Helgarpósturinn - 26.09.1980, Síða 19

Helgarpósturinn - 26.09.1980, Síða 19
19 Ekkert leikið efni í sjónvarpinu? Nú er að færast meiri harka í deilu ieikara og rikisútvarpsins, en verið hefur. Nýlega sam- þykktu ieikarar á fundi sinum aö gripa til aðgeröa þann 15 ndvem- ber hafi samningarekki tekist fyrir þann tlma. Leikarar hafa haft lausa samn- inga við rikisútvarpið, bæði út- varp og sjónvarp, frá áramótum. Þeir lögðu fram kröfugerö sina i mai, og skömmu siðar var hald- inn fundur um málið, með þátt- töku beggja aðila. Slöan hefur ekki verið fundað, og að sögn Gisla Alfreðssonar, formanns leikarafélagsins, eru leikarar orðnir langþreyttir á afskipaleysi rikisútvarpsins. Gisli vildi ekki segja hvers- konar aögerðir leikarar hefðu I huga, en Helgarpósturinn hefur eftir áreiðanlegum heimildum að þeir hyggist leita til kollega sinna á noröurlöndum, sem geta með tilvisun til samninga allra noröurlandasjónvarpsstöðvanna um skipti á leiknu efni, skrúfað fyrir allt leikið norrænt efni, hingað til lands. Og dugi það ekki telja leikarar sig jafnvel geta leitað til alþjóðasamtaka leikara og hreinlega skrúfað fyrir allt leikið efni til sjónvarpsins. Gisli Alfreðsson sagði þetta allt vera möguleika. Bob Magnusson og íslendingarnir Mörg berast tlðindi úr djass- heiminum. Miles Davis að gefa út nýja plöfu eftir fimm ára þögn og einn áhrifamesti pian- istivorra tima, Bill Evans, lát- inn, en nánar um það siðar. Hér á tslandi gerast lika stórmerki. Bandariski bassaleikarinn Bob Magnusson (islenskur i föðurætt), átti að koma hingað sl. mánudag og leika með is- lenskum djassleikurum. Hann varð fyrir þvi óhappi aö flugvél sú er hann átti að fljúga með frá heimabyggð sinni, Los Angeles til New York, bilaði og tafði það komu hans hingaö um tvo sólar- hringa. Hannkom til Keflavikur i biti á miðv.dag og tók strax til við að æfa með íslendingunum (Viðari Alfreðssyni trompet- og hornleikara, Rúnari Georgs- syni, saxafónleikara, Guðmundi Ingólfssyni pianista og Guð- mundi Steingrlmssyni trommu- leikara). A æfingardagskránni voru nokkur islensk þjóðlög I út- setningu Gunnars Reynis Sveinssonar svo og ýnis erlend verk. Um kvöldið var siðan leik- ið á Hótel Loftleiðum. Djasskvöldið hóf kvartett Arna Scheving, en hann skipa auk höfuðpaursins sem leikur á vlbrafón, Karl Möller, planó, Pálmi Gunnarsson, rafbassa og Alfreð Alfreðsson, trommur. Kvartett þessi er nýstofnaður og haldi þeir áfram að æfa má búast viöýmsu góðgæti úr þeirri átt, enda vefur hljómsveitar- stjórinn einstaklega traust og fögur vigindi. Bob Magnusson og félagar fóru rólega af stað i fyrra sett- inu en brátt fór Bob allur að fær- ast i aukana og mátti heyra að þar var enginn venjulegur bassaleikari á ferðinni, samban leikur við honum eins og félaga hans Niels-Henning og einn lék hann verk Luis Bonfa: Gentle Rain, raddanir, hljómar, lag- lina, og bassinn skalf i höndum hans.Coisa nr. 10, lék hann með rythmanum a la NHÖP i Nor- ræna húsinu forðum. Síðan komu blásararnir og Móðir min i kvi kvi hófst með uggvekjandi stefinu en brátt dansaði útburð- urinn jitterbug uppá kviarveggn . um. Það verður gaman að heyra fleiri þjóðlagaútsetningar Gunnars Reynis sem hljóm- sveitin leikur i kvöld á Hótel Sögu. . Seinna settið var byggt upp af þekktum striðshestum islenskra djassleikara. Viðar fór mjúkum höndum um Misty og Bob tryllti alla sólóistana I Bye Bye Black- bird og siðan slógu þeir botninn i eftirminnilegt kvöld með lagi Guðmundar Ingólfssonar, Seven Special. s* Siðasta djasskvöldið með Bob Magnusson verður I kvöld að Hótel Sögu og hefst kl. 21. Ahugamenn um tónldst ættu ekki að láta þaðsér úr greipum ganga. Bob Magnusson ásamt tslendingunum I Glæsibæ. Leitinni að frestað