Helgarpósturinn - 27.03.1981, Síða 24
helgarpásturinn Föstudag
ur 27. mars 1981
Bók er
Ibest vina
í bókadeild Pennans
að Hallarmúla 2
er stórkostlegt úrval
af íslenskum og
erlendum bókum
Ef þú þarft að gleðja
VIN ÞINN
líttu þá við i Bókadeild Pennans
... bækur
HALLARMÚLA 2
• Menn eru þegar teknir að
velta vöngum yfir ýmsum
embættum, sem vitað er að losna
muni á næstunni. Eitt þessara
embætta er staða forstjóra Land-
helgisgæslunnar en Pétur Sig-
urðsson sem veitt hefur henni for-
stöðuum árabil, hefur nú náð ald-
urshámarkinu. Ýmsir hafa verið
nefndir sem hugsanlegir arftakar
Péturs en eftir þvi sem við heyr-
um er þó i alvöru einkum talað
um þrjá menn — þá Guðjón Ar-
mann Eyjólfsson, skólastjóra
Stýrimannaskólans i Eyjum,
Hannes Hafstein, framkvæmda-
stjóra Slysavarnafélagsins og
ÞröstSigtryggsson.skipherra hjá
Landhelgisgæslunni, en allir
þessir menn eiga það sameigin-
legt að hafa að baki nám i sjóliðs-
foringjaskólum úti likt og Pétur
Sigurðsson...
• Ársreikningar Arnarflugs
munu nú liggja fyrir. Þar kemur
m.a. fram að hallarekstur félags-
ins af innanlandsflugi á siðasta
■ári nam um 80 milljónum
gamalla króna. Eitthvert tap
mun einnig hafa orðið af milli-
landafluginu eftir þvi sem heim-
ildir okkar herma....
® Útvarpsráðsmenn liggja nú
yfir rekstraráætlunum útvarps-
ins og brjóta heilann um hvar
helst eigi að beita hnifnum til að
skera niður eða vatna út dagskrá
þess um þau 14% sem nauðsyn-
legt er talið. A útvarpsráðs-
fundum mun almennt vera mikil
tregða á þvi að fara út i þennan
niöurskurð og telja sumir hverjir
vonlaust að unnt sé að ná þessum
2.65 millj. nýkr. niðurskurði á
þeim 8 mánuðum sem til stefnu
eru miðað við 1. mai n.k. án þess
að raska dagskránni verulega.
Niðurskurðurinn hljóti að koma
langmest niður á hinu talaða orði
og bitna þar af leiðandi harðast á
ýmsum vönduðustu og vinsælustu
þáttum útvarpsins. 1 þessu
sambandi munu hafa verið lagðir
fram útreikningar um kostnað á
hverja minútu flutnings á mis-
munandi efni og þar komið fram
að hver minúta efnis frá Sinfóniu-
hljómsveit islands kosti um 700
nýkrónur, hver minúta frétta 84
kr. oghverminúta leikrita um 350
kr. Þessar upplýsingar munu
hafa leitt til þess að i útvarpsráði
hefur komið fram tillaga um að
sagt verði upp samningnum milli
Rikisútvarpsins og Sinfóniu-
hljómsveitarinnar til endur-
skoöunar. Ekki mun þó ætlun
flutningsmanna að leggja
Sinfóniuhljómsveitina niður held-
ur munu þeir telja eðlilegra
vegna f járhagserfiðleika út-
varpsins verði það losað undan
þeirri kvöð sem reksturinn
hljómsveitarinnar er útvarpinu
um þessar mundir og riki og borg
taki á sig aukna byrði af kostnaði
við starfsrækslu hljómsveitar-
innar. Hefur komið fram, að losn-
aði Rikisútvarpið við að standa
straum af Sinfóniuhljómsveitinni,
þá þyrfti ekki að koma til niður-
skurður hjá stofnuninni....
• Frjálst framtak mun nú vera
að svipast um eftir ritstjóra að
Sjávarfréttum og/eða Iþrótta-
blaðinu eftir að Kjartan
Stefánsson ákvað að hætta sem
ritstjóri á Sjávarfréttum og snúa
aftur á Visi sem aðstoðarfrétta-
stjóri. Nú heyrum við einkum
rætt um Agúst Inga Jónsson,
blaðamann á Morgunblaðinu,
sem liklegan eftirmann Kjartans,
og hann henti báðum blöðunum
jafnvel — þvi að hann var lengi
iþróttaf réttam aður Morg-
unblaðsins áður en hann snéri sér
að innlendum fréttum með
sjávarútveg sem sérsvið....
