Helgarpósturinn - 29.05.1981, Side 22
22
Föstudagur 29. maí, 1981
Jie/garpásturinrL
EFTIR GUÐJÓN
ARNGRIMSSON
Clive Gregson, aöalsprauta Any Trouble, þykir ekki beint stór-
stjörnuiegur i útliti. Minnir á landafræðikennara, segja sumir. En
hann er snjail strákurinn.
„Any Trouble voru hálf tæt-
ingslegir þegar þeir gengu inná
sviöiö. Þegar ég sá þá átti ég
crfitt með að imynda mér að
klukkutíma seinna myndu þeir
labba af sviðinu sem hetjur, að
minnsta kosti i minu hjarta.
Lengst til vinstri stóð Phil
Barnes, fiktaði i hárlokk, lagaði
bindið og stillti strengi bassans.
Mel Harley sat fyrir aftan hann,
herti skrúfu á hi-hattinum og
bankaði i með bassapedalanum.
Og til hægri var Chris Parks, tog-
andi i jakkalafiö, glamrandi á
gitarinn.
Fyrir framan þá stóð Clive
Gregson og lagaði axlabandið.
Hann var ekki eins og neinn
venjulegur aðaimaður i hljóm-
sveit. Vinkonu minni fannst hann
eins og landafræöikennari. Það
var óvitlaus lýsing. Hann var eins
og einhver af dularfyllri frændum
Elvis Costello — sköiióttur, með
ugluieg hornspangargleraugu, og
gitarinn náði ekki að fela pabba-
lega istruna. Og hún er hreint
ekki i tisku”.
Eitthvað á þessa leið lýsir
blaðamaður breska músikblaðs-
ins Melody Maker þvi þegar hann
sá hljómsveitina Any Trouble I
fyrsta sinn. Það var i fyrra. Hvort
þeir eru eitthvað þessu likir enn-
þá, blessaðir drengirnir, veit ég
ekki — en islenskir poppáhuga-
menn fá brátt tækifæri til að viröa
þá fyrir sér eins og blaðamaður-
inn breski. í fyrsta skipti um
næstu helgi.
Any Trouble kemur til landsins
fimmtudaginn fjóröa júni og mun
spila á nokkrum stöðum í Reykja-
vik og nágrenni. Aðalhljómleik-
arnir verða i Laugardalshöllinni
laugardaginn fyrir hvitasunnu,
þ.e. sjötta júni. Þar munu koma
fram með Any Trouble hljóm-
sveitin Start auk tveggja af efni-
legustu hljómsveitunum sem hér
hafa verið að koma upp, Tauga-
deildin og Baraflokkurinn frá
Akureyri.
í pöbbum Manchester
Any Trouble er ekki þekkt
hljómsveit á Islandi. Hún er
reyndar ekki eitt af stóru nöfnun-
um i Englandi heldur. En þetta
eru ungir menn á uppleið, og eins
og flestar af betri hljómsveitum
Breta (og Bandarikjanna lika)
hafa þeir eytt miklu af tima sin-
um i hljómleikahald. Þau fimm
ár sem Any Trouble hefur starfað
hafa verið gjörnýtt. Til að byrja
með voru þeir að spila á pöbbun-
um i úthverfum Manchester, en
eftir að birta tók hjá þeim um
mitt siðasta ár hafa þeir farið um
allt Englartd, einnig talsvert um
Evrópu og aðeins hafa þeir lika
litiö við i Bandarikjunum. Um
mitt ár i fyrra kom út eina stóra
platan þeirra hingað til, „Where
are all the nice girls”. Hún fékk
ljómandi góða dóma i bresku
popppressunni, en seldist ekkert
mjög mikið.
Hressileg
Það er ekki mjög erfitt aö finna
Any Trouble staö I stónlistinni.
Þetta er ekta popp-rokk hljóm-
sveit, sem minnir oft óneitanlega
á Elvis Costello og Graham
Parker, en er þó léttari. Tónlistin
er kraftmikil og hressileg, text-
arnir smellnir. Any Trouble er
hljómsveit sem erfitt er að láta
sér lika illa við.
Clive Gregson talsmaður
hljómsveitarinnar og sá sem
semur öll þeirra lög er lika
hressilegur náungi ef dæma má
af löngu viðtali við hann i Melody
Maker. 1 þvi skýrir hann tilurð
Any Trouble og hvaða markmið
þeir hafa, og mættu islenskir
popparar hafa sumt af þvi i huga.
