Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 8
í-helgar—-
pásturinrL..
Blaö um þjóömál/ listir og
menningarmál
utgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvaemdastjóri: Bjarni P.
AAagnússon
Ritstjórar: Árni Þórarinsson,
Björn Vignir Sigurpálsson.
Blaöamenn: Guðjón Arn-
grímsson, Guðlaugur Berg-
mundsson, Guðmundur Árni
Stef ánsson og Þorgrimur
. Gestsson.
utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal.
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir.
Dreif ingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Síðumúla 11, Reykjavík.
Simi 81866. Afgreiðsla að
Hverfisgötu 8—10. Símar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
„Svartgull”
- til góðs eða ills?
Fyrir tuttugu árum datt fáum i
hug, aö ná mætti oliu upp úr
iðrum jaröar úti á úfnum
Norðursjónum. Nú rennur þetta
„svarta gull” i striöum straum-
um á land i Noregi og Bretlandi,
og fyrir dyrum stendur aö stinga
niður borum allt noröur viö
strönd Noröur-Noregs.
Miðaö viö þá tækni, sem oliu-
fyrirtækin ráöa núoröiö yfir viö
oliuborun á djúpum hafsvæöum,
má ætla, aö innan skamms veröi
mögulegt aö hefja boranir fyrir
noröan tsland og allt noröur undir
Jan Mayen. Ef þar finnst olia.
En þar má segja, aö hnifurinn
standi i kúnni. Til skamms tima
var taliö, aö hafsvæöin kringum
Island væru of ung til aö hugsan-
legt sé, aö þar leynist olia. En
jaröfræöilegar rannsóknir hafa
leitt þaö I ljós á undanförnum
áratug eöa svo, aö þaö er alls ekki
útilokaöur möguleiki.
t samantekt Helgarpóstsins i
dag um hugsanlegar oliulindir á
islensku yfirráöasvæöi kemur
m.a. fram, aö setlög þar sem olla
kann aö finnast eru viöar en menn
Föstudagur i, mai 1981 hp>/rji=irpn^tr irinn
hafa haldið til þessa. Þaö er aö
visu álit margra jarðfræöinga, aö
hugmyndir um oliu hér séu
byggðar á veikum grunni. En
samt segir Guömundur Pálmason
forstööumaöur jaröhitadeildar
Orkustofnunar i samtali viö
Helgarpóstinn, aö sú vitneskja
sem þegar er fyrir hendi segi
fyrst og fremst, aö þörf sé á frek-
ari rannsóknum.
Þau svæöi sem eru talin einna
liklegust oliusvæöi eru svæöi fyrir
mynni Eyjafjaröar og Skjálf-
andaflóa og á Jan Mayen hryggn-
um svonefnda, báöum megin
þeirra marka, sem skilja milli
yfirráöasvæöa tslands og Noregs.
Og likur á aö þar sé olia eru tald-
ar það miklar að íslensk/norsk
embættisnefnd hefur þegar gert
drög aö samkomulagi um sam-
eiginlegar oliurannsóknir tslend-
inga og Norömanna, og siöar
hugsanlega oliuvinnslu.
En hvaö vinnst meö oliunni?
Þaö er einmitt viö hæfi aö hug-
leiöa þaö litilega 1. mai, á fridegi
verkalýösins.
Þaö voru einmitt verkalýös-
hreyfingin og vinstri flokkarnir I
Noregi sem mæltu eindregnast
gegn þvi, aö Norðmenn hæfu oliu-
vinnsiu á sinum tima. Helstu rök-
in voru þau, aö oliugróöinn kæmi
almenningi aö litlu haldi, en gæti
hinsvegar valdiö þjóöfélaginu ó-
mældu.tjóni
Þaö hefur lika komiö i ljós, aö
þessi ótti var ekki ástæöulaus.
Fylgifiskur oliuvinnslunnar er
gjarnan stóraukin þensla i sum-
um atvinnugreinum en samdrátt-
ur I öörum. Afleiðingin er aukin
veröbólga, óheppileg áhrif
erlendra auöhringa á þjóöfélagiö
og siöast en ekki sist stórkostleg
mengunarhætta sem setur Ilfrlkiö
I mikla hættu.
Meöan oliuvinnsla viö lsland er
enn fjarlægur og óljós möguleiki
ættu menn aö hugleiöa allar
hliöar hennar, bæöi jákvæöar og
neikvæðar. Miöaö viö þaö ástand I
orkumálum sem heimurinn býr
viö nú getur olian veitt litlu
landi eins og tslandi gullin tæki-
færi. En sá veldur sem á heldur.
Úrsúlusjódur
Nú er skólúnum að ljúka. Það
er furðu margt sem getur gerst á
einum vetri — furöu margt sem
getur breyst.
I þessari grein ætla ég að minn-
ast eins samkennara mins sem
lést á önninni. Hún var 28 ára
gömul, svissnesk kona og hét
Úrsúla Koller. Dauða hennar bar
að með þeim hætti að hún veiktist
mjög skyndilega einn morguninn
og þegar hún var komin suður til
Reykjavikur á sjúkrahús sama
kvöld — var allt um seinan.
