Helgarpósturinn - 17.10.1980, Page 22

Helgarpósturinn - 17.10.1980, Page 22
22 Föstudagur 17. október 1980 Hörpuútgáfan meö 7 bókatitla „Borgfirsk blanda” í bland með þýddum skemmtisögum ,,Ný blanda úr Borgarfiröi” heitir ein bóka Hörpuiitgáfunnar á Akranesi á þessu hausti. Þetta er fjóröa bókin i bókaflokknum „Borgfirsk blanda” og i þessari blöndu eru þættir af skemmtilegu og sérstæöu fólki, gamansögur, gamanvisurog skopkvæöi, einnig þjóölifsþættir, frásagnir af slys- förum draumum og sagnaþættir. Þaö er Bragi Þóröarson á Akra- nesi sem hefur safnaö efninu I þessa „Nýju blöndu úr Borgar- firöi”, en fjölmargir Borgfirð- ingar koma þarna viö sögu. Aö auki eru væntanlegar sjö aðrar bækur frá Hörpuútgáfunni á næstunni. Þar má nefna „Stuðlamál”, sem er safn af kvæðum og rimum eftir Einar Beinteinsson skáld frá Draghálsi, en fjögur systkini Einars hafa einnig verið þekkt sem afburða rimsnillingar. Af þýddum bókum má nefna, „Þegar neyðin er stærst”, eftir Asbjörn öksendal, sem er sönn frásögn af flótta úr fangabúðum Nazista i Noregi yfir til Sviþjóðar, „I fremstu viglinu”, en það er 5. bókin i flokknum um „Hetju- dáðir” og „Stöðugt i lifshættu” eftir metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Þá er ástinni ekki úthýst þegar bækur Hörpuútgáfunnar eru annars vegar. Bækurnar „Sönn ást” eftir Bodil Forsberg og „Ást og eldur” eftir Erling Poulsen ættu að sinna þörfum ástarsögu- aðdáenda. Loks má geta bókar hins þekkta Francis Clifford, „Skothrið úr launsátri”, en þar er lýst atburðum þegar sendiráðs- .maður hélt 100 manns i gislingu á hóteli i London. Þaö segir m.a. af lifshlaupi Odds Sveinssonar á Akranesi I „Nýrri borgfirskri blöndu”. Sem sé þjóðlegur fróöleikur, eru m.a. á efnisskrá á Hörpuút þýddar spennu — og ástarsögur gáfunnar þetta haustið. — GAS Af nýjum hljómplötum: Þrjár góðar Kenny Loggins — Aiive Kenny Loggins vakti fyrst á sér athygli þegar hann var i hljómsveitinni Second Helping og samdi lagiö House At Pooh Corner, sem varð geysivinsælt meö Nitty Gritty Dirt Band. Það annan, þvi sólóplata Loggins varð aldrei til, heldur, kom út platan Sittin’In með undirtitlin- um Kenny Loggins ásamt Jim Messina. Og framhaldið þekkja fiestir poppáhugamenn, þvi næstu fimm árin (1971—1976) voru þeir félagar meðal skærustu stjarna Bandarfkj- anna og sendu frá sér allt í allt 8 breiöskifur sem seldust allar i gull. Popp eftir Pál Pálsson varö til þess aö útgáfufyrirtækið Columbia bauð honum samning ogréði Jim Messina, sem þá var nýhættur i Poco, til að stjórna upptökunni á fyrstu sólóplötu Kennys. En eitthvað leist þeim Loggins og Messina vel á hvorn Það kom þvi flestum á óvart þegar þetta velheppnaða ddó lýsti þvi yfir 1976 aö sam- starfinu væri lokið. Eftir það dró Messina sig í hlé um þriggja ára skeið, en Loggins jdk enn á hróöur sinn nú sem sólóisti. Hann hefur hingaðtil sent frá sér þrjár velheppnaöar stúdió- plötur (Celebrate Me Home, Nightwatch og Keep The Fire), og um siðustu helgi kom út tveggjaplatna hljómleikaal- búm, sem kallast einfaldlega Kenny Loggins Alive. Þaö hefur að geyma 19 