Helgarpósturinn - 10.10.1980, Side 4

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Side 4
Föstudagur 10. október 1980 —he/garpósturínrL NAFN: Guðmundur G. Þórarinsson STAÐA: Alþingismaður FÆDDUR: 29. október 1939 HEIMILI: Langholtsvegur 167 A HEIMILISHAGIR: Eiginkona Anna Björg Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn BIFREIÐ: Scout jeppabifreið árg. 1974 ÁHUGAMÁL: Skák, stjörnufræði og jarðfræði Á undir högg að sækja meðal flokksmanna Efnahagsmáli^-eru auOvitaO enn mál málanna i islenskri pólitík. Rikisstjórn Gunnars Thorodd- sen berst eins og fyrri stjórnir viö veröbólgudrauginn og eru deildar meiningar um þaö, hvernig staöan sé i þeirri giimu. Guömundur G. Þórarinsson alþingismaöur framsóknar hér I Reykjavik, er ekki of ánægöur meö þróun mála i þeim efnum og telur aö niöurtalningarleiöin svokallaða.sem Framsóknarflokkurinn hampaöi hvaö mest I siöustu kosningabaráttu sé ekki framkvæmd, eins og stjórnarsáttmálinn hafi gefiö til kynna. — 1 Stjarna Guömundar G. Þórarinssonar hefur risiö hratt i stjórnmálunum á siöasta áratug. Hann hóf stjórnmáiaþátttöku fyrir alvöru, eftir formennsku sfna I Skáksambandi islands og varö frægur um heimsbyggö alla er hann stjórnaöi skákeinvigi Fisher—Spassky. Guömundur er i Yfirheyrslu Helgarpóstsins og rætt almennt um stjórnmálin i dag og persónuna Guömund G. Þórarinsson i þeirri hringiöu. Niöurtalning i efnahagsmál- um var lausnarorö Framsóknar I siöustu kosningum og sagt aö þúhafir veriöeinn aöalhöfundur og heilinn aö baki þeim hug- myndum. Nú veröur ekki séö, aö þessi leiö hafi skilaö árangri. Var þetta feilskot hjá þér og þinum? „Nei, langt þvi frá, en þaö er kannski ofhól aö kalla mig aöalhöfundinn aö niöurtalning- unni. Þannig er mál meö vexti, aö i Framsóknarflokknum starfar hópur manna aö efna- hagsmálum og sá hópur mótaöi þessa stefnu fyrir siöustu kosn- ingar eftir glettilega mikla vinnu og athuganir. Margir hagfræöingar og má þar sérstaklega nefna John Kenneth Gailbraith, hafa lýst þeirri skoöun sinni aö I baráttunni vegn veröbólgunni sé aöeins um tvær leiöir aö velja. Annars vegar atvinnuleysi, en hins vegar eftirlit meö verölagi og launum. Niöurtalning byggist á siöamefndu leiöinni og þvi' aö ná veröbólgunni niöur I áföngum. A hinn bóginn hefur niöurtalning ekki veriö reynd ennþá. Þaö sem rikisstjómin hefur gert er nánast lélegt afbrigöi af veröstöövun, þar sem reynt hef- ur verið aö halda niður veröi á vömm og þjónustu, en i stefnu- skrá framsóknarmanna þar sem niöurtalning er höfuömark- miöiö, er átt viö niöurtalningu allra kostnaöarþátta, ekki aöeins verölags á vörum og þjónustu, heldur og búvöm- verös, fiskverðs og sett hámark á veröbætur launa.” Rikistjórnin er sem sé aö gera allt annaö en þiö framsóknarmenn viljiö i efna- hagsmálum? „Rfkisstjórnin er ekki farin aö framkvæma þá niöurtalningar- stefnu sem viö lögöum til gmnd- vallar og teljum uppistööu i stjdrnarsáttmálanum.” Ertu þar meö aö segja aö þfnir flokksbræöur i rikisstjórn- inni hafi ekki staöiö sig I stykk- inu? „Þaö má eflaust hafa mörg orö um þetta og á ýmsa vegu. Viö i' Framsóknarflokkum erum óánægöir meö, aö þaö hefur ekki veriö tekiö á þessum málum eins og viö ætlumst til og f samræmi viö okkar stefnu og stjórnarsáttmálann. Viö bind- um ákveönar vonir viö, aö þaö muni nást samstaöa um þetta og byggjum þær vonir á þvi, aö rfkisstjórnin skipaöi efnahags- málanefnd, sem frægt er oröiö, og hún náöi samstööu um þær aögeröir — þessar niöurtaln- ingaraöferöir. Þessum tillögum efnahagsmálanefndarinnar var siöan visaö til ríkisstjórnarinn- ar” Og ekkert gerst siöan? „Þaö hefur ekkert gerst sföan. Rfkisstjórnin hefur veriö mikiö á faraldsfæti i sumar og i öörulagiveröur þaöaö játast aö ámeöanaö kjarasamningareru lausir og grunnkaupshækkanir hafa ekki verið ákveönar er ákaflega erfitt aö ákveöa niöur- talningarprósentuna.” En áttu innst