Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 4
Föstudagur 1. maí 1981 —helgarpósturinrL. NAFN: Einar Hákonarson STAÐA: Skólastjóri Myndlistar- og handiðaskólans FÆDDUR: 4. janúar 1945 HEIMILI: Vogasel 1 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Sólveig Hjálmarsdóttir og eiga þau þrjú börn BIFREIÐ: Citroen árg. '75 ÁHUGAMÁL: Myndlist Get ekki stjórnad skóla samkvæmt handauppréttingu nemenda Nú hefur saga Myndlista- og handfðaskólans dálitið einkennst af deilum og jafnvel strlði niilii nemenda og forsvarsmanna skólans. Sjaldnast staöið logn og friður um skólann. Hvers vegna er þetta? „Þetta er sennilega út af þvi að stefnur l myndiist eru margar og menn eru misjafnlega haröir aö halda þeim fram. Ég aftur á móti vil halda því fram, að allar lista- stefnur eigi rétt á sér innan skólans. Ég get nefnt sögu af þvi, ef viö litum til baka til ársins 1961, þegar þáverandi skólastjóri, Kurt Zier, breytti skólanum þannig úr tveggja ára skóla I fjögurra ára skóla og upp var tekifi svokallaö forskólanám. Nú, þetta kostaöi slik átök, aö 40% nemendanna hætti námi, en flestir þeirra komu til baka afi mánufii lifinum, þegar þeir voru búnir að átta sig & því, að þessi breyting myndi senni- lega verða þeim til góðs." Attu þá von á þvf að sama niðurstaðan verði upp á teningn- um núna, hvað varðar deilu þlna og nenenda? „Þú átt við þennan óróa sem nú er í gangi? Þaö sem er aö gerast núna er það, að þegar ég tek við skólastjórn hér, þá framkvæmi ég þær breytingar, að ég stytti forskólanámið um eitt ár. Það leiðir af sér aö sérdeildirnar lengjast og ég hef þá skoðun að menntastofnun sem þessi hafi ákveðnar skyldur við þjóöfélagiö og þaö sé mitt hlutverk sem ábyrgur skólastjóri, að ég tryggi það að fólkið fari út héðan með einhverja faglega menntun. Þess vegna vil ég, aö I sérdeildunum séi tvö fyrstu árin nokkuð strangt faglegt nám i öllum deildum. Aftur á móti á fjóröa og siöasta ári skólans veröi gefið svigrúm fyrir frjálsari vinnubrögð innan deildanna og fólk geti þá enn frekar unnifi innan þeirra list- greina sem hugur þeirra stendur til. En ég vil sem sagt umfram allt tryggja það, aö fólk útskrifist héðan með einhverja faglega menntun." En ieiða samt sem áður þessar siðustu aðgerðir þlnar ekki til öfugþróunar, ef borið er saman við þróun skólamála hér á landi og vlðar úti I heimi, þar sem slfellt er veriö að auka valfrelsi nemenda en kjarnanámsefnið skorið niður? „Fólk verður að gera sér grein fyrir þvl, eins og einhver ágætur maöur orðaði þaö, „aö frelsiö er munaður agans". Og minn' rökstuðningur fyrir því aö leggja niöur þessa nýlistadeild er einfaldlega sá, aö af hverju á að hafa deild um eina listastefnu fremur en aðra? Mín skoðun er sú, að listastefnur eigi allar að vera jafnréttháar i deildum skólans." En má ekki allt eins lfta á nýlistina sem sérstaka fagdeild. ,,Eg var búinn að svara þvi, að ég llt aðeins á hana sem list- stefnu." Mikla athygH hafa vakiðdeilur þær, er risið hafa i Myndlista- og handiðaskólanum undanfarna daga. Missættið kom upp I kjölfar ákvörðunar Einars Hákonarsonar skólastjóra, að leggja niður nýlisladeild skólans. Þessari ákvörðun hafa nemendur og nokkrir kennarar mútmælt harðlega og ræða um gerræði ogyfirgang skólastjórans i þvisambandi. Einar skólastjóri, segir hins vcgar, að hann sem yfirvald í skólanum hafi tekið þessa ákvörðun sam- kvæmt eigin sannfæringu og við hana verði staöið. Þannig standa nú deiluaðilar þessa dagana gráir fyrir járnumoger ckki ennséö fyrir endann á deilunni. Menntamálaráðherra hefur nú máliö i sinuni hönduiii oggetur hvort sem hann vili, staöfest ákvörðun skólastjóra eða (ímerkt hana. Það er Einar llákonarson sem er I Vfirheyrslu Ilelgarpóstsins. Nú hefur þú verið gagnrýndur fyrir geðþóttaákvarðanir, sem skólastjóri skólans og þá ekki sist I þessu máli. Eru þessar ákvarð- anir þinar, þar sem þú talar varla við kóng né prest heldur framkvæmir aðeins, I samræmi við lýðræðisvenjur innan skóla og i þjóðfélaginu almennt? „Það er nú alls ekki rétt að ég