Helgarpósturinn - 29.05.1981, Blaðsíða 16
16
«§)ýningarsalir
Kjarvalsstaöir:
Hafsteinn Austmann sýnir i vest-
ursal. Katrin Agtfstsdóttir sýnir
batik i Kjarvalssal og Steinunn
Marteinsdóttir er meö leirlist á
göngum. Þetta er siöasta sýning-
arhelgi þeirra Katrinar og Stein-
unnar.
Norræna húsiö:
A morgun opnar danski skop-
teiknarinn Storm Pedersen sýn-
ingu i kjallarasal. Sigrid Valtin-
gojer er meö grafiksýningu i and-
dyri.
Stúdentakjallarinn:
Ljösm yndasýning frá Albaniu.
Kirkjumunir:
Sigrtfn Jdnsddttír er með batik-
listaverk.
Suöurgata 7:
Hallddr Asgeirsson sýnir okkur
verk sem unnin eru i ýmis efni,
s.s. ljdsmyndir, skúlpttfra tengda
ljdsmyndum og verk tengd
htfsinu. Lofa mjög nýstárlegri
sýningu.
Djúpiö:
Siguröur örlygsson sýnir mynda-
seriu— 20 myndir sem unnar eru
meö blandaöri tækni um sama
mdtif.
Bogasalur:
Silfursýning Siguröar Þorsteins-
sonar veröur i allt sumar
Sigurður þessi vár uppi á 18.
öldinni.
Listasafn islands:
Sýning á verkum i eigu safnsins
og i anddyri er sýning á grafik-
gjöf frá dönskum listamönnum.
Safniö er opiö þriöjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga kl. 13.-30-16.
Höggmyndasafn
Ásmundar Sveinssonar:
Opiö á þriðjudögum, fimmtudög-
um og laugardögum frá klukkan
14 ti 116.
Ásgrimssafn:
Safniö er opiö sunnudaga, þriðju-
dagaogfimmtudaga kl. 13.30—16.
Árbæjarsafn:
Safniö er opiö samkvæmt umtali.
Upplýsingar i sima 84412 kl. 9-1(1 á
morgnana.
Listasafn
Einars Jónssonar:
Safnið er opiö á miövikudögum og
sunnudögum kl. 13.30—16.
Nýja galleriið,
Laugavegi 12:
Alltaf eitthvaö nýtt aö sjá.
Rauða húsið,
Akureyri:
Guöjón Ketilsson sýnir. Með betri
sýningum á Akureyri.
Listasafn alþýðu:
Jakob Jdnsson sýnir vatnslita-
myndir og teikningar. Siöasta
sýningarhelgi.
Galleri Langbrók:
1 dag opna Sóley Eiriksdóttir,
Rósa Gisladóttir og Ragna Ingi-
mundardóttir keramiksýningu.
Sýningin stendur til 12. jtfni og
er opin kl. 12 - 18 virka daga og
kl. 14 - 18 um helgar.
Leikhús
Þjóðleikhúsið:
Föstudagur: Gustur eftir
Rozovski og Toistoj kl. 20.
Laugardagur: Sölumaöur dcyr
eftir Arthur Miller kl. 20.
Sunnudagur: Gusturkl. 20.
Leikfélag Reykjavíkur:
Föstudagur: Barn i garöinum eft-
ir Sam Shepard.
Laugardagur: Ofvitinn eftir Þór-
berg og Kjartan.
Sunnudagur: Skornir skammtar
eftir Þdrarinn og Jdn.
Nemendaleikhúsiö:
Sunnudagur: Marat/Sade eftir
Peter Weiss kl. 20.
Miðvikudagur: Marat/Sade.
Alþýðuleikhúsið
er ntf farið I sumarfri.
Ferðafélag Islands:
1 kvöld kl. 20 verður lagt upp i
þriggja daga Þórsmerkurferð, en
kl. 9 á sunnudagsmorgun veröur
gengiö frá Valahnjúk meöfram
ströndinni og til Staðarhverfis og
kl 13 veröur gengiö á Þorbjarn-
arfeil
Föstudagur 29. maí, 1981 ^—JlslQdrjpOStUrÍníl—^
LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR
Föstudagur
29. maí.
