Helgarpósturinn - 29.05.1981, Page 11

Helgarpósturinn - 29.05.1981, Page 11
Jielgarpósturínn Föstudagur 29. maí, 1981 HHWffií ■ 1TQMN? !0fAR«6A ' FRA' 13 ‘ Nú er iðandi mannlif ogverslun viö Laugaveg en á innfelldu myndinnisést hvernig hann leit út í byrj- un sinni. Skólavörðustigur er á hægri hönd. Óvirðulegur uppruni Og fyrst við erum að tala um miðbæjarkvosina, sem nú er oft kölluð svo, sakar ekki að geta litillega uppruna Austurstrætis, áður en við bregðum okkur vestur i Fischersund, sem lögreglu- þjónninn treysti sér ekki til að skrifa á skýrsluna á sinum tima, vegna þess hvað erfitt er að staf- setja það rétt. Þótt nafnið Austurstræti sé sveipað vissum rómantiskum ljóma i hugum Reykvikinga er ohætt að segja, að gatan eigi óvirðulegastan uppruna allra gatna i Reykjavik. Hún var nefni- lega upphaflega skolpræsi frá Aðalstræti, sem er elsta gatan i bænum. Loks var múrað yfir þennan ósóma, og þar með var komin gata. Það var á hinum dönsku timum i Reykjavik, og þessi nýja gata fékk nafnið Langefortov, sem siðan hefur verið þýtt sem Langastétt. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Austurstrætisnafnið kom, en vitað er með vissu, að það var ekki seinna en 1855. Og þess má lika geta til gamans, að Austur- stræti var fyrsta gatan i Reykja- vik, og þá liklega jafnframt á Is- Sannkallaður Laugavegur Bæði þessi hús, sem hafa verið nefnd, eru i hverfi þvi, sem nefnt var Skuggahverfi, og margir kannast við. Uppúr 1800 byggðist þar bær i grennd við Sölvhól, þar sem stórhýsi SIS við Sölvhólsgötu er nú. Bær þessi hét Skuggi — og hverfið var nefnt eftir honum. Leiðin inn i Skuggahverfi lá um götu þá, sem á þeim tima var aðal leiðin austur úr bænum. Hún hlaut þvi i munni fólks nafnið Hverfisgata. Upphaf þessarar götu er raunar það, að vað var á læknum, sem Lækjargata heitir eftir, rétt við Arnarhól. Um 1870 lét bæjar- stjórnin gera steinbrú yfir lækinn þar sem Bankastræti og Lækjar- gata mætast nú. Þess má geta, að verktakinn sem gerði brúna hét Sverrir Runólfsson. Það nafn er þvi ekki nýtt i vegagerðar- málum! Eins og kunnugt er hét brekkan 1 þá daga Bakarabrekka. Það nafn er dregið af þvi að Tómas Daniel Bernhöft, rak „rúgbrauðs- bakari” i húsi þvi sem enn stendur nyrst á Bernhöftstorf- unni. Sá sem lét reisa það var hinsvegar Knutzon nokkur gróss- ' > * 11 eri, sem gerði Bernhöft út til ls- lands árið 1834. Um 1890 var ekki komin gata lengra en inn á móti við Vega- mótastig en þá var farið að nefna brekkuna Bankastræti eftir Landsbankanum, sem var reistur þar árið 1886, og stendur enn. Þá var lika fariö að drifa i þvi að leggja veg inn i Þvottalaugar og að torfsundlaug þeirri sem var gerð um sama leyti og stóð á svip- uðum slóðum og sundlaugarnar i Laugardal eru nú. Þá fóru frúr bæjarins að labba inn Laugaveginn á morgnana með óhreina þvottinn — og hreint tauið til baka á kvöldin, i stað þess, að áður gengu þær Hverfis- götuna. Laugavegurinn var þá sannkallaður laugavegur. göfugmannlega gert, og eftir lát kaupmannsins var ákveðið i bæjarstjórninni að breyta nafni götunnar og láta hana heita eftir Fischer. honum til heiðurs. landi, sem var malbikuð, Það var gertárið 1912 og var kallað maka- demera. Yfir malbikið var siðan valtað með valtara, sem var kall- aður Briet — eftir Brieti Bjarn- héðinsdóttur, sem þá var bæjar- stjóri. En við ætluðum vist upp i Fischersund! Upphaf þeirrar götu er, að frá einni af hjáleigum Reykjavikur, sem var nálægt nú- verandi Garðastræti, lá stigur niður á sjávargötuna, þar sem nú heitir Aðalstræti. Þetta var fyrir tima innréttinga Skúla Magnús- sonar fógeta. En þegar farið var að reisa þær var ekki byggt yfir þennan stig, sem þá var nefndur Götuhúsastigur. Siðan gerist það, að dansk- ættaður kaupmaður, Valdimar Fischer, opnar verslun við þennan stig. Þá verslun rak hann til dauðadags, árið 1888. Hann stofnaði sjóð, sem átti að vera til styrktar ekkjum og föðurlausum börnum. Þetta þótti að sjálfsögðu wwm Fischersund i dag og horft niður á Aðalstræti. A innfelldu myndinni