lög, rjómann af áöurnefndum sólóplötum hans — tam. Whenever I Call You Friend, What A Fool Believes, Celebrate Me Home, Love Has Come Of Age og This Is It — plús Here.There And Everywhere eftir Lennon og McCartney og nýjasta lag Kennys, I’m Alright, úr kvikmyndinni Caddyshack, sem var ofarlega á mörgum vinsældarlistum ekki alls fyrir löngu. Asamt Doobie Brothers ofl. er Kenny Loggins nú eitt stærsta nafnið á vesturströnd Banda- rikjanna. Og ef einhvern langar til aö upplifa þá stemmningu sem rikir i tónlistinni þar er hljómleikaalbúm hans tilvalið tæki til þess. Steve Forbert— „Little Stevie Orbit” Þegar Steve Forbert sendi frá sér fyrstu plötu sina, Alive On Arrival, fyrir tveimur árum þóttust sumir tónlistar- spekúlantar sjá að hér væri loksins kominn hinn langþráði arftaki Bob Dylans (ég er hins- vegar á þeirri skoðun að bið eftir slikum manni sé tóm vitleysa), hann hefur hrjúfa rödd, spilar á kassagitar og munnhörpu og er þjóöfélagslega þenkjandi I textagerð sinni. Fobert eyddi öllum slikum pæl- ingum með næstu plötu. Jackrabbit Slim, sem sýndi svo ekki var um villst að hann er fyrst og slöast tónlistarmaöur sem fer sinar eigin leiöir. Sem hann undirstrikar enn frekar með þriöju plötu sinni, „Little Stevie Orbit, sem kom á mark- aðinn fyrir skömmu. Það er ekki hægt að eigna Steve Forbert einhverja eina tónlistarstefnu. Hann leikur allt I senn: rokk, kántrl, popp, blús og jafnvel djass. Enda er sérstaða hans I tónlistarheimin- um mikil. Clarence White ofl. — Siver Meteor Það var einmitt á vesturströnd Bandarlkjanna sem kántrirokkið varð til á ár- unum I kringum 1970. Þeir tveir tónlistarmenn sem einna mestan þátt áttu I mótun þess voru Gram Parsons og Clarence White, báöir framúrskarandi gitarleikarar og söngvarar. Báöir létust einnig áriö 1973 af völdum eiturlyfjaneyslu, Gram Parsons beint, en Clarence White óbeint (blindfull kona keyrði yfir hann þar sem hann varaðróta hljóöfærum uppi flutningabil eftir hljómleika). Silver Meteor, sem ber undir- titilinn: úrvalssafn framsæk- inna kántrilaga (kántrirokk hefur stundum verið kallað framsækið kántri) hefur að geyma 12 hljóðritanir sem gerðar voru á árunum 1969—’73 og þykja merkilegar, bæöi að gæðum og ekki slst sem sögu- legar heimildir. Fjögur lög eru hér sem ekki hafa áöur komið út á plötu, en þaö eru grunnupp- m txrcuarmmmivm tmp «v***«,v onoTwrns ci.aKENCE wnm tökur að fyrstu sólóplötu Clarence White, sem hann hafði byrjað á hálfum mánuöi áðuren hann dó. Með honum I þessum lögum eru nokkrir þekktir Kántrirokkarar, ss. fiölarinn Byron Berline, bassaleikarinn Leland Sklar og Ry Cooder. Clarence White og Gene Parsons (trommur, bassi, mandólin) sjá um undirleik I tvennum lögum sem Everly Brothers eiga hér og komu út á litilli plötu 1969. Casey Kelly og félagar (Lee Sklar, Russ Kunkel, Sneaky Pete og Craig Doerge) eiga tvö lög, einnig Blue Velvet Band, sem er flokk- ur úrvals „pikkara”. Söngkon- an Barbara Keith, sem gaf út eina frumsamda breiðskifu árið ’72 og hætti siðan i bransanum, á eitt lag og gitardúóið Levitt and McClure eitt. Af þessari