Helgarpósturinn - 26.09.1980, Page 22

Helgarpósturinn - 26.09.1980, Page 22
22 Föstudagur 26. september 1980 --Jiefgarpósturihn- Orðrómurinn og!öggan The Police-Zenyatta Monatta Nú er liöiö um þaö bil ár síöan hljómsveitin Police gaf út plötuna Regatta De Blanc og allan þann tima hefur hún veriö meöal söluhæstu platna i Englandi. Regatta er ennþá inn á topp 50 og það sama er reyndar aö segja um fyrstu plötu þeirra, Outlandos D’Amour. Ný Police plata, sem heitir Zenyatta Monatta, hefur nú litið dagsins ljós og þvi má fullvist telja að i næstu viku verði Police plöturnar á topp 50 ekki aðeins tvær, heldur þrjár. Það er ekki amalegur árangur aö vera með 100% af þvi sem þeir hafa gefið út af stórum plötum, svo ofar- lega á vinsældarlistum. Vegna þéss hversu vel Regatta hefur gengiö, lýstu Police þvi yfir i blaöaviötali, sem tekiö var þegar uppptökur á Zenyatta stóöu yfir, aö þeir væru lafhræddir um þaö að beim tækist nú ekki að gera betri plötu en Regatta var. Þeir lögðu þvi enn harðar aö sér viö gerð nýju plötunnar en ella og er árangurinn lika eftir þvi. Zenyatta er einfaldlega besta plata sem Police hafa látiö frá sér fara fram aö þessu. AZenyattaMonattaer að finna mikið og gott úrval af popp- rokk-reggae tónlist, hún byrjar á Dont Stand So Close To Me, sem er gott lag strax við fyrstu hlustun en er oröið ómótstæði- legt eftir þriðju eða fjórðu. Driven To Tears og When The World Is Running Down Make The Best Of Whats Still Around eru, eins og reyndar flest lögin á plötunni, með sterkum reggae- rokk takti og venjast þau bæði mjög vel. Canary In The Coal Mine er fjörugt og létt”ska” lag og lagið Voices Inside My Head er i hálfgerðum diskó-reggae takti, en laglina þess er hins vegar afrikönsk að ættum. í siðasta laginu á fyrri hliðinni, sem heitir Bombs Away, koma Police viða við. Svo sem i Afganistan og Bombay og gitarsólóið er I indverskum slöngudans stil. Seinni hliðin byrjar á laginu De Do Do Do, De Da Da Da og ^ verð ég illa svikinn' ef það á ekki einhvern tima eftir að ná mikl- um vinsældum, svo auðgripinner „syngið með” kaflinn i þvi. Da De De De er fylgt eftir með leiknu (instrumental) lagi, sem heitir Behind The Camel. Sterk- ur æpandi gitarleikur Andy Summers gerir það allsérstætt og ólikt öðrum lögum á plötunni. Man In The Suitcase er um manninn sem alltaf er á ferða- lögum og býr þvi.þvi sem næst i ferðatöskunni. Lagið er létt með gripandi millikafla. Lagið Shadows In The Rain er nokkuð tilraunakennt, en eins og annað efni plötunnar venst það vel, þó það taki að visu svolitið lengri tima en með hin lögin. Platan endar siðan á léttu leiknu lagi, The Other Way Of Stopping. Zenyatta Monatta er að min- um dómi jafnbesta plata sem Police hafa sent frá sér og tvi- mælalaust ein af betri plötum þessa árs. The Rumour-Purity Of Essence Hljómsveitin Rumour er fyrst og fremst þekkt fyrir þaö að leika undir hjá breska söngvar- anum Graham Parker og með honum hafa þeir gefið út nokkr- ar frábærar plötur. Menn hafa keppst við að lofa tónlistina á plötum þessum og engum blandast held ég hugur um það að Rumour er einhver besta rokkhljómsveit sem starfandi er i dag. Það er að segja þegar þeir starfa með Graham Park- er. Hins vegar hefur hrifning manna almennt verið minni yfir þvi sem þeir hafa verið að gera á eigin spýtur. Árið 1977 gáfu þeir út Max, sem er ágæt plata, en hún fékk slæma dóma gagn- rýnenda. 