„Astæðan fyrir þvi að við byrjuð-
um að spila var einföld. Okkur
langaði að spila saman góð lög.
Og það skiptir ekki máli hvaðan
þau koma”.
Drasl
Hljómsveitin er, öfugt við
flestar aörar efnilegar hljóm-
sveitir, með fullt af lögum ann-
arra á efnisskránni. Gregson
skýrir i viðtalinu hvers vegna.
„Við lögðum okkur fram við að
forðast hinn algenga sjúkdóm
smáhljómsveitanna. Við vorum
vanir að fylgjast vel meö þvi sem
var aö gerast i kringum okkur,
sáum fullt af smáhljómsveitum.
Og ég varð fruntalega leiður á að
heyra hljómsveitir spila hræðileg
lög, sem þeir spiluðu bara af þvi
að þau voru samin af þeim sjálf-
um,- Þaö virtist eins og að ef þú
hefðir samið eitthvað, þó það væri
mesta þvæla allra tima, þá yrð-
irðu aö spila það — vegna þess að
þú samdir það.
Við ákváðum að engin leið
væri fljótari til að gera útaf
við áheyrendur en að spila
hrúgu af drasli, jafnvel þó það
væri frumsamið. Þannig aö
við ákváðum aö taka
lög ar.narra. Þú
skilur, ef lag er
gott i upphafi, þá voru að minnsta
kosti þokkalegar likur á að það
væri sæmilegt eftir að við
þjösnuðumst á þvi”.
Any Trouble með Dylan The
Who, Elvis Costello, Graham
Parker, jafnvel Abba og Dire
Straits á lagaskránni. „Fólk var
vant að koma að sviðinu og segja
„Af hverju eru þið að spila
þetta? ” Og ég svaraði einfaldlega
— „Af þvi að þetta er gott.
Snautaðu svo”, sagði Gregson.
Karakterinn kemur i
ljós
Hann viðurkennir hinsvegar að
þetta hafi ekki verið gert alveg
með fullum vilja. Þeir áttu ein-
faldlega ekki nóg af góðum lögum
til að fylla efnisskrána. Og það
kemur Gregson þvi ekkert á óvart
að hljómsveitin skuli hafa þurft
að leika saman i meira en f jögur
ár áður en hún vakti áhuga útgef-
enda. „En okkur var sama”,
sagði hann. „Við einbeittum
okkur að þvi að fá lögin góð, og
þjálfa okkur á sviði. Þetta var
undirbúningsvinna. Og á henni
flaska svo margar hljómsveitir.
Flýtirinn er of mikill. Þær semja
sin eigin lög, fara i stúdió og gefa
út plötu. Sem yfirleitt er ekki
nógu góð — og hljómsveitirnar
gleymast.
Þetta er heldur gamaldags
hugmynd reyndar. Ef þú litur á
allar stærstu hljómsveitir sjötta
áratugarins, Bitlana, Stones og
svo framvegis þá sérðu að þær
byrjuðu svona. Þær spiluðu all-
staðar, jafnvel i sex tima i einu á
búllu i Hamborg. Það er með
slikri spilamennsku sem karakter
hljómsveita kemur i ljós. Þannig
er það með okkur að minnsta
kosti”.
Fjör
Fyrstu fjögur ár Any Trouble
voru þvi heldur viðburðasnauð.
En þegar þeir gáfu út plötuna i
fyrra, vöktu þeir • talsverða
athygli, enda fékk hún góða
dóma. Og nú skömmu eftir aö
þeir verða hér á lahdi, kemur
önnur plata þeirra — sem sumir
telja að eigi eftir að slá alvarlega
i gegn. Hver veit. Það er STIFF
útgáfufyrirtækið breska sem
gefur hana út, og er ábyrgt ásamt
Steinari hf., fyrir hingaökomu
Any Trouble.
Það er óskandi að það fari fyrir
tónleikagestum hér eins og blaða-
manni Melody Maker á tónleik-
unum sem hann lýsti hér i upphafi
greinarinnar. „Ég hefði viljað að
þeir spiluðu alla nóttina”, sagði
sá. En það má nú hvort sem er
ekki spila alla nóttina á tslandi.