er hins vegar horft eftir Aðaistræti 1970 og þar er Fischersbúö fyrsta hús til hægri en sundið dregur einmitt nafn af Fischer kaupmanni. ISI WDS Hilmar Helgason Framhald af bls. 3 þeim.Sagði viðsjálfan mig, að ég væri ekki gefinn fyrir bissness- mannaleiki og hundleiddist við- skipti. Það fer mér ekki að vera dularfullur heildsali með sólgler- augu niðri’i Sundaborg. Fékk þvi frábæran mann til að reka fyrir- tækið, Lýð Björnsson. Ég álit að forlögin hafi leitt okkur saman. Ég er fyrst og fremst hugmynda- banki og hrindi hugmyndum min- um i framkvæmd. Siðan er það hlutverk rekstraraðila að safna upp lausum endum. Þá hafa synir minir tekið við rekstri verslunar- innarTýli. Þeir standa sig eins og hetjur. Ég er hreykinn af þeim. Þá var eftir mun erfiðara upp- gjör, eða milli hugsjónarinnar og fjölskyldunnar. Það var útséð um að ég gæti þjónað tveimur herr- um. Það væri hálfkák og áfram- haldandi vanliöan. Ég kvaddi þvi fjölskylduna og fékk allan hennar skilning. Til að tryggja efnalegt öryggi hennar eftirlét ég henni allar eigur minar. Finnst eðlilegt að karlmaðurinn láti konunni eft- ir efnisleg verðmæti þegar skiln- aður verður. Hann hefur öllu meiri möguleika til að sjá sér far- borða en konan. Ég hef horft upp á allt of mörg hjónabönd, þar sem aðilar tortima hvor öðrum hægt og bitandi. Ég legg þvi frekar áherslu á að hjálpa fólki til að skilja, en að halda áfram von- lausu hjónabandi. Fóik verður bara að hafa kjark til aö brjótast út úr viðjum vanans og takast á við nýtt lif.” — Nú segir islenska kjaftasag- an að þú hafir dottið i það nýlega? ,,Já, það er satt. Ég seig á hnén þegar öllu þessu brambolti var lokið, sem ég var rétt áðan að lýsa, þá fannst mér sem ég stæði varnarlaus gagnvart þessum hlutum öllum og þeim vandamál- um sem fylgdu og sektarkenndin var mig Hfandi að drepa. Fékk mér brennivin og ætlaði að flýja kaldan veruleikann einhverja stund. En það var auðvitað vonlaust verk og áfengið er ekkert annað en salt i sárin. Strax eftir fyrsta sopann vissi ég að flóttinn tækist ekki. En ég hélt samt áfram og ætlaði að reyna. Eftir nokkra klukkutima drykkju rankaði ég við mér og sá að þetta var glap- ræði. Ég yrði að snúa við blaðinu og ég leitaði þvi til vina minna eftir hjáip. Þá kom i ljós að ég átti enga vini i raun. Ég var þvi ekki aðeins húsnæðislaus, atvinnulaus heldur og vinalaus. „Vinirnir” sögðu já, en létu svo ekki sjá sig. Það var ekki fyrr en eftir hálfan mánuð að ég trúði þessu, þvi ég var svo barnalegur að ætla að ég ætti hjálp þessara manna inni. En svo fór að rofa til og ég hugsaði málin. Þetta kenndi mér andskoti mikið og sýndi mér að raunveru- lega stendur þú einn og það getur verið fjandi kalt og einmannalegt þarna á toppnum þar sem búið er að staðsetja þig. En ég fékk hjálp i gegnum AA samtökin. Vissi að ekki þýddi fyr- ir mig að fara i gegnum með- höndlun hjá SAA, þvi þar hefði ég verið tekinn — af starfsfólki og sjúklingum — sem formaður en ekki sjúklingur. Það benti ein litil Gerpla mér á það um daginn, að Hfið væri ekki fyrir byrjendur og það mætti ekki taka þvi sem sliku. Hvild frá SAA Ef formaður Hjartaverndar hefði fengið hjartaslag, þá væri honum eflaust ráðlagt að taka sér hvild frá störfum, þar til hann jafnaði sig. Það er einmitt það sem ég gerði i þessu tilfelli. Ég bað framkvæmdastjórn SAA um hvild frá störfum i nokkurn tima. Maður verður fyrst að hjálpa sér sjálfur, ábur en maður getur farið i að hjálpa öðrum á þessu sviði. Þetta hefur verið helviti erfitt timabil. Siðferðispostular á öðru hverju götuhorni og lifsendur- skoðendur á hinu. örlögin hafa hagað lifi minu þannig, að al- menningur hefur fengið að fylgj- ast með lifi minu, jafnvel betur en ég sjálfur. Og ég sætti mig við það. Þá hefur islenska kjaftasag- an engin áhrif á mig. Það er kannski núna eftir þessa hrösun, að ég ber fulla virðingu fyrir vini minum Bakkusi, sem andstæðingi. Það tekur eflaust einhvern tima fyrir mig að kom- ast á fullan skrið aftur, — kannski fer ég á sjóinn i nokkurn tima