleg
málefni. Er nefnilega dálltiö filtí-
sófiskur I mér.”
— En ertu trúaöur?
— Hvaö er aö vera trúaöur?
Mig minnir, aö Einar Magg minn
gamli lærimeistari I menntaskól-
anum hafi einhvern tima sagt i
kennslustund,' að langafi minn,
Helgi Hálfdánarson, sem Helga-
— En er þetta allt sama flat-
neskjanaöþinu mati. Séröu enga,
sem skera sig úr og eru aö þinu
skapi?
Fjöllin eru mishá — það vitum
viö. Ég á ekki þar meö viö þaö, aö
ég sjái fyrir mér neina fjalla-
garöa, en vissulega gæti ég nefnt
ýmsa ágæta menn, sem ég þekki
og starfa i pólitik.
— En nú hefur þú verið félags-
málamaöur mikill I gegnum tiö-
ina, enda þótt þú hafir ekki tekið
beinan þátt i pólitisku starfi.
Hvernig fer þér aö vinna i sam-
starfi viö aöra?
„ Þaö telst eflaust hofmóöur
og yfirlæti af minni hálfu þegar
ég lýsi þvi yfir, aö þaö á illa við
mig aö starfa í nefndum og al-
mennt í samstarfi viö aöra, nema
ég fái aö hafa talsverö áhrif á
stefnuna. Ég held, aö ég rekist
mjög illa i flokki”.
uppslöKKur
Páll hefur eytt mestum hluta
starfsævi sinnar sem starfs-
maður borgarinnar. Vann þar i 28
ár. Fyrstsem fulltrúi, siðan skrif-
stofustjóri og loks borgarlög-
maöur. Hann var frekar fámáll
um borgarkerfiö, en sagöi aö-
spuröur, aö ekki yröi hann var
stórfelldra breytinga með falli
Sjálfstæöisflokksins i borgar-
stjórninni. „Þaö hefur a.m.k.
engin bylting enn orðiö”, sagöi
hann, „þótt vinstri flokkarnir hafi
völdin”.
Páll vildi engu svara um þaö
hvort borgarapparatið hafi verið
oröiö spillt og rotiö eftir langa
samfellda valdatiö sjálfstæöis-
manna. „Ég vil ekkert segja um
þaö hér”, sagði hann. „Hins
vegar getur vel verið, ef vel
liggur á mér, aö ég skrifi, siöar
meir um apparatiö og skýri frá
reynsluminni og starfi. Ég á tölu-
vert mikiö i minum fórum um
þaö.
Ekki vill Páll heldur ræða um
starfslok sin hjá borginni, sem
urðu meö skjótum hætti, og greint
nefur veriö frá i fjölmiölum. „Ég
skýri mina hliö málsins þegar
mér þykirhenta”, sagöi Páll Lin-
dal.
Taliö barst siöan aö for-
mennsku Páls i Sambandi is-
lenzkra sveitarfélaga, en þar var
hann iforystu um nokkurt skeið”.
Þaö starf var aö mörgu leyti meö
þvi skemmtilegra sem ég hef
fengizt við, þótt ég hafi raunar
vonazt eftir meiri árangri af þvi
starfi minu, en raun varö á”.
Og Páll hélt áfram: 1 málefnum
sveitarfélaga og stjórnsýslu al-
mennt hér er aöeins um tvennt að
ræða. Annaö hvort að central-
isera allt hér i Reykjavik,eöa
ganga i sameiningu smærri
sveitarfélaganna meö fullri djörf-
ung og dreifa valdinu þegar sú
sameining hefur gengið um garö.
Ég tel brýna nauðsyn á samein
ingu sveitarfélaganna, þá meö
valdboöi ef ekki vill betur, þvi það
er augljóst mál að ekki er unnt aö
setja umfangsmikil völd I hendur
sveitarfélags, sem ef til vill telur
aöeins 20—30 eöa 100 ibúa. Min
skoöun er sú, aö sameina eigi
sveitarfélögin og fækka þeim
niöur i t.d. 60. Þau voru hins
kverið er kennt viö og orti
þriöjunginn af sálmabtíkinni, hafi
veriö mesti Lútherstrúarmaöur,
sem nokkurn timann hafi veriö
upp á þessu landi. Þaö veröur nú
, ekki sagt um mig. Trúaöur? — ef
þaö aö vera trúaöur felur þaö i
sér, að einhver algóöur og alvitur
kraftur stjtími öllu i veröldinni,
þá verö ég aö segja algert nei.
