Helgarpósturinn - 27.03.1981, Page 3
Jielgarpósturinn
fæða eða rétt nýbúnar fórum við
yfir á næsta gang, en þar liggja
konur með myndarlegan fram-
hluta — nefnilega þær sem langt
eru gengnar með en einhverra
hluta vegna eru lagðar inná sið-
ustu dögum eða vikum meðgöng-
unnar.
Þar hittum við m.a. fyrir Unu
Arnadóttur og hafði hún all-
myndarlega kúlu á maganum,
enda þótt hún eigi ekki að vera
léttari fyrr en i kringum 20. april.
Skýringin var þó einföld: Hún
gekk með tvibura og af þeim sök-
um einum var hún lögð inn á með-
göngudeildina, en það ku tíðkast
að fylgjast betur með tvibura-
meðgöngu, þar eð það vill m.a.
brenna við, að þeir komi i heim-
inn fyrr en reiknað var með. Una
sagðist vera allhagvön á fæð-
ingardeild Landspitalans, þar
sem hún hefði fætt þar þrjú börn i
gegnum árin. „Það hefur allt
gengið með ágætum og ég á ekki
von á öðru að þetta gangi jafnvel
fyrir sig.” sagði hún. „Hins vegar
er ef til vill einhver beygur undir
niðri i öllum konum siðustu vikur
fyrir fæðingu og raunverulega
verðurmaður ekkfrólegur fyrr en
allt er afstaðið og ljóst er að barn-
iðerheilbrigt. Þá er lika ánægjan
geysimikil.”
Hún var hins vegar ekki jafn-
vön þvi að ganga með börn, hún
Aslaug Þórisdóttir sem einnig lá
á meðgöngudeildinni. Hún gekk
með sitt fyrsta barn og sagðist
búast við að fæða það innan 10
daga, en þar sem blóðþrýstingur-
inn hjá henni væri við hærri
mörkin þá hefði hún verið lögð inn
og mætti sig ekki hræra úr rúm-
inu.
„Spennt og kviðin”
„Ég er auðvitað bæði spennt og
kviðin,” sagði hún, „þótt
meðgangan hafi raunverulega
verið léttari en ég hafði búist við.
Ég hélt að konur væru almennt
slappari og veikari á meðgöngu-
timanum, en raunin hefur verið
hjá mér.”
— Verður þetta strákur eða
stelpa?
„Ég hugsa að sjálfsögðu mikið
um það, og hef t.d. tilbúin bæði
stráka-og stelpunafn á barnið.
Hins vegar er það ekki aðalatriðið
hvort kynið það verður, heldur
hitt að barnið verði heilbrigt.”
Áslaug sagðist ekki vita of vel
um það hvernig það yrði að fæða
barnið. „Maður heyrir auðvitað
margt i þessu sambandi,” sagði
hún, ,,en vonandi stend ég mig
eins og hetja, þótt ég kviði sárs-
aukanum sem mun vist fylgja
fæðingum.”
Hún sagðistekki taka þaði mál,
að pabbinn tilvonandi yrði
viðstaddur fæðinguna. „Ég ætla
að gera þetta ein,” sagði hún.
„Ég yrði eflaust langtum aumari
ef einhver nákominn væri
viðstaddur.”
— Hvað með framtiðarskipu-
lagið á barneignunum? Nú er
þetta þitt fyrsta barn. Verður það
jafnframt þitt siðasta?
„Ekkert skipulagt i þeim efn-
um, en ég get lofað þér þvi, að
þetta verður ekki siðasta barnið
sem ég fæði.”