1 fyrra gáfu þeir síðan út eina af betri plötum þess árs, sem heitir Frogs, Sprouts, Clocks & Krauts, og þótti mönn- um að með henni uppfyllti hljómsveitin að miklu leyti þær kröfur sem til hennar höfðu verið gerðar. A Frogs var hljómborðsleikur Bob Andrews mjög mikið áberandi, auk þess sem hann samdi mikinn hluta laganna. Það vakti þvi tölu- verða eftirtekt þegar það var tilkynnt fyrr á þessu ári að hon- um hefði verið vikiö úr hljóm- sveitinni. Þaö hafði að visu ekk- ert að segja á The Up Escalator, með Graham Parker, sem kom út i vor, vegna þess að þar var skaröið fyllt með góöum stúdió- mönnum. A nýju plötunni sinni, Purity Of Essence hafa Rumour hins vegar farið þá leiö að bæta ekki við neinum aukah+jóðfæraleikur - um. Þeissi ráðstöfun hefur ekki góð áhrif á tónlist þeirra, þvi hún er nú til muna litlausari en áður. I fyrstu fannst mér platan sattaðsegja frekar leiðinleg, en hún hefur þó vaxið mjög við aukna hlustun og þó að mér finnist hún standa nokkuð að baki tveimur fyrri plötum þeirra, er hún engu að siður nokkuð góð. Það sem ég finn Purity Of Essence helst til foráttu, er að mér finnst þeir ekki hafa þróað tóniist sina i rétta átt. í stað þess að horfa fram á við, þá hafa þeir snúið nokkur ár aftur i timann hvað útsetningar varðar og minna nokkur laganna á hljómsveitina Brinsley Swartz i þvi efni. Má þvi til stuðnings benda á lögin Houston, Have You Seen My Baby, It’s Gonna Work Out Fine, sem varð vinsælt með Ike og Tinu Turner árið 1961 og I Don’t Ever Want The Night To End, en það er einmitt samið af Nick Lowe, þeim sem samdi flest lög Brinsley Swartz á sinum tima. Þau lög sem mér fellur best við á plötunni eru tvö lög eftir gitar- leikarann Brinsley Swartz, en þau heita Writing In The Water og Pyramids. Bæði þessi lög eru mun nútimalegri en önnur lög sem þar er að finna. Einnig er á Purity nokkuð góð útgáfa af Burt Bacharach laginu Little Red Book. 1 heildina er Purty Of Essence allra þokkalegasta og þægileg- asta plata. En jafngóð hljóm- sveit og The Rumour á samt að gera miklu betur. Séra Pekka Þungur á bárunni Heldur var sá geistlegi Pekka Vapaavuori þungur á bárunni, þegar hann lék smástigt hugar- flug og eltingaleik Jóhanns S. Bachi Norræna húsinu 18. þ.m. Maður bóttist næstum skynja hina auðþekktu hrynjandi finnskrar tungu, sem verður einkar áberandi, þegar þeir brjótast við önnur tungumál. Ekki tók betra við, þegar vor. Hér ruglaðist maðurinn lika oftar en svo, að forsvaran- legt megi teljast. Annaðhvort er það skortur á sjálfsgagnrýni eða vanmat á hlustendum, sem fær menn til að leika svo fræg verk opinberlega án miðlungs- getu. i heimahögum Miklu forvitnilegra og geð- felldara var að heyra hann leika hann flutti Waldstein-sónötu Beethovens. Ekki sist ef menn voru nýlega búnir að heyra Rú- dólf gamla Serkin spila þetta sama verk i Þjóðleikhúsinu I nýleg verk eftir samlanda sina Einojuhani Rautavara (f. 1928) og Kullervo Karjalainen frá finnska Lapplandi (f. 1932). Sjáifsagt hjálpaöi það upp á sakirnar, að þessi verk voru manni fyrirfram ókunn. En þó fór ekki milli mála, að I þeim var pianóleikarinn heima hjá sér. Og það er reyndar alveg óvist, að Finnum muni þykja Rúdólf Serkin leika þessi lög vel eða „rétt”. Flug og frelsi Aftur sótti i hið verra horf, þegar hann tók til við Debussy og lék Kátu eyjuna, sem samin var 1904, árið eftir að flugöldin er talin hefjast. En Debussy sagði einmitt við tækifæri, að öld flugvélanna ætti skilið sina eigin músik. Og þar sem engin fordæmi væru, yrði hann að búa þau til. Hann hefði liklega kom- pónerað fallega um Flugleiðir. „Ég