upptalningu má sjá að hér er úrvalstónlistarfólk á ferðinni, enda stendur undirtitill plötunnar svo sannarlega undir sér. Enginn sem hefur gaman af þessari tónlist ætti að láta Silver Meteor framhjá sér fara. Hvað er popp? Popp. Hverslags fyrirbæri er þaö nú eiginlega? Hvernig má það þrifast? Til hvaöa hluta er það nytsamlegt? Er þaö list? Er það kannske bara peningaspil? Þessar spurningar og margar fieiri hlýtur ábyrgur poppskri- bent aö brjóta til mergjar. 011 þessi andaktuga nálægö alvöru menningarvita á siðum blaösins kallar á svör og skilgreiningar. Sliku frestar maður ekki enda- laust. Maöur getur ekki boöið fólki upp á eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Þó ég hafi veriðviöloöandi poppiði' áratug, er ég enn i lausu lofti hvað þessar spurningar varöar. Ég viöurkenni semsagt aö allan timann vissi ég ekki hvaö ég var að gera. Vonandi verður mér fyrirgefið ef ég viö fyrsta tæki- færi leiði sjálfan mig og les- endur I allan sannleika um þetta mál.” Þessar hugsanir þyrluðust um hug minn um daginn, þegar skilafrestur þessarar greinar var tekinn að styttast. Þar sem ég erákaflega ósjálfstæður per- sónuleiki, en úrræðagóður ef mikið liggur við, datt mér I hug aö lita inn hjá nokkrum kunn- ingjum minum og freista þess að út úr þeim hrykkju nokkur gullkorn, sem mér mætti auðn- ast aö bræða saman og gera að minum eigin gullklumpi I formi velframsettrar og skotheldrar kenningar. Fyrst bar mig á fund Seöla— Sigga. Hann er gamall skóla- bróðir og viö stofnuðum saman fyrstu bitlahljómsveitina heima i héraði. Hann var gitarleik- arinn, en var rekinn þegar útséð þótti aö honum tækist ekki aö stilla gripinn, sem var Sound- string af dýrustu gerð. Hann hafði peningavit og geröist um- boösmaður okkar. Þaö var að- eins byrjunin. Hann þróaði sig smátt og smátt og er nú m.a. fyrir Soundstring hér á landi. ,,Hvað erpopp”sagði hann og hló. „Þú ert nú meiri kallinn Attu ekki einhvern betri, nei annars hann er þrælhelviti góður þessi. Vindil? Hvað er popp? Jæja annars kallinn minn svona i alvöru hvernig gengur baráttan? búinn að byggja? Ekki byrjaður? hvað með það, menn eru misfljótir til lifsins og ekkert viö þvl að segja”. Þegar mér hafði tekist að koma honum i skilning um að mér væri fúlasta alvara meö spurningunni, horföi hann á mig fullur hluttekningar. „Til hvers svona pælingar? Eg held að það sé li'tið uppúr þeim aö hafa all- tént sýnist mér þú ekki fitna á þeim. Spurningin er hvar er poppið og hvernir vilja það. Þú hneykslast. Mér er alveg sama. Ég veit ósköp vel að ég lifi á þvi, en hvað ert þú að gera? Skrifá um það, það er sæmilega borgað er það ekki? Þarna sérðu vinur minn og gamli spilafélagi galdurinn er að spyrja sig réttra spurninga. Fólk vill popp það er málið”. Fólk vill popp, það er málið, þetta get ég notað. Skolli er hann nú alltaf hnitmiðaður og praktiskur hann Siggi. En þetta er varla nógu kúltúrlegt né tæmandi til aö geta staöið eitt sér. Nú fann ég aö ég þurfti aö hitta hann Gagnrýna-Garðar. Eins og við var að búast sat hann inná Mokka i óða önn við aö frelsa heiminn yfir rjúkandi