hafi hvorki talað við kóng né prest i þessu máli. Ég hef reyndar tekið þessa ákvörðun, vegna þess að mér finnst hún vera rétt og sem ábyrgur aðili verð ég aö svara fyrir hluti sem gerast innan skólans. Það er hlutverk skóla- stjóra, en ekki kennara eða nemenda. Kennarar eru aftur á móti ábyrgir gagnvart mér. Ég •hef rætt þetta umrædda mál i skólastjórn. Ég hef rætt þetta við nemendur. Nú, ég vil ekki fara ofan af þessari skoðun minni. Ég get það ekki sannfæringar minn- ar vegna." Ef menntamálaráðherra neit- aði að staðfesta þessa skoðun þina niðurstöðu. Hvernig myndir þú bregðast við? „Þá myndi ég segja af mér aö sjálfsögðu." En er það ekki einkar veik staða sem skólastjóri er I, þegar nemendur allir og skólastjornin, berjast gegn þessari ákvörðun hans og fara I verkfall? „Skólastjórnin hefur ekki lýst yfir einu né neinu." Nú skilst mér að á almennum fundi meðal nemenda um þessi mál hefði þorri skólastjórnar verið mættur og stutt álit nemenda I þessu máli? „Þaö er eitthvað annað, en það sem ég hef heyrt." Þú heldur þvi sem sagt fram, að þrátt fyrir þessa háværu gagn- rýni sem þú hefur orðið fyrir, þá eigir þú og þinn málstaður umtalsverðan stuðning innan skólans? „Já, ég hugsa þaö. Ég vil nefnilega meina þaö, aö ekki sé mögulegt að stjórna skólastofn- un, ef skólastjóri eigi I hvert skipti að láta að vilja meirihluta nemenda, sem þeir fá á almenn- um fundi með handaupprétt- ingu." . En nú eru nemendur ekki þarna einir á báti. Kennarar margir hverjir styöja þeirra skoðanir? „Ja, ég held að það séu bara kennari nýlistadeildar og Hörfiur Agústsson. Það eru þeir einu sem ég hef heyrt I." Hvernig kemur menntamála- ráðherra til með að taka á þessu máli? Varstu búinn að hafa samband við hann og tryggja per hans stuðning? „Ég var búinn að hafa samband við deildarstjóra i ráðu- neytinu. Hafði munnlegan stuðn- ing hans I þessu máli." Svo þú reiknar með þvi að þessi ákvörðun þin komi til með að ganga I gegn og verða að veruleika? „Ég veit það ekki. Það er ráðherra að ákveöa það." En nú segja nýlistamenn að af- staða þin sé ekki byggð upp á fag- legum skoðunum heldur hafir þú I gegnum tiðina haft imugust á nýlistinni og þeim viðfangsefn- um, sem þir er glimt við. Hvað viltu scgja um þetta? „Ég hef aldrei haft slíkar skoðanir uppi við. Þeir eru þá að gera mér upp slikar skoðanir." Það hefur verið haft eftir þér I blöðum, að nemar I nýlistadeild- inni hafi ekki sinnt námi sinu sem skyldi. Getur þú skýrt þetta nánar? „Já, ég get skýrt það og nefnt aö nemendur deildarinnar hafa tekið sér það bessaleyfi að skrópa i sumum námsþáttum allan vet- urinn og sumir hverjir sjást ekki hér í fleiri, fleiri vikur." En er ekki rétt að hegna þeim nemendum, sem sinna ekki náminu, frekar en leggja deildina niður? „Astæða min fyrir þvl aö leggja niður deildina er alls ekki þessi. Eg tel bara einfaldlega ekki rétt aö vera með deild utan um ákveðna listastefnu. Við gætum þá alveg eins veriö meö deild um kúbisma, abstraktlist, realisma og svo framvegis." En nú hefur nýlistin sem slfk vakið talsverða athygli I menn- ingarllfi þjóðarinnar og fengið talsverða umræðu I biöðum og manna á meðal. Hún virðist sem sé vera að festa sig I sessi. Ertu að reyna að drepa þessa lista- stefnu með þessum aðgerðum þinum? „Eg vona að allar listgreinar fái að blómstra, en ég vil aðeins fá að gera athugasemdir við orðið nýlist. Ég hugsa aö samkvæmt islenskum málvenjum, þá yröi orðið nýlist skilgreint, sem öll ný list er gerð væri i landinu. Hér er þannig raunverulega verið aö ræða um liststefnu, sem svokall- aðir nýlistamenn aðhyllast." Hver er þin persónulega af- staða til þessarar svokölluðu nýlistar, sem þú nefnir svo og þeirra verkefna sem þeir lista- menn hafa verið að vinna að á siðustu misserum? „Eg tel að hún eigi fullkomlega rétt á sér eins og aörar listhugs- anir. Nú, sum af verkum þessara manna finnst mér góð, önnur slæm, alveg eins og um aðrar list- stefnur." Eru I deiglunni hjá þér fleiri veigamiklar breytingar á skipu- lagi skólans í næstu