20.40 A döfinni. NU er mjög
fariö að haröna i ári hjá kór-
um og áhugaleikfélögum, en
vænkast hagur fótbolta-
manna Allir útí góöa veörið.
20.50 Skonrokk. Þetta er haf-
sjór af poppi fyrir þá sem
vilja. Þorgeir er að verða aö-
eins of sætur fyrir alla þessa
nýbylgju, en þaö er sama
21.20 Dagar i Póllandi. Lech
Walesa og félagar hans i Sam-
stööu hafa verið einkavinir
alls heimsins i marga mánuði
1 þessari mynd veröum við
kynnt fyrir fleira fólki — hin-
um almenna borgara i Pól-
landi og vinum hans. Frá
sænska sjónvarpinu.
22.20 Auga fyrir auga
(Banyon). Þessi bandariska
sjónvarpsmynd frá 1971 ku
hafa komið af staö skriðu
mynda i svipuðum dúr. Þetta
er eftirliking af „harðsoðnu”
einkaspæjaramyndunum frá
1930 til 1950 og fjallar um blóði
drifinn eltingarleik Banyons
spæjara við morð»ngja. Aðal-
hlutverk leika Robert Forster,
José Ferrer, Darren McGaven
og Herb Edelman Leikstjóri:
Robert Daly.
23.55 Dagskrálok.
Laugardagur
30. mai.
16.30 íþróttir.Nú eftir að enski
úrslitaleikurinn er búinn er
ekki gott að segja hvað tekur
við. Kannski Island--
Tékkóslóvakia? Eða kannski
unglingameistaramót ólafs-
fjarðar i alpatvikeppni 8 til 10
ára? Vandi er um slikt...
18.30 Einu sinni var. Laddi
heldur áfram að rekja mann-
kynssöguna með aðstoð
franskra figúra Dálaglegur
kennari það.
18.55 Enska knattspyrnan.
Sem er lokið eins og menn
vita. Ef til vill verður sýndur
landsleikur: England-Skot-
land? Þetta er stór spurning.
20.35 Löður. Finnskur teikni-
myndaflokkur, byggður á
smásögu skáldkonunnar
Tippa Furjalinen 1. þáttur:
Dagfari fer I dag.
21.00 Alan Price. Tónlistar-
þáttur með þessum fertuga en
sihressa poppara Price á
mikinn feril að baki, hann var
Útivist:
Asunnudag kl. 8er eins dags ferð
i Þórsmörk en kl. 13 geta menn
valið um gönguferð á Botnssúlur
eða um Þingvelli.
Hafnarbíó:
Ný sýnishorn af uppgangi
islensku nýbylgjunnar veröa á
rokktdnleikum i Hafnarbiói á
laugardagskvöld ásamt ókrýnd-
um kóngum hennar, hljdmsveit-
inni Þeyr. Þar koma fram ný nöfn
eins og Clitoris (sic'.), Tóti tlkar-
speni (sic! sic!) og Bruni BB
(sic! sic! sic!). Einnig verða
nokkrar óvæntar uppákomur á
þessum tónleikum, sem hefjast
kl. 20.30.
'iðburðir
Hvassaleitisskóli:
A uppstigningardag, 28. mai,
opnar M y n dl is t a r k lú b bu r
Hvassaleitis sýningu á 136 mynd-
um i Hvassaleitisskóla, en þar
hefur klúbburinn haft aðstöðu
fyrir starfsemi sina, þau þrjú ár,
sem hann hefur starfað.
Klúbbfélagar eru um 25 talsins,
áhugafólk, sem hittist vikulega
yfir vetrarmánuðina, til starf s og
fræðslu.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 15.00—22.00 til sunnudagsins
31. maí.