inni von á þvi aö Alþýöubandalagiö fari nokkurn timan inn á þessa niöurtaln- ingarleiö? Finnst þér málflutn- ingur Alþýöubandalagsmanna benda til þess? „1 þvf sambandi get ég eingöngu vfsaö til þess aö i þessari efnahagsmálanefnd eru tveir fulltrúar Alþýöubanda- lagsins og þar var samstaöa um þessa leiö án nokkurra fyrir- vara. Auk þess er i hinu nýja fjárlagafrumvarpi gert ráö fyrir verulegu fé til efnahagsaö- geröa. Þaö hlýtur aö skýrast á næstu mánuöum hvort rfkis- stjórnin fari þessa leiö I baráttunni gegn veröbólgunni.” Hvaö ætlar þú aö biöa lengi eftir þvi aö rikisstjórnin framkvæmi niöurta lningar- leiöina. „Ja, þetta er náttúrlega stór spurning. Ég tel aö þaö sé algjört lágmark, aö niöurtaln- ing veröi komin i gang fyrir 1. mars á næsta ári. Hins vegar veröa menn aö horfast i augu viö þaö, aö kosningar aftur og aftur leysa engan vanda og þvi veröa menn stundum aö leita aö málamiölunarleiöum. Aöalatriöiö er, aö þaö miöi i rétta átt og sætta sig viö minni árangur en mest mætti vera.” Þú ert sem sagt aö gefa f skyn, aö enda þótt rfkisstjórnin fylgi ekki niöurtalningarleiöinni fullkomlega, þá myndir þú kannski neyöast tii aö styöja hana áfram? „Éger eingöngu aö segja þaö, aöviöerum mjög óánægöir meö framkvæmd efnahagsmálanna. Viö höfum þar ákveöna stefnu og ég tel aö hún veröi aö vera komin til framkvæmda fyrir 1. mars. Hins vegar segi ég þaö, þegar þú biöur um ákveöin tfmatakmörk, aö auövitaö geta ýmsar aöstæöur hverju sinni haft áhrif á ákvaröanir á hverj- um tfma.” En almennt talaö. Ertu ánægöur meö árangurinn af störfum þessarar rikisstjórnar þaö sem af er? „Ég held aö þaö hafi veriö nokkuö góð samstaöa í þessari rikisstjórn og ég er ánægður meö ýmislegt sem hún hefur gert, en er mjög óánægöur meö efnahagsmálin. Er mjög óánægöur meö þau.” Finnst þér ríkisstjórnin hafa veriö starfsöm þessa mánuöi sem hún hefur lifaö? Ég biö um já eöa nei var. „Ég held ég veröi aö svara þessu neitandi og þá á ég sérstaklega viö frammistööuna i efnahagsmálunum. 1 öörum málum hefur þó veriö unniö feiknarlega mikiö, eins og t.d. I málefnum Flugleiöa.” Nú ert þú gagnrýninn á frammistööu rikisstjórnarinnar I efnahagsmálunum. Teistu þar meö til óróiegu deiidarinnar I Framsóknarflokknum? „Égheldaö óróleg deild fyrir- finnist ekki f Framsóknar- flokknum. Flokkurinn er sam- stæöur og þar ná menn oftast samstööu um mikilvæg mál. Ég er hins vegar sjálfur þannig skapi farinn, aö ég á ekkert gott meö aö fylgja flokksMnu fcliní. Ég hef mótaö þá stefnu, aö meöan ég er I pólitlk, hve lengi sem þaö veröur, þá mun ég starfa samkvæmt sannfæringu minni.” Yfir á annaö sviö. Nú hefur þú látiö málefni Flugleiöa talsvert til þin taka. Ertu sammála þvl hvernig flokksbróöir þinn, Steingrimur Hermannsson, samgönguráöherra hefur tekiö á þeim málum? „Já, i öllum aöalatriöum.” Nú hafa þin greinarskrif lýst talsveröri meöaumkun og jafn- vel stuöningi viö yfirmenn Flug- leiöa. Má Ifta svo á aö þú teljir núverandi stjórnendur fyrir- tækisins þá einu réttu til aö rétta félagiö af? „Nei, þaötei ég engan veginn. Ég tel aö þaö yröi til góös, aö einhverjar breytingar yröu á stjórn Flugleiöa. Mfn greinar- skrif hafa fyrst og fremst beinst aö þvf aö draga saman þær ástæöur sem orsakaö hafa þennan vanda Flugleiða og reyna aö gera þaö á hlutlægan hátt Mér hefur fundist rökfastar umræöur um máliö skorta.” Finnst þér eölilegt aö rikiö hiaupi ætiö undir bagga meö fyrirtækjum sem eiga I erfiöleikum. Ertu pilsfalda- kapitalisti? „Ég er alfariö á móti rfkis- rekstri, svo ég byrji nú á þvi. Heldaö rfkinu hafi ekki tekist of vel að reka sfn fyrirtæki, svo aö þvl er nú vart trúandi til aö taka viö miklu meiru.En ég er lika á móti því aö þjóöþrifafyrirtæki eins og Flugleiöir, sem aö skipta þjóöina feiknalegamiklu máli I öllum samgöngum og samskipt- um innanlands og utan, séu i eigu örfárra ihaldsbrodda. Ég er þeirrar