Helgarpósturinn - 17.10.1980, Síða 28

Helgarpósturinn - 17.10.1980, Síða 28
__helgarpásturinn.- Föstudag ur 17. október 1980. • Það hefur ekki farið framhjá neinum að Alþýðubandalags- menn eiga við sinn innanhús- vanda að etja, þar sem er Garðar Sigurösson, alþingismaður og sá hugur sem hann ber til formanns þingflokksins, ólafs Ragnars Grimssonar.Til dæmis segir sag- an að þegar Garðar hafi komið i kaffistofuna i Alþingi á fyrsta degi hafi hann sagt stundarhátt, svo allir fnáttu heyra: ,,Mikill munur er nú að vera i þessu Alþýðubandalagi eftir að þaö gekk i Möðruvallahreyfinguna!... • Og enn i sama dúr. Það er nefnilega sagt aö það hlakki mjög i Garðari Sigurðssyni um þessar mundir. Hann átti nefnilega sæti i siöustu þingfararkaupsnefnd þingsins sem samþykkti 20% hækkunin á laun þingmanna sem mest fjaðrafok varö út af i sumar. Þetta varö til þess að ekki var kosið i þingfararkaupsnefnd núna heldur eru i undirbúningi lög um að kjaradómi veröi komiö á fót til að ákvaröa laun og kjör þing- manna. Engu að siöur er aðkall- andi aðleyst verði til bráðabrigða greiöslur vegna húsnæðis þing- manna utan af landi hér i Reykja- vik og er þvi uppi tillaga um að sett verði á laggirnar til bráða- bpigða þingfarakaupsnefnd, skipuö formönnum þingflokk- anna og forsetum þingsins þar sem einsýnt þykir aö þingmenn muni almennt vera þess litt fýs- andi að taka sæti 1 nefndinni. Þá situr ólafur Ragnari súpunni og Garöar hyggur sennilega gott til glóöarinnar. Hann er ekki búinnaðgleyma þvi þegar ólafur hringdi i hann út á sjó I sumar og skammaði hann blóðugum skömmum á bátabylgjunni fyrir ákvörðun þingfarakaupsnefndar og lét sem hann vissi ekkert um máliö, þótt gerö heföi veriö grein fyrir þvi i þingflokki Allaballa sem annarra.... • Mönnum hefur gengið dálitið illa að koma þvi heim og saman hvers vegna Guðmundur Jaki Guðmundsson er einn ASt-forust- unnar svo áfjáður i að sett verði lög til að leysa yfirstandandi kjaradeilu. Rætnar tungur halda þvi fram aö ástæðan fyrir þessu sé sú að Guðmundur hefur verið valinn af hálfu Alþýðubandalags- ins sem fulltrúi isendinefnd þing- flokkanna á allsherjarþing Sameinuðu þjóöanna siðar i mán- uðinum en telji sig eiga dálitið erfitt með aö fara nema samn- inga málin séu komin i höfn... • Og úr þvi minnst er á samn- ingana, þá er ýmislegt sem bend- ir til þess að til tiðinda muni draga i verkfallsmálum á næst- unni. Alþýöusambandið ihugar nú meö hvaöa hætti eigi að gripa til verkfallsaðgerða en hins vegar getur vel fariö svo að Félag bóka- gerðarmanna verði á undan og boði verkfall á næstunni vegna þess strands sem orðið er i sér- kröfumálum prentara um at- vinnuöryggis- og tæknimál. Vist er aö Vinnuveitendasambandið muni þegar gripa til verkbanns- vopnsins og er þá jafnvel talað um að verkbannið muni þá ekki aðeins ná til starfsstétta sem starfa i tengslum við prentiðnað- inn, svo sem blaðamanna og verslunarfólks heldur til allra að- ildarfélaga innan ASl, svo að út- koman verði allsherjarverkbann. Þá þykir mönnum einsýnt að rikisstjórnin komist ekki hjá þvi að gripa i taumana og Guömund- ur J kemst þá kannski til New York eftir allt saman... • Og nú yfir i f járlagafrumvarp Ragnars Arnalds Þar kennir margra grasa eins og vænta má og sitthvað þykir fróðum mönn- um mega betur fara eins og geng- ur. Bent er t.d. á að i frumvarpinu nú sé gert ráð fyrir 1337 millj. króna til að standa undir halla- rekstri Skipaútgerðar rikisins á tveimur eigin skipum og einu leiguskipi. Vöruflutningabilstjór- ar eru auðvitaö æfir yfir þessu og halda þvi fram að þarna sé rikið raunverulega að greiða niður