Hótel Saga
Um helgina vcröur haldiö mynd-
listarþing að Hótel Sögu og
standa aö því öll starfandi félög
myndlistarmanna. Yfirskrift
þingsins er staða myndlistar í
dag. 1 framsöguerindum verður
rætt um safnamál og tengsl lista-
manna og almennings, starf lista-
manna og höfundarrétt. Um-
ræðuhópar munu siðan starfa eft-
ir hádegi á laugardeginum og
munu þeir leggja fram niðurstöð-
ur sinar á sunnudag. Aö þvi loknu
verða almennar umræður. A
þingið vérður fulltrúum frá öllum
fjölmiðlum sérstaklega boðið, þar
sem starf fjölmiöla og mynd-
listarmanna verður eitt af um-
ræðuefnum þingsins. Einnig er
fulltrúum ýmissa rikisstofnana
og nefnda er fjalla um myndlist-
armál boðin þátttaka á þinginu.
Félagsheimili Rafveitunn-
ar
A morgun, laugardag verður
haldin ráðstefna um Elliðaárdal-
lengi i Animals, lék i kvik-
myndum, og sló svo rækilega i
gegn með tónlistinni i mynd-
inni O, Lucky Man.
21.50 J.W. Coop. Bandarisk
biómynd frá 1972. Hinn geð-
þekki Cliff Robertsson á þessa
mynd frá upphafi til enda
Hann samdi handritið að
henni, leikstýrir henni og leik-
ur sjálfur aðalhlutverkið.
Ekki nóg með það — heldur
ferst honum allt þetta bæri-
lega úr hendi Myndin þykir
raunsönn og hrifandi, en sér-
staka athygli ber að vekja á
framúrskarandi myndum af
hinni sérstæðu iþrótt kúrek-
anna i mið-vesturrikjum
Bandarikjanna, Rodeo, eða
nautareið. Aðalhlutverk auk
Robertsson leika Christina
Ferrare og Geraldine Page
23.35 Dagskrárlok.
Sunnudagur
31. mai
18.00 Hugvekja Halldór
Gröndal vekur.
18.10 Barbapabbi. önnur
endursýnd og hin frumsýnd.
Guðni Kolbeinsson gerir
barbabrellur
18.20 Ain. Finnsk mynd um
náttúruna við litla á. Guðni
Kolbeinsson þýðir. Það er
kannski ástæðan fyrir þvi að
„litil á” er ekki kölluð lækur,
eins og venjan er, he, he.
18.40 Vatnagaman. Hinn
snarpi skoski sundkappi
David Wilkie kynnti sér i vetur
hin ýmsu afbrigði vetrar
iþrótta. Nú er komið að vatna-
iþróttum . 1 fyrsta þættinum af
fimm bregður hann sér á sjó-
skiði
20.40 Sjónvarp næstu viku.
Sigurjón Fjeldsted á réttum
stað á réttum tima.
20.55 Rigoletto — sjá kynn-
ingu
22.55 Dagskrárlok.
Útvarp
Föstudagur
29. mai
9.05 Morgunstund barnanna.
10.30 Sinfónia númer sex eftir
Sjiíbert.
11.00 Ég man það enn Skeggi
Asbjarnarson sér um þáttinn.
En Ingibjörg Þorbergs les frá-
sögn
13.00 A frivaktinni. Sigrún
Sigurðardóttir dansar á dekki.
15.00 Um islenska þjóðbúning-
innHulda Stefánsdóttir flytur
erindi, sem er gamalt. Var áð-
ur á dagskrá fyrir 10 árum.
16.20 Siðdegistónleikar.
17.20 Lagið mitt.
19.40 A vettvangi.Þessi þáttur
hefur smámsaman þróast úti
að vera einskonar ,,Vaka” út-
varpsins. Og er sist verri fyrir
það
20.05 Nýtt undir nálinni.
Gunnar Salvarsson skriður i
gegnum nálaraugað, og með
léttar plötur undir hendinni
20.30 Kvöldskammtur. Endur-
tekinn einn af siðustu morgun-
póstunum.