skoðunar aö slikt fyrirtæki þurfi aö vera meö miklu breiöari eignaraöild. Þaö hefur veriö og er stefna Framsóknarmanna aö fyrirtæki eigi i einhverjum eöa tals- veröum mæli aö vera i eigu starfsfólksins sem f þeim vinn- ur. Einskonar hlaövarpa- lýöræöi. Ég vil þó alls ekki úti- loka þannmöguleika, aö þannig aöstæöurgeti komiö upp, aö hiö opinbera þurfi aö hafa einhver afskipti af málum. Slikt hlýtur þó aö veröa undantekningar- atriöi.” Og frá Flugieiöum. Ertu ekki á miili steins og sleggju sen fulltrúi dreifbýiisflokks hér i þéttbýlinu? „Nei, ég tel aö svo sé ekki. Þaö þarf aö vinna miklu meira aö þvi aö sætta sjónarmiö dreif- býlis og þéttbýlis, þvi þessiöfl eiga feiknarlega margt sameig- inlegt, og aö hvorugt geti þrifist án hins. Þaö er allt of mikið gert af þvi aö leggja áherslu á þaö sem skilur þessa aöila að, frem- ur en hitt sem er þeim sameig- inlegt.” Attu ekki erfitt meö aö finna hinn rétta meöalveg fyrir sann- færingu þina, þegar hagsmunir borgarbúa og aftur stefnumál flokksins í dreifbýlispólitikinni rekast á? „Þú gengur nú út frá þvi i þessari spurningu, aö hagsmun- ir flokksins og borgarbúar fari ekki saman. Þaö er röng staö- hæfing. I flestum málum koma fram margs konar hagsmunir. Þá gildir aö reyna aö greina réttu leiöina til hagsbóta fyrir heildina.” Var þaö ekki talsvert þungt högg sem þú varöstfyrir, þegar ólafur Jóhannesson settist hér i oddvitasætiö a lista framsóknar I siöustu kosningum og ýtti þér þar meö nokkur skref til baka? „Nei.égheldaöþaöhafi veriö mikill styrkur fyrir flokkinn aö fá Ólaf i framboð fyrir flokkinn i Reykjavik. Ólafur er einhver vinsælasti stjórnmálamaöur Is- lendinga i dag og nýtur fádæma trausts meöal þjóöarinnar. Sennilega hefur enginn stjórn- málamaður notiö meira trausts i lifanda lifi.” Finnst þér eölilegt aö þing- menn standi i einkarekstri sam- hliöa stjórnmálastörfum? „Menn hefur greint á um þetta atriði. Eiga stjórnmála- menn að vera i beinum tengsl- um við atvinnulifiö eöa standa alfarið utan við þaö á meöan þeir eru á þingi? Hvaö mig varðar, þá lagði ég talsveröa vinnu i það að byggja upp mitt fyrirtæki á sinum tima, áöur en ég fór út i stjórnmálaþátttök- una. Ég tel mig hafa gott af þvi aö vera i tengslum við atvinnu- lífiö, auk þess sem ekkert starf er óöruggara en aö vera þing- maöur. Þess vegna gætu oröiö kosninga i vor og ég f alliö i þeim kosningum.” Þú sagöist ekki fylgja flokks- linum blint. Er þá óhætt aö kalla þig sólóspiiara á sviöi isienskra stjórnmála fremur en fram- sóknarmann? „Ég reyni að taka mina af- stöðu til allra mála á grundvelli þess, hvaö ég telji koma aö mestu gagni til hagsbóta fyrir land og þjóö. Byggi þar á skyn- semi minni og þeirri þekkingu sem ég bý yfir.” Þýöa þessi orö þin, aö þú sért tryggur flokksþræii, þ.e. aö þln sannfæring fari algjörlega eftir flokkslinum, eöa myndast stundum gjá á milli fram- sóknarlinunnar og Guömundar G. Þórarinssonar? „Ég held að mitt starf innan Framsóknarflokksins hafi verið talsvert róstursamt.- Þeir sem meö þvi hafa fylgst, hafa séö þaö á undanförnum árum.aö ég hef stundum átt undir högg aö sækja meðal flokksmanna hér i Reykjavik. Þaö er nú kannski ekki sist vegna þess, aö mér er mjög tamt aö segja þaö sem mér finnst. Og ég geri það óhik- aö og á berorðan hátt. Sem dæmi má nefna, aö þaö uröu talsveröar deilur fyrir skömmu um gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur. Þar lýsti ég hreint og klárt minni afstööu og sagöi aö sem þingmaöur Reykvikinga gæti ég ekki undir nokkrum kringumstæöum staöiö aö þvi, aö borgarbúar þyrftu aö kynda upp hús sin meö oliu. Þessa skoöun mun ég standa viö i gegnum þykkt og þunnt, hvaö sem skoöunum annarra á þeim málum liöur. Ég verö aö starfa eftir minni eigin sannfæringu. Ef ég á aö fara eftir annarra manna sann- færingu þá er ég kominn á hálan Is.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.