Úrsúla var frábær samstarfs-
maður. Hún var framúrskarandi
geðgóð og hjálpsöm og alltaf til-
búin til þess að láta hendur
standa fram úr ermum og taldi
aldrei eftir þau handtök sem fóru
i það að styðja við bakið á vinnu-
félögunum. Það er gaman að
vinna með þannig fólki og það
hefur ótrúlega mikil áhrif á sam-
starfsviljann á vinnustaðnum.
Úrsúla var framsækinn og
góður kennari. Hún kenndi lif-
fræði auk annarra greina og var
óþreytandi viö tilraunir til að
lifga uppá þá mikilvægu náms-
grein.
Hún fór meðal annars með
nemendur sina I Hallomsstaða-
skóg á fund Jóns Loftssonar,
skógarvarðar, til þess að geta
sýnt þeim það þýðingarmikla og
markvissa starf sem þar er
unnið. Mér er fullkunnugt um að
sú ferð og raunar kennsla Úrsúlu
öll samanlögð opnaði augu
margra nemenda hennar fyrir
gildi náttúruverndar og að allri
annarri fræðslu ólastaðri held ég
að það sé fátt mikilvægara en að
nota skólana til að innræta ungu
fólki virðingu fyrir náttúru þess
lands sem við byggjum. Þetta
skildi Úrsúla vel, enda var hún
eins og áður sagði komin til okkar
frá Mið-Evrópu og þar hafa menn
fengið að kynnast mengun og
öðrum náttúruspjöllum meira en
þeim gott þykir.
Ég gæti skrifað lengi enn um
Úrsúlu heitna, vinkonu mina, en
það ætla ég þó ekki að gera. Við
samkennarar hennar ákváðum
að minnast hennar á einhvern
þann hátt sem henni hefði likað og
það varð að ráði að stofna
minningarsjóð til styrktar þeim
málum sem hún barðist fyrir af
ódrepandiáhuga. Sjóðurinn heitir
Úrsúlusjóður og markmið hans er
að stuðla að lifandi kennslu i
náttúrufræðigreinum á Austur-
landi. Allir kennarar i náttúru-
fræðigreinum á þessu svæði geta
sótt um styrk i sjóðinn til niður-
greiðslu á kostnaði við náms-
ferðir og alls þess annars sem að
mati sjóðstjdrnar miðar að tak-
marki sjóðsins.
Það er kannski fyrst og fremst
vegna þessarar sjóðsstofnunar
sem ég er að segja ykkur frá
þessu hér á þessum stað. Ég ætla
að ljúka pilstlinum á áskorun til
allra þeirra sem láta sig náttúru
þessa lands einhverju skipta —
um að taka höndum saman við
okkur og láta þetta merki ekki
niður falla. Þetta er áskorun til
allra þeirra sem eiga börn i
skólum á Austurlandi — þetta er
áskorun til allra þeirra sem
eru. fluttir burt héðan af Aust-
fjörðum en halda þó enn tryggð
við S'tt gamla byggðarlag. —
Þetta er áskorun til allra þeirra
sem láta sig náttúru þessa lands
einhverju skipta. Sýnum
minningu Úrsúlu Koller virðingu
okkar með þvi að halda uppi
magnaðri fræðslu um umhverfis-
mál og náttúruvernd i skólum
landsins.
HÁKARL
Af hverju er Alþingi
að flýta sér heim?
©■ ® ffl fea! @ @ @
Senn kemur að þvi, að
meirihluti Alþingis ákveður að
senda þingiö i sumarleyfi. Rikis-
stjórnin hefur afhent þingmönn-
um lista yfir þau mál, sem hún
telur ýmist nauösynlegt eða æski-
legt að afgreidd veröi fyrir þing-
lok. Aö venju eru þingmenn
komnir I timahrak og f jöldi mála
verður vafalaust afgreiddur án
nauðsynlegrar Ihugunar undir
lokin. Slikt flas mun ekki nú,
fremur en endranær, verða
þjóðinni til fagnaðar.
Af hverju?
En af hverju er þingiö aö flýta
sér svona? Eina skýringin á
þessu fyrirbæri er sú, að islend-
ingar lifa i dag við stjórnskipan,
sem að mörgu leyti er oröin úrelt.
Hún er miöuð viö horfna atvinnu-
hætti og þjóöfélagsgerð, sem
aldrei kemur aftur. Auövitaö ætti
löggjafarsamkundan að sitja allt
árið meö venjulegum orlofs-
hléum. Löggjafarstarfið þarf aö
skipuleggja með breyttum hætti
og Alþingi þarf að sinna miklu
betur eftirlitshlutverki sinu meö
öörum" þáttum rikisvaldsins.
