Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 1. maí 1981 hol/Jrirpncrh irírii Þevr bræðir hjörtu aödáenda á Borginni. Er alþjóð sexí? Sumardagurinn fyrsti var góður dagur. Ekki a&eins vegna þess aö hann gaf vonir um aö kannski komi bráðum sumar. Þaö vorar nefnilega viöar en i náttúrunni um þessar mundir, vonandi vorar lika i sálinni, en alveg örugglega er grösugra sumar i vændum i Islenskri dægurlagatónlist heldur en all- mörg undanfarin ár. Og á sumardaginn fyrsta kom út ný tveggja laga plata meö hljóm- sveitinni Þey, eins konar vor- mig, svo ég held ég sleppi þvi aö reyna aö útskýra þær. Lagiö er, eins og reyndar „Heima er best”, helviti gott, og ég held nokkuö eölileg niöurstaöa af þvi sem Þeyr hafa veriö aö gera i vetur. Flutningurinn er aö sjálf- sögöu pottþéttur. Þeir hafa fundiö, og eru aö þróa, sánd sem er þeirra eigiö, sánd sem er ein- hvern veginn allt ööruvisi. En Þeyr geröu fleira til aö gera góöan dag úr sumardeg- inum fyrsta. Þaö byrjaöi meö W^M r -1 fl Popp eftir Astráð Haraldsson þeyr. Plata þessi er aö þeirra sögn fjögurra mánaöa ,,af- rakstur áætlunar Þeys, og framundan eru fleiri mánuðir og fleiri áætlanir.” Ég vona, og hef reyndar góða von um, aö ein þessara áætlana sé um aö gefa út nýja stóra plötu sem fyrst. A nýju plötunni eru aö finna „Life Transmission” þeirra Hilmars Arnar Hilmarssonar og Hilmars Arnar Agnarssonar, og „Heima er Best” Magnúsar Guömundssonar. (má kannski skoöast sem fyrirheit um aö Þeyr muni ekki yfirgefa okkur eins og kollegar þeirra i Utan- garösmönnum?) Þaö koma fram nokkuö athyglisveröar hugmyndir i textanum viö „Life Transmission”, um Sammenniö, eöa Homo Gestalt, hugmyndir sem ég aö visu skil ekki nema svona fyrir sjálfan þvi aö þeir héldu blaöamanna- fund á bilaverkstæði i Kópavog- inum og bar ekki á ööru en kaffiö og koniakiö rynni ljúflega niöur hálsa poppmenningarvit- anna, ásamt meö tónlist Þeys sem þar var leikin af segui- bandi. Um kvöldiö voru svo bestu tónleikar sem ég hef heyrt, siöan ég heyröi siöast I Þey, á Borginni. Undirtektir voru frábærar, svo aö erfiölega gekk aö fá fólk til aö yfirgefa húsiö eftir aö tónleikunum var lokiö. Égheld aö þaö sé einsdæmi aö Islensk hljómsveit nái jafn langt á jafn skömmum tima eins og Þeyr hefur náö. Og ég vona aö Þeyr haldi lengi, lengi áfram aö, (eins og stendur I óháöa áróöursblaöinu þeirra „Ot- frymi”) hafa andleg mök viö al- þjóö. Tónskóli Sigursveins Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar er oröinn fjöi- mennasti tónlistarskóli á land- inu. Og hann grundvallaöist fyrst og fremst á einkaframlaki kommúnista i hjóiastól, sem nú er nýorðinn sjötugur. Þaö var nú eitthvaö annaö en piisfalda- kapitalisminn. Hugsjón Sigursveins er aö slapp fólk upp til hópa alveg viö, þar til útvarpiö kom til sögunn- ar fyrir fimmtiu árum. Tón- listarfræösia I grunnskólum hefur iengstaf veriö i skötuliki. Þaö er enn I dag sjaldgæft, aö hljóöfæri séu til á alþýöuheimil- um nema helst gitarar, sem auglýsingapoppiö prangar inn á fólk. Og ýmis eru dæmi þess, aö Eyrna lyst 1 0 íáÍÉ eftir Arna Björnsson tónmennta alþýöuna. Þaö eru ekki nema um hundraö ár siöan islenskur almenningur haföi fyrst einhverjar skynjar af hljóöfæraleik. Og þá helst harmóniku og orgeli fyrir utan fiölumenninguna i S.Þingeyjar- sýslu. Sigiida evrópska tónlist börn og unglingar, sem langaöi tii aö læra á hljóöfæri, uröu aö neita sér um þaö, af þvi aö ekki voru til peningar eöa skilningur aöstandenda til aö kaupa nauð- synlegt hljóöfæri til aö æfa sig á. Sigursveinn vildi reyna aö fylia upp i þetta skarö. Hann vildi skapa fólki á öllum aldri tækifæri til aö bæta sér upp slik- an missi og tónmennta sig, þótt þaö heföi enga undirstööu nema áhugann einan. Grundvallar- afstaöan er sú, aö tónlistin sé ekki fyrir fáa útvalda, heldur sé hún mannbætandi fyrir alla Samkvæmt þessu er eftirsókn- arvert i sjálfu