21.30 Um hundinn. Guðmund-
ur Hagalin flytur 20 ára
gamalt erindi
23.00 Djassþáttur. Já svei mér
þá Sjérard og Sjórunn kynna
lögin
23.45 Dagskrárlok.
Laugardagur
30. maí
9.30ÓskaIög sjúklinga.
Kristín Sveinbjörnsdóttir flyt-
ur erindi um nokkur þykkustu
lög af eyrnasneplum sem vit-
að er um
11.20 Þetta erum við að gera.
Nemendur Gagnfræðaskóla
Keflavfkur gera þetta.
Ein besta óperan
Ein besta og frægasta ópera
sögunnar verður uppistáðan I
sunnudagsdagskrá sjónvarps-
ins.
Verdi byggði Rigoletto á bók
eftir Victor Hugo, — Konung-
urinn skemmtir sér. Bókin, og
verk Verdis gerðist upphaf-
lega við hirð Frakkakonungs,
en þegar frumsýna átti Rigo-
letto i fyrsta skipti, á Italiu,
átti að banna óperuna vegna
þess að i henni gæti leynst
hættulegur áróður. Þvi var
tekið til þess ráðs að breyta
öllum nöfnunum, og gera
kónginn að hertoga.
Verkið fjallar annars um
Rigoletto, hirðfifl hertogans,
sem á gullfallega gjafvaxta
dóttur. Rigoletto þekkir kven-
semi hertogans og felur þvi
dóttur sina fyrir honum. En
menn hertogans sjá hana um
siðir, og þegar Rigoletto
kemst að þvi að hertoginn
haföi eitthvað verið að fitla við
hana verður hann æfur og
pantar leigumorðingja. Óper-
an fjallar svo um viðskipti
leigumorðingjans, systur
leigumorðingjans, Rigoletto,
dóttur hans og hertogans, og
fleiri og fleiri.
Ein frægasta óperuaria sög-
unnar er i Rigoletto — La
Donna e Mobile — en annars
er óperan einkum þekkt fyrir
samsöngsatriðin, dúetta, trió
og kvartetta.
Það er uppfærsla svissneska
sjónvarpsins sem sýnd verður
á sunnudaginn og stjórnandi
er Nello Santi. Aðalhlutverkin
eru i höndum Peter Svorsky,
Piero Capucilli, Valery Mast-
erson og Gillian Knight.
inn, á vegum Framfarafélags
Seláss og Arbæjarhverfis. Hún
verður haldin i Félagsheimili
Rafveitunnar við Elliðaár, og
hefst klukkan 9.15 um morguninn
og stendur til hálf sex. Fjölmarg-
ir flytja erindi um ýmislegt við-
komandi dalnum, og Páll Lindal
og Reynir Vilhjálmsson tala itar-
lega um lagahlið annarsvegar og
hinsvegar mannlifshlið. Ráð-
stefnan er öllum opin.
B
íóin
^ ^ frámúfskarandi'
★ ★ ★1.ágæt
.★ ★ 8<*» !
+ jþolanleg
0 afleit
Tönabíó: ★ ★ ★
Siðasti valsinn (The Last Waltz)
Bandarisk, árgerð 1978.
Leikstjóri: Martin Scorsese.
Aðalhlutverk: Hljómsveitin
Band.
Hér gefst þeim sem misstu af
þessari ágætu hljómlistarmynd
annað tækifæri. Látið það ekki
ónotað, þvi Siðasti valsinn er
sennilega ein allra besta tónleika-
mynd sem gerð hefur verið.
Tónlistin er sömuleiðis góð.
Jamm..
Hárið. ★ ★ ★
Að öllum lykindum mun
Tónabiö endursýna þessa
stórgóðu mynd Milos Forman um
helgina Fyrir þá sem misstu af
henni siðast.
★ ★ ★
Lestarránið mikla. (The First
Great Train Robbery) Bandarísk.
Argerö 1979. Handrit: Michael
Crichton, eftir eigin skáidsögu.
Aðal hlutverk: Sean Connery,
Donald Sutherland, Lesley Ann-
Down. Leikstjóri: Michael
Criohton.