flutninga skipaútgerðarinnar og taka frá þeim verkefni um leið, þvi að bæði vöruflutningar á landi og hin skipafélögin sem fyrir eru, muni algjörlega geta sinnt hlut- verki Skipaútgerðarinnar. Er i þessu sambandi einnig bent á að tekjur Rikisskips standi ekki einu sinni undir launakostnaði fyrir- tækisins. Þá fær Framleiðslu- eftirlit sjávarafurða nærri milljarð i sinn hlut i frumvarpinu enda þótt fyrir liggi skýrsla nefndar frá þvi i janúar sl. þar sem sýnt er fram á að þessi stofn- un þjóni engum tilgangi. Loks hefur veriö vakin athygli á þvi að Fjölbrautarskóli Sauðárkróks fær hvorki meira né minna en 95,8% hækkun á framlögum i fjárlaga- frumvarpinu og þykir skólinn njóta þess að Ragnar Arnalds, þingmaður Noröurlands vestra, hefur bæöi verið mennta- og fjár- málaráðherra á skömmum tima... • 1 byrjun þings var þess beðið með eftirvæntingu hvernig innan- hússerjur Sjálfstæðisflokksins kæmu fram i kosningunum innan þings i nefndir þess, þar sem fyrir lá krafa rikisstjórnarinnar um meirihluta i öllum nefndum. Egg- ert Haukdal réði hins vegar úr- slitum um það að Gunnar Thoroddsen og lið hans varð að bakka svolitiö og samkomulag náðist. Sagt er að stjórnarand- stæöingar i Sjálfstæðisflokknum hafi fyrir kosningarnar verið til- tölulega rólegir, þarsem þeir hafi vitað að Eggert kæmi til þings beint úr héraöi. I þvi sambandi er nefnilega sagt, aö Eggert hafi tvö eyru, eins og aðrir menn, nema hvað annað eyra hans sé Ingólfs- eyra (Ingólfs Jónssonar héraðs- höfðingja á Hellu) en hitt sé Gunnars-eyra (forsætisráðherra) Ingólfs-eyrað hafi verið virkt þegar Eggert kom til þings. Það hafi siðan komið á daginn að Gunnari hafi ekki með nokkru móti tekist að ná eyrum Eggerts þar sem hann hafi enn verið með Hellu fyrir eyrunum... • Eggert Haukdal kom einnig serstaklega viðsögu i kosningu til fjárveitinganefndar. Stjórnarlið- ar i Sjálfstæðisflokknum höfðu ákveðið að hann tæki þar sæti Friðjóns Þórðarsonardómsmála ráðherra en auk þess ky áttu þrir aðrir Sjálfstæðis r*\ menn úr stjórn- I 13^ arandstöðuarminum — L/ Friðrik Jr • Fyrr i vikunni var haldinn blaðamannafundur i sjávarút- vegsráðuneytinu með Stein- grimi Hermannssynium leiöir til útbóta við vanda sjávarútvegsins sem er mikill um þessar mundir, eins og varla hefur farið framhjá neinum. 1 lok fundarins var svo komið aö menn voru farnir að skeggræða nýjar hugmyndir til úrbóta. Blaöamaður Þjóðviljans minnti á gamlar og góðar hug- myndir um meltuframleiðslu úr slógi og lifrarbræðslu, sem sjávarútvegsráðherra tók hraust- lega undir að væru allrar athygli verðar. Aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra Bogi Þórðarson virtist ekki hafa verið á sama máli þvi að þegar blaðamenn voru að ganga út úr fundarsaln- um hnippti hann i Þjóðviljamann- inn og hvislaði að honum : „Bless- aöur vertu ekki að minnast á þetta með lifrarbræðsluna og meltuframleiðsluna — það stefnir þessu bara i enn meiri hallarekst- ur... Þaö er okkar hagur. viðskipti &verzlun Við viljum ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar hvað nútímaþróun varðar, hvorki í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði né verslun. Bætt skipulag og endurbættur vélakostur hafa stöðugt aukið framleiðslugetu þjóðarinnar. Hlutverk verslunar er að koma framleiðslu hinna atvinnuvegannaá neytendamarkað. Aðbúnaður verslunarinnar þarf því að vera í samræmi við auknaframleiðslugetu og þarfir neytenda. Hún gegnir hér stóru hlutverki í okkar daglega lífi - hugsaðu um það næst þegar þú ferð út í búð Búum beturaö versluninni. Á eftlr...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.