Helgarpósturinn - 01.05.1981, Síða 4

Helgarpósturinn - 01.05.1981, Síða 4
Föstudagur 1. maí 1981 —helgarpásturinn. NAFN: Einar Hákonarson STAÐA: Skólastjóri Myndlistar- og handiðaskólans FÆDDUR: 4. janúar 1945 HEIMILI: Vogasel 1 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Sólveig Hjálmarsdóttir og eiga þau þrjú börn BIFREIÐ: Citroen árg. ’75 ÁHUGAMÁL: Myndlist Get ekki stjórnað skóla samkvæmt handauppréttingu nemenda Mikla athygli hafa vakiödeilur þær, er risiö hafa f Myndlista- og handíöaskólanum undanfarna daga. Missættiö kom upp f kjölfar ákvöröunar Einars Hákonarsonar skólastjóra, aö leggja niöur nýlistadeild skólans. Þessari ákvöröun hafa nemendur og nokkrir kennarar mótmælt harölega og ræða um gerræði og yfirgang skólastjórans I þvi sambandi. Einar skólastjóri, segir hins vegar, aö hann sem yfirvald f skólanum hafi tekiö þessa ákvöröun sam- kvæmt eigin sannfæringu og viö hana veröi staöiö. Þannig standa nú deiluaöilar þessa dagana gráir fyrir járnum oger ekki enn séö fyrir endann á deilunni. Menntamálaráöherra hefur nú máliö í sinum höndum og getur hvort sem hann vill, staöfest ákvöröun skólastjóra eöa ómerkt hana. Þaö er Einar Hákonarson sem cr f Yfirhcyrslu Helgarpóstsins. Nú hefur saga Myndlista- og handíöaskólans dálftiö einkennst af deilum og jafnvel striöi milli nemenda og forsvarsmanna skólans. Sjaldnast staðiö logn og friöur um skólann. Hvers vegna er þetta? „Þetta er sennilega út af þvi aö stefnur I myndlist eru margar og menn eru misjafnlega haröir að halda þeim fram. Ég aftur á móti vil halda því fram, aö allar lista- stefnur eigi rétt á sér innan skólans. Ég get nefnt sögu af þvi, ef viö litum tii baka til ársins 1961, þegar þáverandi skólastjóri, Kurt Zier, breytti skólanum þannig úr tveggja ára skóla f fjögurra ára skóla og upp var tekiö svokallaö forskólanám. Nú, þetta kostaöi slik átök, aö 40% nemendanna hætti námi, en flestir þeirra komu til baka að mánuöi liönum, þegar þeir voru búnir aö átta sig á þvi, aö þessi breyting myndi senni- lega veröa þeim til góös.” Attu þá von á þvf aö sama niöurstaöan veröi upp á teningn- um núna, hvaö varðar deilu þina og nenenda? „Þú átt viö þennan óróa sem nú er i gangi? Þaö sem er aö gerast núna er þaö, aö þegar ég tek viö skólastjórn hér, þá framkvæmi ég þær breytingar, aö ég stytti forskólanámið um eitt ár. Þaö leiöir af sér aö sérdeildirnar lengjast og ég hef þá skoöun aö menntastofnun sem þessi hafi ákveönar skyldur viö þjóöfélagiö og þaö sé mitt hlutverk sem ábyrgur skólastjóri, aö ég tryggi þaö aö fólkiö fari út héöan meö einhverja faglega menntun. Þess vegna vil ég, aö f sérdeildunum séi tvö fyrstu árin nokkuð strangt faglegt nám i öllum deildum. Aftur á móti á fjóröa og siöasta ári skólans veröi gefiö svigrúm fyrir frjálsari vinnubrögö innan deildanna og fólk geti þá enn frekar unniö innan þeirra list- greina sem hugur þeirra stendur til. En ég vil sem sagt umfram allt tryggja þaö, aö fólk útskrifist héöan meö einhverja faglega menntun.” En leiöa samt sem