Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 22
22 Fðstudagu.-1 ma. 1981 helgarpósturinru Varla liöur sú vika eöa mánuð- ur, að ekki berist fréttir erlendis frá, að háttsettur embættismaður einhvers lands hafi falliö fyrir morðingja hendi. Oft eru það pólitisk samtök i andstöðu við stjórnvöld, sem lýsa ábyrgð á hendur ser, en það segir kannski ekki nema háifa söguna. Stóra spurningin er: hver drap? Voru það felagar viökomandi samtaka, eða höfðu þau fengið einhvern ut- anaðkomandi til að framkvæma verkið? En háttsettir embættismenn eru ekki þeir einu, sem hjálpað er yfir i eiiifðina. Slikt getur hent hvern sem er, og ekki er það alltaf gert út i bláinn, heldur bein- Unis skipulagt út i ystu æsar af þrautþjálfuðum atvinnumönnum dauðans, leigumorðingjum. Leigumorðingjar eru á flakki um allan heim og biða eftir því, að þeim verði falin verkefni. 1 Frakklandi einu er taliö, að rúm- lega tvö hundruð slikir séu þar á stjái. Blaðamaður franska blaðs- ins Le Monde átti nýlega viðtal við franskættaðan leigu- morðingja, sem i fjögur ár rak leynisamtök á austurströnd Bandarikjanna undir yfirskini skóla i austurlenskum varnaðar- iþróttum. Nú er hann hins vegar landflótta i Evrópu. Hér á eftir fara nokkrar glefsur úr þessu við- tali, og var leigumorðinginn fyrst spuröur að þvi, hvað hann hafi verið kallaður Frakkinn, Frenchy? „Nei, ég var kallaður „brjálæö- ingurinn” (crazy).” — Hvers vegna? „Vegna þess, aö ég gerði ótrú- legustu hluti.” — Var þessi skóli þinn raun- verulegur, eða var hann aðeins sýndarm ennska? „Nei, þetta var raunverulegur karatéskóli. Við notuðum nemendurna til að vakta nætur- klúbba, til verndar fólki, sem var i flutningum með peninga eða eiturlyf. Nemendur skólans voru einnig notaöir sem lifverðir. Það var i skólanum, sem „viðskiptin” voru rædd.” — Hvers kyns viðskipti? „Við vorum sérhæfðir i þvi að hirða fé. Það var okkar daglega lifibrauð, auk „sérstakra verk- efna”. Tildæmis, þá skuldar ein- hver þér peninga og borgar ekki. Þú kemur til min. Ég tek 20, 30 eða 40%, og næ peningum þinum til baka.” — Hvernig ferðu aö sliku? „Við beitum ógnunum. Við stingum hlaðinni byssu upp i gæj- ann og látum hana vera þar i þrjá tima, tilað hræða hann. Við kom- um okkur inn einhvers staöar, og annað hvort miðum við riffli á milli augna honum, eða sýnum fram á, að við getum nauðgað allri fjöiskyldu hans, til þess að hann borgi. Það er allt og sumt.” — Hvaða upphæðir er þarna um að ræöa? „Stórar. Ég tek ekki að mér svona djobb fyrir minna en tuttugu þúsund dollara.” — Var peningunum skipt? „Að sjálfsögðu var þeim skipt. Við vorum fjórir, félagarnir. Við borguðum þeim, sem tóku að sér ýmis aukastörf. Það er allt og sumt.” — Vissu nemendurnir um raunveruleg störf ykkar? „Já. Nokkrir nemendanna voru i „félaginu”. Það voru þrir eða fjórir, sem voru miklu betur þjálfaðir en hinir, einmitt til þess að geta tekist á viö sérstök verk- efni. ” — Eru til fleiri samtök, eins og þin? „Ég held, að viö höfum verið þeir einu á markaðinum i Flór- ida, en slik samtök eru áreiðan- lega til i öðrum rikjum.” — Varstu tengdur Mafiunni? „N ei, við störfuðum einir, en oft fyrir Mafiuna.” — Höfðu þessir „sérstöku samningar” þinir eitthvað að gera með eiturlyf? „Ja. Eiturlyf eða tónlist, ein alls herjar svikamylla!” Jimi Hendrixkáiað? — Útskýrðu það aðeins betur? „Til dæmis, ef Bitlarnir kæmu saman aö nýju til aö leika á tón- leikum i Bandarikjunum, fengju þeir50 milljónir dollara fyrir. En þeir neituðu. Það er min skoðun, að þeir hafigert það vegna þrýst- ings. Það er að segja, að Mafian vildi vernda sinar eigin plötur og framleiðslu.” — Skemmtanabransinn hefur þvi hliðar, sem engan grunar? „Að sjálfsögðu, það er neðan- jarðar. Umboðsmenn eru til dæmis i mikilli samkeppni um tónlistarmenninna. Náungarnir, sem skipuleggja tónleika og ann- að þess háttar, geta grætt 30—40 milljónir á