Mynd sem ekkert skilur eftir, en
stendur fyrir sinu sem kvöld-
skemmtun.
Regnboginn:
Convoy. ★
Bandarisk. Argerð 1976.
Leikstjóri: Sam Peckinpah.
Aaðalhlutverk: Kris Kristoff-
eríson og Ali MacGraw.
A sinum tima var þessi mynd
mjólkuö i Regnboganum, að
maður héit til óbóta. En hér er
htfn komin, ódrepandi, og glottir
framan i gagnrýnendur, sem
voru óvenju sammála um
slæmsku hennar.
i kröppuin leik (Thc Baltimore
Bullet)
Bandarisk. Argerð 1979. Aðal-
hlutverk: James Coburn ogOmar
Shariff.
Gnnmynd i þessum „klassi” stil
sem einkennir báða aðalleikar-
ana. Þeir eru geysifærir billjard-
leikarar og nota hæfileikana i
allskonar veðmála og svikastarf-
semi.
Punktur, punktur, komma
strik ★ ★ ★
lslensk, árgerð 1981. Leikendur:
Pétur Björn Jónsson, Hallur
Helgason, Erlingur Gislason,
Kristbjörg Kjeld. Handritog leik-
stjórn: Þorsteinn Jónsson.
★ ★ ★
Fflamaðurinn (Elcphant Man).
Bresk árgerð 1980. Leikendur:
Anthony Hopkins, John Hurt,
John Gielgud. Leikstjóri: David
Lynch. Þetta er áhrifamikil mynd
sem liður manni sennilega seint
úr minni, að minum dómi fyrst og
fremst vegna frábærrar frammi-
stöðu helstu leikaranna.
— ÞB
Stjörnubíó: ★ ★ ★
Krainer gegn Kramer (Kramer
vs Kramer). Bandarlsk, árgerð
1979. Leikendur: Dustin Hoffman,
Meryl Streep, Justin Henry.
Handrit og stjórn: Robert Bent-
on.
Þó myndin fjalli um viðkvæmt
mál, finnst mér Benton nógu mik-
ill listamaður til að þræða klakk-
laust framhjá öllum pyttum
væmninnar og takast að höfða til
einlægra tilfinninga I upplifun á-
horfenda og samkennd með sögu-
hetjunum. — BVS
13.45 Iþróttir. Hermann-Gunn-
arsson er liklega bestur, og
áreiðanlega vinsælastur,
útvarpsmanna um þessar
mundir. Gott hjá honum.
14.00 í umsátri. Jón Sigurðs-
son ritstjóri lýkur sögu sinni af
lsraelsferð.
15.00 Hvað svo? Siðasti Geir-
fulginn?Helgi Pétursson held-
ur áfram að rekja slóð gamals
fréttaefnis.
15.40 Túskildingsóperan.
Kammersveit leikur.
17.20 Gönguleiðir i nágrenni
Reykjavikur. Eysteinn Jóns-
son ráðherra flytur erindi sem
áður var á dagskrá fyrir um 20
árum (Sumardagskráin er
greinilega að byrja).
19.35 Þáttur af Walter
Schnaffs. Smásaga eftir
Maupassant sem Arni
Blandon les.
20.00 HlöðubaU . Jónatan
Garðarsson er farinn i hey-
skapinn.
20.45 Um byggðir Hvalf jarð-
ar. Annar þáttur af þessu
landafræðiprógrammi. Ekki
fyrir mig, enda oftast að gera
eitthvað annað um niuleytið á
laugardagskvöldum.
23.00 Dansiög.
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
31. mai.
10.25 Ot og suður. Þegar þetta
er ritað er ekki vitað hvað
Friðrik Páil hefur i þætti sin-
um Það kemur þó vonandi i
ljós áður en langt um h'ður.
11.00 Messan kemur að þessu
sinni glóðvolg frá Hvamms-
kirkju I Norðurárdal.
13.20 Suður-Amcrisk tónlist.
Filharmóniugrtfppa i New
York leikur ýmsa takta undir
stjórn Leonards Bernstein.
