Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 9
9
—helgarpúsfurinn.
Föstudagur 1. maí 1981
Viðtal: Guðlaugur Bergmundsson
Mynd: Jim Smart
og ég varö leikkona. Ég starfaði
meira að segja sem handritshöf-
undur i Sviss, en ég var alltaf jafn
vonsvikin, þar til mér varð það
ljóst, að ég vildi verða leikstjóri.
En þetta gerjaðist mjög hægt
innra með mér.”
— Hvernig gerðist það svo, að
þú varðst leikstjóri?
,,í Frakklandi eru tvær leiðir til
þess að komast inn i kvikmynda-
gerð. Það er til i dæminu að að-
stoöarleikstjórar eða tæknimenn
fái hugmynd að kvikmynd, sem
vekur áhuga einnar eða fleiri
stórstjarna, og úr þvi verður
kommersial mynd, en hin leiðin,
sem er miklu raunhæfari, er að
verða handritshöfundur og leggja
handrit sitt fyrir nefnd, sem veitir
styrki út á væntanlega aðsókn að
myndinni. Munurinn á aðstööu
kvenna og karlmanna i þessu
sambandi er sá, að af fjögur
hundruð handritum á ári eru
tilfinningunni, að maður sé að
ganga inn i ljónabúr, þvi maöur
er kannski ekki allt of viss um
sjálfa sig. En þegar tæknimennir-
nir sjá, að maður hefur undirbúiö
starfið vel, þá tekur það yfirleitt
ekki langan tima að koma á góðu
andrúmslofti á vinnustaðnum. 1
upphafi verður maður kannski að
leggja örlitið meira á sig, en
þegar allt er komið i heila höfn,
þá er það auðveldara fyrir konur-
nar, þvi samskiptin byggjast all-
taf á törfum. Það er tekið enn bet-
ur á móti þér en ella, og
samskiptin við samverkamenn-
ina verða mun innilegri.
Ég verð að segja þér, að enginn
karlmaður hefur álasað mér fyrir
það að hafa hellt mér út i þetta
starf.”
— Hafa kvikmyndageröarkon-
ur einhverja sérstöðu innan
franskrar kvikmyndagerðar?
,,Nei. Það er til félag kvik-
Konurnar eru farnar aö taka til
máls og þær munu ekki komast aö
sömu hlutum og karlmennirnir,
vegna þess, að þær eru ekki aö
leita að sömu hlutum. En það er
ekki eingó'ngu það, að konurnar
séu rett farnar að láta heyra I sér,
heldur hafa þær aðeins mál karl-
mannsins aö undirstöðu, þvi i
skólanum lærðum við eingöngu
bækur eftir karlmenn, Vinnan
sem við eigum fyrir höndum er að
gleyma þessu máli karlmannsins
og finna okkar eigiö, ekki að berj-
ast gegn máli karlmannsins, sem
að minu áliti væri alrangt. Þá
yrði heimurinn alveg jafn óróleg-
ur og hann er núna. Það er mikil-
vægt, að mjög fljótlega heyrist i
báðum kynjunum, að konurnar
stjórni til jafns við karlmennina.
Það er lika mjög mikilvægt að
gera kvikmyndir, þvi þær eru
stórkostlegt tækifæri og ná til svo
margra i einu.
Charlotti'
..Viö gerum örugglega ekki sömú ntyndir og karlmennirnir, við
f jöllum ekki um sama efni. einfaldlega vegna þess. að við erum
ekki eins. En við myndnm ekkert gettó."
11
Að ganga inn í Ijónabúr
11
Rætt við frönsku kvikmynda-
gerðarkonuna Charlotte Dubreuil
Konur hafa löngum staðið
framarlega i franskri kvik-
myndagerð. Á árunum kringum
1920 var Germanie Dulac i
fremstu röð meðal framúrstefnu-
kvikmyndagerðarmanna, Agnes
Varda var mjög virtur höfundur á
árunum eftir 1960 og i dag þykir
mörgum Marguerite Duras ein-
hver frumlegasti kvikmyndaleik-
stjóri Frakklands, og sá., sem hef-
ur endurnýjað myndmálið hvað
mest.
Hin siðari ár hafa konur lika
látið æ meira að sér kveða innan
þessarar listgreinar, og má þar
nefna þær tvær konur, sem eiga
myndir á frönsku kvikmyndavik-
unni, þær Patricia Moraz og
Charlotte Dubreuil. Helgarpóst-
urinn hitti Charlottu Dubreuil að
máli, og var hún fyrst spurð að
þvi, hvernig það væri að vera
kvikmyndagerðarkona i Frakk-
landi i dag.