til „Jean-Jacques Annaud, leik- stjóri myndarinnar, er nú á fleygiferð um Skotland l leit að heppilegum stað fyrir kvik- myndatökur af dýrunum, en sið- an hefur hann fullan hug á að koma hingað næsta vor, og ljúka töku myndarinnar”, sagði Gfsli Gestsson, kvikmynda gerðar- maður, þegar Heigarpósturinn spurði hann um gang máia í sam- bandi við „Leitina að eldinnum”. Sem kunnugt er átti að taka myndina hér upp I haust, og var allur undirbúningur langt kom- inn. A siðustu stundu kom siðan i ljós að ekki gat orðið af töku myndarinnar, vegna þess aö bandariskir leikarar voru i verk- falli, og eru reyndar enn. „Verk- fallþetta nær þó aðeins til banda- riskra fyrirtækja”, sagði Gisli, „Og nú er unnið að þvi af kappi, að kanadisk fyrirtæki yfirtaki fjármögnun kvikmyndarinnar af 20th Century Fox. Það er mikil pappírsvinna og flókin, og henni verður ekki lokið fyrr en 20 októ- ber. Og á meðan er ekkert hægt aö taka upp”, sagði hann enn- fremur. Vonlaust verk er að reyna við kvikmyndatökur hér á landi eftir þann tima, og þvl ekki annað að gera en að finna aöra staði i heiminum, eöa biöa betri tima. Annaud virðist hafa tekið ákvörð- un um aö gera sitt litið af hverju. Að sögn Gisla hyggst hann taka myndir af filunum og hinum dýr- unum á eyöilegum stöðum i Skot- landi, og fara siðan með allt föru- neytið til Kenýa, og taka þar þau 30% myndarinnar, sem til stóð I upphafi. Og svo er ætlunin að koma til tslands á næsta vori og ljúka við myndina. Gisli sagði þessa áætlun mikið Nýlistarmenn Þrir islenskir nýlistamenn, Niels Hafstein, Helgi Friðjónsson og Arni Ingólfsson, sýna nú verk sin á hinum svokallaða Parlsar Biennal. Sýning þessi er haldin I Pompidou safninu i Paris annað hvert ár, en nú munu samt þrjú ár siðan hún var slðast haldin. Ahana er boðiö myndlistarfólki undir 35 ára, allsstaöar aö úr heiminum, og er það sérstök dómnefnd i hverju landi sem velur fólkið. Síðan velur sýn- eldinum vorsins neyðarbrauð, enda fyrir margra hluta sakir erfitt að slita tökurnar sundur eins og gert veröur, — og þvi er kannski ekki loku fyrir það skotið aö einhversstaðar finnist staður sem fullnægt gæti kröfum Annauds. „Annars var hann mjög ákveöinn I þvl að nota Islenska landslagið, og sagðist hvergi finna nokkuö þvl likt”, sagði Gisli. „Annaud baö einnig fyrir kærar kveðjur og þakkir til allra sem komið hafa nálægt þessum undirbúningi”. 011 leikaramál eru mjög óljós á þessari stundu eins og gefur að skilja, og GIsli sagði þau vera I biðstöðu. „Þeir leikarar sem viö höfum hvað mestan áhuga á hér á landi eru náttúrulega samnings- bundnir hjá leikhúsunum yfir vetrartimann, og hvort af ráðn- ingu einhverra þeirra verður I vor, kemur i ljós þegar önnur mál i sambandi við myndina skýrast. — GA Jean-Jaoques Annaud. á faraldsfæti ingarnefnd úr þeim verkum sem berast. A þessum Biennal er einkum list af nýrra taginu, og þykir þaö gott og mikiö tækifæri aö eiga þar verk, enda hópast á þessa sýn- ingu allt helsta gallerlfólk Ev- rópu. Þá má geta þess að annar Is- lenskur nýlistarmaður sýnir nú verk sin á samsýningu I Málmey I Svlþjóð. Þaö er Kristján Guð- mundsson. — GA Smeykir fóstbræður Hrossa taðshúmor Austurbæjarbió: Fóstbræður (Bloodbrothers). Bandarisk. Argerð 1978. Handrit: Walter Newman, byggt á sögu Richard Price. Aðalhlutverk: Tony Lo Bianco, Paul Sorvino, Richard Gere, Lila Goldoni. Leikstjóri Robert Mulligan. Robert Mulligan er gamal- reyndur leikstjóri, sem þykir fara vel að leikurum sinum. Þeir launa honum meö góðri frammistööu, — búa með aðstoð hans til mannlega og sannfær- andi karaktera. Fóstbræður er býsna góð mynd um erfitt efni og margslungið, einkum vegna vandaðrar persónusköpunar leikaranna. Hún greinir frá 19 ára New York