kvöldi. Þeir auka þvi skammtinn svo þú komir til þeirra.” Hér segir hann frá þvi hvernig umboðsmennimir fara að þvi að fá tónlistarmennina til liðs viö sig. Þeir reyna aö þröngva þeim til þess, ella eigi tónlistarmenn- imir þaö á hættu að missa alla samninga, eða þá að einhverjir náungar eru fengnir tii að „vekja” þá. Það getur lika þýtt dauöinn, og vinur okkar heldur þvi fram, að þannig hafi farið með Jimmy Hendrix. „Náungi eins og hann, sem þekkir eiturlyf og veit um tak- mörk sin, tdcur ekki of stóran skammt, eins og gerðist meö Hendrix. Auk þess, sem hann var alltaf með fullt af vinum sinum i kringum sig, sem undirbjuggu og skömmtuðu honum eiturlyfin.” Ástæöan fyrir þessu sé sú, að Hendrix hafi verið búinn að vera og miklu meira hafi verið hægt að græða á honum dauðum, en lif- andi. „Brjálæðingurinn” neyddist siðan til að loka karatéskóla sin- um, þar sem hann var handtekinn er hann var að hirða peninga. Skömmu siðar fór svo löggan að angra hann og félaga hans. Hann forðaði sér þvi til Texas og var þar I þrjá mánuði, á meðan ástandið kólnaði aðeins. En þegar hann sneri til baka, fóru þeir félgarnir að deila sin i milli. Það endaði með þvi, að félagarnir voru drepnir, af lögreglunni eða keppinautum, og vinur okkar forðaði sér til Evrópu. En hver er ástæðan fyrir þvi að einhver lætur drepa annan mann? „Þær eru óteljandi. Erfðir, áhrif, pólitfk, viðskipti. Stundum fyrir engar sakir. Stundum sem fordæmi, eins og fjölskyldumeð- lim einhvers, sem á að bera vitni fyrir dómstóli, svona rétt til að hræða hann.” Sjúkirí gikkinn — Hver getur haft not fyrir morðingja, auk Mafiunnar og einstaklinga? F.B.I., til dæmis? „Ekki F.B.I. fyrir þessa sér- stöku tegund vinnu, en C.I.A. ger- ir hluti sem þessa. Þeir kalla til morðingja, eða hafa sina eigin. t staðjjess aö setja þessa náunga I fangelsi, láta þeir þá leika laus- um hala og nota þá, þegar þörf krefur. Ef náungarnir vinna fyrir þá, lokar C.I.A. augunum.” — Þó þeir vinni fyrir einka- aðila? „Að sjálfsögðu, en svo lengi, sem það snertir ekki pólitikina. Ef það snertir pólitikina, er það C.I.A., sem ákveður.” — Nota stjórnmálamenn þessa þjónustu mikið, að þinu áliti? „Þú þarft ekki annað en lita á þá, sem hafa látist af pólitiskum ástæðum, það er allt og sumt.” — Hvernig verður maður leigumorðingi? „Yfirleitt eru morðingjar menn, sem hafa tekið þátt i stríði, striðinu i Vietnam, eða náungar, sem hafa starfað á götunum. Það eru til frábærir morðingjar. Eftir striöið i Vietnam eru til frábærii morðingjar i Bandarikjunum. Þeir eru sjúkir i gikkinn.” — Heldurðu að það sé til raun- veruleg ánægja yfir þvi að drepa? „Að sjálfsögöu. Hún hlýtur aö vera til. Eða þá, að þetta eru menn, sem hafa séð, að það er peninga að hafa uppúr þessu. Þeir gefa skít i mannsllfið.” — Er fyrsta morðið erfitt? „Areiðanlega. Maður hefur smá sviðsskrekk, sem er fullkom- lega eðlilegt.” — Það er samt sem áður alvar- legt mál, að drepa? „Til lengdar, táknar það ekki neitt. Það þýðir það, að maður fær eina, tvær eöa fimm milljónir gamalla. Og það er allt, sem þarf að sjá. — Eru þessir morðingjar yfir- leitt ungir? „Venjulega eru þeir á milli 25, 28 og 40 ára. — Heldur þú að maöur verði að búa yfir einhverju sérstöku til að stunda þetta starf? „Þetta er fyrst og fremst spurning um peninga. Svo verður maður að vera kaldur, eða brjál- aður. Annað hvort.” Margir eru kallaðir — Kemur það fyrir, að kallaðir eru til útlendingar til þess að vinna ákveðin verk? „E vrópumenn nota oft Evrópu- menn og Amerikanar Amerik- ana, en stundum kemur það fyrir, að kallaðireru til aðrir, ef ekki er neinn hæfur við hendina. Þeir fá borgaða ferðina, uppihald o.s.frv.” — Eru þá til morðingjar, sem hafa öðlast mikla frægð fyrir að vinna verk sitt vel? „Það er alveg klárt. Það eru til nokkrir, sem eru mjög eftirsóttir. Þeir fara til Evrópu, Mexikó, Brasiiiu..