,,Það að vera kvikmyndagerð-
arkona, jafngildir næstum þvi að
vera frönsk. Það eru nokkrar I
Þýskalandi, Ameriku, Italiu,
Ungverjalandi og Belgiu. En þær
eru fjölmennastar i Frakklandi,
og margar þeirra hafa starfað
lengi, svo það er ekkert nýmæli
að vera kvikmyndagerðarkona
þar.
Við erum ekki margar, kannski
um tuttugu talsins, en ég held, að
það sé ekki erfiðara fyrir konu að
gera kvikmynd i dag, en fyrir
karlmenn. Það er min skoðun, en
aðrar kvikmyndagerðarkonur
hefðu kannski aðra sögu að segja.
Aftur á móti held ég, að það sé
miklu erfðara fyrir konu en karl-
mann að láta sér detta það i hug
að verða kvikmyndaleikstjóri.
Kona, sem vill starfa við kvik-
myndagerð, verður miklu fremur
klippari, skrifta, leikkona, eða
jafnvel handritshöfundur. Ég
byrjaði að fást við kvikmyndir,
þegar ég var fjórtán ára, en allt
frá barnsaldri hafði mig langað
til að starfa við þær. Þegar ég var
átta eða niu ára langaði mig til að
vera sætavisa, þvi þær eru I bió
allan daginn, tiu, ellefu ára lang-
aði mig til að verða handritshöf-
undur og þegar ég var fjórtán ára
langaði mig til að verða leikkona,
kannski fimmtiu eftir konur og
þrjú hundruð og fimmtlu eftir
karlmenn. Þaö er min skoðun, að
það sé auðveldara fyrir konur að
fá fé frá þessari nefnd, ef hæfi-
leikarnir eru þeir sömu, þvi þær
eru færri. En á eftir standa kon-
urnar frammi fyrir sama veru-
leika og karlmennirnir. Þó maður
fái þessa peninga, þýðir það ekki
að maður geti gert myndina, finni
leikara og framleiðanda. t þvi til-
liti eru karlar og konur jafningj-
ar.”
— Fékkst þú peninga frá þess-
ari nefnd fyrir fyrstu mynd þina?
„Já, en ég fann engan framleiö-
anda fyrir hana og varð þess
vegna framleiðandi sjálf. Ég
geröi hana með hópi vina, sem
gengust undir það að vinna fyrir
ekki neitt. Aftur á móti féllst
kvikmyndafyrirtækið Gaumont á
að dreifa myndinni fyrir mig, og
ieggja örlitið fé i hana.
Arið eftir lagði ég enn á ný
handrit fyrir styrknefndina og
fékk aftur styrk, og þar sem ég
hafði þegar gert eina mynd, tókst
mér að afla trausts hjá framleið-
anda, sem lagði fram það sem á
vantaði af fé.
Þegar maður er kona og starfar
við kvikmyndagerð, stendur
maður frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að næstum allir tækni-
menn eru karlmenn. Fyrsta dag-
inn hefur maður það þvi aðeins á
myndaleikstjóra, sem ég er félagi
i, og var meira að segja aðalritari
þess einu sinni, en þar eru fáar
konur. Ég á nokkrar kvikmynda-
gerðarkonur að vinum, en aðrar
þekki ég ekki og veit ekki hvernig
þær lita út, ekkert frekar en karl-
mennirnir.
Við erum kvikmyndagerðar-
konur, en við teljum okkur ekki
þurfa að mynda sérstakt félag.
Við höfum okkar starf sem við
rækjum eftir bestu getu. Við ger-
um örugglega ekki sömu myndir
og karlmennirnir, við fjöllum
ekki um sama efni, einfaldlega
vegna þess, aö við erum ekki eins.
En við myndum ekkert gettó. Ég
yrði algerlega á móti hvers konar
gettói kvikmyndagerðarkvenna.”
— Hver er þá munurinn á við-
fangsefnum kvikmyndagerðar-
kvenna og manna?
,,Ég held, að viðfangsefnin
gætu veriö hin sömu, en þegar allt
kemur til alls, eru þau þaö ekki.
En ég held, að það sé auk þess
ekki hægt að skipta mönnum i
kvikmyndagerðarkonur og kvik-
myndagerðarmenn. Það er skoð-
un min, að innan kvikmyndanna
hafi konan raunverulega ekki enn
tekið til máls, eins og á svo mörg-
um öðrum sviðum. Hún hefur
hlustað á mál karlmannsins, ekki
aðeins innan kvikmynda, heldur á
öllum sviðum, i heimspeki,
læknisfræði, rannsóknarstörfum.
