Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 26
26
"FöstudagOr 26. septerriber 1980 he/garpústurínrL.
99
Ég hef hvorki séð náttúruna
nakta né í skautbúningi
Rætt við Einar Má Guðmundsson skáld
þriggja binda útgáfum af
atburðum
og fólkinu sem skilur ekki orð...
Nýlega hefur Galleri Suðurgata
7 gefið út tvær nýjar Ijóðabækur
eftir ungt skáld, Einar Má Guð-
mundsson. Þær heita, Sendi-
sveinninn er einmanna, og Er
nokkur i Kórónafötum hér inni?.
Einar Már er um þessar mundir
búsettur I Kaupmannahöfn. Auk
þess að hafa brotið niöur sund-
laug með loftbor, selt jarðaber
fyrir glistrupisk hjón og skúrað
fyrir danska sjóherinn, hefur
hann dundað sér litillega við
framhaldsnám i bókmenntum.
Aftur á móti segist hann stefna að
þvi að koma sér upp venjwiegum
færibandavinnudegi,,viö ritstörl.”
Það er þó ýmsum annmörkum
háð. ,,Samt vonast ég til þess aö
þurfa ekki að gerast söngvari I
nöldurkór rithöfunda”, bætir
Einar Már við. Hann hefur kynnt
ljóð sín með upplestri i skóium og
viðar og gengur nú um borg og bí
með bækur undir hendinni.
Ég bankaði uppá hjá Einari
Má og spurði hann fyrst að þvi
af hverju hann byggi i
Kaupmannahöfn.
Hver hlóð múrinn?
— Éggæti nú alveg eins verið á
Blönduósi... Aftur á móti álit ég
að maður þurfi að flytjast milli
margra staða, en staldra þó viö
drjúga stund á hverjum. Ég hef
unnið i nokkrum löndum, fiski i
Færeyjum, vinberjum i Frakk-
landi og grafið skurð milli járn-
brautarstööva I Noregi. Ég er i
Kaupmannahöfn núna til aö geta
farið þaðan seinna.
— Hvernig gengur að koma
ljóöum þinum á framfæri?
— Það gengur bara vel. Ég held
að það sé goösögn sem allir trúa,
að fólk lesi ekki ljóð. Fólk les ekki
ljóð af þvi að þvi er sagt að það
lesi ekki ljóö. Þannig hefur verið
hlaðinn upp múr milli fólks og
Ijóða, málið er bara það að enginn
veit hver hlóð hann.
Svitnar nú fjallkonan fríð
Að vissu leyti er þetta arfur frá
modernismanum, sem popp-
kúltúrinn hefur aö einhverju leyti
brotið niður, en um leið er lfka or-
sakirnar að finna i þeim ideológ-,
isku ógöngum sem póesian hefur,
verið i. T.d. er islensk ljóðagerð
uppfull af þjóðrembu og alls kyns
fjallkonupornógrafiu, sem vinstri
hreyfingin og skáld hennar hafa
alltof lengi ónanerað á.
Ljóðlist er ekki fyrir fáa út-
valda jafnvel þó hún sé það. Allir
eru að yrkja, þeir eru sér bara
misjafnlega meðvitaðir um það.
Það að margir segja að ljóð séu
leiðinleg, er lika einfaldlega af
þvi að mörg ljóð eru einfaldlega
leiðinleg. Mér hefur hins vegar
fundist gaman og gott að
kómmúnikera við fólk gegnum
ljóð.
— Af hverju ertu að yrkja ljóö?
— Ég nenni ekki að koma með
frasa eins og um innri þörf og allt
það. Ætli þetta sé ekki bara til-
raun til að vera skapandi sjálfur
og að ráða sinum vinnutima. Það
mætti kannski segja að þetta sé
einstaklingsbundin freisisbar-
átta.
— Hvað ertu að tjá?
— Guð minn góöur, ég hef ekki
efni á þvi að segja lesendanum
frá þvi hvaö hann á að lesa út úr
ljóðunum. Ég vil að hann finni
það út sjálfur þegar hann les ljóð-
in, þvi þá má segja að lesandinn
yrki sjálfur. Viö getum sagt aö
maður reyni á einhvern hátt að
spegla feröalag sinnar kynslóðar,
bæði meðvitað og ómeövitað.
Ljdöagerð er i ákveðinni hefð,
sem nauðsynlegt er aö ná tökum
á, til þess annars vegar, aö nota
sérþætti hennar oghinsvegar,til
þess aðlosa sig úr viöjum hennar.
„Fótsporin meðfram
ströndinni".
Maöur undirstrikar á einhvern
hátt sérstööu sinnar kynslóðar.
