Helgarpósturinn - 01.05.1981, Blaðsíða 15
15
—he/garpústurinn
Föstudagur 1. maí 1981
Húsnæðismál Reykvíkinga:
STEFNIR í ÓEFNI?
A undanförnum mánuömn
hafa miklar brcvtingar átt sér
staft á fasteignamarkaöinum.
Fvrirskömmu grcindum við frá
þeirri hliA scm snvr aö fast-
cignasölum og koni þá i ljös að
sala á ibúðum er að glæðasl
nuna cftir deyfðartimabil. cn
vcrð hcfur alls ckki hækkað i
samræmi við vcrðlagsþröun.
1 dag skoðum við eftirspurn
eftir langtimalánum og kemur i
Ijós að hún hefur dregist saman.
Jafnframt gengur erfiðlega að
selja nýbyggingar i Reykjavik
og eftirspurn eftir lóðum á
Reykjavikursvæðinu er ekki likt
þvi eins mikil og verið hefur, ef
miða má við reynslu Mos-
hreppinga.
Astæðan fyrirþvi að meira lif
er i sölu gamalla ibúða, en
nyrra, er sú, að verð eldri ibúða
hefur ekki hækkað i takt við
byggingakostnað. Um það eru
allir á einu máli.
En ef miðað er við þann
húsnæðisskort, sem vissulega er
i Reykjavik, og kemur fram
m.a. i upplýsingum Gunnars
Þorlákssonar, húsnæðisfulltrúa
Reykjavikurborgar og Sigurðar
E. Guðmundssonar, forstjóra
Húsnæðismálastofnunar rikis-
ins, ætti eftirspurnin eftir
húsnæði af öllu tagi að vera mun
meiri.
„Fólk ræður ekki við
fjármagnskostnaðinn’ ’
segir Sigurður E. Guðmundsson
„Það erótvirættað eftirspurnin
hefur breyst og umsóknum
fækkað bæði um byggingarlán og
lán til kaupa á eldri Ibúðum”,
sagði Sigurður E. Guðmundsson
forstjóri Húsnæðismálastofnunar
rikisins i samtali við Helgarpóst-
Sigurður kvað þetta eiga sér
sinar orsakir, en sin persónulega
skoðun væri að þær væru helst
fólgnar i þvi að f jármagnskostn-
aður væri allur annar en verið
hefði.
„Fólk hugsar sig betur um
núna áður en það fjárfestir”,
sagðihann. „Enfækkun umsókna
getur li'ka verið til komin vegna
minna lóðaframboðs en áður,
einkum á Suð-vesturlandi og loks
má geta þess aö i ýmsum sveitar-
félögum er ibúðaþörfin mettuð
um sinn vegna mikilla nýbygg-
inga á liðnum árum.
Varðandi kaup á eldri ibúðum
er ástæðan fyrir fækkun umsókna
lika fólgin i minni kaupmætti.
Fólk ræður ekki við fjármagns-
kostnaðinn”.
„Hins vegar höfum við orðið
varir við ásókn i þau lán sem veitt
eru til orkusparandi endurbóta”,
bætti Sigurður við. „Þetta er nýr
þáttur i starfseminni og frá þeim
landssvæðum, þar sem enn er
rafkynt eða oliukynt, hefur borist
mikið af umsóknum um þessi lán.
Og seinni hluta þessa árs
verður væntanlega farið að veita
endurbótalán, sem við búumst við
mikilli ásókn i. Þeir sem byggðu
af vanefnum á árunum 1940—1960
eru nú orðnir skuldlausir og telja
þá timabært að endurbæta hús
sin”.
— Þið teljið þá engu hættu á að
peningarnir gangi ekki út?
„Nei, það er enginhætta á þvi.
Enda er þá auðgert að hækka þaö
hlutfall byggingarkostnaöar, sem'
lánað er. Ég tel þó að nú sé lánað
um 30% ibúðaverðsins, en þetta
fer eftir þvi hvernig það er
reiknað.
En hvaö sem um það er, þá er
það mikil framför, að lánin eru nú
mismunandi há eftir fjölskyldu-
stærð og að þau hækka ársfjórð-
ungslega i samræmi við bygg-
ingavfsitölu”.