framtið? „Já, ef ég fæ aö sitja hér við stjórnvölinn, þá er þetta svona lokapunkturinn í þeirri stefnu- breytingu, sem ég ákvað aö gera þegar ég tók við þessu embætti." Hver heldur þii að afleiðing þessara deilna verði I framtiðinni fyrir skólann. Heldur þú að nemendur flosni upp frá námi i mótmælaskyni við þig og þina stefnu? „Nei, ég hef ekki trii á þvl." Hvernig myndir þú bregðast við ef slikt gerðist nú samt? „Tja, ég yröi þá sjálfsagt að taka þvi. Það yrðu þá einfaldlega færri nemendur og þá eflaust ódýrara fyrir rikið að reka skólann." Þú teldir ekki eðlilegra, að þú segðir af þér, ef þú fengir slikt vantraust nemenda? „Nei, ég myndi ekki segja af mér á slíkum forsendum. Það myndi ég ekki gera." Þú nefndir i upphafi að menn ahylltust hinar ýmsu stefnur I myndlist. Er ekki einmitt af þeim sökum nauðsynlegt að náin samvinna sé á milli skólastjóra, kennara og nemenda skolans, þar sem leyst yröi úr ágreiningsefn- um með góðu samkomulagi allra aðila? „Það hefur verið samvinna á milli þessara aðila og það rikir mikið lýðræði innan skólans, þótt ég hafi þurft að taka þessa umdeildu ákvörðun að mönnum finnst. En það er nú einu sinni svo i hverri einustu deild skólans, þá er námstaflan og þessar breyt- ingar, sem ég er að framkvæma, þær hafa allar veriö gerðir I góöu samráði viö nemendur og kennara. En mér finnst aö fólk taki þessu þannig að ég sé að berjast á móti ákveðnum list- stefnum. Það er mesta firra. Ég get því ekki annað séö, en það sé lýðræði innan stofnunarinnar." Þú neitar þvi sem sagt að þú lif- ir hér I fiiabeinsturni og gefir skipanir að ofan, sem allir eigi að blikka sig og beygja fyrir? „Já, þvl visa ég frá sem hreinni ósvinnu." Hvernig skýrir þú þá þennan almenna stuðning sem nýlista- menn hafa meðal annarra nemenda skólans I þessu máli? „Ég skýri það einfaldlega þannig, að nemendur eru alltaf á móti yfirvaldi. Ég var það lika þegar ég var nemandi." Ertu þarna ekki að einfalda málið um of? „Nei, Ég held að þegar fólk er búið aö róa sig og skoða máliö I friði og spekt, þá átti það sig." Ertu með þessu að segja nemendur einfeldninga, sem hlaupa á eftir hvaða vitleysu sem er, einfaidlega til að vera á móti yfirvaldinu? „Alls ekki." Þú heldur samt ekki að nemendur liti á málið frá málefnalegu sjónarmiði? „Nei, ég held að málið sé þaö heitt núna þessa dagana að fólk átti sig ekki fyllilega á þvi hvað er raunverulega að gerast." tit I aðra sálma. Nú heyrist stundum, að fólk talar um Myndlista- og handiðaskólann með niðurlægjandi tón og teiur að nemendur skólans séu dútlarar og letingjar sem raunverulega stundi ckkcrt nám, heldur séu hér með leikaraskap. Þetta sé sem sagt ekki alvöruskóli. Er eitthvað til I þessu? „Það er eflaust sannleikskorn I þessu. Þær fjárveitingar sem skólinn fær spegla nú dálitið þetta viðhorf. Hins vegar er þessi staðhæfing hin mesta firra, þvi hér fer fram mjög stift nám i ýmsum deildum skólans og raun- ar flestum. Til dæmis eru hér mjög öflugar, keramik- og aug- lýsingadeildir og I uppsiglingu er aö styrkja mjög textlldeild skólans. Nú fagurlistadeildirnar, svo sem myndhöggvara-, málara-, grafik- og nýlistadeildir, þar er alls staðar mjög aktivt fólk I myndlist." Varla styrkja þessar deiiur, sem við höfuir. fjallað um, skol- ann út á við? „Ég vona það, aö þessar deilur lægi og fólk fái starfsfrið hérna. Ég hef ekki trú á þvi, en þetta geri annað, en beina athyglinni að skólanum og því mikla starfi sem hér fer fram." Attu von á þvi innst inni, að mál skipist svo að þú verðir enn við skrifborð þitt hér I skólanum t.d. að viku liðinni? „Ég hef ekki hugmynd um þaö." En ef þú leiddir nú hugann að möguleikum I þá veru? „Ja, það er eins og ég segi, aö þetta mál er komið I hendur menntamálaráðherra. Og ef hann ógildir þessa ákvörðun mina, þá segi ég tafarlaust af mér sem skólastjóri, vegna þess aö ég get ekki stjórnað skóla samkvæmt handauppréttingum fólks, sem ekki er skrifaö fyrir ábyrgö skólans." eftír Guðmund Árna 5tefánsson-J

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.