Áður en þeir eiga að drepa einhvern, koma þeir sér i gott form til þess að geta hlaupið, drepið. Það eru hinir sönnu at- vinnumenn. Þeir kosta lika mik- ið, mjög, mjög mikið.” — Koma þeir sér i sálrænt og líkamlegt form? „Fullkomlega. Þeir hætta að drekka, hætta öllu i tvær eða þrjár vikur. Þeir koma sér i súperform, áður en þeir vinna verkið. Og þegar vinna leggur á lausu, er það ekki aöeins einn maður, sem býður sig fram, held- ur tiu, fimmtán.” — Hvernig fara menn þá að þvi að velja? „Það er valið eftir orðsporinu, traustinu, meðmælum, eftir öllu.” — Er mikið um einstaklinga, sem vilja láta vinna verk fyrir sig? „Það er sko öruggt mál.” Verðið fyrir vinnu sem þessa rokkar á milli tvö þúsund og tiu þúsund dollara, allt eftir þvi hver á i hlut. Það kostar ekkert að láta kála skdburstara, en ef á að koma yfirmanni stórrar verslunar fyrir kattarnef, kostar það fimm milljónir gamlar. Fyrir stór- gróssera i oliuiðnaðinum eða stjórnmálamenn kostar þaö miklu meira. „Ef menn skjóta á forseta Bandarikjanna, eins og gert var meö Kennedy, þá kostaði það verk fimmtiu þúsund dollara, eftir þvi, sem ég best veit.” — Það er ekki mikiö fyrir for- seta? „Hvað þá? Það eru sko miklir peningar fyrir morðingja!” Breyttar aðferðir Starfsaöferðir leigumorðingja breytast eins og annað i þjóð- félaginu. Maðurinn með kikis- riffilinn er horfinn úr sögunni, þvi hann á sér varla undankomuleið, svo fljót er lögreglan að skerast i leikinn. Þvi til þess að nota slíka aðferð,þurfamennhelstaðkoma sér fyrir á húsþökum. Aðferðin er sú, að hitta á fórnarlambið, þegar ,það stigur út úr bil sinum eða er á gönguferð. Hann fær þá yfir sig kúlnaregnið, en morðingjarnir flýja um borð i stolnum bilum, og skipta oft um farartæki. Enbyss- an ferhalloka fyrir öðrum aðferð- um. Fórnarlambið hverfur hrein- lega af yfirborði jarðar. Honum er rænt, steinn bundinn við hann og honum hent fyrir hákarlana. „Eða þá, að við handsömum náungann, sem við eigum að kála og látum hann vera með okkur. Við venjum hann við eiturlyf i eina eða tvær vikur. Hann fær sprauturnarsinar og hann hreyfir sig ekki. Eftir tvær vikur drepum við hann svo með of stórum skammti. Þegar löggan finnur hann, finna þeir eiturlyf hjá honum, 1 bldði hans, og sjá fullt af sprautu- förum. Þeir segja þá, að þessi fjandans dópisti hafi drepist af of stórum skammti. Þetta er vin- sælasta aðferðin i Ameriku i dag.” Þessi vinsæla aðferð er hins vegar ekki nothæf á allra stærstu nöfnin. Þá halda menn sig enn við byssuna, eða sprengjuna. Kaldir kallar — Geturðu sagt mér eitthvað um persónuleika og hugsanagang svona morðingja? „Venjulega eru þetta svaka kaldir kallar.” — Eru þetta algjörlega óábyrgirgæjar, eða eru þeir gjör- samlega spilltir? „Þetta eru stórkostlegir einstaklingar. Fyrir þá skiptir lif annarra engu máli. Yfirleitt þyk- ir þessum mönnum mjög vænt um dýr. Þeir eru mjög ástrikir, mjög bliðir og góðir. Þá hefur skort lifsgæðin. En skyndilega standa þeir uppi með tvær eða þrjár milljónir gamlar, og þá er það algjört æði.” — Þetta eru þá ekki andlega vanþroskaðir ruddar? „Nei, ekki þeir, sem eg hef þekkt i þessum bransa. Sem vinir eru þetta dásamlegir menn. Vin- áttan getur farið út i það, að dag einn skeri þeir af sér hausinn fyr- ir þig.” „Brjálæðingurinn” er minntur á, að rithöfundurinn Camus sagði eitt sinn, að löngunin til að deyða, væri sama og löngunin til sjálfs- morðs, að glæpamaðurinn dræpi til að deyja. „Hann erklikkaður, þessi. Lifið er svo stórkostlegt, aö það verður að halda i það, hvað sem það kostar. Maður verður að vera meira en litiö klikk til að kála sjálfum sér.” — En geriröu þér grein fyrir þvi, hvað þið gerið fórnarlamb- inu? „Já, að sjálfsögðu. En pening- amir leiða i spillingu. Þetta er lif annars manns og það kemur þér ekkert við.” (Þýttogendursagt). Leigumorðingi leysir frá skjóðunni

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.