áöúr þessar siöustu aögeröir þinar ekki til öfugþróunar, ef boriö er saman viö þróun skólamála hér á Iandi og vföar úti i heimi, þar sem sifellt er verið aö auka valfrelsi nemenda en kjarnanámsefniö skoriö niöur? „Fólk veröur aö gera sér grein fyrir þvf, eins og einhver ágætur maöur oröaöi þaö, „aö frelsiö er munaöur agans”. Og minn' rökstuöningur fyrir þvf aö leggja niöur þessa nýlistadeild er einfaldlega sá, aö af hverju á aö hafa deild um eina listastefnu fremur en aöra? Min skoöun er sú, aö listastefnur eigi allar aö vera jafnréttháar i deildum skólans.” En má ekki allt eins Ifta á nýlistina sem sérstaka fagdeild. „Ég var búinn aö svara þvi, aö ég lit aöeins á hana sem list- stefnu.” Nú hefur þú veriö gagnrýndur fyrir geöþóttaákvaröanir, sem skólastjóri skólans og þá ekki sfst i þessu máii. Eru þessar ákvarö- anir þinar, þar sem þú talar varla viö kóng né prest heldur framkvæmir aöeins, i samræmi viö lýöræöisvenjur innan skóla og i þjóðfélaginu almennt? „Þaö er nú alls ekki rétt aö ég hafi hvorki talaö viö kóng né prest iþessu máli. Ég hef reyndar tekiö þessa ákvöröun, vegna þess aö mér finnst hún vera rétt og sem ábyrgur aðili verö ég aö svara fyrir hluti sem gerast innan skólans. Þaö er hlutverk skóla- stjóra, en ekki kennara eöa nemenda. Kennarar eru aftur á móti ábyrgir gagnvart mér. Ég hef rætt þetta umrædda mál i skólastjórn. Ég hef rætt þetta við nemendur. Nú, ég vil ekki fara ofan af þessari skoöun minni. Ég get þaö ekki sannfæringar minn- ar vegna.” Ef menntamálaráöherra neit- aöi aö staöfesta þessa skoöun þina niöurstöðu. Hvernig myndir þú bregöast viö? „Þá myndi ég segja af mér aö sjálfsögöu.” En er þaö ekki einkar veik staöa sem skólastjóri er i, þegar nemendur allir og skólastjórnin, berjast gegn þessari ákvöröun hans og fara f verkfall? „Skólastjórnin hefur ekki lýst yfir einu né neinu.” Nú skilst mér aö á almennum fundi meöal nemenda um þessi mál heföi þorri skólastjórnar veriö mættur og stutt álit nemenda i þessu máli? „Þaö er eitthvaö annaö, en þaö sem ég hef heyrt.” Þú heldur þvi sem sagt fram, aö þrátt fyrir þessa háværu gagn- rýni sem þú hefur oröiö fyrir, þá eigir þú og þinn málstaöur umtalsveröan stuöning innan skólans? „Já, ég hugsa þaö. Ég vil nefnilega meina þaö, aö ekki sé mögulegt aö stjórna skólastofn- un, ef skólastjóri eigi i hvert skipti aö láta aö vilja meirihluta nemenda, sem þeir fá á almenn- um fundi meö handaupprétt- ingu.” En nú eru nemendur ekki þarna einir á báti. Kennarar margir hverjir styöja þeirra skoöanir? „Ja, ég held aö þaö séu bara kennari nýlistadeildar og Höröur Agústsson. Þaö eru þeir einu sem ég hef heyrt I.” Hvernig kemur menntamála- ráöherra til meö aö taka á þessu máli? Varstu búinn aö hafa samband viö hann og tryggja per hans stuðning? „Ég var búinn aö hafa samband viö deildarstjóra I ráöu- neytinu. Haföi munnlegan stuön- ing hans í þessu máli.” Svo þú reiknar meö þvf aö þessi ákvöröun þin komi til meö aö ganga i gegn og veröa aö veruleika? „Ég veit þaö ekki. Þaö er