14.00 Til hvers er maðurinn að
skrifa svona? Þáttur um Bréf
tii Láru eftir Þórberg. Þor-
steinn Marelsson og Asa
Helga Ragnarsdóttír spyrja
16.20 Hvalfjaröarþátturinn
endurtekinn.
19.25 Kaptcinn Blöndal og
Montcur Fredriksen undirbtfa
för Frekjunnar.Pétur Péturs-
son helduráfram samtali sinu
við Björgvin Fredriksen.
20.30 Sjóferð fyrir vestan.
Steingrimur fjöliistamaður
Sigurðsson fer á skak og i tfti-
legu, kannski við Græniand,
með IS 13.
21.50 Sprek. Heiga Bachmann
les ljóð eftir Þröst J. Karlsson.
23.00 Nýjar plötur og gamlar.
Haraldur Blöndal veltir vöng-
Gamla bió ★ ★
Fame — sjá umsögn i Listapósti.
Austurbæjarbió ★ ★
Vændiskvennamorðinginn — sjá
umsögn I Listapósti.
Háskólabió ★ ★
Konan sem hvarf (The Lady
Vanishes)
Bresk. Árgerð 1979. Handrit:
George Axelrod eftir handriti
Sidney Gilliat og Frank Launder.
Leikstjóri: Anthony Page. Aðal-
hlutverk: Elliot Gould, CybiII
Shepherd, Angela Lansbury, Her-
bert Lom.
Þetta er klassisk gaman-ástar-
þrillergáta, löguð eftir forskrift
sem ótalsinnum hefur veriö notuö
bæði fyrr og síðar, og segir frá
hópi ferðalanga sem er á leið frá
Bæjaralandi til Sviss með lest er
styrjöld vofir yfir Evrópu. Mynd
Hitchcocks um þetta efni var
bæði góð og blessuð, og þó ófrum-
legt sé að nýta efnið enn á ný, þá
hefði útkoman svosum getað orð-
iðverri en þetta Þessi nýja Kona
sem hvarf er mjög þokkaleg fag-
mennska. Anthony Page heldur
bærilega á spilunum og menn
geta haft góða skemmtan af,
einkum ef þeir hafa ekki haft
kynni af mynd Hitchcocks.
—AÞ
Mánudagsmynd: ★
Alvarlegur leikur. — sjá umsögn i
Listapósti.
Nýja bió:
Vitnið (Eyewitness)
Bandarisk. Argerö 1980. Handrit:
Steve Tesich. Leikstjóri: Peter
Yates. Aðalhlutverk : WiIIiam
Hurt, Sigourney Weaver,
Christopher Plummer og James
Woods.
Yates og Tesich áttu ágæta sam-
vinnu þegar þeir gerðu hina vin-
sælu „Breaking Away” saman á
undan þessari. Hér hafa þeir snú-
ið viö blaðinu, þvl vitnið ku vera i
Hitchcock stil — æsispennandi
þriller um sjónvarpsfréttamann
af kvenkyni sem kynnist ungum
manni, sem svo aftur varð vitni
aö morði Allt þetta bendir til að
um þokkalega mynd sé að ræða.
Laugarásbíó:
Táningur i einkatimum (Private
Lessons)
Bandarisk. Argerð 1979. Aðal-
hlutverk: Sylvia Kristel, Howard
Herseman og Eric Brown. Leik-
stjóri: Alan Meyerson.
Titillinn gefur nokkuð til kynna
um hvað þessi mynd fjallar, og
nafn Sylviu tekur af allan vafa.
Þetta mun vera „mjúk” klám-
mynd um fyrstu ástartilburði
ungs drengs. 1 svolitið gaman-
sömum tón.
^^kemmtistaðir
Hollywood:
Það er spurningin. Hvað ætli
verði um helgina? Skyldu það
verða gömludansarnir? eða
djass? ntf eða rokk? (þá á ég
altsaa bæði við nýbylgju og hins-
egin). Nei, kæru vinir ekkert er
rétt þvi það verður diskó friskó,
allir i diskó, jtfhtftftftftftftftf!!!!!!!