Aldur sængurkvenna
hefur breyst
Og úr einum stað i annan . Frá
hinum verðandi mæðrum til
þeirra, sem þegar hafa alið sitt
barn og liggja á sængurkvenna-
gangi og taka það rólega eftir
átökin á fæðingarstofunni. Þar er
deildarhjúkrunarkona, Maria
Björnsdóttir. Hún er þrautreynd
sem ljósmóðir og þvi var þeirri
spurningu auðvitað skotið að
henni, hvort hún fyndi fyrir þvi að
fæðingartiðni væri meiri á einum
árstima en öðrum. Ekki kvaðst
hún geta sagt svo. „Það koma
náttúrulega dagar og jafnvel
vikur þegar fæðingum fjölgar
verulega, en að það sé i einum
mánuði ársins frekar en öðrum,
það hef ég ekki orðið vör við.”
— Hvað um aldur mæðranna?
Hefur hann breyst á siðustu
árum?
„Já, ef til vill er hægt að segja
það. Mér finnst meira bera á kon-
um um fjörtiu ára og þar yfir, en
áður gerðist. Þá er hæg aukning i
alyngstu mæðrunum, 16 ára og
þar undir.”
Það er sem sé aukning i báðum
köntum, i eldra kantinum og þeim
yngsta, og við spurðum þvi Mariu
i beinu framhaldi, hvort þær
Föstudagur 27. mars 1.981
mæður, er lægju hér i fyrsta sinn
hefðu raunverulega áttað sig á
þvi, að þær væru orðnar mæður
og þar af leiðandi forráðamenn
lifandi fólks. „Það er mjög mis-
jafnt. Konur sem eiga börn fyrir,
bregðast óneitanlega dálitið öðru-
visi við börnum sinum, en hinar
sem eru að eiga sitt fyrsta barn.
Það tekur þær nokkra daga, að
átta sig á þvi hvað gerst hefur.
Þær vita oft ansi litið hvernig þær
eiga að bera sig að, þegar þær
meðhöndla barnið, enda kannski
ekkert skrýtið, þvi segja má, að
sú upplifun að fæða barn sé eins
og að fletta við blaði i lifi einnar
konu.”
Maria sagði að andinn hjá kon-
unum á sængurkvennaganginum
væri öllu jöfnu afslappaður og
þægilegur.” Þessi deild sker sig
úr i samanburði við aörar iegu-
deildir, þvi hér éru konurnar
flestar hverjar ánægðar með lifið
og framtiðina."
Var á sjó
þegar barnið fæddist
Frammi á gangihittum við fyr-
ir foreldrana Kristin Reynisson
og Mörtu Sigurðardóttur. Þau
eignuðust stúlkubarn 19. mars, en
þá var Kristinn úti á sjó og fékk
simhringingu þegar allt var
afstaðið. „Ég ætlaði auðvitað að
vera viðstaddur”, sagði hann.
„En þessi krili gera nú ekki boð á
undan sér og litla stelpan kom
fyrir timann, þannig að ég var
fjarri, þegar að stóra stundin
rann upp.”
Kristinn hafði ekki enn séð litlu
stúlkuna, þegar við röbbuðum við
hann og Mörtu og var auðsján-
lega mjög spenntur að horfast i
augu við hana, enda þetta hans
fyrsta barn. Aður en hann hljóp
spurðum við hvernig hann heldi
aðlitla dóttir hans liti út. „Hún er
auðvitað litil og falleg,” svaraði
hann stutt og laggott.
Á ganginum sængurkvenna-
deildarinnar, sem einnig gegnir
hlutverki setustofu vegna
þrengslanna, sátu nokkrar
mæður og töluðust við. Þær voru
spurðar um, hvort þær óttuðust
það ekkert að börnin þeirra færu
á flakk innan spitalans, þannig að
þær væru látnar taka börn
annarra með heim i misgripum.
Þær hlógu mikið og lengi að
þessari spurningu og svöruðu þvi
til, að litil hætta væri á sliku. 1
fyrsta lagi væru börnin kyrfilega
merkt mæðrum sinum og ekki
siður þekktu þær nú nokk sin eigin
börn.
— Þið haldið sem sagt að þið
gætuð farið með okkur inn i
barnaskarann og bent hiklaust á
ykkar börn, án þess að skoða á
merkisspjöldin?
„Alveg örugglega”, sögðu þær i
einum kór. „Það eru engin börn
eins og við þekkjum lika okkar
eigið hold og blóð.”