Þaö er aö minnsta kosti óhætt aö
fullyröa, aö þessi algóöi og alvitri
kraftur noti þennan mátt sinn i
miklu hófi, svo aö ekki sé meira
sagt.
— Hvernig maöur er Páll
Lindal? Geturöu lýst sjálfum
þér?
— Ætliég sé ekki sérvitur útúr-
borningur, óþarflega uppstökkur
og feiknarlega óþolinmóöur. Ég
held ég eigi þaö til aö vera tölu-
vert viðskotaillur — oft aö
tilefnislitlu — og svara fólki meö
utúrsnfiningum. Mér finnst oft
bezt aö svara meö dæmisögum
eins og góöi dátinn Sveik geröi.
Og heldur vil ég tala um alvöruna
eins og grin en griniö eins og
alvöru.
— Ekki er þetta sérlega fögur
lýsing. Helduröu, aö þinir
nánustu mundu skrifa undir
þetta?
„Hún Guörún, kona min, sem
helzt kemur auga á ljósu
punktana, mundi sjálfsagt segja
aö þetta eigi a.m.k. ekki alltaf
viö. Annars býst ég viö, aö svör
þeirra, sem ég hef mest
umgengizt um dagana, fari helzt
eftir þvi, hvenær sólarhringsins
þeir yrðu spuröir. Annars hef ég
heyrt þvi fleygt, aö margir telji
mig sérlega glaölyndan og
geögóöan. En þaö er alveg mis-
skilningur.”
„HröKK upp ðl KlaKKnum”
— Hvaö aöhefst þú þessa
dagana?
— Þaö er nú æöi fjölbreytt.
Siðan ég hrökk upp af klakknum
þarna niöur I Austurstræti held
ég, aö ég hafi unniö meira en.
nokkru sinni fyrr á ævinni og þaö,
sem betra er: A þessum tima hef
ég i fyrsta skipti á ævinni getað
starfaö nær eingöngu aö þvi, sem
mér finnst skemmtilegt aö vinna
viö. Þaö eru ýmiss konar lög-
fræöistörf, en eingöngu á þeim
sviöum, þar sem ég tel mig kunna
eitthvaö til verka og hef gaman
af. Mörg sviö lögfræöi eru mér
sem lokuð bók, en I öörum kann
ég sæmilega til verka. Þá hef ég
tekiö saman heljarmikinn
doðrant um skipulagsmál á
Islandi frá upphafi til 1938. Þessi
bók er i prentun, en á ekki aö
koma út fyrr en á næsta ári. Þá er
ég I samvinnu viö aöra aö vinna
aö geysimagnaöri myndabók um
Reykjavik. Það kemur i minn
hlut aö semja allan texta, þar
meö yfirlit um sögu Reykjavikur.
Þessi bók er ekki heldur væntan-
leg strax. Þetta eru nú stærstu
verkin, en svohef ég skrifað niöur
mjögmikiö varandi þauefni,sem
ég ýjaði i hér áðan. Og fyrir utan
þetta hef ég haldið til haga og
skrifað upp margs konar efni,
sem mér finnst sjálfum gaman aö
halda til haga.
Eftir aö ég geröist minn eigin
herra fór ég að taka daginn miklu
fyrr en almennt gerist. Ég segi,
að ég starfi eftir Moskvu-tima —
mér finnst langbezt að vinna eld-
snemma á morgnana, byrja kl.
5—6, jafnvel kl. 4, en hætta svo
reglulegri vinnu fljótlega upp úr
hádegi, nema eitthvaö sérstakt
kalli aö.
„Farlð helur ie hetra”
— Hvaö um framtiöina?
Hvernig augum litur þú hana?
„Þama gerðir þú mig heima-
skitsmát. Ég verö aö fá smáfrest
til aö hugsa um þaö.”
Stutt þögn.
„Hvaö sjálfan mig varöar, þá
hugsa ég mest um daginn I dag og
rýni ekki mikið i þaö ókomna. Þó
sýnist mér ekki betur, en að
mannskepnan stefni markvisst aö
þvi aö útrýma sjálfri sér. Þaö
virðist stefnt aö þvi aö eyöa upp
öllum auölindum jaröarinnar og
þaö er ekki svoleiöis aö
afraksturinn sé brúkaöur til
nýtsamra hluta, heldur þvert á
, móti Iframleiöslu tækja.sem not-
uö skulu til aö eyða öllu lifi
jaröar.”
— Séröu leiöir tii aö snúa
þessari þróun viö?
.Æflaust er þaö hægt, ef áhugi
væri fyrir hendi, en þá veröur lika
aöskrúfa fyrir teknokratana. Það
veröur aö taka völdin af þeim.
