Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 3
’< 3
holrjarpncrh irinn Föstudagur l. maí 1981
sé um hraða oHumyndun, sem
„aðeins” hafi tekiö fimm til tiu
milljón ár. Þess er lika að gæta,
að setið er á virku gossvæði, sem
þýðir að hiti er talsverður, og það
gæti þýtt aukna möguleika á ollu-
myndun. A hinn bóginn má búast
við þvi, að þarna sé mikið af eld-
fjallaösku og jafnvel hraunum.
En það misgengi sem hefur átt
sér stað á Tjörnesbrotabeltinu
svonefnda gæti þó lika hafa valdiö
svonefndum oliugildrum, sem eru
ein af forsendum þess að unnt sé
að ná upp hugsanlegri oliu.
Líka fyrir sunnan
Þá hefur komið I ljós að endur-
kastsmælingar, aö undan
Suðurlandi, allt frá svonefndum
Islands-Færeyjahrygg vestur
undir Vestmannaeyjar sé set allt
að kilómetri aö þykkt neðan land-
grunnshliðanna, auk þess hefur
oröiö vart viö nokkur gil I land-
grunninu, sem hafa fyllst af seti.
Suðvestur af Reykjanesi er enn
fremur talið vera talsvert þykkt
set, sem hvilir á fornum land-
grunnsbotni, og neðar á jafnvel
enn eldri fleti. Loks hefur orðið
vart við um 500 metra djúpa set-
dæld undan landgrunninu út af
Faxaflóa.
En allt tal um oliu i þessum set-
lögum eru hreinar vangaveltur.
Enginn veit hvaö þau kunna aö
innihalda, og þær boranir sem
hafa verið geröar I hafsbotninum
til þessa eru ekki dýpri en eitt til
tvö hundruð metrar, sem er mun
grynnra en boranir sem eru
geröar vegna oliuleitar. Varðandi
Jan Mayen hrygginn er t.d. ekki
vitað hversu langt i áttina til
Islands hið forna meginlandsberg
teygir sig.
Allt þetta á eftir að rannsaka,
með aðferöum sem notaöar eru
við oliuleit. Eins og segir I
upphafi er það svo dýrt, að við
ráðum ekki við það einir. Við
veröum að fá „atvinnuoliuleitar-
menn” til að framkvæma verkiö.
,,Til íhugunar”
Það er einmitt það, sem nefnd
Iðnaðarráðuneytisins um hagnýt-
ar hafsbotnsrannsóknir, lagði til
að yrði gert i tillögum sínum um
það hvernig standa skuli að oliu-
rannsóknum innan Islenskrar
lögsögu. Arni Þ. Arnason skrif-
stofustjóri i iðnaöarráðuneytinu
og formaöur nefndarinnar segir,
að rannsóknirnar sem lagt var til,
aö færu fram i sumar, hefðu átt
að vera mjög umfangsmiklar.
— Þetta er svo dýrt, aö það
borgar sig ekki að fara af staö
fyrir minna en þúsund kilómetra.
En það fékkst semsé ekki I gegn,
það fengust ekki nema 200 þúsund
krónur til rannsókna. En þetta er
alltaf til fhugunar, segir Arni Þ.
Arnason.
Hjörleifur Guttormsson iðn-
aöarráöherra telur islenska oliu-
leit alls ekki útilokaöa þótt tillög-
urnar hafi ekki náð fram að
ganga i haust, „olia og gas á
islensku umráöasvæði er hugsan-
legur möguleiki þótt hann sé
býsna fjarlægur að margra
mati”, segir ráðherrann og bætir
þvi viö, aö tillögur um reglur um
rannsóknir á auölindum á yfir-
ráðasvæði tslands næsta ár séu i
mótun.
Gas á landi?
Enda þótt aöal athyglin beinist
að hugsanlegum oliu- og gaslind-
um undir hafsbotninum hafa
menn ekki gefiö upp á bátinn hug-
myndir um hugsanlegar gaslindir
undir landinu sjálfu.