Og þar með var það afgreitt
mál.
Þær voru einnig spurðar hvort
þær hefðu heitið þvi þegar hriðar-
verkirnir hefðu verið sem mestir
fyrir fæðinguna, að gera aldrei
svona nokkuð aftur. Ekki gátu
þær neitað þvi, aö slik hugsun
hefði flögrað að þeim. „Þessi
hugsun kemur upp hjá flestum
konum við þær aðstæður”, sögðu
þær. „Hins vegar endurskoða
flestar konur hug sinn strax að
fæðingu lokinni. Viö erum t.d. til i
allt núna, þegar við erum búnar
að jafna okkur,” sögðu
mæðurnar, sem sumar höfðu
verið þarna áður, en aðrar fætt
sitt fyrsta barn.
Eiginmenn i
,, bley juþvottaþrasið’ ’
Og ekki kváðust þær kviða
„bley juþvottaþrasinu” sem
framundan væri. „Viö setjum
bara eiginmennina i þvottinn,”
sögðu þær hinar hressustu.
Inná stofu sat þriggja manna
fjölskylda, þau Róbert Orn
Alfreðsson, Asta Ársælsdóttir og
sjö ára sonurinn Ingimar Alfreð.
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn,
nokkurra daga gömul stelpa, var
hins vegar inná herbergi með hin-
um nýfæddu börnunum og svaf
þar vært. Faðirinn — Róbert örn
— kvaöst hafa verið viðstaddur
fæðinguna og sagði það hafa verið
stórkostleg og ógleymanleg
stund. „Það var reynsla sem ég
hefði ekki viljað missa af,” sagði
hann.
„Já, enda stóðst þú þig konung-
lega,” sagði eiginkona hans þá,”
og það var mér gifurlegur styrkur
að hafa þig.”
Og á leiðinni út hittum við fyrir
Sólveigu Viðarsdóttur, sem átti
litla stúlku — sitt fyrsta barn ( á
mánudaginn. Það voru erfiðar
fæðingarhriðir hjá Sólveigu, hún
var eina 35 tima, hlélitið, með
hriðir áður en hún fæddi. Stúlkan
litla var veikburða og send upp á
Vökudeildina svokölluðu, strax
eftir fæðinguna og sett i hitakassa
og rannsökuð
hátt og lágt. „Ég óttaðistað
.eitthvaðalvarlegt væri að
barninu”, sagði Sólveig
(mamma), „en rétt
áðan var ég að fá fréttir
um, að rannsóknir
væru allar jákvæðar
og það liti vel út með
litlu stelpuna mina."
Og andlit
Sólveigar varð eitt
bros þegar hún mælti
þessi gleðitiðindi.
Hún er dálitið framsett, hún Una Arna-
dóttir, enda ekki skrýtiö þar sem hún ber
tvibura undir belti.
Og þarna sitja þær i flokkum á „setustofu” sængurkvennagangsins,
hinnar nýorðnu inæður, sumar i fyrsta skipti aðrar hagvanari.
SP 1820 þarf 90 lux lýsingu, vinnur
vel við dagsbirtu
SP 1920 þarf 0,9 lux, fyrir lítið Ijós,
t.d. skemmtistaði/útisvæði
LL 779/AX þarf
0,1 lux. mjög
litla lýsingu
LL 779/AX-ISIT
þarf 5,4x104 lux
Fyrir: Verslanir, verksmiðjur, fisk-
vinnslustöóvar, fiskiskip, útisvæði o.fl.
14 geröir sjónvarpsvéla
fyrir mismunandi
aöstœöur
VM-9CX 9H
monitor
Einnig til 15"
og 19" monitorar
fyrir tölvur
LJpphituð öryggishús fyrir allar
gerðir véla
Hv ^ e-> ertket ftir aá ha stæði nrn 7/77 ð
% i<* ÍÓS !tG inl ■£
Þórsgötu 14 ■ Sími 14131:11314