súkkulaðiog rjómaköku. „Popp, ertu ekki búinn að sjá i gegnum það eftir öll þessi ár? Þaö er kannske engin furða” Hann horfði i gegnum mig. „Þaö er heilaþvottur, nei deyfilyf, hið nýja ópium fólksins heföi félagi Marx kallaö þaö”. Hann þurrk- aöi rjómann úr skegginu. „I staö þess að brjóta af sér hlekki aldagamallar kúgunar auövaldsins er alþýðan hneppt i fjötra gervimennsku og sefj- unar, sem smiðaðir eru af gjá- lifisfurstum alheimskapitalism- ans með dyggri aðstoð veik- geðja beibifeisa, sem syngja „er ég kem heim i BUðardal biður min brúðarval” I staö „öllu ég bylta skal”. Að visu skal ég viðurkenna að I hinni hrjúfu áferö poppsins og mögn- uðu undiröldu reggeasins má greina mismeðvitaða byltingar- þrá og hana hræðist yfirstéttin, þessvegna hampar hún þeim efnilegustu, gefur þeim hlut- deild I gæðum sinum svo þeir syngi um ástina. Og sjá fólkiö dillar sér i' stað þess að bylta. „Hann stóö upp til að ná sér i aðra rjómaköku. Ekki kemur maður aö auöum kofanum hjá honum Garöari hugsaöiég, skolli gott þetta sem hann sagði um þetta mismeðvit- aða. Fólk vill mismeövitaö popp. Sko til þetta er allt að koma, enhvergi nærri nóg, enda aðeins búinn aö fá álit tveggja efnishyggjumanna hvors á sin- um pól. Nú var timi kominn til að rabba viö tónlistarmann. Ég var ekki fyrr kominn niöri Bankastræti en ég mætti Axel Sellófan. Hann er sprenglærður músikant og er nú einn aöalkall- inn á tónlistardeildinni. „Há- vaði” sagöi þessi gamli kennari minn. „Ertu ekki hættur þess- um asskota. Ég varð grimmur. „Mér finnst þetta harla fordómafull og óvisindaleg afgreiðsla, þú geturekki kallað þetta bara há- vaða”. „Engan æsing vinur þessi mússikef mússik skyldikalla er sprottin af sóðalegustu hvötum mannsins. Hversvegna ekki aö stiga skrefin aftur á bak uppi trén til fuils, hefuröu tekið eftir þvi hvernig fólk breytist I full- komin villidýr við áhrif þess- ara-r tónl... hávaða.Þetta virkjar einhverjar stjórn- stöðvar neðan þindar sem örva holdlegar fýsnir og beina hug- anum frá hinu háleita og fagra, en þetta skilur vist enginn nema sá sem hefur náö að sameina vitund sina dýrðarheimi hinna gömlu meistara og þroskað sig frá þessum lágkúrulega imba- takti”. Hann sló nokkra takta saman með lófunum og gerði sig hálfvitalegan i framan. Skolli getur svona þroskaður maöur veriö klámfenginn.. neöan þindar, þessu sleppi ég. En hún örvar. Popp er mismeð- vituð örvun sem fólk vill. „Filingur”, svaraði Steini Streggur, þar sem hann lá og sleikti afganginn af sumarsól- inni. „Hvað er þá filingur?” „Vá bara filingur, þú getur velt þér uppúr orðaleikjum. Mitt er að spila. Ég tjái mig með bassanum, þú getur fundiö ein- hver orö sem segja það sama. •Ef einhver filar það sem ég er að gera,eitt bros, stappandi fótur þá er tilganginum náð”. „Billegt þetta meö filinginn, en ég get ekki gengiö framhjá honum. Popp er mismeövitaður filingur sem fólk vill örva. Nei, Popp er örvun sem mismeö- vitaö fólk filar. Nei Popp er fil- ingur sem örvar mismeðvitað. fólk... Nei, ég gefst upp, — i bili.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.