sér aö iöka tón- list. Ekki endilega til aö stefna aö snillingstitli, heldur einfald- lega til aö spila, og spila meö öörum. Skólinn hefur lika leit- ast viö aö lána þeim hljóðfæri, sem ekki áttu, og veita aöstööu til æfinga i húsakynnum sinum nánast nótt sem nýtan dag. En slik aöstaöa getur oft veriö tor- fengin i heimahúsum, jafnvel þótt hljóöfæri sé til. Af sjálfu mun leiöa, aö nem- endur þessa skóla eru ögn sundurleitari en I öörum tónlist- arskólum, a.m.k. á höfuöborg- arsvæöinu. Engu aö siöur æfa þeir samleik, og á mánudags- kvöldið 27. april hélt strengja- sveit skólans tónleika i Bústaöa- kirkju. Þar var leikin barokk- tónlist frá 17. og 18. öld. Þaö er aö mörgu leyti lær- dómsrikt aö hlusta á skólatón- leika, — likt og aö fýlgjast meö æfingum hjá atvinnumanna- Söngvar fyrir fuiiorðin börn Charles Ives: Songs-Lieder-Chansons Flytjendur: Dietrich Fischer- Dieskau, baritón Michael Ponti, piauó. Ctgefandi: Deutschc Gramnio- phon 2530 096 Polydor Int. Gmbll 1976. Charles Ives (1874-1954) er einn þeirra manna sem svo langtvoruá undan sinni samtiö, aö hann hlaut ekki íulla viöur- kenningu fyrr en hann var vel kólnaður i gröf sinni. ives var ó- heppinn að vera fæddur Banda- rikjamaður (Danbury, Connecticut, Nýja-Englandi), á þeim timum þegar Evrópa ein var „vagga heimsmenningar- innar”,en óland og barbari alls staðar utan þar. Fáum datt i hug að taka alvarlega, ameriskt tónskáld sem teldi sig framúr- stefnumann. Slikt væru einungis sérréttindi listamanna frá gamla heiminum. Þó naut Ives þess, að hann var Amerikani.hversu mótsagna- kennt sem þaö getur virst. Hann þurfti ekki aö berjast slikri heiftúöugri baráttu fyrir viöur- kenningu sem jafnaldri hans, Austurrikismaöurinn, Arnold Schoenberg, i landi rótgróinnar tóniistarheföar. Bandarikin höföu hvorki átt Mozart né Schubert. Það var þvi ekki á neinn ráöist, þótt sonur fyrrver- andi lúörasveitarstjóra úr borg- arstriöinu 1861—65, bryddaði upp á ýmsu nýstárlegu í tónlist. Það var einmitt íaðir Charles, Georges Ives sem brýndi lyrir syni sinum að tónlist væri ekki háð neinum reglum, heldur stæði tónheimurinn opinn gagn- vart öllum tilraunum. Feðgarn- ir könnuðu ýmislegt i samein- ingu, s.s. áhrifin af þvi, þegar tvær lúðrasveitir spila hlið við hlið, sitthvort lagið. Charles Ives drakk i sig áhuga fööur sins á kvarttóna og fjöltóna hljóm- list: taktarugli og íjöltöktun: ó- hefðbundinni staðsetningu hljóðfæraleikara i hljómsveit og hann var farinn að fitla við atónal tónsmiðar þegar Schoen- berg var enn sið-rómantiker. Með slikt veganesti hélt hann i Yale-háskólann, þar sem hann lærði að dá Brahms og Schu- mann. Það má þvi segja með sanni, að Charles Ives hafi stig- ið inn i tónlistarsöguna með viö- áttumikla þekkingu að baki sér, jafnt á sviði klassiskrar tón- listarsem og i byltingarkenndri nýsköpun. Þessum tvöfalda Ives, hinum hefðbundna og formbrjótnum, kemur Dietrich Fischer-Dies- kau til skila á fágaðan og kraft- mikinn hátt og nýtur aöstoöar hins næma undirleiks Michaei Ponti. Söngvarnir eru 18 tais- ins (en eftir Ives liggja hátt á annað hundrað söngva) og spanna þeir tímabilið frá 1890- 1921. Eiríkur Smith í Kjarvalssa/ Sýningaropnun Eiriks Smith á Kjarvalsstööum hefur vart fariö fram hjá þeim sem á annaö borö lesa dagblöö eöa hlusta á út- varp. A skömmum tima seldist sýningin nær upp, eöa 70 verk en alls eru 114 verk á þessari sýn- ingu. Af þeim eru 20 þjóösagna- myndir i eigu Olivers Steins, auk nokkurra verka i einkaeign. Hér má því taia um „sucess”, alla vega hvaö vinsældir áhrær- ir og er leit að viölika móttökum og þeim sem sýning Eiriks hef- ur fengiö. Ekki fæ ég kastaö tölu á undangengnar sýningar Eirfks, en eftir sýningarskrá mun hann fyrst hafa tekið þátt i Haustsýn- ingunni 1953. Siöan hefur hann oft sýnt og viða, m.a. I Banda- rikjunum, Þýskalandi og á Norðurlöndum. Reynsla hans er þvi drjúg enda