Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 29. maí, 1981
helgarpósturínn
Lvöur Björnssun. sagnfraeöingur, leiðsögumaður okkar um göturnar fjórar
Reykvískar götusögur
eftir Þorgrím
Gestsson
..Reykjavik hefst i bráöræöi og
endar i ráöleysi” var stundum
sagt á seinnihluta siöustu
aldar. Eiginlega heföu „bráö-
ræöi” og „ráöleysi” átt aö skrif-
ast meö stórum upphafsstööum,
því þaö voru nöfn á býlum i
Reykjavik á þessum tima, annaö
stóö á Skólavöröuholtinu, austast
i þáverandi byggö, hitt vestast i
'Vesturbænum, þar sem nú eru
uppi ráöageröir um aö reisa nýtt
ibúðah verfi — á Bráöræöisholti.
Vera má aö Bráöræöi hafi veriö
reist i einhverju bráöræöi um
miöja sföustu öld. Þar mun hins-
vegar hafa veriö búiö lengi ágætu
býli, og þaöan var einn af fyrstu
þingmönnum Reykvikinga.
,Magnús i Bráöræöi. Um Ráöleysi
er hinsvegar litiö vitaö.
Svo er raunar um ótalmörg
bæjarnöfn og örnefni, sem nú eru
innan marka Reykjavikurborgar.
Við uppbyggingu Reykjavikur
nútimans hafa mörg siik Jieiti
glatast meö öllu. Kennileiti hafa
veriö þurrkuð út, svo þaö er ekki
einu sinni hægt aö þekkja af staö-
háttarlýsingum hvar ýmsir staðir
myndir: Valdis
Óskarsdóttir o.fl.
i iH'iiH si
« K
eru, sem getiö er um á gömium
bókum.
Onnur nöfn hafa þó varöveist.
Það eru helst þau sem hafa fest
við hús eða staði og síöan orðiö aö
götunöfnum. Þó eru sögurnar bak
við sum götunöfnin gleymd, eöa
eru að minnstakosti á fárra vit-
oröi. Aðrar sögur lifa enn meðal
gamalla Reykvikinga sem muna
aftur til fyrstu áratuga aldar-
innar, eða grúskara og fræöi-
manna.
Nöfn eins og Barónsstígur,
Frakkastigur, Fischersund,
Laugavegur, Hverfisgata,
Bankastræti og Austurstræti eru
okkur töm, sem eigum heima i
Reykjavik, og fáir eiga i miklum
vandræðum með aö rata þangaö.
En hvernig eru þessi nöfn til kom-
in? Hverjar eru sögurnar bakviö
götuheitin?
Helgarpósturinn leitaöi til Lýös
Björnssonar sagnfræðings og
kennara og bað hann að rifja upp
þessar gömlu sögur, sem allir
Reykvikingar ættu að þekkja. Við
bætum hér með úr hugsanlegri
vanþekkingu borgarbúa i þessum
efnum.
Baróninn
sem vildi
verða
kúabóndi
Barón sá, sem Barónsstlgur
heitir eftir var Frakki og hét
Boilleau. Hann skaut upp koll-
inum hér áriö 1898, en enginn veit
með vissu hvaðan hann kom né
hvers vegna. Þó er vitað, að hann
spilaði ágætlega á fiðlu.
Baróninn tók sig til og reisti fjós
fyrir neðan Hverfisgötu, talsvert
innarlega á þess tíma mæli-
kvarða. Hugmyndin var að hefja
stórfelldan búskap og sjá Reyk-
vikingum fyrir mjólk. Fljótlega
var farið aö kalla fjósið „baróns-
fjós”, og seinna, þegar gata tók
að myndast þarna hlaut hún
nafnið Barónsstigur i munni
fólks.
En búskapurinn gekk ekki sem
best hjá baróninum. Hann tók sig
fljótlega upp og flutti að Hvitár-
völlum i Borgarfirði þar sem
hann hélt búskapnum áfram, og
Horft niður Barónsstiginn I dag. A
innfelldu myndinni sjást Hvltár-
vellir sem siöar uröu heimkynni
barónsins bjartsýna, sem gatan
er kennd við.
fór jafnframt að ferja fólk yfir
Hvitá á mótorbát. Lánið virðist
ekki hafa leikið við hann, þvi
hann tapaði fljótlega öllum eign-
um sinum og flutti úr landi. Sögur
herma að hann hafi látist stuttu
seinna sumirsegja fyrir sjálfs sin
hendi, og jafnvel að sá voveiflegi
atburður hafi átt sér stað I járn-
brautarvagni i London. En hvað
sem um það má segja skildi hann
þó alltént eftir sig götunafn i
Reykjavik, og geri aðrir betur.
Spítalinn við Frakkastíg
Skammt frá Barónsstig er
Frakkastigur, svo sem flestir
vita. En það vita liklega færri, að
hann dregur nafn sitt af spitala,
sem Frakkar reistu um siðustu
aldamót, eins og þeir gerðu
raunar viðar á landinu á siðustu
áratugum aldarinnar, aðallega á
Austfjörðum. bessir spitalar
Frakkanna virðast hafa verið
ágætlega vel byggð hús þvi að
minnstakosti einn þeirra stendur
enn við Fáskrúðsfjörð og hefur
meira aö segja verið fluttur lang-
an veg. Og það sem meira er:
spitalinn i Reykjavik stendur lika
enn, hann er nú gamli gagnfræða-
skólinn við Lindargötu.
Þessu gamla húsi fylgir að
sjálfsögðu draugasaga. Eins og
aðrar draugasögur er hún ótima-
sett, en hefur liklega gerst meðan
Frakkarnir ráku enn spitalann.
Sagan segir að sjómaður
nokkur hafi verið á gangi um bæ-
inn seinnihluta dags. Þá gaf sig
skyndilega að honum ung stúlka
og benti honum að fylgja sér.
Hann gerði það, og komu þau að
lokum aö stóru húsi. Stúlkan nam
staðar við stórar dyr á húsinu og
benti sjómanninum að koma með
sér inn, hvað hann gerði. Þar var
kolsvarta myrkur, en sjómaður-
inn þóttist vita, að hann væri i
stórum sal, og hann fann, að á
miðju gólfinu var upphækkun. En
stúlkan virtist eins og gufuð upp,
og hann fann hana ekki aftur,
hvernig sem hann leitaði i myrkr-
inu. Hann var uppgefinn setti frá
sérsjópokann og lagðist fyrir á
upphækkuninni. En þá er skyndi-
lega ráðist á hann utan úr myrkr-
inu. Sjómanninum tókst með
herkjubrögðum að slita sig laus-
an og hljóp siðan sem fætur tog-
uðu niður á lögreglustöð þar sem
hann sagði farir sinar ekki
sléttar.
Lögreglan bað hann að visa sér
á húsið, og þegar þangað kom
reyndist það vera franski spital-
inn. Dyrnar sem sjómaðurinn
hafði farið inn um voru læstar, en
lögregluþjónum tókst að opna
þær með þjófalykli. Þegar inn var
komið kveiktu þeir ljós, og sáu
þá, að þeir voru staddir i likhúsi
spitalans. Og á miðju gólfinu stóð
opin likkista og sjópoki sjó-
mannsins hjá — en I kistunni lá
kvenmannslik.
Frakkastigur heitir eftir franska spitalanum sem siöar varö Lindargötuskóli og er nú
Tónmenntaskóli Reykjavikur og sést á hinni myndinni.