meðan ég er að átta mig — en það verður þó ekki erfitt að snúa aftur til starfa hjá SAA, eftir hvildina. Forgangsverkefnið núna, er að komast aftur i andlegt jafnvægi og ná yfirhöndinni i slagnum við Bakkus.” — Hvað tekur við, þegar þú ert kominn á fullt i verkefnum þinum á nýjan leik? „Ég held minu striki hjá SAA og Vernd, en upp á siðkastið hefur geðsjúkt fólk leitað talsvert til min og beðið hjálpar og ég hef lið- sinnt þvi. Ég hafði kreddur gagn- vart þessu fólki áður fyrr, en nú heillar það mig. Laugardagskvöldið siðasta eyddi ég með æsku íslands á Hallærisplaninu og leitaði að vandamálinu sem allir eru að tala um. Ég fann það ekki. Held að það sé ekki til. En æskan er verk- efni sem heillar mig lika og meöal æskunnar má vinna fyrirbyggj- andi störf, sem tengjast SAA og einnig fangahjálpinni Vernd. Það er þvi margt sem gagntekur hug minn og ég óttast ekki verkefna- skort i framtiðinni, þvert á móti. — Hvers vegna tókstu við starfsemi fangahjálparinnar Verndar? „1 gegnum starf mitt hjá SAA, sá ég að fangar þessa lands þyrftu hjálp og aðstoð. Svo þegar frú Þóra, núverandi heiðursfor- maður Verndar, kom að máli við mig og bað mig að taka við félag- inu, þá var það auðsótt mál.” — Ætlarðu að færa baráttu þina út á hin flokkspólitlsku svið? „Ég veit það ekki. Stjórnmála- menn eru þeir menn, sem ég vor- kenni hvað mest og eiga hvað bágast af öllum. Þeir eiga best tækifæri til að láta gott af sér leiða, en fæstir hagnýta sér þessi tækifæri á nokkurn hátt. Ég hef oft hugleitt að fara út i pólitik, en hef andstyggð á öllum stjórn- málaflokkunum i dag. Hef kosið alla flokka og i siðustu kosningum hafði ég krossað við einn og strik- að fjóra efstu menn listans út, þegar ég ákvað að hætta við allt saman og einfaldlega eyðileggja kjörseðilinn. Það er ömurlegt að horfa upp á marga ágætismenn verða að engu i stjórnmálaflokkum. Þeir eru barðir til hlýðni við mál, sem þeir vita að eru til óþurftar og fá ekki hreyft málum sem þeir vilja ná fram. Flokksaginn stýrir þeim. Það er ömurlegt að sjá margan góðan manninn verða að sliku viðundri i viðjum flokksaga.” — Þú ætlar þá ekki að stofna þinn eigin flokk? „Ja, ég er atvinnulaus og tekju- laus og það gæti hugsast að eitt- hvað slikt gerðist. Slik ákvörðun liggur þó ekki fyrir, enda er ég núna að berjast við Bakkus og læt öll plön biða sins tima. Það var mér nefnilega mikið áfall að tapa orrustu við Bakkus og er þvi vökull á varðbergi og verð það. Ég er nefnilega ekki lengra frá glasinu, en allir alkóhólistar aðrir.” — Hvar og hvernig verður Hilmar Helgason að tiu árum liðnum? Framtiðarspá? „Ég sé mig ekki eftir 10 ár, ekki einu sinni eftir 1 ár. örlögin hafa verið mér góð og ég sé enga ástæðu til að ætla að þar verði breyting á til hins verra. Vil ætla að um mig verði farið mjúkum höndum, sem fyrr. Ég vil nefni- lega ætla að öllum mönnum sé áætlað hlutverk i lifinu — engin auka — eða aðalhlutverk — held- ur einfaldlega hlutverk. Æöri máttarvöld sjá um að setja mig inn I mitt hlutverk — það er engin hætta á öðru.” — Ertu bitur út I lifið og mann- skepnuna, eftir þregningar siö- ustu mánaða I lifi þinu? „Nei, ég er þakklátur fyrir það að hafa komist lifandi og heill út úr þessum hildarleik. Það er ekk- ert til i minu hjarta, sem heitir biturð út I einn eða neinn, heldur öllu heldur ást á lifinu og löngun til að njóta þess. Ég á mér setn- ingu sem ég nota mikið og tröi á: Allt megna ég fyrir mátt hans, sem styrk mér gefur.” „Ég er enn að kynnast nýjum hliðum á mér. Um daginn kom ég t.a.m. inn I hús i Reykjavik og sá þar litinn dreng samankreppt- an .. Hann var með heilarýrnun. „Þetta eina bros...” En þarna gekk ég að þess- ari manneskju og gaf henni allt það besta og fallegast sem ég átti, bæði með oröum og með snert- ingu. Ég uppgötvaöi þarna nýja hlið á mér. Og svo gerðist það dásamlega að þessi litli drengur, sem hafði ekki brosað lengi, byrj- aði að brosa við mér. — Þetta eina bros verbur i huga mér alla mina ævi.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.