Stefna teknokratana er hreint og
beint lifseyöandi. Þaö eru helst
grænjaxlarnir svokölluöu, sem
gætu hamlaö gegn þessari öfug-
þróun og eitthvaö hald er i. En
þeir eru þvi miöur ennþá
allósamstæöir, fáir og
vanmáttugir.
— Ertu I eöli þinu svartsýnn?
„Nei, þaö held ég ekki. Hef
frekar veriö talinn til bjartsýnis-
manna. Hins vegar má kannski
segja, aö i dagláti ég ,mérþetta
allt I léttu rúmi liggja. Er oröinn
hálfkærulaus um framtiö
mannkynsins. Og segi bara:
Farið hefur fé betra.”
— En hvað um fortiðina? Þú er
mikill áhugamaöur um sagnfræöi
ogíþvi sambandi væri gaman aö
heyra, hvenær i veraldarsögunni
þú heföi helst viljaö vera uppi?
„Þaö fer mikiö eftir þvi hvar i
þjóöfélagsstiganum maður heföi
staöiö, en ég hygg aö þaö hafi
veriö hvaö geöslegast aö lifa á
tlmum Hadrianusar keisara I
Róm. Þá voru engir bilar, ekkert
sjónvarp og menningarbragurinn
þvi ólikt skemmtilegri en i dag
gerist, aö þvi er ég held.
I dag er allur þorri manna fóör-
aöur vel og vandlega, ekki siöur
andlega en efnislega. Þaö er
fleira „mataö” en tölvan. Sjálf-
stæö hugsun og sjálfstæöi i atferli
er á stööugu undanhaldi. Þaö er
timanna tákn, aö nú oröiö þorir
varla nokkuraö vera ærlegursér-
vitringur. Menn halda kannski aö
druslutiskan og skeggöþverrinn
sýni eitthvert sjálfstæöi. Þaö er
einmitt öfugt. Þaö er hvort
tveggja dæmium ósjálfstæöi. Þaö
er tískufaraldur.”
„Leiðlsl já-mennirnlr”
— Ertu hrifinn af sérvitring-
um? Reynir þú kannski sjálfur aö
vera sérsinna og sérvitur til mót-
vægis viö lognmolluna og meöal-
mennskuna?
„Ég er ekkert aö reyna það —
ég er þaö alveg uppgeröarlaust.
Þaö er ekki aöeins aö mér leiöist
já-mennirnir — ég held meira aö
segja, aö þeir séu stórhættulegir.
Flest ódæðisverk og mest af vit-
leysunni I veröldinni byggist á þvi
aömenn hafa ekki haft þrek til að
segja nei.
1 staöinn fyrir sjálfstæöa
hugsun koma frasar — alveg
óþolandi stagl, sem hver étur upp
eftir öörum hugsunarlaust. Ef
hægter aöhugsa sér stofnun, sem
tekur aö sér gegn vægu gjaldi aö
eyöa sjálfetæöri hugsun, þá er
þaö sjónvarpiö, enda þykir
mörgum vænt um þaö.
— Þú reynir að þráast við?
„Ja ég hef aö minnsta kosti
aldrei taliö mig i hópi jámanna.
Mér finnst alveg geysileg eftirsjá
að þessum gömlu góöu sérvitr-
ingum, kjaftforum þverhausum
og mönnum, sem afgreiddu
þjóðfélagsrugliö og frasageröina
meö einni góöri setningu. Haldiö
þið aö hafi verið munur, þegar
Páll Stefánsson frá Þverá var aö
skammast og fékk ekki inni i
blööum né I útvarpinu en lét þá
prenta á eigin kostnað þaö, sem
hann vildi sagt hafa og dreifa á
götunum. Alveg var Björn gamli I
Grafarholti óborganlegur. Var
alltaf i striöi I blööunum um þaö,
sem hversdagsfólkiö kallar
einskisveröa hluti — tók sig til og
orti upp Hvaö er svo glatt eftir
Jónas Hallgrimsson, vegna brag-
lýta og leiöinlegs drykkjuskapar-
áróöurs. Hvar eru menn eins og
Ami Pálsson og Kjarval? Ég
held, aö einn siöasti skemmtilegi
maöurinn á Islandi hafi fallið I
valinn nú i sumar — hann Friö-
finnur Ólafsson bióstjóri. Viö
máttum helzt viö þvl.
En kannski þaö séu byrjandi
elliglöpað tala svona. Heimurinn
hefur vist alltaf fariö versnandi.”
*M) feiKnarlep ó|iolinmóður"
Páii Líndai (neigarpósisviðiaii