Sigurðursagðist leyfa sér að ef-
ast um að minnkandi eftirspurn
eftir húsnæðisstjórnarlánum bæri
vottum að húsnæðismarkaðurinn
væri mettaður, a.m.k. á Reykja-
vikursvæðinu.
„Sem stjórnarmaður i stjórn
verkamannabústaða i Reykjavik
veitég að við sölu 122 endursölu-
ibúða komu um 550 umsóknir og
það sýnir hve þörfin er mikil”,
sagði hann. „Ég er sannfærður
um það að á undanförnum árum
hefur fólk flúið borgina i stórum
stil vegna húsnæðiskjaranna. Og
ef ekkert verður að gert, heldur
sú þróun áfram”.
MUN MINNI
ÁSÓKNí
LÓÐIRNAR
„Það er alveg nýtt hjá okkur,
; að ekki sé meiri eftirspurn eftir
] lóðum”, sagði Jón Baldvinsson
! sveitarstjóri Mosf ellshrepps. Ný-
j lega var úthlutað 35 lóöum þar I
sveit og voru umsækjendur ,,að-
eins” 55 talsins.
Jón sagði, að árið 1979 hefðu
veriö 10 um hverja lóö, sem kom
til úthlutunar. Svo þarna hefur
orðið mikil breyting á.
„Ég held aö þetta eigi sér
margar skýringar,” sagði Jón.
„En fyrst og fremst held ég að
skýringin sé sú hve dýrt er að fá
peninga lánaöa. Menn eru þvi al-
maint ekki eins bjartsýnir að
fara út i þetta og áður. Auk þess
finnst mér á mörgum, að þeir fái
minna fyrir kaupiö sitt.
Það er áberandi, að þeir sem
sækja hér um lóöir eiga yfirleitt
eignir fyrir. Hins vegar ber ekk-
ertá mönnum, sem byrja á þvi að
fá lóð, eins og áður var algengt,-
Menn reikna frekar dæmið til
enda núna og fara ekki út i neitt
upp á von og óvon.”
Minnkandi eftirspurn eftir lífeyrissjóðslánum:
Kikna menn undan verð
lánunum?
tryggðu
„Umsóknirnar tóku smákipp
við siðustu lóðaúthlutanir, en
frarnan af þessu ári var mjög ró-
legt”, sagði Pétur H. Blöndal
framkvæmdastjóri Lifeyrissjóðs
verslunarmanna, þegar hann var
spurður hvort dregið hefði úr
lánaumsóknum eftir að lán úr
sjóðnuin voru verðtrvggð.
— Er ástæða fyrir fólk að óttast
þessi verðtryggðu lán?
„Nei. Greiðslur af verðtryggð-
um lánum hækka svipað og laun.
Ef verðlag hækkar meira en laun,
þá er voðinn vis i þessu landi, þvi
þá yrðu lifskjörin þannig, að
menn gætu hvorki átt hús né bil
og ættu jafnvel varla fyrir salti úr
i grautinn. Grýlusögur um að
greiðslubyrði hækki tvöfalt á við
laun, þýðir að menn ætli að gera
Island að algeru láglaunasvæði.
Sem dæmi um greiðslur af
verðtryggðum lánum get ég
nefnt, að maður, sem i fyrra hefði
fengið 300 þúsund króna lán i ný-
krónum, þyrfti að borga á þessu
ári 27 þúsund krónur i afborganir,
vexti og visitöluálag, þ.e. 2.300
krónur á mánuði. Fyrir þrjú
hundruð þúsund krónur, eða þrjá-
tiu milljónir gkr. á borðið hefði
hann fengið allt aö þvi hæð með
bilskúr i fyrra. Greiöslubyrðin er
ekki mikið meiri en sem nemur
leigu og hún ætti að halda sér
miðað við laun næstu 25 árin.”
Pétur kvaðst þó telja að með
verðtryggingunni væru 2% vextir
ef til vill of háir.