Að sögn Jóns Jónssonar jarö-
fræðings hefur viða orðiö vart viö
uppstreymi gass i fjöruboröi á
Vestfjörðum. Þar er þó sennilega
um að ræöa litilsháttar gasmynd-
un af rotnandi dýra- og jurtaleif-
um I sjálfum sjávarbotninum. En
þessi gasmyndun er það litil að
sögn Jóns, að hennar gætir aðeins
við fjöru. Strax og sjór er hálf
fallinn kemst gasið ekki upp á
yfirborðiö, krafturinn er ekki
meiri en svo.
Jón tók lika þátt i athugunum á
gasuppstreymi i Urriöavatni við
Egilsstaði og á nokkrum stöðum i
Lagarfljóti og Jökulsá I Fljótsdal.
Fyrstu athuganir, árin 1962—’63,
sýndu, að I Urriðavatni væri aðal-
lega um koltvisýring að ræða. I
Lagarfljóti og Jökulsá virtist
hinsvegar vera um mýrargas að
ræða, sem myndast af rotnandi
dýra- og jurtaleyfum I botninum
likt og fyrir vestan.
En I fyrrasumar geröu Leó
Kristjánsson jarðeðlisfræðingur
og bandariskur stjarnvisinda-
maður Thomas Gold að nafni,
nýjar athuganir inn viö botn
Lagarfljóts. Gold þessi hefur sett
fram þá kenningu, aö jarögas
sem notað er i iönaöi sé komið úr
iðrum jaröar, hafi lokast þar inni
strax við myndun hennar og leiti
út t.d. viö eldgos og jaröskjálfta.
Það eru þó ekki margir visinda-
menn sem hafa trú á þessari
kenningu segir Leo Kristjánsson.
— Fyrstu niöurstöður við
athugun á sýnum I Bandarfkjun-
um bentu til þess, að hér væri
ekki um mýrargas að ræða,
heldur gas sem kæmi djúpt úr iör-
um jaröar. Sýnin voru siöan
athuguð nánar, en þá kom ekki út
það sem búist var við. Ég hef þvi
verið beðinn um að taka ný sýni i
sumar, en ég hef stungið upp á
þvi, að þeir Amerikanarnir komi
sjálfir, segirLeó Kristjánsson um
þetta mál.
Þótt líkur á nýtanlegu gasi
undir landjörðinni séu litlar að
flestra áliti hafa menn þó ekki
gefið upp alla von. Og Jón Jóns-
son jaröfræðingur segir við
Helgarpóstinn, aö full ástæöa sé
til að athuga nánar ýmis fyrir-
brigði, sem litt hafa verið
rannsökuð til þessa, m.a. ölkeldur
þær sem finnast viða um land.
Mörg vitin
Það er ljóst, aö viö Islendingar
sitjum ekki á bullandi oliu- og
gaslindum sem koma upp bara ef
oliubor er stungið I gegnum jarö-
skorpuna. En flestir eru þó lik-
Þannig myndast olia
Olía er talin myndastúr leifum Hfvera, fyrst og fremst plöntu-
og dýrasvifi, sem setjast fyrir I seti á sjávarbotni eða í vötnum.
Framburður plöntuleifa af landi getur Ilka myndað ollu, og á
landgrunni meginlanda og á landgrunnshliðum eru góð skilyröi
fyrirslikar setmyndanir. Fingerður leirframburöur safnar best I
sig llfrænum efnum, og hlaöist hann nógu hratt upp lokar hann
fyrir aðstreymi súrefnisriks vatns og kemur þannig I veg fyrir,
að llfrænu efnin rotni.
Ummyndun lifrænu efnanna I ollu verður með þeim hætti, að
upphleðsla setlaganna grefur þau djúpt niður I jarðlagastaflann.
Við það hitna þau Vegna hitans I jarðskorpunni. Umbreytingin I
oliu og gas ræðst af dýpt og hita.
Lægri hitamörk þar sem olia myndast eru um 50 stig á Celcius,
en það á við um elstu jarðlög sem olía myndast I, um 400 milljón
ára gömul. Efri hitamörk sem olía myndast viö geta veriö milli
100-135 stig. Ef hitinn fer yfir það breytist ollan I gas. Þó getur
hitinn farið upp i 200 stig I ungum ollusvæðum.