Vinna okkar er þvl tvöföld, i
fyrsta lagi að þora, og i öðru lagi
aö komast að þvi, sem við viljum
leggja til málanna, án þess að
nota viðmiðanir okkar. Ég held,
að það séu til nokkrar tegundir
kvikmyndageröarkvenna. Þær,
sem munu kafna i viðmiðunum
sinum, konur, sem hafa algjör-
lega melt mái karlmannsins, og
endurskapa það meö eigin að-
feröum. Útkoman verður ekki sú
sama og hjá karlmönnum, en
mjög nálægt þvi. Þá eru konur,
sem eru á móti og segja: Þetta er
ferlegt, það eru bara þeir, sem
hafa tekið til máls, við höfum að-
eins mál karlmannsins i kringum
okkur, það er hræðilegt.
Þær brjóta siðan niður allt,
sem karlmenn hafa gert, berjast
á móti þvi, og gera siðan
kvikmyndir, sem eru á móti. Loks
er það ný kynslóð sem er aö koma
fram, og segir að það sé stórkost-
legt að karlmennirnir tjái sig, og
að þær ætli að gera það lika, en
alls ekki á sama hátt: Reynum að
gleyma þvi hvernig þeira fara að,
og reynum að segja þeim hvernig
við skynjum. Þetta er mál, sem
beint er til karlmannanna, og það
segir þeim: Viö erum ekki eins,
viö erum ekki á móti, við erum
ekki með, við erum frábrugðnar.
Það sem þarf, er beggja blands.
Ég reyni að gera þaö, og ég held,
að eins sé ástatt um fleiri konur”.
VETTVANGUR
Alltaf við og við rjúka menn upp
til handa og fóta og fara að tala og
skrifa um frumvarp til laga um
samræmdan framhaldsskóla, og
þegar Heimir Pálsson mennta-
skólakennari þurfti að fara að
hugsa fyrirpáska, vegna vikulegs
pistils i Helgarpósti, datt honum
ekkert betra I hug en tittnefnt
frumvarp. Auðvitað er Heimi
heimilt að hafa sinar skoðanir á
skólamálum fyrir mér, en þegar
hann skrifar i viðlesið blað órök-
studdar staðhæfingar um slikt
mál, hlýtur hann að mega gera
sér vonir um einhver svör.
É g ætla svo sem ekki að elta
ólar við allt, sem Heimir nefnir i
þessu greinarkorni sinu, en tvö
eða þrjú atriði vil ég minnast á.
Hann telur, aö sú meginstefna
frumvarpsins að hneppa allt nám
i framhaldsskólum i viðjar sam-
ræmdrar námskrár, þar sem
hver áfangi sé jafngildur, hvort
sem er I iðnnámi, hjúkrunar-
námi, hússtjórnarnámi, mennta-
skólanámi eða öðru námi sé stórt
skref i áttina til jafnréttis. Ég er
hræddur um, að þarna rugli hann
hugtökum. Ég fæ ekki séð, að i
orðinu jafnrétti felist annað en
það, sem i orðinu sjálfu felst, þ.e.
jafn réttur manna til hvers sem
er. Það, sem hann virðist vera að
tala um, er jafnstaða (orð, sem
hefur nægilega leiðinlegan
félagsfræðikeim til að sóma sér
vel I umræðu sem þessari), en I
raun er stöðlun. Það má fara
lengra með þetta og staöhæfa, aö
það, sem hann er að tala um, sé
að enginn megi skara fram úr
öðrum i menntun.
En þá er spurningin um jafn-
réttið. Hvað verður um rétt nem-
enda, sem gott eiga með nám, I
sliku kerfi? Mér sýnist, að hann
verði algjörlega fyrir borð bor-.
inn, og tek það fram, að allt hjal
um „hraðferðir” fyrir góða
námsmenn er út i hött, þvi að
hraðinn sem slikur segir afar
litið, ef kröfurnar á hverjum
áfanga eru jafnlitlar fyrir alla.
Heimir gerir tilraun til þing-
eyskrar fyndni i pisli sinum og
síær þvl föstu, að enginn þing-
maður hafi kjark til að standa
gegn þessu „jafnréttisfrum-
varpi” af ótta við pólitiskt sjálfs-
morð, ef undan sé skilinn Vil-
mundur Gylfason, sem hefur flutt
breytingartillögu um lærðan
skóla. (Hann kýs raunar að
„gleyma” Einari Agústssyni
sendiherra, sem á sinum tima var
meðflutningsmaður tillögunnar).