búa af itölskum ættum, (Richard Gere) sem veit ekki hvað hann á að veröa. Faðir hans og föðurbróðir eru báðir rafvirkjar, eins og faðir þeirra var, og þeir leggja hart að syn- inum að feta I fótsporið. Þetta er hörku vinna og hennar fylgi- fiskur er karlremba af ýmsu tagi — vinnufélagarnir klæmast á barnum eftir vinnu, kaupa sér mellu endrum og eins, og státa sig af þvi hve vel þeir sjái fyrir konu og börnum. Sonurinn gerir sér grein fyrir aö þetta lif á ekki viö hann og vill heldur vinna með börnum — vera barnapla. Það er reyndar óvinnandi vegur að greina frá söguþræði myndarinnar, enda skiptir hann ekki svo miklu máli. Myndin lýsir bara hversdagslifi einnar fjölskyldu, og óttanum, tómleik- anum, sem leynist undir stoltinu sem hún brynjar sig með. Bræð- urnir tveir eru griðarlega stoltir af vinnu sinni og fjölskyldum, en þeir eru orðnir miðaldra og vita innst inni aö eltingaleikur þeirra við kvenmenn og brenni- vin er ekkert annað en aðferð til að sanna karlmennskuna fyrir Richard Gere leikur afbragðs- vel I mynd Austurbæjarbiós. sjálfum sér, og að lif þeirra er innantómt. Sonurinn á samkvæmt heföinni að feta I fótsporið og hann fær alla hugsanlega upp- örvun þegar kemur að þvi að elt- ast við kvenfólk, slást, og vinna erfiöisvinnu. En hann er ekki alveg sú týpan, hann vill heldur éiga fasta vinkonu, og standa I barnastússi, og þá er hlegið að honum. Styrkur þessarar myndar liggur eins og áður sagði I persónusköpun og vönduðum leik, þvi annað slagið losnar um hnútana I handriti. En alls- staðar skin i gegn virðing fyrir mannskepnunni og breyskleika hennar. Bloodbrothers er ágæt áminning. Háskólabió, mánudagsmynd: Sælir eru einfaldir (Quackser Fortune Has a> Cousin in the Bronx). Bandarisk. Argerð 1970. Leikstjóri: Waris Hussein. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Margot Kidder. Mánudagsmynd Háskólabiós er að þessu sinni ekki alveg ný áf nálinni, tlu ára gömul mynd með gamanleikaranum vinsæla Gene Wilder. Myndin heitir „Quackser Fortune has a Cousin in the Bronx” eða „Quackser Fortune á frænda i Ameriku”. Þessi mynd gerist i Dyflinni á dögum pinu-pilsanna og Quackser Fortune (Gene Wild- er) er ungur maður sem vinnur fyrir sér meö þvi að moka hrossataði af götum borgarinn- ar og selja siðan húsmæðrum sem blómaáburð. Þessi at- vinnuvegur stendur höllum fæti, þvi að hestvagnar eiga að vikja af strætunum fyrir vélknúnum ökutækjum. Quackser, sem er einföld sál, hittir unga ameriska yfirstétt- arpiu sem stundar nám viö Trinity College. Hún fræðir hann heilmikiö um sögu borgar- innar, segir honum aö orðiö „Dublin” sé komið úr dönsku og þýði „Svartá” og að Jonathan Swift sem samdi „Ferðir Gúlli- vers” hafi þjónað við dómkirkju heilags Patreks. Svo býður hún honum i biltúr og keleri og þar- með upphefst eitt litið ævintýr um kolbit og prinsessu. Ævintýrinu lýkur með þvi að prinsessan stingur af til Ameriku og Quackser situr eftir i ástarsorg og atvinnulaus, þvi að hross eru með öllu hætt að teðja á götur Dyflinar. Þá gerist það, að frændi Quackser i Ameriku deyr og arfleiðir hann að 500 dölum — sem verða undirstaðan áð bjartri framtið Quackser I túristabransanum. Satt aðsegja fann ég aldrei púörið I þessu ævintýri um hrossataðshetjuna, né heldur meininguna með að finna sög- unni staö i Dyflini, þar sem mannfólkið er gert að brjóst- umkennanlegum hálfbjánum. Sem það ekki er, þvi að írland er eyja dýrlinga og fræöaþula. Og i myndarlok kemur frelsunin i liki 500-dala ávisunar frá Bandarikjunum. En látum nú vera, þótt sögu- þráöurinn sé i tæpara lagi, helsti galli myndarinnar — sem gamanmyndar — er sá að hún er harla litið skemmtileg. Þvi miður —ÞB.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.