„Það er að minu mati það
hæsta, að jákvæðir vextir fari yfir
1%. En ég tel aö lifeyrissjóðirnir
eigi að fá þá ávöxtun fjárins sem
völ er á, enda er hlutverk þeirra
fyrst og fremst að gæta hags-
muna lifeyrisþeganna.”
Mikill húsnæðis-
vandi i borginni:
Fjöldi manns
þarf að
hafa búslóðina
í geymslu
„Það er alveg óhætt að segja
aö það sé skortur á leiguhús-
næði,” sagði Gunnar Þorláks-
son húsnæðisfulltrúi Reykja-
vikurborgar I viðtali viö Helgar-
póstinn.
„Hjá okkur liggja fyrir núna
um 300 umsóknir um leiguhús-
næði frá fólki á aldrinum 16—67
ára og yfir 500 umsóknir frá elli-
lifeyrisþegum. Margt af þessu
fólki er nú þegar i vandræðum
eða um það bil að komast i
vandræöi, þótt margir ellilif-
eyrisþeganna sæki um Ibúð
fremur til að fá húsnæði sem
hentar betur en af þvi að þeir
séu húsnæðislausir.”
Gunnar og starfsfóik hans
hafa fyrst og fremst milligöngu
um leigu á húsnæði borgarinn-
ar, en þar sem það hefur engan
veginn dugað, hefur verið reynt
að hlutast til um að fá ibúðir á
almennum markaði, en þar
sagði Gunnar að litið væri að
hafa.
Neyð sumra þeirra, sem biða
eftir húsnæði hjá Reykjavikur-
borg er slik, að um 20 fjölskyld-
ur eiga búslóðir sinar i geymslu
hjá borginni og 20 einstaklingar
þar að auki vegna húsnæöis-
leysis. Þá eru ekki taldir þeir
fjölmörgu, sem hafa þurft að
koma hluta búslóðar sinnar i
geymslu hjá borginni þar sem
núverandi húsnæði er of litið. Og
hjá borginni eru aðeins teknar i
geymslu búslóðir þeirra, sem
eru á biðlista Félagsmálastofn-
unar eftir leiguibúð.
r*-~ 't i***<sm
' >.»■».«Xjí «&r
ff
Húsnæðismál borgarbúa hafa valdið deilum i langan tima.
„Gengur ekkert að selja
— segir Bragi Sigurbergsson i Einhamri
„Okkur hefur ekki gengið neitt
að selja. Margir vilja kaupa, en
hingað til hefur allt strandað a
fjármögnuninni,” sagði Bragi
Sigurbersson, byggingarmeistari
og annar eigandi Einhamars,
þegar Helgarpósturi nn spurði
hann frétta.
Einhamar er með i byggingu
einbýlis- og parhús i Mjóumýri, 25
ibúðir alls. Þetta eru fremur litil
hús, 162 og 132 fermetrar, en þó
hefur ekkert gengið að selja þau,
þrátt fyrir miklar auglýsingar.
„Fólk er orðið svo hrætt við
þessi verðtryggðu lán, aö það
þorir ekki að taka á sig skuld-
bindingarnar,” sagði Bragi. „Og
mér viröist alveg sama sagan
vera hjd þeim, sem eru að byggja
blokkir og raðhús hérna I kring.
Þar hefur sala lika alveg legið
niðri.”
— Hvernig kemur þetta við
ykkur?
„Ja, þetta dregur úr fram-
kvæmdum, en ég er ekki svo
svartsýnn að ég reikni með að
þetta verði til lengdar. Það hefur
áður dregið úr eftirspurn um
tima, en svo er eins og allt
sprengi Eif sér og þá verði meiri
eftirspurn á eftir. En þvi er ekki
að neita að það er svoliti 11 uggur i
mönnum. Maöur veröur bara
alltaf að vera bjartsýnn. Það er
mjög mikið spurt um þessi hús,
og ef til vill glæöist salan þegar
kemur fram á vorið.”
Galdrakarlar
Diskótek
VERSLUNIN
DALVER
Alhliða matvörur
Kreditkortaþjónusta
VERSLUNIN
DALVER
Dalbraut 3 ■ Simi 33722