Hvers vegna var frumvarpinu
annars kippt út, þegar þessi til-
laga var komin fram? Það skyldi
þó aldrei vera, að þáverandi
menntamálaráðherra, Ragnar
Arnalds, hafi óttast, að meiri
hluti þingmanna hefði kjark til að
samþykkja tillöguna eða verið
haldnir sljálfsmorðshvöt, svo að
orð Heimis séu notuð?
Þetta er ástæðan til þess, að ég
ryðst nú fram á ritvöllinn, aldrei
þessu vant, þvi að vissulega er
mér málið skylt. Það er engin
launung á þvi, að með orðunum
„hefðbundinn menntaskóli” var
átt við Menntaskólann i Reykja-
vik og hugsanlega Menntaskól-
ann á Akureyri, ef hann hefði
viljað notfæra sér þá heimild. Ég
hef aldrei farið dult með álit mitt
á þessu frumvarpi og þeim afleið-
ingum, sem það muni hafa fyrir
alla æðri menntun i landinu. Ég
hef talið nauðsyn á þvi, að
„lærður skóli” yrði áfram til i
landinu, sem beinlinis undirbyggi
þá nemendur, sem eindregið
stefna að háskólanámi og hafa
ekki áhuga á öðru námi. Ég hef
talið nauðsynlegt, að stefnufesta
rikti varðandi undirbúning til
háskólanáms, þvi að i háskólum
eru menntaðir þeir menn, sem við
hljótum að reisa á vonir okkar um
marktæka visindamenntun I
þessu þjóðfélagi. Ekki hefur það
sizt vakað fyrir mér, að tryggja
þurfi islenzkum stúdentum að-
gang, framvegis eins og hingað
til, að erlendum háskólum. Vitað
er, að erlendir stúdentar, sem
koma úr sams konar menntakerfi
og tittnefnt frumvarp stefnir að,
eiga ekki jafngreiðan aðgang að
háskólum utan heimalands sins
og t.d. islenzkir stúdentar hafa
enn sem komiö er. Þetta er nú
min andjafnréttislega afstaða:
Ég tel, aö við eigum ekki að
stefna að þvi aö gera alla jafna
með þvl að mennta alla jafnilla.
Góðir námsmenn hafa ekki minni
rétt en slakir.
En af hverju stafar fjand-
skapur Heimis og jábræðra hans
út i „lærðan skóla”? Ef þetta
kerfi, sem hann aðhyllist og berst
fyrir, er svona gott, hvar er þá
hættan? Hefur hann enga trú á
skynsemi islenzkrar æsku? Hefur
hann ekki þá trú, að hún muni
fremur vilja betra kerfið? Ef hún
flykkist i hið staðlaða áfanga/-
fjölbrautarkerfi, þá bara deyr
lærði skólinn og þar með basta. —
Ég vil lýsa þvi yfir hér og nú, að
trú mín á skynsemi ungs fólks
gerir mig alls óhræddan við
„samkeppni” af þessu tagi. Ef
Heimir og hans menn hafa trú á
sinu kerfi, þá ættu þeir sannar-
lega ekki að óttast „gamalt og
staðnað” kerfi eins og það, sem
ég er að mæla með.
Hin eina rétta aðferð er að
sjálfsögöu að reyna hiö nýja kerfi
vel við hlið hins gamla og láta
siðan reynsluna skera úr. Það er
augljóslega hrein heimska að
kasta fyrir róða kerfi, sem vel
hefur reynzt, til þess að taka upp
nýtt, sem er óreynt hér á landi, en
hefur gefizt illa i þeim Evrópu-
löndum, þar sem það er notað, og
miklar efasemdir eru um i
Bandarikjunum, þar sem það er
upprunnið.
Þetta mc allt saman má leysa
með þv að setja sérstök lög um
samræi ida.n frar-haldsskóla, en
láta mv nntaskólalögin gilda
áfram um þá skóla, sem kjósa að
starfa eftir þeim. Ég legg hins
vegar áherzlu á, að menntamála-
ráðuneytið ætti að vera mjög
fastheldið á leyfi til að starfrækja
fjölbrautarskóla, þar til meiri
reynsla er komin á þá.
Guðni Guðmundsson
Jafnstaða - stöðlun
Athugasemd við Hringborðsgrein
Heimis Pálssonar