ráöherra aö ákveöa þaö.” En nú segja nýlistamenn aö af- staöa þin sé ekki byggö upp á fag- legum skoðunum heldur hafir þú i gegnum tiöina haft fmugust á nýlistinni og þeim viöfangsefn- um, sem þjr er glfmt viö. Hvaö viltu segja um þetta? „Ég hef aldrei haft slíkar skoöanir uppi viö. Þeir eru þá aö gera mér upp siikar skoöanir.” Þaö hefur veriö haft eftir þér I blööum, aö nemar I nýlistadeild- inni hafi ekki sinnt námi sinu sem skyldi. Getur þú skýrt þetta nánar? „Já, ég get skýrt þaö og nefnt aö nemendur deildarinnar hafa tekiö sér þaö bessaleyfi aö skrópa i sumum námsþáttum allan vet- urinn og sumir hverjir sjást ekki hér í fleiri, fleiri vikur.” En er ekki rétt aö hegna þeim nemendum, sem sinna ekki náminu, frekar en ieggja deildina niöur? „Astæöa min fyrir þvi aö leggja niöur deildina er alls ekki þessi. Ég tel bara einfaldlega ekki rétt aö vera meö deild utan um ákveöna listastefnu. Viö gætum þá alveg eins veriö meö deild um kúbisma, abstraktlist, realisma og svo framvegis.” En nú hefur nýlistin sem slfk vakiö talsveröa athygli t menn- ingarlifi þjóöarinnar og fengiö talsveröa umræöu i blööum og manna á meöal. Hún viröist sem sé vera aö festa sig i sessi. Ertu aö reyna aö drepa þessa lista- stefnu meö þessum aögeröum þinum? „Ég vona aö allar listgreinar fái aö blómstra, en ég vil aöeins fá aö gera athugasemdir viö orðiö nýlist. Ég hugsa aö samkvæmt islenskum málvenjum, þá yröi oröiö nýlist skilgreint, sem öll ný list er gerö væri i landinu. Hér er þannig raunverulega veriö aö ræöa um liststefnu, sem svokall- aöir nýlistamenn aöhyllast.” Hver er þin persónulega af- staöa til þessarar svokölluðu nýlistar, sem þú nefnir svo og þeirra verkefna sem þeir lista- menn hafa veriö aö vinna aö á siöustu misserum? „Ég tel að hún eigi fullkomlega rétt á sér eins og aörar listhugs- anir. Nú, sum af verkum þessara manna finnst mér góö, önnur slæm, alveg eins og um aörar list- stefnur.” Eru I deiglunni hjá þér fleiri veigamiklar breytingar á skipu- lagi skólans i næstu framtfö? „Já, ef ég fæ aö sitja hér viö stjórnvölinn, þá er þetta svona lokapunkturinn í þeirri stefnu- breytingu, sem ég ákvaö aö gera þegar ég tók viö þessu embætti.” Hver heldur þú aö afleiöing þessara deilna veröi i framtfðinni fyrir skólann. Heldur þú aö nemendur flosni upp frá námi i mótmælaskyni viö þig og þina stefnu? „Nei, ég hef ekki trú á þvi.” Hvernig myndir þú bregðast viö ef slikt geröist nú samt? „Tja, ég yröi þá sjálfsagt aö taka þvi. Þaö yröu þá einfaldlega færri nemendur og þá eflaust ódýrara fyrir rikið aö reka skólann.” Þú teldir ekki eölilegra, aö þú segöir af þér, ef þú fengir slikt vantraust nemenda? „Nei, ég myndi ekki segja af mér á slíkum forsendum. Þaö myndi ég ekki gera.” Þú nefndir I upphafi aö menn ahylltust hinar ýmsu stefnur I myndlist. Er ekki einmitt af þeim sökum nauösynlegt aö náin samvinna sé á milli skólastjóra, kennara og nemenda skólans, þar sem leyst yröi úr ágreiningsefn- um meö góöu samkomulagi allra aöila? „Þaö hefur veriö samvinna á milli