® Og Visismönnum mun bætast
frekari liðsauki um næstu
mánaðamót eftir þvi sem við
heyrum. Er það Herbert ólafsson
sem verið hefur viðloðandi blaða-
mennsku i nærfellt tvo áratugi,
m.a. blaðamaður á Visi fyrir um
15árum, stofnandi Hús og hýbýla,
ritstjóri Islendings og nú siðast
Kópavogstiðinda...
• Ljóst þykir nú að nýtt skipu-
lag Grjótaþorpsins muni ekki ná
fram að ganga. Oddvitar borgar-
stjórnarmeirihlutans munu ekki
treysta sér til að leggja fram
tillögur um hið nýja skipulag i
borgarstjórn, þar sem þeim þyki
einsýnt að það muni ekki ná þar
fram að ganga — sem sagt að
ekki munu allir meirihluta-
fulltrúarnir vera tilbúnir að
styðja það....
• Einhver skjálfti mun vera að
hefjast meðal Alþýðuflokks-
manna i Reykjavik og er það
tengt prófkjörsmálum flokksins
fyrir borgarstjórnarkosningar
næsta ár. Bragi Jósepsson hefur
nú boðið sig fram gegn Guðmundi
Haraldssyni.núverandi formanni
Alþýðuflokksfélags Reykjavikur,
en stjórnarkosning á að fara þar
fram innan skamms. For-
mennskan i þvi félagi veitir aftur
áhrif i fulltrúaráði flokksins i
Reykjavik, þar sem ákvarðanir
um framboð og prófkjör eru
teknar....
• Það er viða sparað i rikis-
geiranum. Nú siðast heyrðum við
að það hefði verið settur lás á
löggurnar i Reykjavik, þ.e. lás á
simana á lögreglustöðvunum.
Eitthvað mun þá i ráðuneytinu
hafa grunaö lögreglumennina
okkar um, að hafa notað simana á
vinnustað ótæpilega með privat-
hringingum út á iand. Og nú er
það þannig, að varðstjórarnir
ganga með lykil upp á vasann og
ef hinir almennu lögreglumenn
þurfa að slá á linuna út á iands-
byggðina, þá þurfa þeir að biðja
um lykilinn góða. Ekki munu allir
lögreglumenn jafnánægðir með
þessa framtakssemi dómsmála-
ráðuneytisins....
• Stofnun sparisjóðsins Ataks,
sem SÁA-menn vilja koma á fót
hefur nú tekið nýja stefnu. Ekki
fengu þeir tilskilin leyfi fyrir
stofnun sparisjóðsins og þvi var
leitað annarra leiða. Stóð til, aö
Atakyrði að veruleika, en i skipu-
lagstengslum við Sparisjóð
Reykjavikur. Þetta breyttist þó,
þegar Albert Guömundsson.einn
aðalforkólfi Átaksmanna, var
kjörinn i bankaráð Útvegs-
bankans. Segir sagan, að nú bendi
allt til þess að Atak verði i
framtiðinni ein deild Útvegs-
bankans ....
• Viðamikil kvennaráðstefna
er nú fyrir dyrum hjá fangahjálp-
inni Vernd. Hafa Verndarmenn,
með Hilmar Helgason i broddi
fylkingar ákveöið að safna saman
allflestum málsmetandi konum
landsins þann 25. april og skal þar
ræða málefni fanga. Þar munu
m.a. mæta til leiks, Vigdis
Finnbogadóttir, kvenþingmenn,
kvenborgarar — og bæjar-
fulltrúar á landinu, kvenfélags-
konur og fleiri konur. Ekki er
gjörla vitað um hlut karlpenings-
ins i þessu ráðstefnuhaldi, en
hann verður vafaiaust hverf-
andi...
• Nokkur kurr er i ýmsum
klerkum vegna hinnar sérstöku
stöðu, séra Bernharös
Guömundssonar fréttafulltrúa
Þjóðkirkjunnar. Ekki aðeins er
Bernharður talsmaður Þjóðkirkj-
unnar og hægri hönd biskups,
heldur er hann og þjónandi prest-
ur hjá Frikirkjunni i Hafnarfirði.
Frikirkjan er eins og kunnugt er
sjálfstæð kirkjueining með sinn
eiginn fjárhag og ekki i beinum
skipulagstengslum við þjóðkirkj-
una. Þykir ýmsum prestum það
ekki sæma fréttafulltrúa þjóð-
kirkjunnar að starfa einnig innan
Frikirkjunnar, ,,þvi enginn þjónn
getur þjónað tveimur herrum...”
eins og segir (Lúk. 16.13) i hinni
helgu bók...