Oliumyndun telst hröð ef hún gerist á 5-10 milljónum ára, en
hæg ef hún gerist á 10-100 milljónum ára.
Bergið sem olían myndast I er kallaö móðurberg, en það þarf
að vera gljúpt svo olian geti siast I gegnum það. Til að hægt sé að
vinna hana þarf hún að safnast fyrir I oliugildrum, sem eru úr
þéttu bergi, sem kallast þá hettuberg.
Algengastar eru olíugildrur sem hafa myndast við röskun
jarðlaga, eöa þegar sandrif grafast I þéttan leirstein.
Þessar oliugildrur má finna með endurkastmælingum. Þær
eru gerðar með þvi að senda hljóðbylgjur með sérstökum skot-
um niður I hafið. Bergmálið frá lagmótum I setinu er siðan
skráð, og út frá fartima hljóðbylgjanna má kortleggja setið og
finna hvar liklegast er, að oliugildrur séu.
Nákvæm vitneskja um gerð bergs og hæfni þess til að mynda
olíu fæst þó ekki nema með athugunum á bergsýnum, en það
kostar vcnjulega umfangsmiklar boranir.
lega sammála um, að okkur ber
að fá framkvæmdar þær
rannsóknir sem geta leitt i ljós
hvort þessi orkulind leynist i iör-
um lands okkar og er likleg til að
bætast I hiö gífurlega orkuforöa-
búr þess.
1 þessu sambandi er þó margt
að varast. Við þurfum ekki
annað en lita til nágranna okkar
Norðmanna til að sjá vitin. Þar
streymir vinnuaflið til „oliubæj-
anna” á vesturströndinni og
gifurlegar tekjur starfsmanna i
oiiuiðnaðinum sprengja allt
kauplag upp úr öllu valdi meöan
margar aðrar atvinnugreinar
berjast I bökkum. Þessu fylgir
siöan sivaxandi verðbólga.
Erlendu auöhringarnir hafa
haft gifurleg áhrif á allt þjóölif,
þannig að „ollubæirnir” norsku
eru nánast orðnir ameriskir, og
húsaleiga hefur verið sprengd
upp úr öllu valdi. Og ekki má
gleyma mengunarhættunni af
oliuiönaðinum, sem hefur sýnt sig
að vera gifurleg.
Jafnvel það aö athuga hvort viö
eigum oliu getur verið hættulegt,
þvl hvað getur komið i veg fyrir
aövinnsla hefjistfinnisthún? Eitt
dæmi um þaö eru miklar deilur I
Bretlandi nú um stundir um það
hvort fórna eigi skógi nokkrum,
þar sem vitað er að olia er I iðrum
jaröar. Þar stendur styrrinn um
ósnortna náttúru og enga oliu, eöa
eyöilagðan skóg og oliu.
Jafnvel þótt oliuvinnsla undan
Islandsströndum sé fjarlægur og
mjög svo óljós möguleiki árið 1981
er full ástæða til aö hefja hiö allra
fyrsta umræður og skoöanaskipti
um hana, og almenningur þarf að
fylgjast náiö með framvindu
mála. Þegar olian er fundin getur
það veriö of seint.
Breibari
dekk
Skoðið dekk sem
setja svip á bílinn.
ÉÖLIÍOÍBI
Smiðjuvegi 32-34
Sími: 44880
VERJIÐ HUSID BAKA
OG STEYPUSKEMMDUM
Ein hagkvæmasta og varanlegasta lausnin ef hús er farið að leka, er að klæða
það áli. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum.
Fáanleg í mörgum litum, sem eru innbrenndir.
Auk þess að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, gefur A/klæðning
nýtískulegt útlit og veitir húseiganda öryggi. Kynnist kostum A/klæðningar.
Látið okkur gera verðtilboð eftir teikningum, þér að kostnaðarlausu.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7. REYKJAVÍK - SÍMI 22000