Djúpið:
A fimmtudagskvöldið, getur fólk
hlustað á Gvend Ingólfs og félaga
spila af fingrum fram og aftur.
Munið að það má kaupa sér létt
vfn.ef vi 11.
Lindarbær:
A laugardag er það hljömsveitin
Þristar ásamt Mattý, hinni einu
og sönnu. Ætli barinn verði op-
inn?
Ártún:
Hljómsveitin Rekkar ásamt
söngkonunni Mattý sjá um að
halda valstakti og ræl, á tá og hæl
á föstudagskvöldið. A laugardág
er lokað og læst.
Hótel Saga:
A föstudag og sunnudag er lokað
vegna einkasamkvæma. Best að
blanda sér ekki i einkamál ann-
arra. A laugardaginn leika og
syngja hins vegar Raggi Bjarna
& co fyrir alla sem fýsir að heyra,
meira og meira.
Glæsibær:
Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir
glæstum dansi alla helgina.
Diskótekið Rokký fyrir þá sem
fíla diskóið, að sjálfsögðu i Diskó-
teki ’74.
Oðal:
Ntf er það Fanney Gunnlaugs-
dóttír sem þeytir skifur alia helg-
ina. Diskó og kántri, það held ég
ntf.
Sigtún:
A föstu- og laugardagskvöld er
það Radius frá Vestmannaeyjum
sem heidur uppi fjörinu. Ef það er
ekki nóg er diskóið á fullu, étur
alla drullu, en bingóið er á sinum
stað á laugardaginn kl. hálf þrjtf.
Snekkjan:
A föstudag og laugardag verður
vinsælasta og jafnframt frumleg-
asta hljómsveit Hafnarf jarðar en
það er einmitt hljómsveitin Dans-
bandið. Eins og nafnið gefur til
kynna mega gestir htfssins dansa,
en það er bannað að dansa uppá
borðum. Og ekki má gleyma
Halldóri Arna en hann er eins og
allir vita diskógæi.
Kiúbburinn:
Hafið lokkar og laðar, en Hafrót
leikur fyrir dansi. Ertu með
hafrótarbólgu?
Naust:
Fjölbreyttur matseðill og góður
matséðill aíla helgina. Jón Möller
leikur á píanó á föstudag og
laugardag og barinn er opinn. Að
sjálfsögðu.
Hótel Loftleiðir:
Blómasalur er opinn eins og
venjulega með mat til 22.30 og
Vinlandsbar eitthvað lengur.
Þórscafé:
Skemmtikvöld á föstudag, þar
sem allir skemmta sér eins og
prinsar og drottningar. Galdra-
karlar skemmta hins vegar á
laugardagskvöld, en viti menn:
Laddi, Halli og Jörri skemmta i
kabarett á sunnudag. Eingöngu
fyrir matargesti. Siðan verður
dansað.
Skálafell:
Léttír réttir og guðaveigar alla
helgina. Jónas Þórir hjálpar upp
á stemmninguna með léttum leik
sinum á orgel staðarins.
Leikhúskjallarinn:
Ntf er kabarettinn hættur svo ntf
eru það létt lög af plötum sem
suða undir háspekilegum sam-
ræðum allaballa og annarra kúlt-
urhrossa. Góða skemmtun.
Akureyri.
Sjallinn
er bestur staða á laugardögum.
Alltaf slangur matargesta, en
fjöldinn lætur sjá sig um og upp
tfr miðnætti. Lifandi mtfsik niðri,
diskótek uppi. Mikil breidd í
aldurshópum.
Háið
er vel sótt á föstudögum, yngstu
aidurshóparnir áberandi á
laugardögum. Okei á fimmtudög-
um. Orfáar hræður að drekka tfr
sér helgina á sunnudögum.
Diskótek á miðhæðinni og neðstu,
barir á öllum hæðum. Ntf getur
enginn ferðalangur orðið svo
frægur að hafa komið til Akur-
eyrar án þess að hafa litið i Háið.
Matargestir fáir.