þessara aöila og þaö rikir mikið lýöræöi innan skólans, þótt ég hafi þurft aö taka þessa umdeildu ákvöröun aö mönnum finnst. En þaö er nú einu sinni svo i hverri einustu deild skólans, þá er námstaflan og þessar breyt- ingar, sem ég er aö framkvæma, þær hafa allar veriö geröir i góöu samráöi viö nemendur og kennara. En mér finnst aö fólk taki þessu þannig aö ég sé aö berjast á móti ákveðnum list- stefnum. Þaö er mesta firra. Ég get þvi ekki annaö séö, en þaö sé lýöræöi innan stofnunarinnar.” Þú neitar þvi sem sagt aö þú lif- ir hér i filabeinsturni og gefir skipanir aö ofan, sem allir eigi aö blikka sig og beygja fyrir? „Já, þvi visa ég frá sem hreinm ósvinnu.” Hvernig skýrir þú þá þennan almenna stuöning sem nýlista- menn hafa meöal annarra nemenda skólans i þessu máli? „Ég skýri þaö einfaldlega þannig, aö nemendur eru alltaf á móti yfirvaldi. Ég var þaö líka þegar ég var nemandi.” Ertu þarna ekki aö einfalda máliö um of? „Nei, Ég held að þegar fólk er búiö aö róa sig og skoöa máliö i friöi og spekt, þá átti þaö sig.” Ertu meö þessu aö segja nemendur einfeldninga, sem hlaupa á eftir hvaöa vitleysu sem er, einfaldlega til aö vera á móti yfirvaldinu? „Alls ekki.” Þú heldur samt ekki aö nemendur iiti á máliö frá málefnalegu sjónarmiði? „Nei, ég held aö máliö sé þaö heitt núna þessa dagana aö fólk átti sig ekki fyllilega á þvi hvaö er raunverulega aö gerast.” (Jt i aöra sálma. Nú heyrist stundum, aö fólk talar um Myndlista- og handiöaskólann meö niöurlægjandi tón og telur aö nemendur skólans séu dútlarar og letingjar sem raunverulega stundi ekkert nám, heldur séu hér með leikaraskap. Þetta sé sem sagt ekki alvöruskóli. Er eitthvaö til i þessu? „Það er eflaust sannleikskorn I þessu. Þær fjárveitingar sem skólinn fær spegla nú dálitiö þetta viöhorf. Hins vegar er þessi staðhæfing hin mesta firra, þvi hér fer fram mjög stift nám I ýmsum deildum skólans og raun- ar flestum. Til dæmis eru hér mjög öflugar, keramik- og aug- lýsingadeildir og i uppsiglingu er aö styrkja mjög textildeild skólans. Nú fagurlistadeildirnar, svo sem myndhöggvara-, málara-, grafik- og nýlistadeildir, þar er alls staðar mjög aktivt fólk i myndlist.” Varla styrkja þessar deilur, sem viö höfum fjaliaö um, skól- ann út á viö? „Ég vona þaö, aö þessar deilur lægi og fólk fái starfsfriö hérna. Ég hef ekki trú á þvi, en þetta geri annaö, en beina athyglinni aö skólanum og þvi mikla starfi sem hér fer fram.” Attu von á þvi innst inni, aö mál skipist svo aö þú veröir enn viö skrifborö þitt hér I skólanum t.d. aö viku liöinni? „Ég hef ekki hugmynd um þaö.” En ef þú leiddir nú hugann aö möguleikum I þá veru? „Ja, þaö er eins og ég segi, aö þetta mál er komið i hendur menntamálaráöherra. Og ef hann ógildir þessa ákvöröun mina, þá segi ég tafarlaust af mér sem skólastjóri, vegna þess aö ég get ekki stjórnaö skóla samkvæmt handauppréttingum fólks, sem ekki er skrifaö fyrir ábyrgö skólans.” eftir Guðmund Árna Stefánsson—

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.