elska tónlist af ástriöu”, sagði Debussy. „Og af þvi ég elska hana, reyni ég að losa hana úr nöturlegum viðjum vanans, sem hefta hana. Hún skal vera frjáls list, sem fer hamförum um geiminn, óbeisl- Debussy uð einsog höfuðskepnurnar, vindurinn, himinninn og hafið”. Litið heyrðist af þessu taginu, og var það annað dæmi um létt- lyndi eöa ofdirfsku séra Pekka að hætta sér út i Debussy. Sem aukalag lék hann útsetn- ingu Sveinbjarnar Sveinbjörns- sonar á Góða skemmtun gjöra Henry Bú'ttner: Hann hlýtur að vera undrabarn skal og Hér er kominn Hoffinn. Nemandi i barnamúsikskóla heföi ugglaust staðist próf með þeirri frammistöðu, en vart fengið tiltakanlega háa einkunn. Eftir það hrópaði samt einhver „bravó” fyrir aftan mig, en sem betur fór sá ég ekki, hver þaö var. Borgaralegur anarkisti? Friða t. Sigurðardóttir: Leikrit Jökuls Jakobssonar. Studia Islandica 38. Ritstjóri: Sveinn Skorri Höskuldsson. Rannsóknarstofnun I bók- menntafræði við H.l. og Menn- ingarsjóður 1980. 303 bls. Jökull Jakobsson er mikil- virkasti leikritahöfundur á Islensku fram til þessa. Hann er eini rithöfundurinn sem gefið hefur sig allan til þess aö skapa leikbókmenntir. Eftir hann liggja 9 stór sviðsverk, 10 ein- þáttungar og útvarpsleikrit, 4 sjónvarpsleikrit og ein heim- ildarkvikmynd (um Hallgrim Pétursson) 6 skáldsögur og 3 ferðabækur. Það er mikill fengur aö þvi aö svo skömmu eftir fráfall hans skuli liggja fyrir I Utgefinni bók itarieg umfjöllun um leikverk hans. Viðeigum þvi miður alltof fátt skrifaö um samtimabók- menntir okkar, þó áhugi fræöi- manna hafi á seinni árum beinst æ meira að nánasta samtima. En þaö eru sárafáir sem geta haft atvinnu af þvi að stunda slik fræðistörf og er það þvi æði brotagjarnt sem til er um sam- timabókmenntir. Flest af þvi eru ritgeröir undir B.A. eða cand. mag. próf frá Háskóla ís- lands og margar þeirra eru af- burðagóð verk, en til þess að samhengi fáist i þessar rann- sóknir þurfa fleiri en nú er að eiga þess kost að stunda þær einvöröungu. Þessi mikla ritsmið Friðu A. Sigurðardóttur er kandidatsrit- gerð hennar í bókmenntum frá Háskóla Islands. 1 rauninni er þessi ritgerð miklu Itarlegri og umfangsmeiri en hægt er að gera nokkra kröfu um til slikra skólaritgeröa. Ritgerðin er fuli- boölegt visindalegt rannsóknar- verk á hvaöa vettvangi sem er. Ritgerðin skiptist i fimm kafla. Þar er fyrst stuttur inn- gangskafli um skilgreiningu leikrita og vangaveltur um hið eilifa deiiumál leikhúsmanna og bókmenntafræöinga um hvert sé samband leiksýningarinnar og textans sem frá höfundi kemur. Annar kaflinn er einnig mjög stuttur og f jallar um ævi og höfundarferil Jökuis. Þriðji kaflinn er langlengstur og er rúmlega tveir þriðju hlutar bókarinnar. 1 honum er fjallað itarlega um sviðsverk Jökuls. I fjórða kafla er fjallað um önnur leikrit og tengsl þeirra við stóru leikritin. Loka- kaflinn er siðan samantekt á þvi helsta sem fram kemur i köíi- unum á undan. Siðan tæmandi skrá um ritverk Jökuis, heim- ildaskrá, tilvisana'skrá og loks nokkuð itarlegt summary á ensku. I meginkafla ritgeröarinnar þar sem f jallað er um stóru leik- húsverkin velur Friða þá leið að fjalla um hvert leikrit fyrir sig. Þessi aðferð hefur þann kost að þarna er að finna aðgengilega umfjöllun um hvert leikrit, en verðurhinsvegará kostnaöþess að auövelda lesanda að sjá heildarlinur i höfundarverki skáidsins. Friða notar aðferð túlkunar- fræöinnar til þess að nálgast verkin. HUn skilgreinir og túlkar hverja persónu fyrir sig eftir þeim upplýsingum sem fram koma um hana I leiknum oggerir slðan grein fyrir tengsl- um persónanna sin á milli. Hún skilgreinir persónuhópa og Ut frá þvi þær stéttir eöa þjóð- félagshópa sem þær ern full- trúar fyrir. Siðast en ekki sist gerir hún grein fyrir þeim margþættuátökum sem yfirleitt eru I leikritum Jökuls og tengir þau veruleikanum fyrir utan sviöið. 