Nútima samgongur og fjarskipti
gera þingmönnum kleiftað vera i
stööugu sambandi við kjósendur
sina og samflokksmenn og þeir
þarfnast eigi lengur 5—6 mánaöa
sumarleyfis til þess að sinna
búskap og öðrum þeim störfum,
sem þingmenn fyrri tima urðu að
stunda sér til framfæris.
Þaö hlýtur að vera eitthvaö
bogið við það, ef landinu verður
ekki stjórnað án þess, að þingið
sitji heima hálft árið og
framkvæmdavaldið fari. með
löggjafarvald á meðan.
Efnahagsráðstafanir
Rikisstjórnin hefur nú komiö
sér saman um næstu efnahags-
ráðstafanir, sem ætlaö er að duga
þar til þingið er komið heim og
ráöherrarnir koma sér saman um
eitthvaö haldbetra hvenær sem
þaö nú veröur. 1 raun og veru
felst ekkert i ráðstöfunum sem
ekki var i lögum áður. Verðstöðv-
un hefur nú verið i gildi lengur en
elztu menn muna og nægar
heimildir fyrir áframhaldi henn-
ar I eldri og yngri löggjöf, þótt
ástæða þyki nú til að prenta upp
eina heimildioa. Gildi verðstöðv-
unar til langframa er hins vegar
ekkert eins og dæmin sanna og
ekki er hægt aö stöðva suðu i potti
með þvi aö sitja bara nógu lengi á
lokinu. Heimildir til niðurskurðar
á rikisútgjöldum eru nú I lögum,
en hafa ekki frekar en áður verið
notaðar. Þær verða ekki heldur
notaöar.
„Flýtur meöan ekki sekkur” er
lifsfilósófia forsætisráöherrans
og flotinu á að viðhalda með auk-
inni seölaprentun og erlendum
lántökum. Lánsfjáráætlun er
þegar sprungin, en til þess að fela
það, hefur skilgreiningu á skipt-
ingu erlendra lántaka I langtima-
lán og skemmri lán nú veriö
breytt. Vaxandi fjöldi lántakna er
afgreiddur utan heimilda láns-
fjáráætlunar — undir þvi yfir-
skyni, að um skammtima vöru-
kaupalán sé að ræða. I raun er
lika stórfeildur halli á fjárlögum
rikisins, ef bókhaldiö væri gert
upp á sama hátt og hjá öörum
þjóöum. Meö þvi að halda stórum
hluta rikisútgjaldanna utan viö
fjárlög, þ.e. ýmist á lánsfjáráætl-
un eða fjármagna þau með
innlendum lántökum utan hennar
er endunum hins vegar náö
sanaan aö nafninu til.
Þá er seðlaprentunin I
sambandi við verðjöfnunarsjóö
sjávarútvegsins einnig stööug
uppspretta verðbólgu i hag-
kerfinu.
Rikisstjórnin mun aldrei ná
auglýstum markmiðum sinum I
efnahagsmálum án þess að gripa
á grundvallaratriðunum i staö
þess að reyna að „hagræða”
afleiðingunum.
Auðlindastefna
Sjávarútvegsráðherra hefur nú
ákveöið að láta undan óskum
ýmissa útgeröaraöila um aukn-
ingu skipastólsins., Hann kýs að
lita fram hjá þvl, að veiöiflotinn,
sem fyrir hendi er, býr þegar við
verulegar aflatakmarkanir og
málgagn ráöherrans notar
páskahrotuna I verstöövum sunn-
anlands sem röksemd fyrir þvi,
aö veiöiflotinn þurfi að vera i
stakk búinn til þess að taka við
toppum i fiskgengd á grunnslóð.
Þvier þá gleymt, að slikum topp-
um veröur ekki breytt I útflutn-
ingsvöru án gifurlegrar sóunar i
verðmætum og án fjárfestingar i
vinnslustöðvum, sem engan
veginn stendur undir vöxtum.
A meöan leitar landbúnaöar-
ráðherrann lags viö aö færa of-
framleiðslu bænda i fyrra horf.
Er hann þegar farinn að slá
undan I þeim aögerðum, sem
teknar voru upp á s.l. hausti.
Iönaðarráðherra er loksins
búinn aö fá hlutverk I kvikmynd.
Leikur hann þar ráðherra. Það
fer vel á þvi. Frammistaða hans
hefur hvort eð er veriö leikara-
skapurinn eintómur og eftirtekj-
an af störfum hans i samræmi við
það.
1 dag er baráttudagur verka-
lýösins, 1. mai. tslenzkri alþýðu
veröa ekki færðar betri óskir en
þær, að betri stýring komizt á
rekstur þjóðarbúsins og alveg
sérstaklega að I nýtingu auölinda
þjóðárinnar verði framvegis fylgt
markvissari stefnu en hingaö til.
íslendingar eru fámenn þjóð
meö miklar auðlindir fólgnar I
náttúru lands og hafs, aöstööu
gagnvart umheiminum og I fólk-
inu sjálfu. Engin þjóö ætti þvi aö
búa viö betri lífskjör og farsælla
mannlif en við.
Hákarl.