Ég tilheyri fyrstu kynslóð sem
elst upp i borginni frá blautu
barnsbeiní. Allar þessar náttúru-
nostalgiur sem islensk ljóðagerð
er uppfull af, eru þvi i minu tilfelli
gjörsamlega úti hött. Ég hef
hvorki séð náttúruna nakta eða i
skautbúningi. Aftur á móti má
segja að ljóðagerð i dag lendi i þvi
samhengi þar sem hin gömlu
mörk lágmenningar og hámenn-
ingar eru fyrir bi. Ljóðagerð min
og annað það sem ég skrifa er
þess vegna alveg jafndópuð af
popptónlist sem og ljóðagerð 20.
aldar. Fá skáld hafa t.d. höfðað
jafnmikið til min og David Bowie
og Sigfús Daðason.
— Hvernig finnst þér islensk
ljóðlist i dag?
— Mér finnst islensk ljóðagerð
á mjög lágu plani. Það virðist
vera til alveg sérstakir ljóða-
bókafrasar sem yrkja sig sjálfir.
Þ?.ð verður að teljast furðulegt,
ao orðfæri islenskrar ljóðlistar
hafa litið sem ekkert endurnýjað
sig siðan i kalda striðinu, þrátt
fyrir allt sem siðan hefur gengið
á. Hin svonefnda „atómljóðlist”
með öilum sinum „auðu torgum”
og „fótsporum meðfram strönd-
inni” hefur algjörlega glatað
hlutlægri samsvörun sinni við
veruleik okkar og tilfinningalif i.
dag. Eigi að siður sitja menn
fastir i þessum frösum.
Ungu skáldin jafnvel þjóö-
legri en ömmur þeirra
Að minu mati hefur hinum svo-
nefndu ungu skáldum i islenskri
ljóðalist ekki tekist að fylla i þetta
tómarúm. Mörg þeirra eru meira
að segja ennþá að reyna að troða
sér i frakkann hans Steins
Steinarrs, þó svo að frakkinn hafi
veriðorðinn of litill á Stein sjálfan
undir lokin. Flest þessara ungu
skálda virðast hugsa i billegustu
klisjum islenskrar vinstri póli-
tikur og eru jafnvel þjóðlegri en
ömmur þeirra.
— Eru ljóð þin kannski uppgjör
við æsku þessarar kynslóðar?
— Ja, þetta er aðeins tekið fyrir
i bókinni, Sendisveinninn er ein-
manna. Fjögur fyrstu ljóðin taka
á einhvern hátt fyrir identitet
okkar kynslóðar.
sósialismi i einu herbergi.
þriðji heimurinn
kemur æpandi úr plakötum
veggjanna
byltingin betrekkt herbergi
í höfðinu
en gættu þín
ljósin i glugganum eru ekki mors
og steriósándið úr hornunum
er aðeins
áttavillt vitund þin
sem liðast einsog setning
gegnum þunglynda skáldsögiu
það er satt, þú situr enn i
stólnum
upplituðu gallabuxurnar fara þér
alltaf jafnvel
enn með hár niðrá herðar
sylumpipur sem hanga uppá
vegg
og rauðu hugsjónirnar fallvaltar
ihillunum
örlitið þreyttur á frösunum
á staðhæfingum sem reynast
ávallt réttar i einrúmi
á reyksvældu þunglyndu
fundunum
örlitið þreyttur á
sjálfum þér
Ljóöformiö skapandi í
rokktónlist
— Er ljóðformið ekki úrelt list-
form?
-t- Nei, ég held að dýrustu
perlur rokktónlistar afsanni það
algjörlega, þvi þar er ljóðformið
notað á skapandi hátt. Það sem
óneitanlega hefur sett mark á
skáld og skáldskap eru frasar
2ins og að ljóð eru svo erfið að
enginn skilur þau og svo liggja
Ijóðabækurnar bara inná hillu hjá
bókaforlaginu og enginn kaupir
þær. Menn eru þvi mjög vonlausir
um að nokkur maður muni lesa
:jóð. En ég álit að skáld geti ekki
miðað við þessa stöðu heldur bara
skrifað áfram. Nú svo er náttúru-
lega ekki úrelt að yrkja ljóð á
meðan það er verið að yrkja ljóð.
— Til hvaða hóps höfðar þú með
.jóðagerð þinni?
— Ég veit það ekki. Ég hef enga
skoðun á þvi að ljóð séu samin til
jinhverra sérstakra hópa. Mér
linnst mikill hroki i þvi að segja,
pessi bók er fyrir alþýðuna og
þessi er fyrir menntamenn. Ljóð-
in eru fyrir þá sem ná tilfinninga-
legu sambandi við þau. Aftur á
móti geri ég ráð fyrir að sumir
nái meira sambandi en aðrir.
eftir Jóhönnu Þórhalisdóttur myndir: Valdís Óskarsdóttir
Miðaldrahjón
þau hanga i stofunni
eins og samlokur en það er ekkert
á milli þeirra nema hamingjan
sem skilur þau að
Hreingerningarmaður
i herbergi 515
brosir heil fjölskylda á skrifborðinu
konan börnin og embættismaðurinn sem
ég sé aldrei þegar ég fjarlægi
einkenni hans úr öskubakkanum
Húsbóndi
inniskórnir iiggju á gólfinu
tærnar bláar af kulda sjónvarpsins