1 þessariumfjöllun finnst mér Fríöa beita lifandi hug- myndaflugi og næmu innsæi, en engu að siður er tUlkun hennar æviniega byggð á traustri rann- sókn á texta leikritanna. Mér sýnist að Friða komist yfirleitt hjá þvi að oftúlka, tUlkun henn- ar er fremur einhverskonar grunntúlkun sem auövelda ætti öllum að skilja leikritin betur en ella, án þess að frá manni sé tekinn möguleikinn á persónu- legum skilning á verkunum. Ég held til dæmis að þetta rit auð- veldi leikhúsfóiki sem fæst við verk Jökuls alla undirbúnings- vinnu fyrir leiksýningu, án þess að túlkunarmöguleikar séu á nokkum hátt þrengdir. Það er miklu fremur að hér gæti viða verið að finna kveikjur að nýjum túlkunar- og uppsetningarmöguleikum á leikritum Jökuls Jakobssonar. Þaö er nefnilega fjarri þvi að skyggnst hafi verið til botns I leikverkum hans. Siðasti kafli bókarinnar er samantektá þvlsem fram hefur komiði' ritgeröinni. Þar er reynt aðdraga fram „langsum” linur eftir höfundarferli Jökuls og sýnt hvernig viöfangsefni hans ogpersónur þróast og breytast i timans rás. Þessi kafli er mjög skýrogskilmerkilegur. Engu að siður hefði ég gjarnan viljað fá Itarlegri umfjöllun um hvernig viðfangsefni, þemu og persónur i verkum Jökuls breytast, þvi hann hneigist mjög til endur- tekninga með margskonar til- brigðum. En ætli ég sé þá ekki farinn að biðja um annað eins verk um leikritun Jökuls. Þessi bók ætti aö vera gagnleg öllum þeim sem hafa áhuga á islenskum nútimabókmenntum óg leikhúsi. Ekki sakar að geta þess að þrátt fyrir þunglama- legtútlitbókarinnar og algjöran skort á myndum frá uppsetn- ingum leikritanna (sem skrifast á reikning útgáfunnar) þá er þessi bók hin skemmtilegasta lesning. Ég ætla aö falla fyrir þeirri freistinguað ljúka þessum pistli með nokkrum glefsum úr loka- kafla ritgerðar Friðu Sigurðar- dótturi „Lifssýn allra leikhús- verkanna er bölsýn. Og lifs- viðhorf höfundar, eins og þau birtast I verkunum gefa litla von um betri tið. Þær persónur I verkum höfundar sem vilja bæta eða breyta því umhverfi, er þjakar þær, biða i flestum til- fellum ósigurí einni eöa annarri mynd. —■ Ef marka ætti Jökli einhvern stað eftir þeim lifs- viðhorfum, er verk hans birta, mætti kannski kalla hann borg- aralegan „anarkista”, sem er þverstæða likt og svo margt i leikritum hans.” (bls 278) ...,Jlann þaulkannar efnivið sinn hvað eftir annað: Leitina - að lifsgildum I fáránleikaheimi, átökin milli hins rökræna og órökræna, baráttuna milli góðs og ills. Verk hans eru öll árás á gervilif, sem byggt er á sýndar- mennsku og hræsni, árás á gróðahugmyndir borgaralegs samfélags og einkahyggju þess. Leikrit hans fjalla aldrei um yfirborðsmál, heldur leita þau inn I þá kviku, er sýnir undan- tekningalaust tap mannsins, sem hefur orðiö vegna hans eigin svika, ekki aðeins gagn- vart sjálfum sér, heldur gagn- vart öllu, sem raunverulega skiptir máli. Þaðer ekki fyrr en maðurinn gerir sér þau svik ljós, sem hann getur byggt upp nýjan heim á rústum gróða- hyggju, spiliingar og Urkynj- unar.” — (Bls. 280). Bókmenntir 'eftir Gunnlaug Astgeirsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.