hefur hann stundaö málverkiö hátt á 5. ára- tug, (sbr. viðtal i lesbók Morg- unbl. 11.4. ’81). Stóra stökkiö i myndlistarferli Eiriks geröist á 7. áratugnum, þegar hann sagöi skiliö viö abstrakt-máiverkiö og hóf aö mála ffgúratíft. Likt og margir, sá Eirikur i popp-listinni þann hvata sem honum nægöi til vendingar. Siöan hafa oröiö miklar breytingar á málverki hans og má segja aö nú séu þessi umskipti til fullnustu um garö gengin. Eftir stendur Eirikur sem raunsæismálari, ný-symbólskur og ljóörænn. Hvaö svo sem flokkun snertir eöa stefnur, skiptast verk Eiriks i tvo hópa, vatnslitamyndir og oiiumálverk. Vatnslitamynd- irnar eru flestar landslagsverk I næsta fótó-realiskum stll. Þetta er heppilegri hluti sýningarinn- ar. Meöal þessara mynda má finna afbragösverk, svo sem nr. 54-56, 59, 61, 65 og 71-72. Þessar myndir eru kunnáttusamlega geröar og beitir Eirikur oft penslinum af mikilli leikni og sýnir aö hann hefur næma tii- finningu fyrir eðli miöilsins. Þannig eru þaö vatnslitamyndir Eiriks sem gefa sýningu hans gildi, þær eru lausar viö allar vafasamar tilraunir til óræörar tjáningar sem spilla oliumál- verkunum. Eftir lesbókarviötali Gfsla Sigurössonar viö Eirik aö dæma (heimilda áöur getiö), viröist þaö helsta keppikefli lista- mannsins aö ná valdi á ein- hverju sem hann kaiiar „klassiskt málverk”. Kunnáttu- leysi á þvl sviöi finnst Eiriki ömurlegt, svo notuö séu hans eigin orö. En hvaö kemur hon- um til að halda aö meö þvi sé björninn unnin? Þarf hann þá ekki einnig aö leggja fyrir sig klnverska blektækni, japanska tréristu eöa persneska smá- myndagerö? Er myndlist ein- hver tugþrautariþrótt þar sem sá er mestur sem ræöur yfir flestum tæknibrellum? Hér er einmitt fólgin ástæöan fyrir þvl aö oliumálverk Eirlks viröast ekki sannfærandi. Ofur- áhersla hans á tæknipni skilar sér einungis I yfirboröslegri ásýnd. Loftfjarviddartæknin sem Eiríkur notar „til aö kom- ast inná dýptarplaniö” er engin trygging fyrir þvl aö málverk hans geti kallast klasslsk. Reyndar eiga þau lltiö sem ekk- ert skylt viö málverk fyrri alda. Þau eru miklu fremur i ætt viö myndskreytingar úr tlmaritum og heyra þvl frekar auglýsinga- tækninni til. Þessu veldur sú árátta Eirlks aö bæta inn i landslagiö, draumkenndum andlitum sem gera myndir á borö viö „Tvær verur” (nr. 40) og „Botnsúlur” (nr. 87) Isætar. Andlitin eru einfaldlega of tiskuleg til aö falla i umhverfiö. Mun heppilegri lausn er fóigin i þvi aö sýna verur I fjarska, likt og I „Regn og land” (nr. 33) eöa „Undir Jökli” (nr 36) A þvi er enginn vafi aö Eirlk- ur Smith býr yfir þeim skílningi á eöli myndlistar sem þarf til aö yfirstlga viss vandamál tján- ingar. Þaö er miklu fremur meinloka sem heftir hann. Þessi meinloka er fólgin i afstöðu hans til annarrar listar en hans eigin. Þegar hann heldur þvi fram t.d. að teikningin i klassiskri myndlist (og hans eigin) sé númer eitt, á hann þá viö að i verkum manna á borð viö Picasso eða Klee sé hún númer þrjú eða fjögur? Hvað klassiska tækni áhrærir heidur Eirikur aö þaö hafi verið auð- veldara fyrir Cézanne aö mála sig frá klasslkinni, en Giotto til hennar? Maður sem gengur i fyrsta sinn inn á safn á það til aö falla i stafi yfir „snilldarlegu handbragöi” gömlu meistar- anna og Jesúsa sig yfir þeirri tækni sem honum finnst ganga göldrum næst. Þetta á einnig viö um þá sem aldrei hafa snert á pensli og vitasekkert út á hvaö málaralist gengur. En Eirikur sem hefur aö baki rúmlega 30 ára reynslu, ætti aö vita betur og veit reyndar að tæknin skiptir snöggtum minna máli en hann vill vera láta. List er ekki iþrótt heldur tjáning sem krefst einlægni fyrst og fremst. Meö slíkt aö leiöarljósi, mundu málverkin ná vatnslita- myndunum og öölast þann lífs- ryþma og dýptarplan sem hvorki gamlar endurreisnarfor- múlur né auglýsingatækni ná aö veita þeim.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.